Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Helga Einars-dóttir fæddist 14. júní 1931 á Geit- hellum í Álftafirði. Hún lést 8. júní 2017. Foreldrar hennar voru hjónin Laufey Karlsdóttir og Ein- ar Jóhannsson bændur á Geithell- um í Álftafirði, Suð- ur-Múlasýslu. Lauf- ey fæddist þann 23.3. 1912 á Sjávarborg á Seyðisfirði, hún var dóttir hjónanna Vilborgar Jónsdóttur og Karls Emils Karlssonar. Einar fæddist 28.4. 1906 að Geithellum í Álftafirði, hann var sonur hjónanna Helgu Einarsdóttur og Jóhanns Jóns- sonar. Þau Laufey og Einar eign- uðust níu börn og var Helga elst þeirra. Systkini Helgu eru: Vil- borg, f. 1.9. 1932, Þormóður, f. 27.9. 1934, d. 24.1. 2002, Ólafur, Vilmar var sonur hjónanna Hólmfríðar Oddsdóttur og Magnúsar Sveinssonar en þau bjuggu á Akranesi. Börn Helgu og Guðmundar Vilmars eru: 1) Björk, f. 26.4. 1961. Eiginmaður hennar er Dan Brynjarsson. Synir þeirra eru Ágúst Freyr, Hákon Valur og Arnar Birkir. 2) Alma, f. 15.10. 1966. Eiginmaður hennar er Emil Guðjónsson. Dætur þeirra eru Berglind og Hildur. 3) Hlynur, f. 23.4. 1968. Eig- inkona hans er Ingibjörg Ragn- hildur Hjálmarsdóttir. Börn þeirra eru Jón Ólafur, Daníel Hjálmar, Sólveig Svava og Guð- mundur Atli. Helga og Guðmundur Vilmar hófu búskap á Digranesvegi 61 í Kópavogi. Þar fæddist þeim sitt fyrsta barn. Um fimm ára skeið bjuggu þau á Djúpavogi, þar sem tvö yngri börnin eru fædd. Mestan hluta búskapartíðar sinnar bjuggu þau við Réttar- holt 15 á Selfossi. Útför Helgu Einarsdóttur fer fram frá Selfosskirkju í dag, 20. júní 2017, kl. 14. f. 18.10. 1935, Jó- hann, f. 30.7. 1937, Þorkell, f. 15.5. 1939, d. 24.6. 1940, Kristín, f. 10.8. 1942, Hjörtur, f. 17.7. 1953, og Leif- ur, f. 22.12. 1955, d. 23.5. 2005. Helga ólst upp hjá foreldrum sín- um í Álftafirðinum. Sem ung kona nam hún við Húsmæðraskólann á Ísa- firði. Eftir að hún fluttist úr heimahögum til Reykjavíkur vann hún í Þjóðleikhúsinu og við símavörslu í Stjórnarráði Ís- lands. Eftir að börnin fæddust var hún heimavinnandi. Á Sel- fossi vann Helga um tíma í Kaupfélagi Árnesinga og sem skólaliði í Sólvallaskóla. Helga var gift Guðmundi Vilmari Magnússyni, f. 3.7.1929, d. 21.6. 2014, þau gengu í hjóna- band 14. júní 1961. Guðmundur Elsku mamma, þú kvaddir þennan heim friðsæl og þakklát hvíldinni. Þú tileinkaðir stóran hluta af lífi þínu uppeldi okkar systk- inanna og lagðir metnað þinn í að koma okkur til manns. Pass- aðir að við værum snyrtileg og vel til fara. Mér fannst ég kannski ekki alltaf í nýjustu tísku en vandað var það. Þú gerðir allt vel. Hugsaðir vel um heimilið, eldaðir besta matinn og gerðir svo fallega handa- vinnu. Þú kenndir mér að sauma á saumvél og það eru ófáar flíkurnar, sko tískuflík- urnar, sem runnið hafa í gegn- um gömlu grænu Husqvarna- vélina. Þú hafðir mikinn metn- að fyrir mína hönd þó að ég kynni ekki alltaf að meta það þegar ég var yngri og leiðsögn þín í strákamálum var mér kannski ekki alltaf að skapi. Núna veit ég að þú ráðlagðir rétt, alla vega fann ég góðan mann sem þú kunnir svo sann- arlega að meta. Hann átti góð- ar stundir með þér þegar hann stundaði nám í Garðyrkjuskól- anum og keyrði samhliða skóla- bílinn frá Flúðum á Selfoss, í biðtíma fór hann oft til tengdó sem alltaf tók vel á móti honum og bauð kaffi og með því. Á þessum tíma fór að bera á sjúk- dómnum sem átti eftir að fylgja þér ævina á enda. Mjólk eða sykur var viðkvæðið þegar þú helltir kaffi í bollann en það vildi ekki festast á harða disk- inn að kauði notaði mjólk en ekki sykur. Þrátt fyrir að þessi leiði gestur væri að taka sér bólfestu í þér þá ágerðist sjúk- dómurinn hægt og stúlkurnar okkar muna vel yndislega ömmu sem prjónaði á þær fal- legustu kjóla og peysur, las og lék við þær. Já, þig skorti ekki umhyggju og elsku í garð barnabarnanna. Hjálpsemi