Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Seinni umferðfrönskuþingkosn- inganna fór fram á sunnudaginn, og voru úrslitin að mestu eins og spáð hafði verið. Nýr flokkur Emmanuels Mac- ron Frakklandsforseta náði hreinum meirihluta á þinginu eftir mikla velgengni í fyrri umferð kosninganna. Sigurinn varð raunar minni en vonir Macrons og félaga hans stóðu til eftir fyrri umferðina, en flokkurinn og bandamenn hans enduðu með 350 þingsæti sam- tals af 577. Engu að síður er þetta stærsti meirihluti sem unnist hefur frá árinu 1968. Macron ætti því að hafa töluvert svigrúm í upphafi kjörtímabils til þess að koma stefnu sinni fram. Eitt kann þó að þvælast fljótlega fyrir hon- um og það er sú staðreynd að kjörsókn var mjög lítil, bæði í forsetakosningunum og í þing- kosningunum. Þegar horft er á litla kjörsókn og fylgi Macrons og flokks hans má því segja að tiltölulega fáir Frakkar hafi séð ástæðu til að styðja Mac- ron. Sigrar hans eru þess vegna ekki afgerandi vísbend- ing um sterkan þjóðarvilja Frakka, sem kann að gera honum erfitt fyrir í framhald- inu. Það er ekki sama að öðlast völd og að beita þeim. Frakkar hafa snú- ið fljótt baki við síðustu tveimur forsetum sínum, eftir að þeir tóku óvinsælar ákvarðanir í embætti. Macron hefur þegar gefið út að hann vilji gera um- bætur á frönskum vinnumark- aði, og um leið umbylta vissum þáttum velferðarkerfis lands- ins. Niðurstaðan um helgina mun auðvelda honum það til muna. Að sama skapi er fyr- irséð að stórir hagsmunaaðilar á vinnumarkaðnum hafa hing- að til staðið gegn öllum breyt- ingum á vinnulöggjöf Frakk- lands. Hveitibrauðsdagar Macrons gætu því orðið í styttri kantinum. Vandi Macrons er meðal annars sá að Frakkar voru orðnir leiðir á hinum hefð- bundnu valdaflokkum Frakk- lands og sáu von til þess að Macron myndi ná að hrista upp í hlutunum. Ef fyrirhugaðar umbætur hans ná ekki árangri fljótt, eða þær falla að öðru leyti ekki í kramið hjá kjós- endum, gæti óánægjan fljótt gert vart við sig. Fari svo gæti reynst erfitt fyrir hann að telja Frakka á að veita sér eða hreyfingu sinni brautargengi á ný. Macron sigrar en áhuginn er takmarkaður} Meirihlutanum náð Í liðinni viku bár-ust þau tíðindi að Norður- Kóreumenn hefðu samþykkt að sleppa Banda- ríkjamanninum Otto Warmbier úr haldi. Hann hafði verið handtekinn fyrir að hafa reynt að stela áróð- ursveggspjaldi af hóteli í höf- uðborginni Pyongyang, þegar hann var þar í heimsókn fyrir tveimur árum. Var Warmbier, rúmlega tvítugur háskólanemi, fljótlega dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir „glæpi gegn rík- inu“ og settur bak við lás og slá. Síðan hafði fátt til Warm- biers spurst, þar til sænskir sendiráðsstarfsmenn, sem fara með málefni Bandaríkjanna í Norður-Kóreu, fengu að fara til hans í síðustu viku. Þá var hann í dauðadái, að sögn norð- ur-kóreskra yfirvalda vegna bótúlíneitrunar, og hafði verið í rúmlega ár. Bandarískir læknar segja hins vegar að þeir finni engin merki slíkrar eitrunar, og því hefur frásögn Norður-Kóreumanna um það hvernig Warmbier endaði í dái verið dregin í efa, en vitað er að aðstæður í norður-kóreskum fangelsum eru mjög slæmar. Í gærkvöldi bár- ust þær fregnir frá fjölskyldu Warm- biers að hann væri látinn. Framganga stjórnvalda í Norður-Kóreu í þessu máli er eitt samfellt hneyksli, allt frá yfirgengilegri refsingunni til þess að halda ástandi Warm- biers leyndu í heilt ár. Nú hafa örlög Warmbiers því miður orðið þau sömu og svo margra annarra sem lenda í fangelsum stjórnvalda