Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
✝ Einar Guð-mundsson
fæddist í Hamri á
Breiðdalsvík 8.
febrúar 1952. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
21. maí 2017.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Tómas Arason,
verslunarmaður á
Breiðdalsvík, f. 28.
febrúar 1923, d. 11. nóvember
2001, og Sigrún Gunnarsdóttir,
húsmóðir og verkakona á Breið-
dalsvík, f. 5. janúar 1926, d. 10.
febrúar 2005. Einar kynntist
Jay Chalor Kaewwiset 1988 og
hófu þau sambúð 1990. Sonur
þeirra er Guðmundur Rúnar
Einarsson, f. 4. desember 1990,
og á hann einn son, Leon Leví, f.
1. maí 2016. Dóttir Jay frá fyrra
sambandi er Selja Janthong, f.
31. janúar 1986. Unnusti hennar
er Sigurður Grétar Sigurðsson,
f. 12. febrúar 1987. Dóttir
þeirra er Jasmín Líf, f. 29. ágúst
2015. Einar og Jay slitu sambúð
2001. Systkini Einars eru: 1)
Gunnar Ari, f. 25. ágúst 1950. 2)
Björn, f. 11. ágúst 1953. 3) Að-
alheiður Guðrún, f. 16. nóv-
ember 1954. 4) Friðrik Mar, f.
25. ágúst 1960. 5) Sigrún, f. 11.
október 1969.
Eftir nám í
Barna- og ungl-
ingaskólanum í
Staðarborg stund-
aði Einar nám við
Stýrimannaskólann
í Reykjavík og lauk
þaðan prófi frá
Fiskimannadeild
vorið 1973. Einar
var sjómaður allan
sinn starfsaldur og
byrjaði á sjónum 16
ára gamall á bátnum Hafdísi SU
24 frá Breiðdalsvík. Eftir fyrra
árið í Stýrimannaskólanum var
hann stýrimaður og afleysinga-
skipstjóri á humarbátnum
Hauki SU 50 á Djúpavogi hjá
Einari Ásgeirssyni. Þegar hann
lauk námi vorið 1973 fór hann
um borð í skuttogarann Hval-
bak SU 300 frá Breiðdalsvík,
fyrst sem háseti og síðan sem 2.
stýrimaður. Hann lenti í alvar-
legu slysi 31. október 1973. Ein-
ar vann eftir það um hríð við
fiskvinnslu á Breiðdalsvík en
fór aftur á sjóinn um leið og
hann gat og var þá í áhöfn hjá
Einari Ásgeirssyni og Ólafi
Helga Gunnarssyni nær óslitið
upp frá því.
Útför Einars fer fram frá
Heydalakirkju í dag, 3. júní
2017, klukkan 14.
Meira: mbl.is/minningar
Missir okkar systkinanna er
mikill. Bói okkar, eða Einar
eins og mamma kallaði hann
alltaf, var yndislegur persónu-
leiki og er minningabankinn því
stór. Bói var skemmtilegt barn,
skarpur og uppátækjasamur.
Eilítið baldinn og sá eini okkar
systkina sem var „sendur“ í
sveit. Hann fékk byssu í ferm-
ingargjöf sem er bæði táknrænt
fyrir hann sem persónuleika og
tíðarandann. Sem ungur maður
var Bói mikill töffari, vinsæll og
vinamargur, sjarmör og
kvennagull og hafði gaman af að
skemmta sér. Ekkert partý
byrjaði fyrr en Bói var mættur.
