Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 45
samtal um listasögu, t.d. með því að
vísa til ferðar hennar til Egypta-
lands með píramídamyndinni.
„Þetta fer fram og aftur milli þess
að hafa hana til samhengis fyrir
verk hennar og verk hennar sem
stoðir undir hugmyndir hennar og
reynslu,“ segir Weiner. „Þetta hef-
ur nánast verið eins og að vinna
með henni persónulega. Ég finn fyr-
ir nærveru Gerðar í vinnustofunni
minni.“
Af brjóstmyndum
og stigagöngum
Á sýningunni velta listamennirnir
einnig fyrir sér mannkynssögunni,
hvað fær að vera hluti af henni og
hvað ekki. „Mér finnst áhugavert að
taka fyrir listasögu og hráefni,“ seg-
ir Ragnheiður. „Á Íslandi byrjar
sagan öll árið 874 þegar víkingarnir
koma. Þar byrjum við okkar tíma-
tal. Samt tengjum við okkur við
Grikki, Rómverja og aðrar forn-
þjóðir við Miðjarðarhafið. En á Ís-
landi eigum við engar rústir eða
forngripi sem tengja okkur við þá
menningarsögu, ekki einu sinni
byggingarefnin. Ég sé þó tilvísanir í
hana í þessari byggingu, sem mér
finnst áhugavert. Við búum til þessa
frásögn til að styrkja ímynd okkar
um það hvaðan við komum og hvert
við stefnum.“
Í sýningarsalnum hefur Ragn-
heiður stillt upp tveimur sjónvarps-
skjáum hlið við hlið til að kanna
þessi íhugunarefni í samhengi við
verk Gerðar. Á öðrum skjánum er
upptaka af marmarabrjóstmynd eft-
ir Gerði sem höfð er í geymslu
Gerðarsafns og hefur sjaldan verið
sýnd almenningi. Á hinum er upp-
taka af stigagangi í ónefndri íbúð í
Beirút þar sem Ragnheiður var í
vinnustofudvöl í fyrra.
„Í myndbandinu til hægri eru
marmaratröppur,“ segir Ragnheið-
ur. „Við notum þetta byggingarefni
lítið á Íslandi. Ekki nema maður
eigi peninga. En sunnan við Evrópu
og annars staðar í heiminum sér
maður marmara úti um allt, líka á
stigagangi þar sem fólk hendir rusl-
inu sínu. Myndavélin fer upp og aft-
ur á bak en við viljum almennt að
sagan fari áfram. Við gerum okkur
hugmyndir um framfarir, um að
fara inn í rými og að kortleggja það
svo við getum átt það.“
Listakonurnar þrjár eru sammála
um að sýningin sem þær hafa sett
upp hafi upp á margt að bjóða og sé
túlkanleg á fleiri en eina vegu.
Sýningin verður opnuð í dag kl. 15 í
Gerðarsafni og stendur til 20. ágúst.
Nærvera „Ég finn fyrir nærveru Gerðar í vinnustofunni,“ segir Weiner.
Áfram „Við viljum almennt að sag-
an fari áfram,“ segir Ragnheiður.
Einn Plata Tómasar Jónssonar, sem er hans fyrsta, er nefnd eftir höfundinum.
píanó- og hljómborðsleikur Tóm-
asar. Og lagið sem ég nefndi í upp-
hafi, „Einn“, slær um margt tóninn
fyrir það sem koma skal. Lagið
hefst á forrituðum takti, mjúkum
og þægilegum, og síðan kemur pí-
anó Tómasar inn og dansar ofan á
framvindunni. Hið vélræna hittir
hið lífræna, lagið rúllar áreynslu-
laust áfram en um leið er erfitt að
skilgreina stílinn nákvæmlega.
„Upphaf“ rúllar t.d. í takt við
„ambient“-skotinn hljóðheim Sigur
Rósar en lög eins „Seigla“ nikka
nett til áttunda áratugarins. Það
lag gæti hæglega stutt við listræna
ítalska bíómynd frá 1978. Tómas
leyfir sér líka að vera glettinn,
„Kúrekalag“ inniheldur mexíkósk-
an mariachi-blástur og Ennio
Morricone gægist fyrir hornið.
Uppbrotið er þó ekki dólgslegra en
það að lagið passar fullkomlega við
allt annað hér. Tómas er að draga
úr djassbankanum, sannarlega, en
skimar um leið í aðrar áttir. Sam-
þætting þessa alls hljómar þá eðli-
lega og sannfærandi og er helsti
styrkur þessa mjög svo ágæta
frumburðar. Þetta er allt saman
svo þægilega kunnuglegt eitthvað –
en um leið ekki.
Plötuna má nálgast á streymis-
veitum eins og Bandcamp og Spot-
ify en er og til á forláta vínyl.
»Hið vélræna hittirhið lífræna, lagið
rúllar áreynslulaust
áfram en um leið er erf-
itt að skilgreina stílinn
nákvæmlega.
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Lau 3/6 kl. 20:00 181 s. Fös 9/6 kl. 20:00 184 s. Mið 14/6 kl. 20:00
Sing-along
Mið 7/6 kl. 20:00
Sing-along
Lau 10/6 kl. 20:00 185 s. Fim 15/6 kl. 20:00 188 s.
Fim 8/6 kl. 20:00 183 s. Sun 11/6 kl. 20:00 186 s.
Allra síðustu sýningarnar! Síðasta sýning fimmtudaginn 15. júní.
RVKDTR- THE SHOW (Litla svið)
Lau 3/6 kl. 20:00 5. sýn.
