Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 43

Morgunblaðið - 03.06.2017, Síða 43
DÆGRADVÖL 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert að takast á við spennandi verkefni og verður stundum að stoppa til að anda og róa þig. Þú getur hreinlega ekki hætt að velta nýrri hugmynd fyrir þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Í dag gætir þú freistast til þess að gæta óhófs í mat og drykk eða farið illa með þig að öðru leyti. Kannski verður þú líka fljótfær og gerir eitthvað vanhugsað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mundu að aðgát skal höfð í nær- veru sálar og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Best væri ef þú gætir frestað umræðum um mikilvæg málefni fram yfir helgi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert í hálfgerðu maraþoni. Vinkona gæti átt það til að sækjast eftir félagsskap þínum, þið notið tækifæri til þess að ræða framtíðarmarkmið ykkar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur lagt mjög hart að þér að undanförnu og átt því alveg skilið að hægja aðeins á og njóta afraksturs erfiðis þíns. Kannski átt þú leyndan aðdáanda. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það má margt læra af umhverfinu, ef menn gefa sér til þess tíma og hafa augun hjá sér. Vertu því varkár í umgengni þinni við aðra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Maki þinn vill gera eitthvað á heimilinu sem þú ert ekki sátt við. Hvíldu hugann og skoðaðu það nánar því þá sérðu það í öðru ljósi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur hvatt sjálfan þig til að sleppa takinu, láta alheiminn styðja þig og elska lífið þitt, og það virkar. Fyrr er betra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Viðkvæmni og ástúð í garð þinna nánustu heltekur þig í dag. Ef þú misstígur þig hvergi muntu uppskera ánægjuleg laun erfiðis þíns í aðdáun vinnufélaga þinna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér er illa við breytingar, einkum þær sem þú hefur ekki séð fyrir. Vertu bara með varaplan ef það getur gert þig jafn ánægðan og aðalplanið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu það rólega í dag. Leyfðu öðrum að njóta lífsins með þér. Láttu í þér heyra og þá færðu næg tækifæri til að sýna hvað í þér býr. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú verður ekki ríkur á því að byggja skýjaborgir en þú getur orðið það með því að hrinda einni af hugmyndum þínum í fram- kvæmd. Eitthvað gæti komið upp sem leiðir til metings eða öfundar. Laugardagsgátan er sem endra-nær eftir Guðmund Arnfinns- son: Gripur harla góður er. Gengu menn til dóma þar. Með þeim fjölgar maður sér. Munúð þarna stunduð var. Helgi Seljan svarar: Grip má kalla þarfaþing. Þingi gengu dómar frá. Djarft mun leika dingaling dátt við konur þinga má. Síðan gefur hann þessa skýringu: Halldóri ég þetta hér með sendi í þriðju línu á það ég bendi að þetta milli fóta lendi. Þannig leysir Guðrún Bjarna- dóttir gátuna: Um bílinn, þarfaþing, ég syng. Á þingi voru kveðnir dómar. Kynfæri má kalla þing. Kærast par í þingum ljómar. Árni Blöndal á þessa lausn: Gripurinn er þarfa þing þá var dómþing víða sett með ástartólum leikum létt ljúf er þessi tilfinning. „Þá er það lausnin,“ svarar Helgi R. Einarsson: Út í orðastraum mér sting, stoltið hvetur Mosfelling og þar leyta allt um kring, að endingu ég hnýt um þing. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Þing all góður gripur er. Gengu dómar þingum á. Með þingum fýrar fjölga sér. Frétta um ástarþing enn má. Þá er limra: Þeim, sem hér þingmennsku stunda og þyrftu sín orð vel að grunda, skal fyrst á það bent að forðast almennt við Framsókn að minnast á lunda. Síðan kemur ný gáta eftir Guð- und: Augnaloki lyfti og þá ljós í myrkrinu ég sá, samdi gátu, sem er hér, og sjálfsagt vefst ei fyrir þér: Af helmingum talinn er hann sá verri. Hæggengur jafnan um skákreiti fer. Býtir hann verkum á bújörð hverri. Bestur í glímu af liðsmönnum er. Að lokum er limra eftir Helga R. Einarsson um þverhausinn: Ég veit það af stífninni stafar að Steini’ oní málefnin kafar. Þrjóskur hann er og því þverhausinn ber frá getnaðinum til grafar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Oft er þras á þingum Í klípu „ÁTTU EINHVERJA STARFSREYNSLU AÐ BAKI? JÁ, ÞÚ ÞARNA FREMST...“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA SKUGGALEGA TAUGASTREKKTUR PÁFAGAUKUR!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa fínheitin í fyrirrúmi. HVER EINASTI JARÐAR- BÚI ELSKAR KETTI! ER GEIMVERA! HVER SEM GERIR ÞAÐ EKKI... KALLARÐU ÞETTA EÐLILEGAN SKAMMT? HLAÐ- BORÐ ÉG GAT EKKI BORIÐ MEIRA! Donald Trump Bandaríkjaforsetihefur gert margt til þess að hneyksla fólk. Sumt er bara skrýtið, eins og covfefe-málið, en Trump skrifaði þetta sérstaka orð á Twitter og fór fólk að geta í eyðurnar. Annað sem hann gerir er öllu verra, eins og að draga Bandaríkin út úr Parísar- samkomulaginu, sem þótti tíma- mótasamkomulag. Öll jörðin er í hættu og þar á meðal Ísland. x x x Þekktar byggingar víðs vegar umheiminn hafa verið lýstar upp með grænu ljósi til að mótmæla þessari ákvörðun og sýna grænni framtíð stuðning. Þeirra á meðal eru ráðhúsin í New York, Washington DC og París. Þetta eru táknræn mótmæli sem eru samt áhrifarík, en myndirnar af fjölmörgum grænum byggingum hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum. x x x Fólk stendur því þétt saman í mót-mælum sínum gegn Trump en grínistinn Kathy Griffin virðist hafa gengið of langt að mati margra. Hún birti mynd af sér með blóðugt höfuð er líktist Bandaríkjaforseta. Myndin var gerð í samvinnu við ljósmyndar- ann Tyler Shields og átti að ýta við bandarískum almenningi. x x x Fyrir þetta hefur hún hlotið heil-mikla gagnrýni og tapað stuðn- ingi margra fyrrverandi og núver- andi samstarfsaðila, þar á meðal CNN og Squatty Potty, sem ætlaði að nota Griffin í auglýsingaherferð. x x x Einn maður hefur þó staðið upp tilvarnar Griffin og það er Jim Carrey. „Mér finnst starf grínistans felast í því að fara alltaf yfir strikið því strikið er ekki til í alvöru,“ sagði Carrey við Entertainment Tonight og sagði grínista vera „síðustu varnarlínuna“ gegn Trump. x x x Þetta vekur spurningar um hversulangt er hægt að ganga til að vekja fólk til meðvitundar um hvers konar maður Bandaríkjaforseti er í raun. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum. (Nahúm 1:7) Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.