í Norður-Kóreu, yfirleitt fyrir litlar eða engar sakir. Vitað er að margir sem fangelsaðir eru þar í landi lifa það ekki af. Þá eru mörg dæmi þess að fangar hafi verið pyntaðir, eða jafnvel teknir af lífi án dóms og laga. Otto Warmbier er einungis einn af milljónum manna, sem orðið hafa fyrir barðinu á hel- stefnu þeirri, sem svipt hefur allan þorra almennings lífs- gæðum í Norður-Kóreu síðast- liðin sjötíu árin eða svo. Nauð- synlegt er að losa íbúa Norður-Kóreu og heiminn all- an við þessa ógnarstjórn. Stjórnvöld í Norður- Kóreu hafa staðfest mannvonsku sína eina ferðina enn} Lést eftir dauðadá S jaldan hefur verið jafn mikið skraf- að og pískrað í vinnunni eins og í síðustu viku. Því eins og alþjóð veit, eða alla vega þeir sem lesa vefmiðlana Vísi og DV, þá hefur borið á því að einhver hefur verið að kasta af sér þvagi í ruslafötu eina hér í Móunum. Barst hér afar forvitnilegur og furðulegur innan- hússpóstur frá starfsmannastjóra snemma í vikunni þar sem sá einstaklingur sem stund- aði þá iðju ítrekað að pissa í ruslafötu var vin- samlegast beðinn um að beina bununni frekar í eina af þeim mörgu klósettskálum sem finn- ast hér í Móunum. Það var heldur betur litið upp frá vinnunni og kíkt yfir básana. „Ertu búin(n) að sjá póstinn?“ Þetta lífgaði aldeilis upp á mannskapinn hér á blaðinu og loksins var eitthvað almennilegt að tala um í kaffihorninu! Alls staðar voru kenningar á lofti. Hver skyldi þessi pissuglaði einstaklingur vera? Hversu oft er ítrekað? Er þetta starfsmaður eða ut- anaðkomandi einstaklingur? Kona eða karl? Barn eða fullorðinn? Og hvað gengur honum/henni eiginlega til? Óvart eða viljandi? (Kannski erfitt að pissa óvart í rusla- fötu, en hvað veit maður. Kannski einhver virkilega fjar- sýnn?) Svona leið vikan í skemmtilegum pælingum. Það þarf oft ekki meira en smá hland til að hressa upp á mann- skapinn. Svo var það „þvaglekinn“. Nýtt Watergate-mál í upp- siglingu því svo virðist sem kollegar okkar og samkeppnisaðilar hafi komist yfir þennan annars ágæta tölvupóst. Lesa mátti um málið á visir.is. Deila má um fágun í blaðamennsku þar en eitt er víst að þeir eiga hrós skilið fyrir fyndnustu fyrirsögn í langan tíma: Hland- dólgur gengur laus í Moggahöllinni. Og undir því stóð: Ófremdarástand er nú á Morg- unblaðinu því þar innan dyra gengur maður laus sem virðist þjakaður af þeim geðræna kvilla að vilja pissa í ruslafötur. Þetta virðist vera einhvers konar blæti því aðgengi að kló- settum er með ágætum í Moggahöllinni í Hádegismóum. Eiginlega sér maður fyrir sér óðan mann sem gengur berserksgang um gangana skvettandi þvagi á veggina þegar maður les þetta, svona líkt og þegar maður ímyndar sér óðan byssumann sem gengur laus. Ófremdarástandið var ekki meira en svo að blaðið kom alveg út daginn eftir og enginn varð fyrir þvagárás. Daginn eftir var fréttinni fylgt eftir með afar furðulegu viðtali við sálfræðing sem telur þetta ekki vera blæti. Merkilegt innlegg það. Það góða sem kom út úr þessu öllu saman er þetta skemmtilega nýyrði: hlanddólgur. Ekki man ég eftir að hafa heyrt þetta orð áður að minnsta kosti. En það má svo sannarlega nýta það í framtíðinni. Ég heyri alveg fyrir mér samræður á milli hjóna. „Æi Nonni minn, þú pissaðir aftur út fyrir. Óttalegur hlanddólgur geturðu verið!