Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
✝ Benóný Bene-diktsson fædd-
ist á Þórkötlustöð-
um í Grindavík 28.
maí 1928. Hann lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Víðihlíð í
Grindavík 6. júní
2017.
Hann var sonur
hjónanna Bene-
dikts Benónýssonar
frá Þórkötlustöð-
um í Grindavík, f. 21. júlí 1894,
d. 29. júní 1953, og Magnúsu
Aðalveigar Ólafsdóttur úr
Grindavík, f. 23. september
1902, d. 26. október 1987. Systk-
ini Benónýs eru: Fjóla, f. 17. jan-
úar 1921, d. 27. september 2011,
Þórlaug, f. 25. apríl 1923, d. 19.
september 2001, Ólöf, f. 14.
1947, þau skildu. Börn þeirra:
Sara, f. 1975, Dagbjört, f. 1978,
Sólrún María, f. 1983, Ása
María, f. 1985, Gabríela María, f.
1993, og Davíð, f. 1995. b) María
Magnúsa, f. 15. september 1958,
maki Hörður Guðbrandsson, f.
9. nóvember 1961. Börn þeirra:
Benný, f. 1979, Einar Hannes, f.
1984, Benóný, f. 1988, Anna-
bella, f. 1993, d. 1994, og
Nökkvi, f. 1996. c) Edda Björg, f.
12. febrúar 1963, maki Jóhann
Örn Kristinsson, f. 15. júlí 1963.
Börn þeirra: Hedda Kristín, f.
1988, og Bryndís Lóa, f. 1990.
Barnabarnabörnin eru 17.
Benóný byrjaði ungur að
vinna, fyrst sem sjómaður, síðan
gerðist hann bifreiðarstjóri hjá
Kaupfélagi Árnesinga í fimm ár
og eftir það hjá Þorbirni í
Grindavík í 44 ár.
Benóný var formaður Verka-
lýðsfélags Grindavíkur 1984-
2012.
Útför Benónýs fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 20.
júní 2017, kl. 14.
mars 1927, d. 24.
september 2007,
Jóhann Ragnar, f.
14. nóvember 1930,
Ólöf Sigurrós, f. 3.
október 1934, og
Elsa, f. 20. mars
1938, d. 1. júní
2015. Foreldrar
hans voru bæði með
búskap og útróðra
ásamt Guðmundi
bróður Benedikts
og Sigríði systur Magnúsu og
bjuggu þau alla tíð í sama húsi á
Þórkötlustöðum hvort á sinni
hæðinni og átti hann góða æsku
þar. Benóný kvæntist Ásu Lóu
Einarsdóttur, f. 26. desember
1933. Dætur þeirra eru: a) Ellen
Stefanía, f. 10. mars 1955, giftist
Regin Grímssyni, f. 8. mars
Það var eftir áramótin 1982
sem ég fór til Grindavíkur að
vinna í fiski hjá Þorbirni hf., þar
voru fyrir í vinnu María M. Ben-
ónýsdóttir, sem seinna átti eftir
að verða kona mín, og Benóný
Benediktsson, pabbi hennar,
sem ók vörubíl hjá fyrirtækinu.
Fljótlega fórum við María að
draga okkur saman og kom að
því að María ákvað að segja
pabba sínum að hún væri byrjuð
með strák, hann glotti og sagðist
vita það þar sem þegar hann
hefði sótt hana í vinnu þá hefðu
verið ný för í snjónum út úr húsi
hennar flesta morgna. Þar má
segja að hafi hafist löng og góð
kynning við tengdaföður minn
hann Benóný eða Bensa eins og
hann var oftast kallaður. Bensi
var traustur og trúr þeim verk-
efnum sem honum voru falin í líf-
inu, hvort sem var í fiskvinnsl-
unni, félagsmálum eða
fjölskyldumálum. Alls staðar
skilaði hann góðu verki, t.d.
gerði hann Verkalýðsfélag
Grindavíkur að því öfluga félagi
sem það er í dag með vinnu sinni
og félaga sinna. Bensi var hlýr
maður með létta lund sem hafði
gaman af því að fíflast og segja
skemmtisögur þegar það átti við,
einnig ferðuðust þau hjón nokk-
uð bæði innan- og utanlands,
hann og Ása Lóa Einarsdóttir
kona hans, sem lifir mann sinn.
