Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.si
Hamingjan, hún var bestaf öllu sköpunarverk-inu,“ segir í gömlumdægurlagatexta eftir
Þorstein Eggertsson sem Ðe lónlí
blú bojs sungu hér forðum, og í
niðurlagi þess sama söngs segir:
„Og ef hún birtist þér þá skaltu
ekki sleppa takinu á hamingju.“
Já, þessi hamingja, hversu oft hef-
ur ekki verið sungið um hana,
spáð og spekúlerað, þetta fyrir-
bæri sem mörgum finnst illhöndl-
anlegt, en allir vilja auðvitað vera
stútfullir af. Hver vill ekki búa hjá
henni öllum stundum, sjálfri ham-
ingjunni?
Á vefsíðunni ideapod.com er
áhugaverð grein um hvað skipti
máli þegar kemur að hamingjunni,
þessu sem fólki gengur misvel,
jafnvel brösuglega, að finna. Í
greininni er vísað til rannsóknar
sem gerð var við Harvard og hef-
ur staðið yfir í 75 ár.
Markmið rannsóknarinnar var
að meta hvað gerir okkur mann-
fólkið hamingjusamt. Rannsókn
þessi er sögð vera byltingarkennd
sálfræðirannsókn, en í henni var
fylgt eftir lífi manna í tveimur
hópum í meira en 75 ár. Og nú er
fylgst með börnum þessara
manna, en þau fæddust í kjölfar
síðari heimstyrjaldarinnar. Þannig
er ætlunin að skilja hvernig
reynsla í barnæsku skilar sér yfir
áratugi og hvaða áhrif sú reynsla
hefur á heilsu og velferð viðkom-
Hamingjan er best af
öllu sköpunarverkinu
Getty Images/Ingram Publishing
Bros Hamingjan hittir fólk á öllum aldri, og sönn vinátta eflist með árunum.
Morgunblaðið/Heiddi
Kærleiksknús Dýpsta vináttan er oft sú sem verður til á æskuárunum.
Flest vitum við að lítt gagnast það í hamingjuleit að eltast við hjóm eða peninga.
Samt gengur mörgum illa að höndla fyrirbærið hamingju. Nú eru komnar
niðurstöður í sálfræðirannsókn sem staðið hefur yfir í 75 ár þar sem leitað var
svara við því hvað skipti máli þegar kemur að því sem gerir fólk hamingjusamt.
M.a. er sýnt fram á að hamingjan snýst ekki um fjölda vina eða að vera í föstu
sambandi, heldur vega gæði náinna sambanda þyngst.
Á Jónsmessunni fljóta steinar upp úr
tjörnum, álfar fara á kreik og Ferða-
félag barnanna leggur land undir fót í
fylgd Júlíönu Þóru Magnúsdóttur,
þjóðfræðings frá Háskóla Íslands.
Gangan hefst kl. 16 á morgun, mið-
vikudaginn 21. júní. Gengið verður upp
að Helgufossi í Mosfellsdal þar sem
álfabyggðin í Helguhól verður heim-
sótt, þátttakendur fræðast um álfa og
heiðra þá með dansi og söng. Brottför
verður á einkabílum frá skrifstofu FÍ,
Mörkinni 6, og er reiknað með að ferð-
in taki 2-3 klukkustundir.
Gangan er hluti af verkefni Háskóla
Íslands og Ferðafélags Íslands, Með
fróðleik í fararnesti, sem hófst á aldar-
afmæli skólans árið 2011. Reynsla og
þekking fararstjóra Ferðafélagsins og
þekking kennara og vísindamanna Há-
skólans blandast saman í þessum
áhugaverðu gönguferðum. Þátttaka er
ókeypis og allir velkomnir.
Vefsíðan www.ferdafelagbarnanna.is
Ævintýri Álfar birtast í ýmsum myndum í sögum og kvikmyndum, t.d. álfurinn
Legolas í Hringadróttinssögu eftir J.RR. Tolkien og samnefndri kvikmynd.
Þegar álfarnir fara á kreik
Ertu á leið í ferðalag og langar til að
búa til persónulega dagbók tengda
ferðinni? Fimmtudaginn 22. júní kl.
16-18 verður boðið upp á námskeið í
gerð ferðadagbóka í Borgarbókasafn-
inu Sólheimum. Leiðbeinandi er lista-
konan Anna Sigríður Hróðmarsdóttir
og er námskeiðið haldið í tengslum
við sýningu á ferðadagbókum hennar
í safninu.
Takmarkaður fjöldi kemst að og er
nauðsynlegt að skrá sig með því að
senda póst á gudridur.sigurbjorns-
dottir@reykjavik.is
Endilega . . .
. . . búðu til
þína eigin
ferðadagbók
Minningar Ferðadagbók er ein leið til
að varðveita skemmtilegar minningar.
Gróska, félaga myndlistarmanna í
Garðabæ, fagnar sumarsólstöðum og
efnir til Jónsmessugleði með mynd-
listarsýningu og alls konar list-
viðburðum við Strandstíginn í Sjá-
landshverfi í Garðabæ kl. 19.30 til 22,
fimmtudaginn 22. júní. Hátíðarhöldin
hefjast formlega með ávarpi frú Elizu
Reid forsetafrúar.
Fjölbreytt listaverk verða til sýnis í
töfrandi umhverfi Ylstrandar með út-
sýni yfir hafið. Sýnendur eru vel yfir
40 talsins og hafa aldrei verið fleiri
enda hafa gestalistamenn í boði
Grósku flykkst hvaðanæva til að taka
þátt í Jónsmessugleðinni, sem félag-
ið stendur nú fyrir í níunda sinn.
Málverk á striga eru strengd milli
staura og innsetningar ljá sýningunni
sérstæðan blæ. Að venju verða líka
fjölmargir aðrir listviðburðir á dag-
skrá, svo sem söngur, ljóðalestur,
lúðrablástur, harmonikkuleikur og
ýmiss konar glens og gaman. Bæði
ungir og aldnir láta ljós sitt skína
enda er Jónsmessugleðin fyrir fólk á
öllum aldri. Einnig býður Gróska upp
á veitingar og búast má við óvæntum
Níunda Jónsmessugleði Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ
Fjölbreyttir listviðburðir, lúðra-
blástur, söngur, glens og gaman
Ungir og aldnir Jónsmessugleði Grósku er fyrir fólk á öllum aldri.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
amlegt ka
nýmalað,
en in h
Kynntu þ r ura a v ar rv . um ér í kaffi.
s
ylki.
ík V ðJ k él í Ei