Reykjavíkurdætur taka yfir Litla sviðið og láta gamminn geisa.
Elly (Nýja sviðið)
Lau 3/6 kl. 20:00 45. sýn Fim 8/6 kl. 20:00 49. sýn Sun 11/6 kl. 20:00 52. sýn
Þri 6/6 kl. 20:00 aukas. Fös 9/6 kl. 20:00 50. sýn Mið 14/6 kl. 20:00 53. sýn
Mið 7/6 kl. 20:00 48. sýn Lau 10/6 kl. 20:00 51. sýn Fim 15/6 kl. 20:00 54. sýn
Opnar kl. 18:30, frjálst sætaval. Panta verður veitingar með dags fyrirvara.
Elly - haustið 2017 (Stóra sviðið)
Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn
Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn
Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn
Sýningar í haust komnar í sölu.
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 11/6 kl. 13:00 Sun 10/9 kl. 13:00
Lau 2/9 kl. 13:00 Sun 17/9 kl. 13:00
Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa!
Húsið (Stóra sviðið)
Lau 10/6 kl. 19:30 Lokasýning
Frumuppfærsla á áður ósýndu verki eins helsta leikskálds Íslendinga.
Tímaþjófurinn (Kassinn)
Fim 8/6 kl. 19:30 Lokasýning
Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi
Naktir í nátturunni (None)
Fim 15/6 kl. 19:30 Aðeins ein
sýning
ÁHUGASÝNING ÁRSINS
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Stofutónleikaröð Gljúfrasteins
hefst að nýju á morgun, 4. júní, kl.
16, en stofutónleikar hafa verið
haldnir á Gljúfrasteini frá árinu
2006 á hverjum sunnudegi frá byrj-
un júní til loka ágúst.
Á fyrstu tónleikunum á morgun,
sunnudag, mun Strengjakvart-
ettinn Siggi flytja verk eftir Bach
og John Cage. Sigga skipa Una
Sveinbjarnardóttir fiðluleikari,
Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðlu-
leikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir
víóluleikari og Sigurður Bjarki
Gunnarsson sellóleikari.
Á meðal flytjenda á stofutónleik-
um sumarsins verða Tómas R. Ein-
arsson, Sigríður Thorlacius, Sóley,
Bryndís Jakobsdóttir (Dísa), Davíð
Þór Jónsson og Elmar Gilbertsson.
Dagskrá sumarsins má finna á
gljufrasteinn.is.
Siggi á stofutónleikum Gljúfrasteins
Strengjakvartett Sigga skipa Helga Þóra Björgvinsdóttir, Una Sveinbjarn-
ardóttir, Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.
Skuggar/Bergmál nefnist
sýningu sem opnuð var í
Skoti Ljósmyndasafns
Reykjavíkur 1. júní. Þar er
á ferðinni syrpa sem varð til
á tveggja ára tímabili þegar
norski ljósmyndarinn Mari-
anne Bjørnmyr ferðaðist
um Ísland til að rannsaka,
ljósmynda og safna heim-
ildum um trú landsmanna á
álfa og huldufólk, skv. til-
kynningu frá safninu. Þar
segir að trú á þessar vættir
sé að hennar mati ennþá
ljóslifandi í hugum Íslendinga og jafnvel nokkuð almenn. Bjørnmyr hlaut
meistaragráðu í ljósmyndun frá London College of Communication árið
2012 og árið 2015 var hún valin ein af tíu frambærilegustu samtímaljós-
myndurum sem búsettir voru í Lundúnum á þeim tíma.
Skuggar/Bergmál í Skotinu
Dalalæða Ein af ljósmyndum Bjørnmyr.
Tónleikaröðin
Sumarjazz á
Jómfrúnni hefur
göngu sína í 22.
sinn í dag kl. 15
með tónleikum
kontrabassaleik-
arans Tómasar
R. Einarssonar
og latín-djass-
hljómsveitar
hans. Sigríður
Thorlacius og Bogomil Font syngja
en sá síðarnefndi leikur einnig á
kongatrommur, Tómas Jónsson
leikur á píanó og Snorri Sigurðar-
son á trompet. Hljómsveitin mun
m.a. leika tónlist af plötu Tómasar;
Bongó. Líkt og undanfarin sumur
sér Sigurður Flosason, djassgeggj-
ari og saxófónleikari, um djass-
dagskrá Jómfrúarinnar og verða
haldnir tónleikar alla laugardaga í
júní, júlí og ágúst.
Tónleikarnir fara fram utandyra
á Jómfrúartorginu og aðgangur er
ókeypis.
Sumardjassinn
hefst á Jómfrúnni
Tómas R. Einarsson
Sunnudagskaffi með skapandi fólki
nefnist röð fyrirlestra, tónleika,
upplestra, gjörninga eða hvers þess
sem byggist á
skapandi hugs-
un, í Alþýðuhús-
inu á Siglufirði.
Boðið verður í
kaffi á morgun
kl. 14.30 og að
þessu sinni mun
rithöfundurinn
Guðmundur
Andri Thorsson
segja frá sjálfum
sér og bókum
sínum og lesa valda kafla úr þeim.
Að loknu erindi er boðið upp á
spjall og kaffiveitingar og eru allir
velkomnir. Guðmundur Andri er ís-
lenskufræðingur að mennt og hefur
skrifað fjölda bóka, skáldsagna og
ljóð og greinasöfn auk þess að hafa
um árabil skrifað vikulega pistla
fyrir dagblöð, auk þess að hafa
starfað við yfirlestur hjá forlögum.
Kaffi með Guð-
mundi Andra
Guðmundur Andri
Thorsson