Bensi var fróður um land og þjóð
og hafði áhuga á aflabrögðum og
atvinnulífi fram á síðasta dag.
Einnig var skemmtilegt að
hlusta á lýsingar hans á stað-
háttum og mannlífi úr Þorkötlu-
staðahverfinu þar sem hann
fæddist og ólst upp. Bensi var
hófsemdarmaður og fór vel með,
t.d. sagði hann að enginn ætti að
drekka meira áfengi en svo að
hægt væri að innbyrða annað
eins. Í einu gerði Bensi þó vel við
sig, en honum fannst mikilvægt
að aka á traustum og góðum
bílakosti og varð Volvo fyrir val-
inu síðustu áratugina. Mikilvæg-
ast í lífinu fannst Bensa þó fjöl-
skyldan og var hann óþreytandi
við að hlúa að og leiðbeina fjöl-
skyldumeðlimum, alltaf var það
þó á jafnréttisgrundvelli og
skipti þá aldur engu máli. Núna
hefur Bensi lokið langri og giftu-
samri ævi, en hann varð 89 ára
28. maí sl. Ég hef leitast við að
hafa Bensa sem fyrirmynd í
mörgu í mínu lífi, og vil ég þakka
fyrir þau ár sem við gengum
saman götuna. Að lokum votta
ég Ásu Lóu Einarsdóttur,
tengdamóður minni, og öðrum
ættingjum samúð.
Hörður Guðbrandsson.
Þakklæti er mér ofarlega í
huga í dag þegar ég fylgi afa
Bensa í hinsta sinn. Dýrmætar
minningar um besta afi í heimi
ylja mér um hjartarætur. Í
gegnum tíðina höfum við verið
miklir mátar og borið mikla virð-
ingu, kærleik og ást hvor til ann-
ars. Eftir að ég varð fullorðin og
eignaðist sjálf börn hugsaði ég
stundum þegar börnin mín sátu í
fanginu á afa, ég vildi að ég væri
aftur lítil og sæti sjálf í fanginu á
honum. Minningin var ljúf. Þrátt
fyrir að afi hafi alltaf unnið mik-
ið, bæði sem vörubílstjóri og í
verkalýðsfélaginu, hafði hann
alltaf tíma fyrir barnabörnin og
þótti honum skemmtilegt að
leika við okkur og segja okkur
sögur og ljóð. Mér finnst óend-
anlega dýrmætt að börnin mín
hafi fengið að kynnast afa Bensa.
Þegar ég flutti aftur til
Grindavíkur árið 2005 og keypti
Aðal-Braut kom afi daglega við í
sjoppunni fyrstu árin, drakk
kaffi, spjallaði og athugaði
hvernig salan var daginn áður.
Þrátt fyrir að vera fárveikur
spurði hann mig fram á síðustu
stundu hvernig gekk reksturinn
í dag?
Þetta gaf okkur báðum mikið
og styrkti samband okkar til
mikilla muna.
Síðasta árið skrapp ég oft ein
til afa á kvöldin í notalega heim-
sókn þar sem við spjölluðum
saman. Þegar hann var að skrifa
afmælisgreinina fyrir 80 ára af-
mælisblað Verkalýðsfélagsins
sagði hann mér að hann væri
þakklátur fyrir fjölskylduna og
stoltur af ævistarfinu. Síðustu
misseri hrakaði heilsunni veru-
lega og veikindin tóku verulega
á. Þrátt fyrir það þá var ljúf-
mennskan alltaf til staðar og
hann kvaddi mig alltaf með fal-
legum orðum þegar ég fór frá
honum.
Fyrirmynd, kærleikur, um-
hyggja, ást, vinátta, dugnaður,
frændsemi, góðmennska og
náungakærleikur eru allt orð
sem koma upp í huga mér er ég
hugsa um afa.