þín og pabba var ómetanleg, alltaf boðin og búin að taka á móti litlum englum sem ýmist voru veikir eða í skólafríi og vantaði samastað í önnum foreldranna. Enda áttir þú hug þeirra og hlýju líka eftir að sjúkdómur- inn hafði tekið völdin og tekið þig að miklu leyti frá okkur, hann skildi þó eftir skemmtileg persónueinkenni sem fylgdu þér til síðasta dags. Það er erfitt að minnast þín án þess að tala um ykkur pabba saman, þið voruð svo samhent. Miklir náttúruunnendur, geng- uð á fjöll og ferðuðust um land- ið vítt og breitt, það er varla til sá staður sem þið hafið ekki heimsótt. Þessa nutum við börnin ykkar og síðar tengda- börn og barnabörn en samveru- stundir með fjölskyldunni voru ykkur afar dýrmætar og þið lögðuð áherslu á að við eign- uðumst góðar minningar með tjaldferðalögum, gönguferðum, bústaðaferðum og bara allskon- ar samveru. Þú eyddir síðustu árunum á Fossheimum og þar vafðir þú starfsfólkinu um fingur þér, þegar við fylgdum þér síðasta spölinn sáum við vel hversu vænt þeim þótti um þig. Þú fékkst góða umönnun og fyrir það erum við afar þakklát. Þegar ég sagði vinkonu minni að mamma væri fallin frá og nefndi í leiðinni að ég væri þakklát fyrir að hún hefði feng- ið hvíldina, þá sagði hún það hlýtur að vera afskaplega skrýtið að kveðja mömmu sína, mömmur eru fastarnir í lífinu og þú, elsku mamma mín, varst svo sannarlega fastinn í mínu lífi. Ég kveð þig með þakklæti, af þér hef ég lært svo ótal margt og notið óendanlegrar elsku. Takk fyrir samfylgdina. Þín Alma. Elsku amma. Nú ertu loksins komin í Paradís, það er svo gott að hugsa til þess að þú sért ekki veik lengur og að þið afi séuð sameinuð á ný. En á sama tíma er ég reið þessum hræðilega sjúkdómi sem tók þig smátt og smátt frá okkur. Það er sárt að hugsa til þess lífs sem þú hefðir getað átt síðustu 20 árin. Þó svo að andlát þitt hafi ekki komið á óvart þá er söknuður- inn gríðarlegur en minningarn- ar sem þú skilur eftir eru góðar og munu alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Það var allt- af gaman að vera hjá ykkur afa í Réttarholtinu. Við brölluðum ýmislegt, tíndum köngla í Þrastaskógi, gáfum öndunum á tjörninni brauð, lékum okkur í garðinum og ég skemmti mér meira að segja við að reyta arfa. Svo á meðan afi brasaði í bílskúrnum sagðir þú okkur sögur og söngst „Siggi var úti með ærnar í haga“. Stundirnar í Róluskógi standa upp úr þar sem við róluðum og klifruðum í trénu fræga og gæddum okkur á heitu súkkulaði og pönnukök- um. Já, þú gerðir langbestu pönnukökurnar og ég veit ekki hversu oft við bökuðum saman. Mér fannst svo gaman að hjálpa þér að strá sykrinum og rúlla upp. Toppurinn var svo að fá að gæða sér á fyrstu pönnu- kökunni, löðrandi í smjöri og sykri. Með aldrinum fékk ég að taka meiri og meiri þátt í bakstrinum og fyrir rest gat ég bakað þær alveg sjálf fyrir ykkur afa. Þú varst svo einstaklega lag- in í höndunum og hafðir gaman af öllu handverki, þú prjónaðir, heklaðir, föndraðir og síðast en ekki síst málaðir og allt gerðir þú gullfallega. Ég dáðist alltaf að því hvað þið afi voruð dugleg að ganga, þið fóruð í langa göngutúra á hverjum einasta degi alveg þar til afi veiktist. Þegar þú dvaldir á Fossheim- um var ég handviss um að þú þekktir mig ekki en þú leyndir sko aldeilis á þér, með glottinu og hlátrinum sá maður per- sónuleikann skína í gegn. Það var svo gott að sjá brosið þitt. Mér hefur alltaf fundist við vera líkar og ég veit að þú átt mikið í mér, fyrir það er ég þakklát. Það er sárt að kveðja en ég hlýja mér við að þú sért loksins komin á góðan stað til afa, þar sem þið hugsið vel hvort um annað og ræktið fallegan garð í Paradís. Berglind Emilsdóttir. Elsku amma mín, núna ertu á leið í draumalandið góða og ég veit að afi mun taka vel á móti þér þar. Margar minningar hellast