Morgunblaðið - 03.06.2017, Page 28
28 UMRÆÐAN Messur á morgun, Hvítasunnudag
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
RÚV er almanna-
þjónustumiðill í eigu
íslensks almennings
og vill upplýsa, fræða
og skemmta á hverj-
um degi. En hvað þýð-
ir það árið 2021?
Hvernig tryggjum við
að RÚV þjóni öllum
Íslendingum þar sem
þeir vilja og þegar
þeir vilja á næstu ár-
um? Hvernig tryggj-
um við öfluga og óhlutdræga upp-
lýsingaveitu fyrir alla? Hvernig
tryggjum við þjónustu við nýjar
kynslóðir í sífellt tvístraðra sam-
félagi? Hvernig ræktum við ís-
lenska menningu og tungumál?
Þessar og fleiri spurningar lágu til
grundvallar þegar hafist var handa
við að móta stefnu RÚV til 2021,
sem við kynntum með stolti á ráð-
stefnunni Fjölmiðlun til framtíðar á
dögunum.
Hvað gerðum við?
Í stefnumótunarvinnunni undan-
farið ár var samtalið opnað upp á
gátt. Á annað þúsund manns svör-
uðu kalli um þátttöku í opinni vef-
gátt, netkannanir og vinnustofur
voru haldnar með starfsfólki,
stjórnendum og stjórnarmönnum,
rætt var við fulltrúa fyrirtækja og
stofnana í næsta umhverfi RÚV,
svo sem úr mennta- og menning-
argeiranum, við sjálfstæða fram-
leiðendur og aðra fjölmiðla. Af-
raksturinn er stefna sem er í
miklum samhljómi við það sem ger-
ist annars staðar enda var byggt á
ítarlegum gögnum og greiningum á
lykilbreytingum í ytra umhverfi og
tækni. Þetta eru spennandi tímar
sem fela í sér margs konar áskor-
anir.
Fjölmiðlun
á fleygiferð
Á liðnum fimm árum
hefur orðið sannkölluð
umbylting í alþjóðleg-
um fjölmiðlaheimi. Að-
gangur að erlendu af-
þreyingarefni er
nánast takmarkalaus
en efni á íslensku, um
íslenskt samfélag og
samhengi, er af skorn-
um skammti. Sam-
félagsmiðlar eru orðnir
fjölmiðlar, streym-
isveitur kollvarpa viðskiptalíkönum
áskriftarmiðla og ofgnótt er af mis-
traustum fréttum. Þessi breyting
hefur svo áhrif á óskir almennings
um þjónustu. Ný stefna RÚV til
2021 snýst ekki síst um að útskýra
hvernig RÚV ætlar að takast á við
þetta verkefni, á sama tíma og við
stöndum vörð um almannaþjónustu-
hlutverkið, að upplýsa, fræða og
skemmta. Til viðbótar viljum við
efla RÚV sem uppbyggilegt hreyfi-
afl í samfélaginu, sem opinn vett-
vang hugmyndaþróunar, til sam-
starfs og uppbyggilegrar sam-
félagsumræðu sem skilar áþreifan-
legu virði til einstaklinga sem og
samfélagsins alls. Stefnan felur þó
ekki í sér stærra RÚV, langt í frá,
heldur mun skarpari forgangsröðun
innan þess ramma sem fyrir liggur.
Staða RÚV
Staða RÚV er sterk, áhorf og
hlustun er góð og viðhorfskannanir
benda til meiri ánægju almennings
með þjónustu RÚV en áður hefur
mælst. Engu að síður leggur RÚV
upp í þessa ferð eftir hartnær ára-
tug af samfelldum niðurskurði.
Engum dylst að ýmislegt hefur lát-
ið undan, eins og óhjákvæmilegt er.
En með samstilltu átaki starfs-
manna og stjórnenda hefur hins
vegar tekist að halda úti metn-
aðarfullri almannaþjónustu og
rekstur er í jafnvægi. Við höfum á
undanförnum misserum forgangs-
raðað og breytt ýmsu í starfsemi
RÚV. Það miðar alltaf að því að
gera betur, að bæta þjónustuna.