Þú átt einstakan stað í hjarta
mínu og ég verð ævinlega þakk-
lát fyrir samfylgdina.
Hvíl í friði, elsku afi. Þín,
Benný.
Í dag kveðjum við afa. Ég hef
hugsað mikið um hann síðan
hann dó, og mér detta alltaf í
hug tvö orð þegar ég hugsa til
hans. Orðin eru traustur og góð-
ur.
Ég er svo þakklátur fyrir að
hafa verið skírður í höfuðið á afa
og glaður að hafa alist upp í hús-
inu á móti afa og ömmu. Við
systkinin höfum alltaf verið mjög
náin ömmu og afa og fyrir það er
ég þakklátur.
Einn af mörgum kostum afa
var hvað hann hafði alltaf mikinn
áhuga á því hvað barnabörnin
hans voru að sýsla. Hann hringdi
ósjaldan í mig og spurði mig
hvernig gengi í skólanum eða
hvernig gengi í þeim verkefnum
sem ég var að sinna á þeim tíma.
Hann var nefnilega ekki bara afi
minn, hann var líka svo góður
vinur minn.
Það var bara einn galli við það
að búa á móti þeim. Nefnilega sá
að stundum þurfti maður að hafa
ansi mikið fyrir því þegar halda
átti partí, svo amma og afi kæm-
ust ekki að því.
Mínar fyrstu æskuminningar
eru tengdar afa. Þegar ég var lít-
ill og mamma og pabbi fóru
snemma í vinnu var mér rúllað
inn í sængina og hlaupið með
mig yfir í pössun til ömmu og
afa. Þar fékk ég að kúra í rúminu
hjá ömmu og þegar maður vakn-
aði var svo hringt í afa og hann
sótti mig og leyfði mér að vera
með sér í vörubílnum þangað til
að ég fór á leikskólann klukkan
eitt.
Afi kenndi mér líka að lesa
þegar ég var fimm ára. Á hverju
kvöldi áður en ég fór að sofa þá
fórum við mamma í heimsókn til
afa og ömmu, afi var búinn að sjá
það að ég var námsfús og fór upp
í grunnskóla og fékk lánaða bók
fyrir mig á bókasafninu. Á
hverju kvöldi stafaði ég fyrir afa
upp úr bókinni og undir lok bók-
arinnar gat ég lesið.
Afi hvatti mig áfram í háskóla-
námi og hjálpaði mér í gegnum
námið. Hann hvatti mig í raun
alltaf og það verður skrýtið og
erfitt að fá þá hvatningu ekki
áfram. En ég veit að afa líður
betur núna en undir lokin.
Þegar við fjölskyldan vorum
að fara í sumarfrí hringdu afi og
amma ósjaldan í okkur systkinin
og sögðu okkur að koma í heim-
sókn. Þau gáfu okkur smápening
til að eyða í sumarfríinu og afi
sagði alltaf að hann væri hættur
að nota akkúrat þennan þúsund-
kall eða fimmþúsundkall sem
hann lét okkur fá. Þetta lýsir afa
svo vel.
Það eina sem við töluðum eig-
inlega ekki um var pólitík. Þar
vorum við ekki sammála en það
skipti samt engu máli – við bár-
um alltaf virðingu fyrir skoðun-
um hvor annars.
Ég sakna þín, afi minn, og ég
mun alltaf hugsa hlýlega til þín.
Ég ætla að reyna að lifa lífinu
þannig að fólki finnist ég jafn
traustur og góður og þú varst.
Þinn nafni
Benóný.
Látinn er Benóný Benedikts-
son frá Þórkötlustöðum í Grinda-
vík.
Við bræðurnir þekktum hann
sem „Bensa frænda“ í Grindavík.
