Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 2
Karlmaður var í gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Tæplega 870 grömm af kókaíni í 89 pakkningum fundust á líkama hans þegar hann kom til landsins með flugi 26. mars. Á fréttavef Ríkisútvarpsins segir að maðurinn hafi við þingfestingu í gær játað sök og dómurinn verið kveðinn upp í framhaldi af því. Maðurinn er 35 ára gamall hol- lenskur ríkisborgari og hefur setið í fangelsinu á Hólmsheiði frá því hann var handtekinn. Hann var dæmdur í héraðsdómi Reykjaness. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Þetta var mjög skemmtilegt og tókst vel,“ segir Ásgeir Haraldsson, prófessor og yfirlæknir Barnaspítala Hringsins. Spítalinn varð 60 ára í gær. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Eliza Reid forsetafrú og Óttarr Proppé heilbrigðis- ráðherra heimsóttu spítalann í tilefni afmælis- ins. „Mikið hefur breyst frá því að barnadeild var sett á fót í tveimur herbergjum á gamla Landspítalanum. Kvenfélagið Hringurinn á stór- an þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Ásgeir og bætir við að gjafir kvenfélagsins síðastliðin 15 ár til heilbrigðisstofnana sem sinna veikum börnum nemi vafalaust um þúsund milljónum. Forseti og forsetafrú gáfu spítalanum í afmæl- isgjöf tvo fiska sem glöddu börnin mjög og una þeir sér vel í fiskabúrinu, að sögn Ásgeirs. Sam- hliða því færði kvenfélagið spítalanum sex nýjar öndunarvélar ásamt sérstökum gjörgæslu- borðum og er verðmæti gjafarinnar um 50-60 milljónir króna. Barnaspítali Hringsins er 60 ára Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forsetahjónin færðu Barnaspítalanum tvo fiska að gjöf Urður Egilsdóttir urdur@ mbl.is Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti nýja verkáætlun um máltækni fyrir íslensku á árunum 2018-2022, í Ver- öld – Húsi Vigdísar í gær. Með mál- tækni er átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem gerir það að verkum að tækin skilja tungu- málið. Verkáætlunin byggist á tillögum stýrihóps um máltækni sem var skip- aður í lok október 2016 og skilaði af sér tillögum sínum í vikunni. Þær eru settar fram í skýrslunni Máltækni fyrir íslensku 2018-2022 og í skýrslu starfshóps um stöðu og framtíð menntunar á sviði máltækni. „Við fengum það verkefni að búa til þessa verkáætlun vegna mikillar þarfar,“ segir Birna Ósk Ein- arsdóttir, fram- kvæmdastjóri markaðs- og við- skiptaþróunar- sviðs Landsvirkj- unar, sem sat í stýrihópnum. Að sögn Birnu fékk stýrihópur- inn mjög sterka íslenska sérfræðinga á sviði mál- tækni til þess að vinna að verkefninu, „á þeirra vinnu byggjast tillögurnar“. Birna segir íslenskuna raunveru- lega vera í mikilli hættu. „Við erum farin að sjá breytingar hjá börnum á máltökualdri þar sem þau eru um- kringd enskunni í sjónvarpi, á netinu og öðru slíku,“ segir hún. Að sögn hennar er forgangsverk- efni verkefnisins hinir fjórir grunn- þættir máltækninnar. Þeir eru tal- greinir, talgervill, málrýni og vélþýðingar. „Það sem verður að gera er að búa til þessa grunninnviði en markmið máltækniáætlunar er að hægt verði að nota íslensku í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrir- tækja heims. Eftir það getum við í raun byrjað að leika okkur með þetta og búa til flottar virðisaukandi tækni- lausnir sem byggjast á mál- tækninni,“ segir Birna og bætir við að mikið hafi samt verið gert nú þeg- ar, bæði á vettvangi háskólanna og eins í Blindrafélaginu. „Tæknin er komin það langt að það er auðveldara að útfæra þetta núna en fyrir nokkr- um árum.“ Að sögn Birnu leit hópurinn sem vann skýrsluna meðal annars til Eist- lands, „þau eru í rauninni búin að gera það sem við viljum gera á næstu árum og byrjuð að byggja ofan á það. Því var mikið hægt að læra af þeim og tillögurnar byggjast að nokkru leyti á því sem þau gerðu“. „Eftir fundinn í dag fékk mennta- málaráðherra í raun það verkefni að taka þetta áfram og tillögurnar eru að það næsta sem verði gert sé að bú- in verði til miðstöð máltækninnar á Íslandi þar sem verður haldið utan um áætlunina og öll verkefnin sem verði unnin til þess að uppfylla mark- mið áætlunarinnar,“ segir Birna. „Það er algjör grundvöllur að kerf- ið verði í opnum hugbúnaði sem hver sem er geti notað og kosti ekkert. Vonandi verður fundið nógu gott rekstrarform til þess að keyra þetta áfram af miklum krafti því þarna er sannarlega til mikils að vinna.