Þannig tryggjum við að RÚV sé að
veita trausta og áhugaverða al-
mannaþjónustu sem er í takt við
tímann og óskir almennings.
Helstu stefnuáherslur til 2021
Ný stefna RÚV inniber fjölda
stefnumiða og aðgerða. Í stuttri
grein er aðeins hægt að stikla á
þeim helstu en m.a. verður lögð
áhersla á að RÚV nái til allra ald-
urshópa og því verður þjónusta við
yngra fólk (15-29 ára) bætt með
þróun nýrra miðlunarleiða og dag-
skrárefnis. KrakkaRÚV verður eflt
og fest í sessi. Þróaður verður nýr
spilari sem eykur efnisframboð ut-
an hefðbundinnar útsendingar í
þeim tækjum sem fólk vill helst
nota. RÚV vill efla enn sköpun og
miðlun íslenskrar menningar, m.a.
með stórsókn íslensks leikins efnis
og í þeim tilgangi er RÚV myndir
formfest í skipulagi félagsins. Nýtt,
nútímalegt fréttastúdíó gerir frétta-
þjónustu snarpari og vikulegur
fréttaskýringaþáttur hefur göngu
sína haustið 2017. Þetta er í takt
við aukna áherslu á snarpa og
hraða fréttaþjónustu í bland við
dýpri rýni sem krefst tíma og þolin-
mæði. Við leggjum áherslu á að efla
ritstjórnir sem starfa jöfnun hönd-
um fyrir alla miðla RÚV. Á sama
tíma verður samtalið við þjóðina
galopnað með opnum hugmynda-
dögum þar sem óskað verður eftir
hugmyndum að dagskrárefni frá
framleiðendum og almenningi. Þá
vill RÚV auka samstarf við
menningarstofnanir og skapandi
greinar auk annarra fjölmiðla, m.a.
með því að gera aðstöðu, tæki og
þjónustu sína aðgengilega sjálf-
stæðum framleiðendum. Aðal-
myndver RÚV, hið eina sinnar teg-
undar hér á landi, verður t.a.m.
gert aðgengilegt. Með þessu vill
RÚV leggja sitt af mörkum til þess
að viðhalda fjölbreyttri fjölmiðlun á
Íslandi. Á komandi árum verður al-
menningi enn fremur gefinn kostur
á auknu stafrænu aðgengi að þeim
dýrmæta menningararfi samtíma-
sögunnar sem RÚV fangar á hverj-
um degi og varðveitir í safni sínu.
Til að nýjar stefnuáherslur nái
fram að ganga verður þjálfun og
endurmenntun starfsfólks efld
markvisst með RÚV- skólanum
ásamt því sem aukinn kraftur er
settur í hugbúnaðarþróun og
sprotaverkefni.
Kjarni stefnu RÚV
til 2021 ert þú
Hjartað í nýrri stefnu RÚV er ís-
lenskur almenningur í öllum fjöl-
breytileika sínum. Þegar fólk notar
það sem RÚV gerir, eða nýtur
þess, skapast virði – og það er tak-
mark okkar: að vera þjóðinni verð-
mæt. Ný stefna RÚV setur þig í
öndvegi og fjárfestir þannig í fram-
tíðinni. Nánari upplýsingar um stef-
nuáherslur RÚV og fjölmargar að-
gerðir, sem þeim fylgja, er hægt að
kynna sér ítarlega á
www.RUV.is/2021 og við hvetjum
alla til að kynna sér áherslurnar og
fylgja RÚV áfram inn í spennandi
tíma.
Ný stefna RÚV til 2021
fjárfestir í framtíðinni
Eftir Magnús Geir
Þórðarson » Staða RÚV er sterk,
áhorf og hlustun
er góð og viðhorfskann-
anir benda til meiri
ánægju almennings
með þjónustu RÚV
en áður hefur mælst.
Magnús Geir
Þórðarson
Höfundur er útvarpsstjóri.
Hvers vegna er
Seðlabanki Íslands oft
í kastljósi fjölmiðla?