Hann þurfti lítið að hafa fyrir
námi, lauk skipstjórnarprófi
með glæsibrag og framtíðin
blasti við honum. Hann þótti
mjög efnilegur skipstjórnar-
maður og fékk strax mikla
ábyrgð. En svo gripu örlögin í
taumana þegar hann lenti í al-
varlegu slysi haustið 1973 og líf-
ið tók óvænt aðra stefnu. Bói
náði sér ótrúlega vel eftir slysið
og var fljótlega aftur kominn á
sjóinn. Skipstjórarnir, Einar
heitinn Ásgeirsson og Ólafur
Helgi Gunnarsson, reyndust
honum einstaklega vel og segja
má að þeir eigi drjúgan hlut í
því að Bói gat áfram haft sjó-
mennskuna sem ævistarf. Einn-
ig sýndu áhafnir Kambarastar
og Ljósafells honum mikinn vin-
skap og tillitssemi. Eftir slys
fengum við annan Bóa, heldur
hömlulausari en þann „fyrri“.
Hann hafði góðan húmor og
hafði gaman af að snúa út úr og
endurnefna fólk og athafnir.
Hann bjó til sín eigin orðatil-
tæki og var hnyttinn í tilsvör-
um. Við fjölskyldan brosum í
gegnum tárin þegar við rifjum
upp hans tungutak og erum
byrjuð að skrásetja minnisstæð
orðatiltæki.
Hann var fylginn sér, mikill
prinsipp-maður og dálítið
þrjóskur. Ef honum misbauð
eitthvað þá var hann duglegur
að segja samferðarfólki sínu frá
því öðrum til mismikillar gleði.
Hann var alla tíð ákaflega gjaf-
mildur og frændrækinn. Öll fjöl-
skyldan naut þess þegar hann
kom með alls kyns varning úr
siglingum auk þess sem hann
færði fjölskyldu og vinafólki
björg í bú af sjónum. Hann var
talnaglöggur og minnugur á
bæði nýja og gamla tímann.
Hann mundi alla afmælisdaga
og hringdi þá í afmælisbörnin.
Hann var greiðvikinn og lét
ekki bíða eftir sér. Þegar leitað
var til hans, svaraði hann gjarn-
an að hann hefði ekki tíma en
var samt mættur til aðstoðar
eftir fimm mínútur. Bói var
mikill kokkur, kannski ekki
mikið í heilsufæðinu, en eldaði
góðan mat. Hann steikti heims-
ins bestu kleinur samkvæmt
sérstakri leyniuppskrift, bakaði
rúllutertur og fleira góðgæti.
Bóa þótti afar vænt um æsku-
heimili sitt og sýndi það með
ósérhlífni í þeim verkefnum sem
þar þurfti að sinna. Hann var
stoltur af ættfólki sínu og í tíðu
sambandi við stórfjölskylduna.
Hann sá ekki sólina fyrir syni
sínum, Selju og barnabörnum.
Þá reyndist Jay honum einstak-
lega vel og áttu þau góðan vin-
skap.
Elsku Bói okkar, hafðu hjart-
ans þökk fyrir allt með kærri
kveðju til allra sem við þekkjum
hjá Sameinuðu þjóðunum eins
og þú kallaðir þann stað þar
sem hinir látnu sameinast. Við
kveðjum þig með þínum orðum
og biðjum að heilsa eftir Inga T.
Þín systkini,
Gunnar Ari, Björn,
Aðalheiður Guðrún,
Friðrik Mar og Sigrún.
Einar
Guðmundsson
Antík
Antík skenkur til sölu.
Kemur frá Danmörku í kring um 1870.
Mjög heillegur og vel með farinn.
Verð 50.000 en skoða öll tilboð.
Upplýsingar í síma 6997955.
Verslun
Armbandsúr í útskriftargjöf
Frí áletrun, PL dömu-, herra- og
hjúkkuúrin eru samsett í Frakklandi
enda haldast gæði og listræn hönnun
í hendur. Verðið er frábært.
