Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
Yngsta dóttir mín –
hún er fimm ára –
hrópaði upp yfir sig
öðru hvoru „oh my
goodness“ þangað til
ég sagði henni að
prófa að hrópa „guð
minn góður“ í staðinn.
Og viti menn: það virk-
aði. Þegar henni er
mikið niðri fyrir hróp-
ar hún hátt og snjallt
„guð minn góður“!
Íslenskan á undir högg að sækja
þessa dagana. Tölvur, snjallsímar,
bíó og sjónvarp með enskuna að
vopni brjóta niður varnir íslensk-
unnar án erfiðleika. Æ fleira ungt
fólk í tónlistarheiminum kýs að
syngja á ensku en sem betur fer
kjósa margir enn þá að syngja og
rappa á íslensku.
Heimurinn er ekki lengur stór.
Hann er í raun ekki stærri en síminn
í lófa þér. Þar gerist allt. Þar eru
stjórntækin enskumælandi, leik-
irnir, textinn, allt er á ensku. Meðan
íslenskan er að berjast fyrir lífi sínu
í brimboðum enskunnar hafa menn
slökkt á vitanum. Það sést ekki til
lands. Æ fleiri fyrirtæki í græðgi-
bríma kasta íslenskunni. Í veitinga-
húsabransanum er það að verða
þannig að þjónar tala ekki íslensku,
matseðlar eru á ensku, staðirnir
bera ensk nöfn. Í fjármálageiranum
fara fyrirlestrar fram á ensku. Það
nýjasta nýja er að Flugfélagi Íslands
varð brátt í brók og skírði kúkinn
Air Iceland Connect. Virðingin fyrir
sögunni, arfleifðinni, tungumálinu
var ekki meiri hjá þessu gamalgróna
fyrirtæki.
Nú er sjálf okkar, innsti kjarninn,
rót menningar okkar að veði. Við
verðum að snúa vörn í sókn. Það er
mikilvægara að setja peninga í að ís-
lenska tölvur en að grafa göng, svo
dæmi sé tekið. Hvernig væri að hin
ofsaríku útgerðarfyrirtæki, sem
hafa mokað milljörðum upp úr haf-
inu árum saman, settu ásamt ís-
lenskum stjórnvöldum peninga í það
verkefni að bjarga íslenskunni?
Við verðum líka öll að vera vak-
andi heima fyrir, leiðrétta börnin
okkar og okkur sjálf. Það er enn þá
ort á íslensku, það er enn þá sungið á
íslensku, enn þá eru
skrifaðar bækur á ís-
lensku, við tölum enn
þá íslensku, fréttir eru
sagðar á íslensku, en
hversu lengi verður það
þegar hvert fyrirtækið
af öðru í borginni ber
enskt nafn? Þó að
ferðamenn komi hingað
í áður óþekktum mæli
þá þurfum ekki að gefa
íslenskuna upp á bát-
inn.
Ég heyrði í útvarpinu
um daginn viðtal við fólk frá Belgíu
sem hafði verið á tónleikum með Ás-
geiri Trausta. Hann er að túra um
heiminn og eðlilega syngur hann að
mestu á ensku. En fólkið sem var
talað við kvartaði yfir því að hann
hefði ekki sungið á íslensku. Ég
heyrði að Ólafur Páll útvarpsmaður
var jafnhissa og ég.
Enskan er komin á fullt í orða-
forða barna okkar, fullorðið fólk
slettir til hægri og vinstri, fréttafólk
notar ensk orð í beinni í staðinn fyrir
góð íslensk orð. Ég heyri vini barna
minna nota enskuna svo mikið að
það er verulegt áhyggjuefni. Við
þurfum á íslenskunni að halda og ís-
lenskan þarf á okkur að halda. Þú
berð ábyrgð. Við berum ábyrgð á að
tungumálið okkar lifi.
Setjum hjartað í málið.
Eftir Bubba
Morthens
Bubbi Morthens
»Meðan íslenskan
er að berjast fyrir
lífi sínu í brimboðum
enskunnar hafa menn
slökkt á vitanum.
Höfundur er skáld og tónlistarmaður.
Setjum hjartað í málið
Atvinna
Af þeim bókum sem JanTimman hefur skrifaðheld ég mest upp á „Theart of chess analysis“,
samantekt viðureigna frá tímabili
þegar Hollendingurinn var að
hasla sér völl í skákheiminum.
