Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mannlegi þátturinn er talinn hafa
verið mikilvæg ástæða flugslyssins
sem varð við kvartmílubrautina á
Akureyri kl. 13.29 þann 5. ágúst
2013, að mati Rannsóknarnefndar
samgönguslysa (RNSA). Þar fórst
sjúkraflutningaflugvélin TF-MYX
og með henni flugstjóri vélarinnar
og sjúkraflutningamaður. Aðstoðar-
flugmaðurinn komst lífs af mikið
slasaður. Flugvélin gjöreyðilagðist.
RNSA birti í gær lokaskýrslu um
flugslysið. Þar kemur m.a. fram að
skort hafi á samhæfingu og skipu-
lagningu áhafnar flugvélarinnar fyr-
ir flugið yfir kvartmílubrautina. Þess
vegna hafi hún verið síður viðbúin að
bregðast við í tíma. Nefndin lagði
fram tvær tillögur um öryggisúrbæt-
ur og eina öryggisaðgerð.
Vildi víkja frá flugáætlun
Sjúkraflugvél Mýflugs TF-MYX
var á leið til Akureyrar frá Reykja-
vík eftir sjúkraflug frá Höfn í Horna-
firði til Reykjavíkur. Flugvélin var af
gerðinni Beech King Air B2000,
tveggja hreyfla, smíðuð 1983. Um
borð var áhöfn, þ.e. flugstjóri og
flugmaður, auk sjúkraflutninga-
manns sem var skráður sem farþegi.
Flugstjórinn var við stjórn þegar
flugvélin nálgaðist Akureyrarflug-
völl. Á leiðinni kom fram að flug-
stjórinn vildi víkja frá flugáætlun til
að fljúga yfir kvartmílubrautina þar
sem keppni var að hefjast. Hann
hafði ráðgert að fara þangað eftir
lendingu. Rannsóknarnefndin telur
að tengsl flugstjórans við klúbbinn
[Bílaklúbb Akureyrar] hafi verið
lykilatriði í ákvörðun hans um að
fljúga þar yfir.
Óskað var eftir leyfi til að fljúga
yfir Akureyrarbæ fyrir lendingu.
Flugturn veitti leyfið og lét vita að
Fokker 50 flugvél væri að búa sig
undir flugtak á flugvellinum.
Samkvæmt yfirlýsingu aðstoðar-
flugmannsins var lítillega rætt um
yfirflugið á leiðinni norður. Honum
leið ekki vel með litla flughæð þegar
þeir nálguðust kvartmílubrautina og
flugstjórinn hækkaði flugið úr 800
fetum í 1.000 fet. Kvartmílubrautin
er í 468 feta hæð yfir sjávarmáli. Í
aðfluginu kvaðst aðstoðarflugmað-
urinn hafa lýst áhyggjum vegna
fjölda áhorfenda við brautina og að
hann vildi ekki fljúga lágt þar yfir.
Rifnaði í sundur
Þegar sjúkraflugvélin nálgaðist
kvartmílubrautina tók hún krappa
vinstri beygju, missti flughæð og
rakst í jörðina af miklum krafti.
Samkvæmt útreikningum var hún þá
á allt að 275 hnúta (509 km/klst)
hraða. Báðir vængirnir og hreyflarn-
ir rifnuðu frá búk vélarinnar og mót-
orarnir frá vængjunum. Flugvélar-
búkurinn brotnaði í þrjá meginhluta,
stjórnklefa, farþegarými og stél-
hluta. Stélhlutinn var á kvartmílu-
brautinni en stjórnklefinn og far-
þegaklefinn enduðu á grónu s svæði
utan við enda brautarinnar. Fjar-
lægðin frá staðnum þar sem flugvél-
in rakst fyrst í brautina og að þeim
hluta flaksins sem var lengst í burtu
var um 400 metrar.
Hallinn var of mikill
Eldsneyti dreifðist yfir kvartmílu-
brautina. Eldsummerki fundust
skammt frá þar sem vélin rakst fyrst
í jörðina. Eldur kviknaði m.a. í
vængjunum og mótorunum en ekki
kviknaði í stélhlutanum eða
skrokknum.