yf- ir á svona stundu og eru minn- ingar okkar saman ótrúlega margar. Þær helstu eru þegar við yngri barnabörnin vorum hjá ykkur afa í Réttarholtinu í nokkra daga í einu. Þá röltum við til að gefa fuglunum á tjörninni, tókum alla vega eina ferð í Bónus og keyptum sun lolly, þú gerðir margar mis- heppnaðar tilraunir til að kenna mér að hekla og sögu- lesturinn fyrir háttinn er alveg ómetanlegur. Einna helst mun ég þó sakna að strá sykrinum yfir pönnu- kökurnar en pönnukökurnar þínar eiga alltaf eftir að vera þær bestu. Þú hefur kennt mér margt sem ég hef tileinkað mér sem ung kona og héðan í frá lofa ég þér að ég mun aldrei standa uppi á eldhúsborði, aldrei standa of nálægt örbylgjuofn- inum og alltaf fá mér heita hunangsmjólk þegar mig verkj- ar í hálsinn. Góða nótt, elsku amma mín, ég elska þig og mun sakna þín. Kysstu afa frá mér. Þín Hildur. Það er sárt að horfa á eftir fólki sem manni þykir vænt um. Helga amma var ákaflega hlý og hjartrækin kona. Það var alltaf yndislegt að koma í Rétt- arholtið til ömmu og afa þar sem ávallt var tekið vel á móti manni og af miklum hlýhug. Hún amma gerði alveg rosa góðar pönnukökur, það góðar að maður vildi helst alltaf borða þær strax, en hún lét mann ávallt bíða svo allir gætu notið þeirra saman. Á sínum síðari árum fylgdist hún ávallt grannt með í eldhús- inu, þegar einhverjir aðrir voru þar við störf og vildi alltaf hjálpa. Þegar við krakkarnir gerð- um okkur mjólkurhristing, kom sú gamla alltaf og bað um að fá „smá“ smakk. Það endaði þó alltaf þannig að hún fékk alveg jafn mikið og við krakkarnir. Þegar við vorum yngri fékk maður ömmu oft til að lesa fyr- ir sig sögur því hún gerði það af innlifun og var alltaf til í að taka „eina enn“. Grimmsævin- týrin voru mikið lesin í Rétt- arholtinu og t.d. Rauðhetta og Mjallhvít. Hún var líka einstaklega lag- in í höndunum. Hún prjónaði, heklaði og málaði ófáar ger- semarnar. Við bræður nutum góðs af því og eigum ófáar flíkurnar sem búnar voru til af ömmu Helgu. Bæði amma og afi höfðu mjög gaman af því að ferðast og það var alltaf fjör að fá að fara með þeim í ferðalag á campernum. Þegar þau komu í heimsókn til okkar norður þá var alltaf gott að laumast til ömmu í camperinn og fá hjá henni einn, tvo, þrjá eða jafnvel fjóra svokallaða ömmu-mola. Amma bjó við heilsubrest síðustu árin. Alzheimers-sjúk- dómurinn rændi henni frá ást- vinum og ættingjum hægt og rólega, og því kom andlát henn- ar ekki á óvart. Mikið er maður þó þakklátur fyrir að hafa náð að kveðja, vit- andi það að hún hafi svifið á nýjan og betri stað í stóískri ró og að afi taki henni þar opnum örmum. Söknuðurinn er þó eigi að síður sár. Við erum hinsvegar mjög þakklátir fyrir allar dýr- mætu og yndislegu minning- arnar. Hvíl í friði, elsku amma. Svo viðkvæmt er lífið sem vordags- ins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Takk fyrir allt amma, Arnar Birkir, Ágúst Freyr og Hákon Valur. Hún Helga mamma Bjarkar vinkonu minnar er dáin. Því miður náði ég ekki að hitta hana síðustu árin en minning- arnar eru alltaf til staðar. Ég minnist Helgu með gleði og þakklæti þar sem það voru ófá- ar stundirnar sem ég eyddi í Réttarholtinu hjá þeim góðu hjónum. Þegar við Björk komum saman úr skólanum til að fá að- stoð í stærðfræði eða eðlisfræði hjá Guðmundi var Helga alltaf tilbúin að gefa stelpunum að borða. Hún var iðulega búin að baka fyrir okkur sínar ljúf- fengu pönnukökur eða eitthvert annað góðgæti. Helga sá allavega alveg til þess að við yrðum ekki svang- ar. Ekki má nú gleyma að minn- ast á fallega garðinn þeirra hjóna. Það var eins og að koma í fallegasta skrúðgarð að ganga um í garðinum og mátti sjá gleði og stolt í augum Helgu þegar hún sýndi mér hann. Helga tók mér alltaf opnum örmum inn á heimilið og fyrir það er ég virkilega þakklát. Hún var ljúf og góð kona, hélt vel utan um fjölskyldu og heim- ili en það var líka alltaf stutt í glettni og grín hjá henni. Nú er Helga búin að hitta Guðmund sinn aftur og þau far- in að búa sér fallegan og blóm- legan garð á nýjum stað. Elsku Björk, Alma og Hlyn- ur, ég votta ykkur og fjölskyld- um ykkar mínu dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Kveðja, María. Helga Einarsdóttir ✝ Guðlaugurfæddist á Ólafsfirði 11. júní 1952. