Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 41

Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 41
ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Rakel hefur unnið með Vestur- porti frá 2003 og komið þar að upp- setningu fjölda leiksýninga og framleiðslu á sjónvarpsefni, kvik- myndum og heimildarmyndum. Rakel stofnaði Vakandi – samtök til að efla vitundarvakningu um matarsóun árið 2014. Hún hefur gefið út bók um málefnið, Vakandi Veröld, ásamt Margréti Marteins- dóttur. Þá hefur hún stýrt sjón- varpsþætti og kemur reglulega fram í Mannlega þættinum, alla fimmtudaga, á Rás 1, þar sem rætt er um umhverfismál og hvernig við getum nýtt betur og sóað minna. Rakel var valin framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2015, en verðlaunin eru á vegum JCI Ísland. Árið 2016 stofnaði Rakel Ver- andi, ásamt Elvu Björk Barkar- dóttur: Húð- og hárvörur sem eru unnar úr hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu og hefur vefsíðuna www.verandi.is. Rakel og Hrefna Sætran komu svo á fót Vakandi barnamat, fyrsta íslenska barnamatnum í krukkum. Rakel heldur víða fyrirlestra um matarsóun og situr í hinum ýmsu nefndum og ráðum því tengdum. Rakel er Hringskona og stofnaði á sínum tíma fótboltafélagið FC Ógn. Helstu áhugamál hennar snú- ast ekki síst um það að leggja sitt af mörkum til að gera heiminn betri en hann hefur verið hingað til: „Svo finnst mér ótrúlega gaman að vera með vinum mínum og fjölskyldu.“ Fjölskylda Eiginmaður Rakelar er Björn Hlynur Haraldsson, f. 8.12. 1974, leikari, leikstjóri og handritahöf- undur. Foreldrar hans: Björg Ing- ólfsdóttir, f. 3.10. 1936, og Haraldur Gíslason, f. 28.9. 1928, d. 30.1. 1983. Sonur Rakelar og Jonathans Devaney, f. 1970, kvikmyndatöku- manns, er Emil Adrian Devaney, f. 15.7. 2003, nemi. Stjúpdóttir Rakelar og dóttir Björns Hlyns er Hlín Björnsdóttir, f. 23.2. 2001, nemi. Sonur Rakelar og Björns Hlyns er Jón Marlon Björnsson, f. 22.7. 2016. Systkini Rakelar eru Gísli Örn Garðarsson, f. 15.12. 1973, leikari, leikstjóri og framleiðandi, búsettur á Seltjarnarnesi, og Ágústa Einars- dóttir, 31.3. 1972, búsett í Kópa- vogi. Foreldrar Rakelar eru Lilja Kolbrún Högnadóttir, f. 20.1. 1952, sjúkraliði og fjármálastjóri Vestur- ports, og Garðar Gíslason, f. 30.1. 1952, félagsfræðingur, kennslu- bókahöfundur og framhaldsskóla- kennari í Kópavogi. Úr frændgarði Rakelar Garðarsdóttur Rakel Garðarsdóttir Guðmunda I. Friðbertsdóttir húsfr. á Suðureyri Gissur Guðmundsson húsasm.m., kaupm. og meðhjálpari á Suðureyri Halldór S. Gissurardóttir verkak. á Suðureyri í Súgandafirði Högni Egilsson kennari í Osló í Noregi Lilja Kolbrún Högnadóttir fjármálastj. Vesturports Guðmundína Pétursdóttir verkakona, frá Suðureyri Egill Jónsson símsmiður á Ísafirði Ágústa Einars- dóttir ritstjóri Gísli Örn Garðarsson, leikari, leikstj. og framleiðandi Guðlaug Gísladóttir fyrrv. fréttam. og framhaldsskólakennari Una Jónsdóttir húsfr. í Rvík, frá Hausa- staðakoti á Álftanesi Hermann Björnsson sjóm. og verkam. frá Óspaksstöðum í HúnavatnssýsluKolbrún Hermannsdóttir framkv.stj. og húsfr. í Rvík Gísli Óskar Sessilíusson ökukennari og leigubílstj. í Rvík Garðar Gíslason félagsfr., kennslubókah. og fram- haldsskólakennari í Kópavogi Guðlaug Gísladóttir húsfr., frá Kolsholti í Flóa Sessilíus Sæmundsson verkam. og lækningamiðill, frá Framnesi á Stokkseyri Systkini í glasaglaumi Rakel og bróðir hennar, Gísli Örn leikari. Afmælisbarnið Við Jökulsárlón. Pálmi Jónsson í Hagkaup fædd-ist á Hofi á Höfðaströnd 3.6.1923, sonur Jóns Jónssonar, bónda þar, og k.h., Sigurlínu Björns- dóttur. Meðal föðurbræðra Pálma var Pálmi, skrifstofustjóri Kveldúlfs, faðir Elínar Pálmadóttur, fyrrv. blaðakonu og rithöfundar. Faðir Jóns var Jón á Nautabúi í Skaga- firði, bróðir Hannesar, föður Pálma rektors og afa Hannesar Péturs- sonar skálds. Systir Jóns var Hall- dóra, amma Þórðar Björnssonar rík- issaksóknara. Sigurlína var systir Andrésar útvarpsstjóra, dóttir Björns Bjarnasonar á Brekku í Seyluhreppi, og Stefaníu, dóttur Ólafs, vinnumanns á Frostastöðum í Blönduhlíð, bróður Jóns, langafa Egils Bjarnasonar, föður Vilhjálms skólastjóra. Tvíburasystir