Rannsókn á mótorum vélarinnar
sýndi ekkert athugavert. Flugvél-
inni var eðlilega viðhaldið og veðri
var heldur ekki um að kenna. Bæði
flugstjórinn og flugmaðurinn voru
við góða heilsu og vel hvíldir fyrir
flugið.
Rannsókn flugslyssins sýndi að
flogið var í lágflugi yfir kvartmílu-
brautina og þurfti að beita bröttum
beygjuhalla til að beina flugvélinni í
stefnu brautarinnar. Reiknað var út
að halli flugvélarinnar undir það síð-
asta hefði verið 72,9° sem er umfram
stjórnhæfni þessarar flugvélagerð-
ar. Að sögn framleiðanda telst
beygjuhalli umfram 60° á flugvél af
þessari gerð vera listflug. Reynt var
að lagfæra beygjuhallann um 1,5
sekúndum fyrir slysið, en það var of
seint vegna of lítillar flughæðar.
Prófun sem gerð var í flughermi fyr-
ir King Air flugvélar í Farnborough í
Englandi sýndi að flugvélin gat ekki
haldið flughæð í svo kröppum
beygjuhalla.
Yfirflugið var ekki undirbúið
nægilega vel og var ekki í samræmi
við handbækur eða notkunarleið-
beiningar flugvélarinnar. Yfirflugið
var í svo lítilli hæð og með svo brött-
um beygjuhalla að ekkert ráðrúm
var til að bregðast við.
Við rannsóknina á flugslysinu var
m.a. stuðst við upptökur úr þremur
myndbandsvélum. Ein var eftirlits-
myndavél á húsi sem horfði til suð-
urs og sýndi flugvélina beygja frá
norðri til vesturs. Hinar tvær voru á
bíl við enda kvartmílubrautarinnar.
Önnur sýndi flugvélina nálgast
brautina en hin sýndi þegar flugvélin
rakst í jörðina.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Flugvélin skall á kvartmílubrautinni á miklum hraða og brotnaði. Tveir menn fórust en sá þriðji lifði slysið af. Rannsókn er nú lokið á slysinu.
Orsökin mannleg mistök
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út lokaskýrslu um flugslysið við
Akureyri 5. ágúst 2013 Of mikill beygjuhalli og of lítil flughæð verkuðu saman
„Það er mikill léttir að rannsókn sé
lokið,“ sagði í tilkynningu frá Mý-
flugi í gær í tilefni af útgáfu loka-
skýrslu vegna flugslyss TF-MYX
2013. Sigurður Bjarni Jónsson, flug-
öryggisfulltrúi Mýflugs, sagði að fé-
lagið hefði frá upphafi lagt áherslu
á að vinna með Rannsóknanefnd
samgönguslysa (RNSA). Hann
kvaðst vona að rannsóknin og
skýrslan gætu orðið til þess að
koma í veg fyrir fleiri slys af þessu
tagi.
„Á meðan rannsókn stóð yfir hef-
ur félagið, eftir bestu getu, litið í
eigin barm. Meðal annars með að-
stoð utanaðkomandi aðila. Í því ferli
hefur RNSA og Samgöngustofu
verið haldið upplýstum og þeim
kynnt vinnan, sem og breytingar
sem af henni hafa leitt. Nú þegar
skýrslan er komin munum við í
samstarfi við
þessa sömu aðila
sjá til þess að til-
lögum í öryggis-
átt verði fylgt í
hvívetna,“ sagði í
tilkynningunni.
RNSA leggur
til að flugfélagið
endurskoði þjálf-
un í áhafna-
samstarfi. Sig-
urður sagði að búið væri að
bregðast við því að verulegu leyti.
Mýflug hefði farið í saumana á
innra starfi félagsins eftir slysið,
m.a. hefði þjálfun í áhafnasamstarfi
verið tekin til endurskoðunar.