“ Íslenska í öllum tækjum  Íslenskan raunverulega í mikilli hættu  Markmið áætlunar um máltækni að nota megi íslensku í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims Birna Ósk Einarsdóttir Sveinn Einar Friðriksson Zimsen sem stundar kristniboð í Norður- Afríku var ásamt fjölskyldu sinni, norskri eiginkonu, fjórum börnum og móður sinni, á ferðamannastaðn- um Kangaba Le Campement, skammt frá höfuðborginni Bamako í Afríkuríkinu Malí, þar sem vopnaðir menn gerðu árás í fyrradag. Samkvæmt heimildum mbl.is er fjölskyldan heil á húfi og er komin í öruggt skjól í Bamako. Sá staður er vinsæll meðal vestrænna ferða- manna en að minnsta kosti tveir eru eru látnir eftir árásina. Starfsmenn norska kristniboðs- sambandsins NLM hafa verið í sam- bandi við fjölskylduna og í samtali við mbl.is staðfesti Espen Ottosen að fjölskyldan væri heil á húfi og væri nú í öruggu skjóli á vegum Samein- uðu þjóðanna. Að sögn Ottosen hafa Sveinn og fjölskylda starfað í Malí í mörg ár og hafa búið í þorpi sem er í um það bil tveggja tíma akstursfjarlægð frá Ba- mako. „Ég get staðfest að þau eru örugg, þau eru enn í Bamako í skjóli á vegum Sameinuðu þjóðanna en þau stefna á að fara til Fílabeinsstrand- arinnar,“ segir Ottosen. Svæðisskrif- stofa NLM í Vestur-Afríku er á Fíla- beinsströndinni og fer fjölskyldan á næstu dögum, að sögn Ottosen. elinm@mbl.is Sluppu frá árás í Malí  Íslensk-norsk fjölskylda í landinu í öruggu skjóli hjá Sameinuðu þjóðunum MALÍ BAMAKO BÚRKINA FASO NÍGER GÍNEA MÁRITANÍA ALSÍR Níger 400 km Ragna Árnadótt- ir, formaður nefndar sem vann athugun á kost- um fimm flugvall- arstæða á höfuðborgar- svæðinu, segist ekki ætla að deila við sveitar- stjórnarmenn varðandi vatns- verndargildi tiltekinna svæða. Tilefnið eru þau ummæli Ólafs Þórs Ólafssonar, formanns Svæðis- skipulags Suðurnesja, í Morgun- blaðinu að erfitt yrði að byggja flug- völl í Hvassahrauni, enda sé það vatnsverndarsvæði. Allt neysluvatn á Suðurnesjum renni undir hraunið. „Ákveðin staðreynd í málinu“ „Ef það er reyndin og sveitar- stjórnarmenn sjá ekki möguleika á þessu er það ákveðin staðreynd í málinu,“ segir Ragna. Niðurstaða nefndar sem kennd var við Rögnu var að Hvassahraun væri álitlegasti kostur af fimm hvað varðar þróunarmöguleika, þ.e. til að sameina alþjóða- og innanlandsflug. „Við sögðum alltaf að ef menn teldu Hvassahraun álitlegan kost hvað varðar þróunarmöguleika væru fjölmörg atriði sem þyrfti að kanna. Við fórum aldrei út í að fullkanna neinn af þessum kostum. Það var byggt á gögnum sem voru aðgengi- leg á þeim tíma. Þetta var áfangi á leið en átti aldrei að vera lokasvar,“ sagði Ragna. baldura@mbl.is Hvassa- hraun úr myndinni? Ragna Árnadóttir  Ragna Árnadóttir: valið ekki endanlegt 18 mánuðir fyrir smygl Maðurinn gæti verið að færast nær því að skilja mótun hugsana og til- finninga, segir Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vegna uppgötvunar vísindamanna fyrirtækisins og fleiri á óþekktum tengslum stökkbreytts geðklofa- gens. Greint var frá niðurstöðunum í ritinu Nature Genetics í gær og kem- ur þar fram að stökkbreytingar í erfðavísinum RBM12 auki verulega líkur á geðklofa. Leitin sem leiddi til uppgötvunar- innar hófst í einni íslenskri fjöl- skyldu, en sumir í henni höfðu greinst með geðklofa. „Geðklofi er sjúkdómur sem felur í sér frávik í hugsun, hegðun og tjáningu tilfinn- inga. Sjúkdómnum getur líka fylgt óráð, og hug- og skynvillur. Ef við getum varpað ljósi á orsakir geð- klofa, færumst við nær því að skilja hvernig hugsanir og tilfinningar mótast,“ segir Kári í tilkynningu. Við eftirgrennslan í erlendum gagnabönkum fannst stökkbreyting lík þeirri sem var hjá íslensku fjöl- skyldunni hjá finnskum manni með geðklofa. Hún fannst síðan í skyld- mennum hans. sbs@mbl.is Geðklofagenið er hugsanlega fundið  Vísindamenn ÍE með nýja rannsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.