Faðir okkar, sem var 10 árum
eldri, og Bensi voru bræðrasynir
og systrasynir auk þess að alast
upp undir sama þaki á Þórkötlu-
stöðum á fyrri hluta tuttugustu
aldarinnar. Samtals áttu foreldr-
ar þeirra, þar sem tvær systur
giftust bræðrum, 11 börn og
bjuggu auk í sama húsinu. Því
má geta nærri að hópurinn ólst
upp að meira eða minna leyti
sem einn stór systkinahópur.
Síðar dvöldu Bensi og faðir okk-
ar samtímis sem ungir menn á
Vífilsstöðum vegna berklaveiki
og þá sagðist Bensi hafa notið
þess í mörgu að eiga eldri
frænda sem hefði verið honum
stoð og stytta. Þeir frændur
þóttu líkir í hátt, mjög hávaxnir
með stórar hendur og fætur og
fyrir kom að fólk þekkti þá ekki í
sundur.
Við bræðurnir sem börn
kynnumst Bensa eins og mörgu
öðru góðu skyldfólki okkar í
Grindavík þegar við dvöldum hjá
ömmu og afa á Þórkötlustöðum í
jólafríum og hluta úr sumri. Þá
bjó móður Bensa, Magnúsa, enn
á neðri hæðinni á Þórkötlustöð-
um en Guðmundur afi og Sigríð-
ur amma á efri hæðinni. Bensi
kom gjarnan við á Þórkötlustöð-
um þegar hann átti leið um en
aðalstarf hans um árabil var
vörubílaakstur fyrir útgerðarfyr-
irtækið Þorbjörn. Okkur krökk-
unum þótti sú atvinna að aka
vörubíl vera toppurinn og hærra
yrði vart komist.
Góður vinskapur var með for-
eldrum okkar bræðra og Bensa
og Ásu Lóu, eiginkonu Bensa, þó
nokkur aldursmunur væri þar á.
Gestrisni, höfðingsskapur og
glaðværð á heimili þeirra Bensa
og Ásu er okkur minnisstæð.
Bensi var með afbrigðum
barngóður og áhugasamur um
hag okkar fjölskyldu á Réttar-
holtsveginum og kom Bensi
stundum þar við í kaffi þegar
hann var í útréttingum á vöru-
bílnum í Reykjavík. Löngu síðar
kom hann líka við í Gámaþjón-
ustunni þar sem við bræður
störfuðum.
Í nokkur síðustu skiptin sem
við bræðurnir hittum Bensa var
heilsa hans svolítið farin að bila
en áhugi hans og umhyggja fyrir
fólkinu sínu og umhverfinu var
söm og áður. Þar var ekki komið
að tómum kofunum.
Við bræður þökkum fyrir vin-
áttu og væntumþykju í áratugi
og kveðjum frænda okkar með
söknuði og virðingu. Jafnframt
sendum við Ásu Lóu, dætrunum
og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Elías Ólafsson,
Benóný Ólafsson.
Benóný Benediktsson, eða
Bensi eins og hann var jafnan
kallaður, byrjaði að vinna sem
vörubílstjóri hjá Þorbirni hf. um
1960. Ég kynntist Bensa sem
barn þegar hann kom heim á
Gnúp til að tala við föður minn,
en þá var skrifstofa fyrirtækisins
þar.
Við bræðurnir höfðum gaman
af að máta okkur í skóna hans og
dugði þá ekkert minna en að við
kæmust allir ofan í þá í einu.
Bensi var stór og myndarlegur
maður og oft haft á orði í gamni
og alvöru að það „færi nú enginn
í skóna hans Bensa“.
Við strákarnir stunduðum það
að fá að sitja í vörubílunum hjá
útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækjunum hér í Grindavík og þá
var alltaf vinsælt að fá að sitja í
hjá Bensa. Seinna þegar ég var
orðinn unglingur og fékk sum-
arvinnu við saltfiskvinnslu
kynntist ég honum enn betur.
Bensi var alltaf til í að atast að-
eins í okkur og oft voru þjóð-
málin rædd í hita leiksins.
Eðlilega voru verkalýðsmálin
rædd mjög ítarlega og var ekk-
ert dregið af sér í þeirri umræðu.