RNSA beinir því til flugmála-
yfirvalda að íhuga hvort skilgreina
eigi sjúkraflutningamann sem hluta
af áhöfn sjúkraflugvélar. Sigurður
sagði að sjúkraflutningamaður sem
er skráður farþegi væri tryggður
sem slíkur. Hann kvaðst vera sam-
mála ábendingu RNSA og Mýflug
hefði lengi bent á þetta. „Við höfum
bent verkkaupa (íslenska ríkinu) á
að málum væri betur fyrir komið ef
sjúkraflutningamenn væru skráðir í
áhöfn,“ sagði Sigurður. „Við héldum
þá utan um þjálfun þeirra sem hluta
af flugáhöfn og settum þá á vaktir.
Það myndu fylgja skyldur fyrir þá
en líka réttindi. Nú geta verið þrjú
lið um borð, flugáhöfn, sjúkraflutn-
ingamenn og svo starfsmenn heil-
brigðisstofnana. Ég tel að ríkið
þurfi að hafa forgöngu um þetta.“
Þá beinir RNSA því til flugrek-
enda og flugáhafna að viðhalda
þjálfun í áhafnasamstarfi jafnt við
undirbúnar og óundirbúnar flug-
ferðir.
„Léttir að rannsókn sé lokið“
Mýflug ætlar að fylgja öryggistillögum í hvívetna
Sigurður Bjarni
Jónsson
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Líflegir litir!
iGreen V5.06.12
umgjörð
kr. 11.900,-
Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið
þá litasamsetningu sem þú vilt.
Utanríkisráð-
herrar aðildar-
ríkja Eystra-
saltsráðsins
koma saman til
fundar í Reykja-
vík í dag, 20.
júní, í boði Guð-
laugs Þórs
Þórðarsonar
utanríkisráð-
herra. Þetta
markar lok formennsku Íslands í
ráðinu 2016-2017. Auk ráðherra
aðildarríkjanna 11 tekur fulltrúi
ESB þátt í fundinum.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að mikilsvert
væri að nú væri boðað til fundar
ríkja í Eystrasaltsráðinu, en vegna
átakanna í Úkraínu hafa slíkir
fundir ekki verið haldnir síðast-
liðin fjögur ár. „Lýðræði, börn og
mannréttindi hafa verið áherslu-
mál okkar Íslendinga í Eystra-
saltsráðinu. Þá verða norðurslóða-
mál efalaust rædd, en öll ríkin sem
eiga aðild að ráðinu koma með ein-
hverju móti að þeim. Þá munum
við ræða hvernig þessu samstarfi
verði best fyrir komið til fram-
tíðar,“ segir Guðlaugur Þór.
Ráðherrarnir sem sækja fund-
inn eru: Anders Samuelsen, Dan-
mörku; Sven Mikser, Eistlandi;
Thomas Mayr-Harting, yfirmaður
Evrópu- og Mið-Asíumála frá
EESA, ESB; Timo Soini, Finn-
landi; Guðlaugur Þór Þórðarson,
Íslandi; Edgars Rinkçviès, Lett-
landi; Neris Germanas, Litháen;
Børge Brende, Noregi; Witold
Waszczykowski, Póllandi; Vladimir
Gennadievich Titov, Rússlandi;
Margot Wallström, Svíþjóð; Sig-
mar Gabriel, Þýskalandi.
agnes@mbl.is/ sbs@mbl.is
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Eystrasalts-
ráðið fundar
í Reykjavík
Vegfarandi tilkynnti slökkviliði Ak-
ureyrar um reyk sem lagði frá ein-
býlishúsi við Þingvallastræti um
sexleytið í gærkvöldi.
Fullur viðbúnaður var settur í
gang og slökkvilið, sjúkrabílar og
lögregla send á vettvang þar sem
reykskynjari var í gangi og reykur
sást í húsinu. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni á Akureyri
tók örfáar mínútur að reykræsta
húsið.
Ekki er vitað hvers vegna hiti var
á eldavélinni en fat eða diskur sem
lá ofan á henni hitnaði og það olli
sterkri lykt og reyk, að sögn lög-
reglu.
Húsráðendur voru ekki heima en
tveir hundar voru í húsinu.
Tilkynnt um reyk í
húsi á Akureyri