Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 47

Morgunblaðið - 03.06.2017, Side 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2017 Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Því lengur sem ég bý úti því meira hugsa ég heim,“ segir Inga Lísa Middleton, ljósmyndari og kvik- myndagerðarkona, um ljósmynda- sýningu sína, Hugsað heim, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu í dag, laugardaginn 3. júní. Inga Lísa er með mastersgráðu í ljósmyndun frá The Royal College of Art í London og hefur búið lengi þar í borg. Hún segir heimþrána og nostalgíuna aukast með tímanum og að þaðan komi hugmyndin að sýningunni. „Ég syng líka í íslenska kórnum hér í London og við syngjum mikið af ættjarðarlögum, sem magnar til- finninguna,“ segir Inga Lísa en hún kemur reglulega til landsins til að taka myndir og vinna að öðrum verkefnum. Notar aðferð fyrsta ljósritsins Inga Lísa fór að gera tilraunir með Cyanotype-tæknina sem fund- in var upp af breska vísindamann- inum og stjörnufræðingnum John Herschel árið 1842. „Þetta er eigin- lega fyrsta ljósritið. Hann notaði sólarljósið til að fjölfalda skrif sín,“ segir Inga Lísa og kveðst nota þessa gömlu aðferð til að vinna ljósmyndirnar á sýningunni. Að- ferðinni lýsir hún þannig að hún málar ljósnæma upplausn eftir uppskrift Herschel á vatnslita- pappír og leggur svo negatívu á flötinn. Hún segir sólarljósið upp- haflega hafa verið notað til að framkalla myndirnar en sjálf noti hún útfjólubláa lampa því ekki sé stanslaus sól í London. Gaman að prenta í höndunum „Við gerum svo mikið í tölvunni svo það er rosalega gaman að prenta svona í höndunum,“ segir Inga Lísa. Að lokum segist hún skola myndirnar í vatni þannig að blái cyan-liturinn birtist. „Mér fannst þetta vera einskonar nostal- gíulitur eða Íslandsblús. Ljós hérna heima er líka svolítið hart og blátt svo mér fannst þetta smell- passa.“ Inga Lísa segir sýninguna hafa verið svolítið á flakki, en hún var í sendiráði Íslands í London í fyrra og nú er hún í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. „Sýningarnar eru settar upp á mismunandi hátt en þó alltaf með sama þema,“ segir hún, en sýningin verður í Þjóð- minjasafninu fram á haust. Táknmyndir fyrir Ísland „Myndirnar eru einskonar tákn- myndir fyrir Ísland. Hver ljós- mynd hefur tvennskonar merk- ingu, ljóðræna og praktíska. Fossarnir eru tignarlegir og ljóð- rænir en svo eru þeir líka orku- gjafi. Hvönnin minnir mann á lykt og græna lit íslenska sumarsins en hún er líka lækningajurt,“ segir Inga Lísa um þema sýningarinnar. Hún segir það mikinn heiður að fá að sýna í Þjóðminjasafninu og að sér þyki gaman að fleiri sýningar með sama þema séu á safninu á sama tíma, en ljósmyndasýningin Fuglarnir, fjörðurinn og landið eft- ir Björn Björnsson verður einnig opnuð í dag, laugardag. Þegar Inga Lísa er spurð að því hvort hún fari ekki bara að flytja heim til Íslands segist hún ekki sjá það fyrir sér í náinni framtíð. „Ef ég byggi hérna heima á Íslandi hefði ég sjálfsagt ekki gert svona myndir. Fjarlægðin gerir fjöllin blá,“ segir hún að lokum. Fjarlægðin gerir fjöllin blá Morgunblaðið/Ófeigur Táknmyndir Inga Lísa Middleton við verk sín á vegg Ljósmyndasalar Þjóðminjasafnsins.  