Seinna varð ég svo verkstjóri í
fiskvinnslunni og hugsa ég oft
með hlýhug til þess þegar ég var
að byrja hvað Bensi og starfs-
fólkið tók mér vel.
Bensa gat maður reitt sig full-
komlega á, traustari félaga var
ekki hægt að hugsa sér. Það kom
oft fyrir að við ræddum útfærslu
og túlkun ýmissa ákvæða í kjara-
samningum og Bensi kom með
góðar ábendingar og aðfinnslur
ef það átti við. Þetta breyttist
ekki mikið eftir að hann varð for-
maður Verkalýðsfélags Grinda-
víkur, nema að við ræddum þá
oftar og betur verkalýðsmálin og
lærði ég margt af hans innsýn í
þau mál. Hann hlífði mér engan
veginn við því að ræða viðkvæm
mál en það gerði hann alltaf á
mjög málefnalega hátt.
Hæst reis verklýðsumræðan
þegar allt stefndi í allsherjar-
verkfall í landinu á vetrarvertíð-
inni 1988. Þá tóku atvinnurek-
endur og verkalýðsfélagið hér í
Grindavík sig saman og gengu
frá nýjum kjarasamningi og
skrifuðum við undir hann þegar
langt var liðið á nótt.
Fyrsta frétt um morguninn í
öllum fjölmiðlum var að sam-
staða atvinnurekenda hefði
brostið með þessum samningi í
Grindavík en það sem mest var
um vert var að þarna var gott
traust á milli forystumanna at-
vinnurekenda og verkalýðsins í
Grindavík og ég fullyrði það að
þessi samningur skaðaði engan
heldur þokaði þessum málum að-
eins fram á veginn, því í kjölfar
hans var samið um kaupauka-
kerfi fyrir saltfiskvinnslu. Við
hjónin eigum líka góðar minn-
ingar frá því að við vorum að
draga okkur saman, því Rut fékk
þá hugmynd vorið 1972 að hjóla
frá Hafnarfirði til Grindavíkur
ásamt vinkonu sinni eftir ný-
steyptri Reykjanesbrautinni, en
gamanið kárnaði þegar komið
var á stórgrýttan og holóttan
Grindavíkurveginn. Bensi var á
sama tíma á leið til Reykjavíkur
á vörubílnum og furðaði sig á
þessum hjóladömum á Grinda-
víkurveginum og í bakaleiðinni
voru þær komnar að Selhálsin-
um þegar hann stoppaði og
aumkaði sig yfir þær og bauð
þeim far til Grindavíkur, sem
þær þáðu með þökkum. Um leið
og við þökkum Bensa fyrir sam-
fylgdina og góð kynni, viljum við
senda fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
Gunnar og Rut.
Benóný Benediktsson tók við
sem formaður Verkalýðsfélags
Grindavíkur árið 1984 og var for-
maður til ársins 2012 en það ár
var hann gerður að heiðurs-
félaga Verkalýðsfélags Grinda-
víkur. Þegar Benóný tekur við
félaginu þá var verkalýðsfélagið
svo illa statt fjárhagslega að það
stóð til að sameina það Sjó-
manna- og verkalýðsfélagi Kefla-
víkur en það lagðist mjög illa í
Grindvíkinga. Benóný féllst þá á
það að veita félaginu formennsku
í eitt ár en hann sat í 28 ár og
reif félagið upp og þá sérstak-
lega fjárhagslega. Á þessum 28
árum stóð kona hans, hún Ása
Lóa Einarsdóttir, við hlið hans.
Saman unnu þau ötullega að
kjaramálum Grindvíkinga ásamt
fleira góðu fólki sem studdi Ben-
óný í þeim málum sem félagið
stóð fyrir. Árið 1988 fór Benóný
fyrir sínu fólki í hinum svoköll-
uðu Grindavíkursamningum en
þá náði Verkalýðsfélag Grinda-
víkur sínum bestu samningum.