ERNA, Skipholti 3,
s. 5520775
www.erna.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
LOKAÐ 6. til 20. júní
Smáauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu
Til leigu er 197 fm skrifstofuhúsnæði
við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku,
fimm stór skrifstofuherbergi, eldhús
og geymslu. Ágæt vinnuaðstaða fyrir
allt að 12 starfsmenn. Sameiginlegar
snyrtingar eru á hæðinni. Vsk. inn-
heimtist ekki af leigunni og hentar
húsnæðið því vel aðilum sem eru í
vsk. lausri starfsemi. Beiðni um
frekari upplýsingar sendist í
tölvupósti til dogdleiga@gmail.com.
| |
Hinsti vilji
Hver er vilji þinn varðandi skipulag og fyrirkomu-
lag útfarar, þ.e. hinsti vilji. Við bjóðum þér til
samtals um það sem er þér mikilvægast við
lífslok þín. Viljayfirlýsing þín verður eftirlifendum
mikilvægt leiðarljós. Samtalið og varðveisla
upplýsinga er þér að kostnaðarlausu.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Elín Sigrún Jónsdóttir,
lögfræðingur
Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 útför.is
Útfararstofa kirkjugarðanna
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Ástkær systir mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA MARÍA MARGRÉT
SIGURÐARDÓTTIR,
Skipholti 8,
Reykjavík,
lést 24. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
María Guðrún Sigurðardóttir
Sigurður Rúnar Ívarsson
Bjarnheiður Jóna Ívarsdóttir Guðjón Guðmundsson
María Björk Ívarsdóttir Hákon Hákonarson
Svandís Guðrún Ívarsdóttir Jakob Þórarinsson
Bjarni Hrafn Ívarsson Elsa Björk Knútsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju vegna andláts
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
JÓNS VIÐARS GUÐLAUGSSONAR,
Melateigi 27, Akureyri.
Kristjana Ingibjörg Svavarsdóttir
Svavar Alfreð Jónsson Bryndís Björnsdóttir
Emelía Bára Jónsdóttir Viðar Magnússon
Sigríður Margrét Jónsdóttir Karl Jónsson
afa- og langafabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls og útfarar ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ERNU ELÍNBJARGAR ÁRNADÓTTUR,
Bogatúni 10, Hellu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þór Rúnar Þorsteinsson
Lára Hildur Þórsdóttir Skúli Guðmundsson
Vilborg Þórsdóttir
Þóra Guðrún Þórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir og hlýhugur til allra sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna
andláts ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
ömmu og langömmu,
JÓNU GEIRNÝJAR JÓNSDÓTTUR
sjúkraliða,
Sóleyjarima 9, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 12G og gjörgæsludeildar
Landspítalans fyrir umönnun og hlýju. Einnig þökkum við öllu
tónlistarfólki kærlega fyrir þess þátt við kistulagningu og útför.
Már E. M. Halldórsson
Jóhann Másson Margrét Geirsdóttir
Birgir Másson Ríkey Mortensen Pétursdóttir
Arnór Már Másson Arnrún Sæby Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
KRISTJÁN Þ. SNÆDAL
bílstjóri,
Kjalarsíðu 10, Akureyri,
lést föstudaginn 24. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Örvar Þór Kristjánsson
Sigurður Helgi Kristjánsson
Sigrún R. Snædal
Magnús V. Snædal
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
GUÐMUNDAR M. GUÐMUNDSSONAR,
fv. aðstoðaryfirlögregluþjóns,
Bláskógum 8, Reykjavík.
Guðrún Jónsdóttir
Magnús Fjalar Guðmundss. Bryndís Friðriksdóttir
Fjölnir Guðmundsson Trine Houmøller
Erna Guðmundsdóttir Halldór Magnússon
Katrína Hekla, Friðrik Kári, Guðmundur Birkir,
Óskar, Jónas, Emma,
Sindri Steinn og Mattea Milla
Systir mín,
ÍRIS SIGURBERG SIGVALDADÓTTIR,
ljósmyndari í Hafnarfirði,
andaðist á Sólvangi 21. maí.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og innilegar
þakkir til starfsfólks á 2. hæð á Sólvangi fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Árni Sigvaldason