Pálma var Sólveig, móðir Jóns, forstöðumanns Útflutn- ingsstofu Íslands sem var um skeið framkvæmdastjóri Hagkaups. Eiginkona Pálma var Jónína Sig- ríður Gísladóttir verslunarkona sem lést 2008 en þau eignuðust fjögur börn. Pálmi lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1951 og stundaði síðan verslunar- störf í Reykjavík. Hann stofnaði verslunina Hagkaup árið 1959 og starfrækti hana síðan lengst af, fyrst við Miklatorg og síðan í Lækjargötu og í Skeifunni. Undir forystu hans var verslunarmiðstöðin Kringlan reist og opnuð í ágúst 1987. Með verslunarrekstri sínum hóf Pálmi lágverðsverslun, einkum í matvöruverslun, og hafði meiri áhrif en nokkur einn annar maður á hag- kvæmnisþróun í íslenskri verslun, almenningi til hagsbóta. Hann var valinn maður ársins af DV árið 1987, maður ársins hjá Frjálsri verslun og Stöð 2 árið 1990 og sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 1991. Samkvæmt skoðanakönnunum var Hagkaup oft vinsælasta fyrirtæki landsins á árum áður. Pálmi lést 4.4. 1991. Merkir Íslendingar Pálmi Jónsson Laugardagur 90 ára Viktoría Skúladóttir 85 ára Friðbjörn Kristjánsson Haraldur Haraldsson Hinrik Pétursson Lárusson Indriði Úlfsson 80 ára Erla Bjarnadóttir Sveinn Jónsson 75 ára Eyja Margrét Jónsdóttir Geir Garðarsson Guðrún Friðriksdóttir Jóhannes S. Guðmundsson Reynir Haraldsson 70 ára Baldvin Haraldsson Erla Guðmundsdóttir Eygló Þóra Guðmundsdóttir Gunnar Á. Mýrdal Ingibjörg Nanna Norðfjörð Karl Sveinsson Sigurður Alfonsson Svavar Rúnar Ólafsson Önundur Þór Reinhardtsson 60 ára Helgi Friðjón Arnarson María Guðmundsdóttir Pawel Swiatko Sigríður I. Gunnarsdóttir Sigrún Halldórsdóttir Sigþór Ómarsson Sóley Margrét Ármannsdóttir Þóroddur Gissurarson 50 ára Alda Lára Jóhannesdóttir Baldvin Kristján Baldvinsson Birna Tafjord Elín Vala Jónsdóttir Guðrún Jóhannesdóttir Magnús Ragnar Guðmundsson Sambuu Ganchimeg Steinunn Ágústa Einarsdóttir Þorsteinn Einarsson 40 ára Aldis Gutsnaps Ásgeir Ingvarsson Bjarni Már Jóhannesson Emiliya K. Ivanova-Nikolova Eyrún Brynjólfsdóttir Hrefna Björk Olsen Jóhann Ingi Sigtryggsson Margrét Valdimarsdóttir Richter Rakel Garðarsdóttir 30 ára Birgir Hákon Jóhannsson Daníel Karl Kristinsson Einar Óskarsson Eva Grétarsdóttir Hrafnhildur Helgadóttir Jóhann Stefánsson Júlíus Gunnar Björnsson Magda Dagmara Skrzynska Magda Skrodzka Oddur Óli Jónasson Rögnvaldur Már Guðbjörnsson Hvítasunnudagur 95 ára Helga Stefánsdóttir 90 ára Anna Guðrún Guðmundsdóttir Þormóður Helgason 85 ára Hulda Jóhannsdóttir 80 ára Alda Eygló Kristjánsdóttir Gígja Gísladóttir Helga Ólafsdóttir Sigrún Erla Helgadóttir Sóley Jóhannesdóttir 75 ára Helga Benediktsdóttir Þórunn Halla Guðlaugsdóttir 70 ára Guðmundur Þorgeirsson Ingibjörg Kjartansdóttir Jóhann Þór Einarsson Júlíus J. Ármann Jörundur Guðmundsson Katrín Hjartar Júlíusdóttir Kristinn Bergsson Kristín Þórdís Hauksdóttir Veigur Þórarinsson 60 ára Aðalbjörg J. Valbergsdóttir Benedikt Rósi Jónasson Birgir Reynisson Fríða Hildur Steinarsdóttir Guðmundur Örn Ólafsson Guðrún Björg Ásgeirsdóttir Hilmar Einarsson Karl Júlíus Sigurgíslason Kristinn Guðbjörn Héðinsson Kristinn Sigurður Yngvason Kristján A. Guðþórsson Skúli Jóhannsson Theódór Kárason 50 ára Brynjar Mikael Mikaelsson Hafþór Haraldsson Jakob Einarsson Jón Ríkharð Kristjánsson Sigurður Hreinn Hjartarson 40 ára Anna Rósa Pálsdóttir Artur Michal Szubert Berglind Ólafsdóttir Birgir Rúnar Davíðsson Björgvin Pétur Björgvinsson Elvar Ólafsson Guðmundur Ingvar Jónsson Heiða Björk Halldórsdóttir Magnus Göransson Spresa Kastrati Sæunn Harpa Kristjánsdóttir Ægir Ingólfsson 30 ára Agnes Valgeirsdóttir Albert Halldórsson Ágúst Helgi Sigurðsson Árni Páll Jónsson Halldór Þorsteinsson Ieva Salickiene Ingi Freyr Arnarsson Jesse John Van Hove Kári Þór Guðmundsson Kristján Sævald Pétursson Marcin Duchnowski Mateusz Piotr Grabowski Paulina Dracheim Samantha Ellen Miles Sigríður Anna Ísleifsdóttir Sigríður Hulda Árnadóttir Úlfur Alexander Einarsson Þóra Hrund Guðbrandsdóttir Til hamingju með daginn Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Loftpressur - stórar sem smáar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.