Hvorki Verkamannasambandið
né atvinnurekendur í Reykjavík
voru sammála þessum aðgerðum
félagsins og fengum þau skilaboð
innan frá að yrði ekki samið um
nóttina yrðu engir samningar
gerðir. Grindavíkursamningur-
inn var svo samþykktur á fjöl-
mennasta félagsfundi til þess
tíma með 68 atkvæðum gegn 18
en auðir seðlar voru fjórir. Undir
stjórn Benónýs fór Verkalýðs-
félag Grindavíkur úr því að vera
nánast gjaldþrota í það að verða
fyrirmyndarfélag með mjög góð-
an rekstrargrundvöll. Benóný
fór fyrir hópi þeirra sem byggðu
Verkalýðshúsið á sínum tíma
sem margir töldu glapræði en
hafa þurft að éta það ofan í sig
því þetta er ein besta fram-
kvæmd sem félagið hefur gert.
Verkalýðsfélag Grindavíkur
þakkar Benóný Benediktssyni
fyrir hans ómetanlega framlag
til félagsins og vottar fjölskyldu
hans sína dýpstu samúð.
Fyrir hönd Verkalýðsfélags
Grindavíkur,
Magnús Már Jakobsson.
Benóný
Benediktsson
HINSTA KVEÐJA
Þegar ég sest hér niður
og ætla að skrifa nokkur
orð um þig, afi, þá er þakk-
læti og söknuður það fyrsta
sem kemur upp í hugann,
þakklæti fyrir að þú hafir
verið afi minn í þessu lífi en
söknuðurinn að fá ekki sím-
tölin frá þér og sérstaklega
þegar við töluðum saman á
sjónum.
Elsku afi, vonandi líður
þér betur núna. Eitt veit
ég, þú ert fallegasti engill-
inn á himnum.
Þinn dóttursonur og vin-
ur,
Einar.
Örfá minningar-
orð um Jóhann vin
okkar með þakk-
læti í huga fyrir
góð kynni og vin-
semd. Þetta var góður drengur
og vinmargur, vildi allt fyrir alla
gera, hann var með blandaðan
búskap og þar var ekki kastað
til höndum að allir fengju góða
vinnumenn, bæði menn og
skepnur. Lengi var mamma
hans með honum líka, var hann
til fyrirmyndar innan veggja
sem utan. Ég var þar með hjálp
innan veggja en móðir hans var
orðin öldruð og lasburða. Ég
eldaði stundum, þá var hann
með allt tilbúið, búinn að leggja
í bleyti ef þurfti, allt tilbúið.
Eins til baksturs var allt til og
sagði hann jafnan, þetta er
hérna góða og hvarf svo út um
dyrnar til sinna verka. Mamma
hans og ég vorum miklar vin-
konur, vorum marga vetur í
saumaklúbb ásamt fleiri góðum
nágrannakonum, þar var oft
glatt á hjalla og þar á undan
fórum við oft með foreldrum
hans á böll en við áttum ekki bíl
og þar var einnig oft glatt á
Jóhann Gíslason
✝ Jóhann Gísla-son fæddist 8.
ágúst 1933. Hann
lést 2. apríl 2017.
Útför Jóhanns
fór fram 8. apríl
2017.
hjalla. Jóhann var
vinmargur, þess
vegna var oft leitað
til hans og var
hann greiðvikinn,
keyrði oft fólk á
böll og fleira og
hafði unun af.
Eitt sinn fór ég
með Jóhanni og
Gunnari Óskars á
landsmót hesta-
manna á Einars-
stöðum, við fórum um helgina
þegar aðalsýningin var en sumir
fóru fyrr sem þurftu að sýna
hross. Þetta var ógleymanleg
ferð, mikið fjör. Þú varst léttur í
lund og hlátur þinn var inni-
legur.
Eitt sinn fórum við sonur
minn í smá ferð og komum við
hjá þér og sáum húsið þitt í
Hveragerði, þú varst óðara
kominn með kaffi og meðlæti á
borðið. Þarna áttum við góða
spjallstund.
Að lokum þetta
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir.)
Sendum systkinum hans sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
þín, megir þú hvíla í friði.
Soffía og synir.