“ Ásdís Ásgeirsdóttir Pistill Upplífgandi hland í fötu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Vettvangseftirlit ríkisskatt-stjóra gegnir grundvall-arhlutverki í að uppgötvafrávik í rekstri sem ekki koma fram við hefðbundið skatt- eftirlit, líkt og greint var frá í frétt í Morgunblaðinu á laugardag. Frá janúar 2017 til júnímán- aðar hafa starfs- menn vettvangs- eftirlits RSK farið í vettvangs- rannsókn í 1.774 fyrirtæki, en það er nánast sami fjöldi heimsókna og starfsmenn eftirlitsins fóru í allt árið 2014, en þá voru 1.795 fyrirtæki heimsótt. Heimsóknir í fyrirtæki í bygg- ingageiranum voru á þessu tímabili 498, í gisti- og ferðaþjónustufyr- irtæki voru heimsóknirnar 438 og verslunar- og þjónustufyrirtæki voru heimsótt 513 sinnum á tíma- bilinu og veitingastaðir voru heim- sóttir 176 sinnum, samkvæmt töl- fræði sem fékkst hjá embætti ríkisskattstjóra í gær. Fyrstu tilmæli 146 sinnum Fyrstu tilmælum var beitt í 146 tilvikum, 35 öðrum tilmælum var beitt og til lokunar hefur komið hjá 8 fyrirtækjum það sem af er árinu, þar af þremur í bygg- ingageiranum og tveimur gisti- og ferðaþjónustufyrirtækjum. Kennitölur allra launþega Ragnhildur D. Þórhallsdóttir, hópstjóri vettvangseftirlits RSK, er höfundur greinarinnar um vett- vangseftirlit RSK, í Tíund, ásamt Sigurði Jenssyni. Ragnhildur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að skýringin á hinum mikla fjölda kennitalna á bak við fyrirtækin, (Sjá töflu) sem heimsótt hefðu verið væri sú, að ekki séu aðeins skráðar kennitölur fyrirtækjanna, heldur einnig kennitölur hvers starfs- manns fyrirtækjanna. „Annars vegar skráum við rekstrarkennitölu fyrirtækja. Í raun getur fyrirtæki verið aðeins einn verktaki. Hins vegar skráum við kennitölur allra starfsmanna fyrirtækjanna. Þannig að komi til heimsóknar í fyrirtæki sem er með 30 starfsmenn, þá skráum við niður allar kennitölur starfsmannanna 30, sem starfa sem launþegar hjá við- komandi fyrirtæki, og auk þess rekstrarkennitölu fyrirtækisins,“ sagði Ragnhildur til skýringar. Hún segir að þessi skráning á öllum kennitölum starfsmanna við- komandi fyrirtækis inn í kerfi ríkis- skattstjóra sé meðal annars til þess að auðvelda starfsmönnum embætt- isins að bera saman hvort ekki séu staðin skil á öllum þeim greiðslum sem launagreiðanda ber að greiða. Í greininni um vettvangseftirlit RSK í Tíund, júníhefti fréttablaðs ríkisskattstjóra, kemur fram að vettvangsheimsóknir eftirlitsmanna RSK hafi á árinu 2014 verið 1.795, á árinu 2015 voru þær 1.435 og á árinu 2016 voru þær 3.442 og höfðu tæplega tvöfaldast á tveimur árum. Hafa ber í huga, í þessu sambandi, að starfsmönnum eftirlitsins fjölg- aði úr þremur í sjö í ársbyrjun 2016. Sjö veitingastaðir Í tölulegum upplýsingum ríkis- skattstjóra fyrir fyrstu fimm mán- uði þessa árs kemur fram að í vinnslu hjá vettvangseftirliti RSK nú séu 309 mál, vettvangseftirliti hafi lokið án athugasemda í 1.064 tilvikum. Þar kemur jafnframt fram að 26 veitingastaðir fengu fyrstu til- mæli frá eftirlitinu á fyrstu fimm mánuðunum, sjö veitingastaðir fengu önnur tilmæli, en ekki kom til lokunar á neinum veitingastað. Hafa stöðvað rekstur átta fyrirtækja í ár Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Fyrstu fimm mánuði þessa árs hefur ríkisskattstjóri látið stöðva starfsemi þriggja fyrirtækja í byggingageiranum og átta alls. Ragnhildur D. Þórhallsdóttir Vettvangseftirlit RSK Heimild: Tíund, fréttablað RSK, júní 2017 Heimsóknir 2014 2015 2016 Fjöldi fyrirtækja 1.795 1.435 3.442 Fjöldi kennitalna 4.455 3.569 8.969 1. tilmæli 41 70 309 2. tilmæli 18 27 84 Lokun starfsstöðvar 2 13 22 Lokið án athugsemda 1.046 937 2.352 Hlufall af heild 58,3% 65,3% 68,3%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.