Það er vegna þess að
bankinn sinnir mikil-
vægum verkefnum í
efnahagslífinu. Hann
mætir m.a. þörfum al-
mennings fyrir örugg-
an greiðslumiðil í formi
reiðufjár, þ.e. seðla og
myntar, til að nota í
innkaupum og öðrum
viðskiptum. Bankinn sinnir einnig
lykilhlutverki í að tryggja örugga og
skilvirka miðlun greiðslna með kort-
um og öðrum rafrænum færslum
þar sem í hlut eiga einstaklingar,
fyrirtæki og fjármálastofnanir.
Stöðugt verðlag
Samkvæmt lögum skal Seðla-
banki Íslands sjá til þess að
greiðslumiðillinn, krónan, haldi sem
best kaupmætti sínum, þ.e. að verð-
bólga rýri sem minnst það sem fæst
fyrir launin. Í lögum um bankann
segir að meginmarkmið hans sé að
stuðla að stöðugu verðlagi. Í yf-
irlýsingu forsætisráðherra og
Seðlabankans árið 2001 var þetta
svo útfært þannig að stefna ætti að
því að árleg verðbólga yrði sem
næst 2½%. Helsta tæki bankans til
að ná verðbólgumarkmiðinu eru
vextir bankans í viðskiptum við
önnur fjármálafyrirtæki.
Frá og með árinu 2009 hefur pen-
ingastefnunefnd tekið ákvarðanir
um vexti bankans og beitingu ann-
arra stjórntækja peningamála. Góð-
ur árangur hefur náðst í að halda
verðbólgu í skefjum og hefur hún
verið við eða undir
2½% verðbólgumark-
miðinu í rúm þrjú ár.
Flestir eru sammála
um að hæfileg og stöð-
ug verðbólga stuðli að
minni óvissu og betri
ákvörðunum bæði al-
mennings og fyrir-
tækja um fjárfestingu
og fleira og þar með að
stöðugri atvinnu og
hagvexti, betri kaup-
mætti og aukinni vel-
ferð.
Fjármálastöðugleiki
Seðlabankinn á, ásamt öðrum að-
ilum, að sjá til þess að fjármálakerfið
í landinu sé traust og virkt. Í því
felst að lánastofnanir geti staðist
áföll í efnahagslífi og á fjármála-
mörkuðum, miðlað lánsfé og
greiðslum og dreift áhættu. Í þeim
tilgangi setur Seðlabankinn öðrum
bankastofnunum reglur og fylgist
með starfsemi þeirra.
Til að tryggja stöðugleika og ör-
yggi annast Seðlabankinn jafnframt
gjaldeyrisforða, sem er öryggis-
sjóður í erlendum gjaldmiðli. Miðað
er við að hann dugi fyrir innflutningi
vöru og þjónustu í ákveðinn tíma,
sem gæti komið sér vel ef illa árar.
Enn fremur auðveldar gjaldeyr-
isforðinn ríkissjóði að standa við er-
lendar lánaskuldbindingar og hann
skapar þá tiltrú á erlendum mörk-
uðum að landið geti staðið við er-
lendar skuldbindingar sínar. Forð-
ann er einnig hægt að nota til að
styðja við markmiðið um stöðugt
verðlag með kaupum (eða sölu) á
gjaldeyri til að koma í veg fyrir of
miklar sveiflur í gengi og þar með
innflutningsverðlagi.
Alþjóðamál
Seðlabankinn gegnir ýmsum öðr-
um verkefnum. Hann færir bókhald
þjóðarinnar með því að gera upp
greiðslujöfnuðinn við útlönd, auk
þess sem hann safnar og birtir
margs konar upplýsingar um fjár-
málastarfsemi í landinu sem nauð-
synlegar eru í nútímaríki fyrir vel
upplýstar ákvarðanir um stjórn
efnahagsmála.