Timman tekur nokkur dæmi um
djarfar ákvarðanir við skákborðið:
Bobby Fischer sat að tafli and-
spænis Júgóslavanum Milan Ma-
tulovic á millisvæðamótinu í Palma
á Mallorca síðla árs 1970 og virtist
geta tekið jafntefli með því að
endataka leiki. Staða hans var
greinilega lakari en hann hafnaði
því að þráleika og hélt baráttunni
áfram. Skákinni lauk um síðir með
jafntefli en þetta dæmi og annað
sem Timman tók úr viðureign
Karpovs í Las Palmas á Kanarí-
eyjum frá árinu 1977 gegn Ung-
verjanum Andras Adorjan eru lýs-
andi dæmi um óbilandi sjálfstraust
þeirra allra bestu á hátindi ferils-
ins. Timman hefði getað bætt við
dæmum úr skákum þess heims-
meistara sem lengst sat; Emanuel
Lasker tók oft á sig erfiðar stöður
og jafnvel tapaðar eingöngu til
þess að geta haldið baráttunni
áfram. Og mér sýnist að þessi
lyndiseinkunn sem hér er lýst eigi
vel við núverandi heimsmeistara,
Magnús Carlsen.
Á Meistaramóti Skákskóla Ís-
lands sem haldið var um síðustu
helgi féllu leikir þannig í baráttu
tveggja af sigurstranglegustu
keppendunum:
Meistaramót Skákskóla Íslands
2017; 3. umferð:
Hilmir Freyr Heimisson – Jón
Trausti Harðarson
Trompowsky-byrjun
1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. h4 c5 4.
dxc5 Da5+ 5. Rd2 e5 6. c3 Rxd2
7. b4 Dc7 8. Bxd2 b6 9. cxb6 axb6
10. e4 Bb7 11. Bd3 Be7 12. Re2
d5 13. Rg3 Rd7 14. De2 O-O 15.
h5 dxe4 16. Bxe4 Bxe4 17. Dxe4
Rf6 18. De2 Rd5 19. O-O Rxc3 20.
Bxc3 Dxc3 21. h6 g6 22. Hac1
Dd4 23. Hfd1 Df4 24. Hc6 Hfd8
25. Hxb6 Bxb4 26. Hxd8+ Hxd8
27. Re4 Dxh6
- Sjá stöðumynd 1 -
Þú ert einn efstur í mótinu og
ert að tefla við stigahæsta kepp-
andann. „Besti“ leikurinn er 28.
Hxb4 en þá þvingar svartur fram
jafntefli með þráskák, 28. …
Dc1+ 29. Kh2 Dh6+ o.s.frv. Hvað
gerir þú? Jafntefli þarf ekki að
henta illa; eftir aðra leiki er svarta
staðan heldur betri að mati „vél-
anna“ og hvítur er peði undir. Það
virtist ekki hvarfla að Hilmi að
sættast á skiptan hlut og hann lék
…
28. g3!? Be7 29. Kg2 Hc8 30.
Hb1 Df8 31. a4 f5 2. Rd2 Bf6 33.
Da6 Bg7 34. Rf3 De8 35. Hb7 e4
36. Rg5 e3 37. Dd6
37. … Kh8 38. Dd5
Í einhverjum tilvikum á þessum
kafla hefði svartur getað gert bet-
ur en núna varð hann að leika 38.
… Dc6 og staðan er í jafnvægi.
38. … e2?? 39. Rf7+ Kg8 40.
Rd6+ Kh8 41. Rxe8 e1(D) 42.
Rxg7 f4 43. Rh5!
og svartur gafst upp, 43. .. gxh5
er svarað með 44. Dd4+ og mátar.
Hilmir Freyr lét ekki staðar
numið eftir þennan sigur og vann
stigahærri flokki meistaramótins
með fullu húsi. Efstu menn urðu:
1. Hilmir Freyr Heimisson 5 v. (af
5) 2. Bárður Örn Birkisson 3½ v.
3.-5. Aron Thor Mai, Alexander
Oliver Mai og Jón Trausti Harð-
arson 2½ v.
Í flokki keppenda undir 1.600
Elo-stigum urðu jafnir og efstir
Gunnar Erik Guðmundsson, Örn
Alexandersson og Þorsteinn
Magnússon allir með 6 vinninga af
átta mögulegum. Við stigaútreikn-
ing reyndist Gunnar Erik hlut-
skarpastur. Efstur í flokki kepp-
enda undir 1.200 Elo-stigum var
Magnús Hjaltason.
Aðalstyrktaraðili mótsins var
GAMMA.
Óbilandi
sjálfstraust
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/SÍ
Fullt hús Hilmir Feyr Heimisson tekur við verðlaunum úr hendi Agnars Tóm-
asar Möller frá GAMMA sem var aðalstyrktaraðili Meistaramóts Skákskólans.
Láttu birtuna ekki trufla þig
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
2024 SLT
L i ð Lé t t ingur
Verð kr
2.790.000
Verð með vsk. 3.459.600
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Só lvangi 5 - 700 Egilsstað i r
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn . is // www. jotunn . is