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 11. júní 2017. Foreldrar Guð- laugs voru Óskar Guðlaugsson, f. 1931, d. 1984, og Dýrleif Jónína Tryggvadóttir, f. 1929, d. 2015. Systkini hans eru Baldvin Páll, Sigurlín Rósa, Óskar Jósef og Anna El- ín. Eiginkona Guðlaugs er Þor- björg Árnadóttir, f. 1953, og dætur þeirra eru Guðný Guð- rún og Dýrleif Júlía. Börn Guðnýjar eru Andri Þór og Sandra Lind. Börn Dýrleifar eru Steinrún Dalía og Sylvía Björk. Guðlaugur bjó í Reykjavík 1953- 1983, þar til hann flutti í Kópavog. Hann var síðast til heimilis að Borg- arholtsbraut 53, Kópavogi. Guð- laugur gekk í Vogaskóla og byrj- aði ungur að vinna almenna verkamannavinnu. Árið 1987 hóf hann störf hjá Scania-umboðinu og starfaði þar til ársins 1995 en þá stofn- aði hann G.T. Óskarsson ehf. og rak það ásamt eiginkonu sinni þar til hann lést. Útför Guðlaugs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 20. júní 2017, klukkan 15. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Gulli, bróðir og mágur, það er komið stórt skarð í fjöl- skylduna, skarð sem aldrei verð- ur fyllt. Ekkert okkar bjóst við þessu og var það skyndilegt og sárt. Það má með sanni segja að það hafi „haustað snemma“ í fjöl- skyldu okkar, þegar þú greindist með krabbamein. Eftirsjá og sorg er það sem situr eftir og eru það þungbærar tilfinningar. En þú skilur eftir þig góðar minningar, sem koma okkur, sem eftir lifum, að góðu gagni. Minn- ingar sem gera okkur ævinlega þakklát fyrir þær samverustund- ir sem við áttum með þér. Ég gæti rifjað upp margar minning- ar hér og nú, en ég veit að það er óþarfi. En ég verð samt að nefna allar samverustundir okkar á sunnu- dögum sl. níu ár sem okkur þótti mjög svo vænt um, ætli við höfum ekki smakkað saman um 400 kök- ur á þessum árum, einnig er ekki hægt að sleppa því að minnast á Tinna, hann naut góðs af sunnu- dagsheimsóknum þínum en æv- inlega fékk hann góðan kjötbita frá þér og Tobbu. Tinni verður glaður að hitta vin sinn aftur. Við héldum að þú yrðir alltaf til staðar og við hefðum alla æv- ina til að launa þér allt sem þú hefur gert fyrir okkur. En ævi hvers manns er misjöfn og sann- ast það best í þínu tilfelli, því nú ert þú horfinn í annan heim og vitum við að þar verður tekið vel á móti þér. Öll endum við þarna. Sjáumst síðar, elsku Gulli. Á þessum erfiðu stundum vott- um við Tobbu og allri fjölskyld- unni okkar innilegustu samúð og Guð gefi ykkur styrk. Anna Elín og Rúnar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Gulli frændi, ég kveð þig með miklum söknuði en um leið er ég afskaplega þakklát fyrir all- ar fallegu minningarnar sem ég á um þig, eins og t.d. þegar þú fórst með mig að kaupa fyrstu gler- augun mín þegar ég var 10 ára, við völdum saman rosalega flott blá gleraugu sem var hægt að beygja í allar áttir, mikið var ég hamingjusöm með þau. Góða súkkulaðikexið frá Frón sem þú og Tobba áttuð alltaf niðri í búð. Þegar við hittumst á sunnudög- um sem var sérstakur kökuheim- sóknardagur, það var ekki venju- legur sunnudagur nema þú kæmir og fengir þér köku, þá sátu allir saman inni í eldhúsi að tala um allt og ekkert. Ég mun halda áfram að segja Önnu Mar- gréti sögur af þér, frændanum sem henni þótti svo vænt um. Þín frænka, Halldóra Ósk. Guðlaugur Tryggvi Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.