Inga Lísa Middleton opnar ljósmyndasýningu í Þjóðminjasafninu  Notast við Cyanotype-tækni við framköllun sem gerir myndirnar bláar  Hún segir heimþrána aukast með tímanum Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is Sviðslistahópurinn Ást og karókí setur upp verkið Sýning um glímu og Slazenger í húsnæðiLeikfélags Kópavogs, í kvöld og á mánudag kl. 20 bæði kvöld. Þetta er önnur sýning hópsins sem skipaður er Adolf Smára Unnarssyni, Birni Jóni Sigurðssyni, Friðriki Mar- grétar-Guðmundssyni, Matthíasi Tryggva Haraldssyni og Stefáni Ingvari Vigfússyni. Fyrsta verk þeirra var Sýning um ást og karókí og kemur nafnið á hópnum þaðan. Sýningin er unnin í samsköpun og því eru þeir allir höfundar og leik- stjórar. Há sjálfsmorðstíðni „Í verkinu glímum við við skað- lega karlmennsku og hefðbundnar staðalímyndir karlmennskunnar og hvaða áhrif þetta tvennt hefur á geðheilsu ungra karlmanna,“ segir Stefán og bætir við að þeir vinni þetta meðal annars í ljósi hárrar sjálfsmorðstíðni hjá körlum á aldr- inum 18 til 35 ára. Hann segir að í þessari rann- sókn sinni hafi þeir skoðað ör- mögnun sem komi meðal annars út frá áhuga þeirra á kenningum Ant- onin Artaud um grimmdarleikhús. „Pælingin er sú að eina leiðin til þess að til verði heiðarlegt sam- band á milli áhorfanda og flytjanda sé sú að flytjandinn þurfi að vera búinn að ganga í gegnum eitthvað líkamlega erfitt eða sársaukafullt.“ Glíman erkitýpa íslenskra íþrótta Um nafnið á verkinu segir hann að þeir hafi skoðað íþróttir og tengt þær við væntingarnar sem gerðar eru til karlmanna og að glíma sé einskonar erkitýpa ís- lenskra íþrótta. „Orðið glíma hefur líka merkingu út af fyrir sig burt- séð frá íþróttum. Það er þessi glíma við hugmyndirnar sem við erum að díla við,“ segir Stefán. Hvað varðar íþróttamerkið Slaz- enger vill Stefán að það komi fram að þeir hafi ekki fengið „spons“ frá merkinu, heldur séu þeir einfald- lega hrifnir af merkinu. „Það hitti svoleiðis á að við vorum með „bud- get“ fyrir búningum þegar við fór- um í Sports Direct. Við gátum keypt heilgalla, skó, boli og brúsa frá Slazenger fyrir okkur alla fimm undir „budgeti“. Þetta er frá- bært vörumerki.“ Miða má panta með því að senda póst á: stef- an.vigfusson@gmail.com. Allar nánari upplýsingar eru á Face- book-síðu sem samnefnd er sýn- ingunni. Glíma við skaðlegar ímyndir karlmennsku  Leikhópurinn Ást og karókí skoðar hvaða áhrif staðalímyndir karlmanna hafa á geðheilsu þeirra Ljósmynd/Aron Martin Ágústsson Íþróttagallar Strákanir í Ást og karókí æfa sig fyrir sýninguna. Þjóðhátíðarlagið í ár verður samið og flutt af Ragnhildi Gísladóttur við texta Braga Valdimars Skúlasonar. Bræð- urnir Logi Pedro og Unnsteinn Manuel Stefánssynir sjá um upptöku á laginu og verður það frumflutt eftir viku, föstudag- inn 9. júní. Ragga Gísla bætist með þessu í hóp þeirra tónlistarmanna sem fram koma á Þjóðhátíð í Eyjum, en þeirra á meðal eru Emmsjé Gauti, Friðrik Dór, Ar- on Can, Páll Óskar, Hildur, Skítamórall og Herra Hnetu- smjör. Ragga semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Morgunblaðið/Golli Á Þjóðhátíð Ragnhildur Gísladóttir. SÝND KL. 8, 10.20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% SÝND KL. 2, 4, 6 SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 4.30 ÍSL. TAL ÍSL. TAL SÝND KL. 2 ÍSL. TAL SÝND KL. 2, 5, 8, 10.40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.