Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Jim Smart
Brúðkaup Margir halda að hamingjan sé í höfn þegar í hnapphelduna er komið, en skilnaðartíðni segir allt annað.
andi þegar þeir eru komnir á
miðjan aldur.
Stóra spurningin
Spurning sem allir vilja fá
svar við er því þessi: hvað er það
sem heldur okkur hamingjusöm-
um og heilbrigðum á ferð okkar
gegnum lífið? Margir halda að
frægð og
peningar
séu það
sem skapi
hamingju,
en sam-
kvæmt
sálfræð-
ingnum
Robert
Waldinger
er það alls
ekki svo.
Robert þessi
er sá sem
leiddi rannsókn-
ina og hefur fyrir vik-
ið aðgang að áður
óþekktum gögnum um
hina sönnu hamingju
og fullnægju í lífinu.
Og hvað er það sam-
kvæmt þessum gögnum
sem skiptir mestu máli þegar
kemur að hamingju og velferð?
„Skýrustu skilaboðin sem við
höfum úr þessari 75 ára rannsókn
eru þessi: Góð sambönd gera okk-
ur hamingjusamari og heilbrigð-
ari,“ segir fyrrnefndur Robert.
Jú, þar hafið þið það,
stærsti þátturinn í
ham-
ingju og lífsfyllingu á lífsleiðinni
er í raun ást og kærleikur. Rann-
sóknin sýnir að það skiptir sér-
staklega miklu máli að hafa ein-
hvern til að treysta á, þegar
kemur að því að halda taugakerf-
inu slöku, heilabúinu heilbrigðu
og draga úr tilfinningalegum
sársauka.
Það sem skiptir máli
Rannsóknargögnin sýndu
einnig ótvírætt að líkamlegri
heilsu þeirra sem eru einmana
hrakar fyrr á ævinni og þeir lifa
ekki eins lengi og þeir sem ekki
eru einmana.
„Þetta snýst ekki aðeins um
fjölda vina sem fólk á, og þetta
snýst ekki um hvort fólk er í
föstu sambandi, heldur eru það
gæði hinna nánu sambanda sem
skipta öllu máli,“ segir Robert.
Þegar kemur að hinni eftir-
sóknarverðu hamingju skiptir
sem sagt ekki máli hvort fólk á
gríðarlega stóran vinahóp, eða að
fólk sé í hinu fullkomna róm-
antíska sambandi, heldur eru það
gæði vináttunnar sem telja,
hversu mikil dýpt og hversu mik-
ill heiðarleiki er í vináttu-
samböndum fólks, hversu afslapp-
að fólk er í návist hvers annars
og að fólk geti notið sín eins og
það raunverulega er með annarri
manneskju eða öðrum mann-
eskjum.
Forgangsröðunin mikilvæg
Þetta er heldur betur góð
áminning um það að forgangsraða
þegar kemur að því að velja
hverja við viljum umgangast og
vera í ósviknu sambandi við. Því
að rannsóknargögnin sýna með
óyggjandi hætti að þó svo að fólk
eignist allan þann veraldlega auð
sem það hefur óskað sér verður
það ekki hamingjusamt nema það
eigi í raunverulega nánu og sönnu
sambandi við aðrar manneskjur.
Lifandi fólk og góð samskipti
við það eru sem sagt það sem
skiptir öllu máli í lífinu. Svo sem
ekki ný sannindi, en vissulega
gott að fá það staðfest með ára-
tuga vísindalegum rannsóknum.
Við þurfum ekkert að velkjast
lengur í vafa, eða eltast við
vindmyllur eins og peninga.
Við þurfum að rækta nánd-
ina og dýpt vináttunnar, og
vanda okkur við það, því
jafnvel þótt flestir viti þetta
gengur það misvel.Morgunblaðið/Eggert
Margir halda
að frægð og
peningar
skapi
hamingju.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017
Alþjóðlegi flóttamannadagurinn er
í dag, 20. júní. Af því tilefni stend-
ur Íslandsdeild Amnesty Inter-
national fyrir sýningu á heimildar-
myndinni Warehoused – The
Forgotten Refugees of Dadaab í
Bíó Paradís kl. 20 í kvöld.
Heimildarmyndin, sem er í bíó-
myndarlengd og var frumsýnd fyrr
á árinu, segir afar átakanlega sögu
flóttafólks sem árum saman hefur
hafst við í einum stærstu flótta-
mannabúðum heims í Dadaab í
Kenýa. Warehoused gefur innsýn í
líf og aðstæður flóttamannanna en
beinir sjónum einkum að einum
manni og baráttu hans við að sjá
fjölskyldu sinni farborða. Saga
mannsins er svipuð sögu annarra
flóttamanna fyrr og nú sem hafa
verið á flótta alla ævi.
Að sýningu lokinni ætlar ungliða-
hreyfing Amenesty International að
bjóða áhugasömum að koma á
kaffihúsakvöld á skrifstofu sam-
takanna Þingholtsstræti 27.
Talið er að um 12 milljónir
manna séu í flóttamannabúðum
víða um heim. Árlega fara aðeins
örfáir þeirra, eða 0,1%, aftur til
síns heima eða eru sendir annað
þar sem þeir þurfa að laga sig að
oft framandi samfélagi.
Frítt verður inn og allir vel-
komnir.
Alþjóðlegi flóttamanna-
dagurinn í dag
12 milljónir Talið er að um 12 millj-
ónir manna séu í flóttamannabúðum.
Frítt á heimild-
armynd um
flóttamenn
uppákomum og furðufyrirbærum.
Listamennirnir vinna nefnilega með
ákveðið þema sem að þessu sinni er:
„En hvað það var skrýtið“.
Skorað er á gesti að taka þátt í
skringilegheitunum með því að mæta
í skrýtnum fatnaði eða fara á list-
rænt flug með því að skreyta sig
fjöðrum. Á Jónsmessugleðinni gefst
svo gott tækifæri fyrir fólk til að taka
myndir hvað af öðru við frumlegar
aðstæður.
Allir eru velkomnir á Jónsmessu-
gleði Grósku, Garðbæingar jafnt sem
aðrir og fólk er hvatt til að fjöl-
menna.
Gróska stendur fyrir Jónsmessu-
gleðinni í samstarfi við Garðabæ og
hefur boðið öðrum myndlistar-
félögum til leiks með sér. Þess má
svo geta að allir listamennirnir gefa
vinnu sína þetta kvöld í anda ein-
kunnarorða Jónsmessugleðinnar:
Gefum, gleðjum og njótum. Eru gest-
ir gleðinnar hvattir til að gera þau
líka að sínum. Jónsmessugleðinni
lýkur svo með lokagjörningi, sem efa-
lítið kemur fólki skemmtilega á óvart.
Jónsmessugleði Grósku hefur ver-
ið árviss viðburður síðan 2009. Hún
vex og dafnar með hverju ári og er
áætlað að um 10 þúsund manns hafi
mætt þegar fjölmennast var. Jóns-
messugleðin er stærsta sýning
Grósku en auk hennar stendur félag-
ið árlega fyrir fleiri sýningum og opn-
um fyrirlestrum sem tengjast listum
og menningu.
Milli staura Málverk á striga njóta sín vel þar sem þau eru strengd milli staura.
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur
og vökvamótora
Sala - varahlutir - viðgerðir