Seðlabankinn sinnir samskiptum
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og
ýmsar aðrar alþjóðlegar stofnanir
fyrir íslenska ríkið, þar með talin
fyrirtæki sem meta lánshæfi. Fyrir
hönd ríkisins sér bankinn um lána-
mál ríkissjóðs innanlands og erlend-
is og um skráningu ríkisábyrgða og
eftirlit með þeim. Þá veitir Seðla-
bankinn ríkisstjórn og Alþingi álit
sitt um margt er snertir fjármál og
stundar rannsóknir á sviði efnahags-
mála.
Ný verkefni
Þótt kjarnaverkefni bankans hafi í
raun lítið breyst hafa verkefni tengd
þeim tekið breytingum. Eftir fjár-
málahrunið 2008 voru sett á fjár-
magnshöft og eftirliti með þeim var
komið fyrir í Seðlabankanum. Þótt
höftin hafi nú verið losuð nánast að
fullu þarf enn að fylgjast með sveifl-
um og hræringum í fjármagnsflæði
til og frá landinu til þess meðal ann-
ars að tryggja fjármálastöðugleika.
Innheimta þurfti kröfur á fallna
banka en það verkefni var sett í sér-
stakt félag í eigu bankans, Eigna-
safn Seðlabanka Íslands, og er verk-
efni þess að mestu lokið.
Peningastefnunefnd var sett á
laggirnar eftir fjármálahrunið til að
vinna með opnum og markvissum
hætti að stöðugu verðlagi. Kerf-
isáhættunefnd, undir forsæti seðla-
bankastjóra, starfar nú í tengslum
við bankann til að vinna að fjár-
málastöðugleika og gerir tillögur til
fjármálastöðugleikaráðs, sem er
undir forsæti fjármála- og efnahags-
ráðherra. Þá tekur bankinn einnig
þátt í starfi þjóðhagsráðs sem hefur
víðara efnahagslegt hlutverk. Af
öðrum nýmælum í tækja- og úr-
ræðasafni bankans má nefna sér-
stakt fjárstreymistæki sem virkjað
var á síðasta ári til að koma í veg fyr-
ir óhóflegt fjármagnsinnflæði sem
gæti valdið óstöðugleika. Það tæki
dró verulega úr spákaupmennsku
með skuldabréf á milli Íslands og
annarra landa þar sem hvatinn var
einkum ágóði vegna vaxtamunar á
milli landa.
Verkefni Seðlabankans til að
stuðla að stöðugleika, virkni og vel-
ferð í hagkerfi Íslands eru því mörg
og þótt þau taki breytingum í tímans
rás eru kjarnaverkefnin eftir sem
áður skýr. Þau eru að sjá samfélag-
inu fyrir skilvirkum greiðslumiðli,
stuðla að stöðugu verðlagi og skil-
virku, traustu og stöðugu fjár-
málakerfi. Það er mikilvægt fyrir
fólkið í landinu að þar takist vel til.
Seðlabanki stuðlar að virkni og velferð
Eftir Stefán Jóhann
Stefánsson » Seðlabankinn stuðlar
að velferð með því
að útvega skilvirkan
greiðslumiðil, stuðla að
stöðugu verðlagi og skil-
virku og traustu fjár-
málakerfi.
Stefán Jóhann
Stefánsson
Höfundur er ritstjóri í Seðlabanka
Íslands. sjs@cb.is
AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Í dag, laug-
ardag: Biblíufræðsla kl. 11, guðsþjónusta kl.
12. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Barna-
starf. Súpa og brauð eftir samkomu.
AÐVENTKIRKJAN í Vestmannaeyjum | Í
dag, laugardag: Samvera kl. 12. Bein útsend-
ing frá Reykjavíkurkirkju
AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum |
Í dag, laugardag: Biblíufræðsla kl. 11, guðs-
þjónusta kl. 12. Ræðumaður: Einar Valgeir
Arason.
AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Í dag,
laugardag: Biblíufræðsla kl. 10, guðsþjón-
usta kl. 11. Ræðumaður: Birgir Óskarsson.
AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði |
Hólshrauni 3, Hafnarfirði: í dag guðsþjónusta
kl. 11, ræðumaður Stefán Rafn Stefánsson.
