Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. J Ú N Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  146. tölublað  105. árgangur  RAFBÍLUM FJÖLGAR STÖÐUGT VEISLAN FÓR VEL FRAM ÍSLAND Í RIÐLI MEÐ KRÓATÍU EÐA NOREGI Á EM SECRET SOLSTICE 31 ÍÞRÓTTIR HANDBOLTISÉRBLAÐ 16 SÍÐUR Morgunblaðið/Eggert  Fyrstu fimm mánuði ársins lét embætti ríkisskattstjóra stöðva rekstur átta fyrirtækja, í kjölfar vettvangsrannsókna, þar sem ekki var brugðist við öðrum tilmælum starfsmanna vettvangseftirlits RSK. Öðrum tilmælum eftirlitsins um úrbætur var beitt í 35 tilvikum. Af þeim átta fyrirtækjum sem til stöðvunar kom hjá voru þrjú í byggingageiranum og tvö í gisti- og ferðaþjónustu. Fyrstu fimm mánuði ársins fóru starfsmenn vettvangseftirlitsins í 498 heimsóknir á byggingasvæði og í 438 heimsóknir til gisti- og ferða- þjónustufyrirtækja. »18 Þrjú bygginga- fyrirtæki látin stöðva rekstur 20,7-48,5% hækkanir » RSV kannaði breytingar á verði í sex flokkum vöru og þjónustu til ferðamanna. » Fimm gjaldmiðlar voru skoð- aðir og voru hækkanirnar í þessum flokkum 20,7-48,5%. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verð á pakkaferðum á Íslandi hefur hækkað um tæp 42% í pundum milli ára og um 28% í evrum. Verð á veitingahúsum hefur hækkað svipað. Þetta kemur fram í útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) fyrir Morgunblaðið. Árni Sverrir Hafsteinsson, hag- fræðingur hjá RSV, segir verð- breytingarnar svo miklar að þær hljóti að hafa áhrif á neyslu ferða- manna. Til dæmis kunni tekjulægra fólk að hætta við ferð til Íslands. Annað dæmi um verðbreytingar er að leigubíll kostar nú 40% meira í jenum en fyrir ári og gisting kost- ar 26% meira í Bandaríkjadölum. Samkvæmt tölum RSV hefur sala til erlendra ferðamanna aukist mun meira í matvöru en á veitingahús- um. Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Jón Björnsson, forstjóri Krónunnar, segja sölu til ferða- manna óverulega. Þeir sögðu hins vegar tækifæri í sölu matvöru til ferðamanna í gegn- um væntanlega samstarfsaðila, sem eru N1 í tilviki Krónunnar og Olís í tilviki Haga. Sölunetið sé víðfeðmt. Tugprósenta hækkanir  Pakkaferðir á Íslandi kosta nú 42% meira í pundum en þær gerðu fyrir ári  Forstjórar Haga og Krónunnar sjá tækifæri í sölu matvöru á bensínstöðvum M Íslandsferðin orðin »4 Morgunblaðið/Eggert Undrun Niðurstöður rannsókna á erfðamengi koma á óvart. Átján af 47 íslenskum nautum sem rannsökuð hafa verið reyndust vera með blóð úr innfluttum skepnum að hluta. Flest með á bilinu 1-5% blóð- blöndun. Tvö borgfirsk naut skáru sig úr, voru að 14% hluta af dönsku og amerísku Jersey-kyni. Ekki er vitað hvernig sú blöndun hefur komið til. Verið er að kanna erfðamengi ís- lenska kúastofnsins vegna könnun- ar á möguleikum þess að taka upp nýjar aðferðir við kynbætur stofns- ins. Stofninn hefur verið lengi ein- angraður og er því einsleitur. Sú niðurstaða kom á óvart að íslensku kýrnar eru skyldari frönskum og breskum kúm en norrænum. Þá kom á óvart hversu mikið borg- firsku nautin eru blönduð. Ekki vitað um innflutning Baldur Helgi Benjamínsson verk- efnisstjóri segir ekki vitað hvernig blöndunin hafi orðið. Nær öruggt sé að hún hafi orðið á síðustu öld, vegna þess hversu mikil hún er. Ekki er vitað um neinn innflutning á nautum af Jersey-kyni. »14 Jersey-blóð í kúastofninum  Erfðarannsókn sýnir að tvö borgfirsk naut eru mikið blönduð Við höfnina eru mörg af bestu mótífunum sem myndasmiðir finna og það var mikið um að vera við Skarfabakka í Sundahöfn í góða veðrinu í gær. Viðeyjarferjan sigldi út á sundin og við kaja var skemmtiskipið Mein Schiff sem er með um 1.900 farþega. Þá er varðskipið Ægir, bráðum 50 ára gamalt, þarna í geymslu. Myndefni manna verða þó væntanlega talsvert önnur í dag en var í gær, enda er spáð rigningu víðast hvar á sunn- anverðu landinu en skýjuðu í öðrum lands- hlutum. Sunnanlands verður svo fínasta veður strax aftur á morgun. Viðeyjarferjan, Ægir og Mein Schiff Morgunblaðið/Árni Sæberg Alltaf er hægt að finna falleg myndefni við höfnina  Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var látinn laus í liðinni viku eftir að hafa ver- ið í haldi í 15 mánuði í Norður- Kóreu, lést í gær. Warmbier var 22 ára gamall. Hann sneri aftur til Bandaríkjanna á þriðjudag fyrir viku. Í ljós kom að hann hafði verið í dái í ár. Hann var dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að stela áróðursborða á hóteli. Yfir- völd í Norður-Kóreu sögðu að mat- areitrun og svefnpilla hefðu orsak- að dáið, en bandarískir læknar draga þær skýringar í efa. Fjölskylda Warmbiers kenndi illri meðferð í Norður-Kóreu um andlátið og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi ráða- menn í landinu í gærkvöldi. »18 Bandaríski náms- maðurinn látinn Otto Warmbier. Jón Hjaltalín Hannesson fagnar 105 ára afmæli sínu í dag. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum þann 20. júní 1912 og bjó þar fram að gosi. Jón keyrði bíl þar til hann varð 103 ára og á 101. afmælisárinu fór hann með börnunum sínum til Toskana á Ítalíu Jón fékk meistararéttindi í raf- virkjun og vann sem sjálfstæður raf- og rafvélavirki en lengst af vann hann þó sem vélstjóri. Er gosið varð þurfti hann eins og aðrir eyjarskeggjar að yfirgefa Heimaey fyrirvaralaust, þá rétt orð- inn sextugur. Skiljanlega kom talsvert rót á hagi hans og fjöl- skyldunnar, sem þurfti oft að flytj- ast búferlum þar til keypt var rað- hús í Kópavogi. Jón býr enn í húsinu sínu í Kópavoginum en hann vann lengi í bílskúrnum við ýmis verkefni sem öll áttu það sameiginlegt að snúa að vélum og tækjum. »26 105 ára gamall og nýhættur að keyra Jón Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.