Biblíufræðsla kl. 11.50. Skemmtilegt barna-
og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku.
Súpa og brauð eftir samkomu.
AKUREYRARKIRKJA | Laugardagurinn 3.
júní, fermingarmessa kl. 10.30. Prestar eru
Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladótt-
ir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Hvítasunnudagur 4. júní, fermingarmessa kl.
10.30 og kl. 13.30. Prestar eru Svavar Alfreð
Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr
Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti í fyrri at-
höfninni er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og í
þeirri síðari Petra Björk Pálsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarmessa kl. 11.
Sr. Þór Hauksson flytur hugvekju og þjónar
fyrir altari. Þorkell Heiðarsson organisti.
Kirkjukórinn leiðir almennan söng. Kaffi á eft-
ir.
ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 11. Séra
Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur.
Orgelleikari Magnús Ragnarsson.
ÁSTJARNARKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11.
Prestur verður Stefán Már Gunnlaugsson hér-
aðsprestur.
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matt-
híasar V. Baldurssonar, tónlistarstjóra kirkj-
unnar, og meðhjálpari verður Sigurður Þór-
isson. Hressing og samfélag á eftir.
BORGARPRESTAKALL | Hátíðarguðsþjón-
usta í Borgarneskirkju kl. 11. Hátíðarguðs-
þjónusta í Álftártungukirkju kl. 14. Annar
hvítasunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta í
Borgarkirkju kl. 14. Guðsþjónusta í Brák-
arhlíð kl. 16.30. Organistar Steinunn Árna-
dóttir og Steinunn Pálsdóttir. Prestur Þorbjörn
Hlynur Árnason.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Lesmessa kl. 20.
Sr. Þórhallur Heimisson leiðir stundina og
flytur hugleiðingu um inntak hvítasunnuhátíð-
arinnar. Þau sem vilja aðstoða við messuna
eru beðin um að mæta til kirkjunnar kl.
19.30.
BÚSTAÐAKIRKJA | Hátíðarmessa kl 11,
séra Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Félagar úr kór Bústaðakirkju sjá um
sönginn undir stjórn Jónasar Þóris kantors.
Molasopi eftir messu.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á ís-
lensku, kl. 13 á pólsku, kl. 15 á litháísku (7.
maí en síðan ekki aftur fyrr en í júlí) og kl. 18
á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má.,
mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl.
18 er sunnudagsmessa.
DÓMKIRKJAN | Fermingamessa kl. 11. Sr.
Hjálmar og sr. Sveinn þjóna. Annar í hvíta-
sunnu: Messa kl. 11. Hjálmar Jónsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Kári Þor-
mar. Dómkórinn syngur. Bílastæði við
Alþingishúsið.
FELLA- og Hólakirkja | Hátíðarmessa kl.
11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson prédikar og
þjónar. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn
Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Inga
Backman syngur einsöng. Meðhjálpari Kristín
Ingólfsdóttir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa
kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safn-
aðarprestur þjónar fyrir altari. Sönghópurinn
við Tjörnina leiðir sönginn ásamt Sólveigu
Önnu Aradóttur organista.
GARÐAKIRKJA | Sameiginleg messa Garða-
og Bessastaðasóknar kl. 11. Barn borið til
skírnar og annað fermt. Álftaneskórinn syng-
ur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar org-
anista. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar
fyrir altari.
GLERÁRKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Sr.
Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Gler-
árkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Val-
mars Väljaots.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar.
Tvö börn verða borin til skírnar. Kór Graf-
arvogskirkju syngur og organisti er Hákon
Leifsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og
bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Samskot til SÍK. Messuhópur
þjónar. Félagar í kirkjukór Grensáskirkju
syngja. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prest-
ur er Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir
messu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming-
arguðsþjónusta kl. 10.30. Prestar eru Karl V.
Matthíasson og Skírnir Garðarsson. Organisti
Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syng-
ur. Meðhjálpari Guðný Aradóttir, kirkjuvörður
Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíðarmessa
(Jóh. 14)
Orð dagsins:
Hver sem elskar mig