Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Einn maður lést og níu aðrir særð- ust þegar sendiferðabíl var ekið inn í hóp múslima í Lundúnum í fyrri- nótt. Ökumaðurinn, sem var hvítur á hörund, var yfirbugaður af gang- andi vegfarendum, en hann sagðist vilja myrða alla sem aðhylltust ísl- amstrú. Beið eftir að kvöldbænum lyki Þetta er fjórða hryðjuverkið á jafnmörgum mánuðum í Bretlandi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi árásina í gær og sagði hana vera „viðurstyggi- lega“. Hét May því að hún myndi berjast gegn öllum öfgastefnum, sama hvaða nafni þær nefndust, þegar hún heimsótti moskuna í gær. Ökumaður sendiferðabílsins, sem lögreglan nefndi sem hinn 47 ára gamla Darren Osborne, mun hafa beðið eftir því að kvöldbænum lyki við moskuna í Finsbury Park, sem er í norðurhluta Lundúnaborgar, áður en hann keyrði á fullri ferð inn í hóp fólks sem kom þaðan út. Os- borne mun ekki hafa komið við sögu lögreglunnar áður. Tveir af þeim níu sem særðust í árásinni eru enn sagðir í lífshættu. Að auki lést eldri maður við árásina. Sögðu vitni að fórnarlömb árásar- innar hefðu dregist nokkra leið und- ir bifreiðinni. Eftir að bifreiðin hafði numið staðar hljóp Osborne frá henni og virtist ætla að beita frekara ofbeldi. Hrópaði hann að hann ætlaði sér að „myrða alla múslima“. Var Osborne yfirbugaður af nær- stöddum áður en lögreglan kom á svæðið. Var þá gerður aðsúgur að honum en ímaminn Mohammed Mahmoud náði að koma í veg fyrir að nærstaddir ynnu Osborne mein eftir að búið var að yfirbuga hann. Osborne hefur nú verið kærður fyrir hryðjuverk. Aukin gæsla við moskur Cressida Dick, yfirmaður Lund- únalögreglunnar, sagði að árásinni hefði augljóslega verið beint að mús- limum og lofaði því að öryggisgæsla yrði hert við moskur borgarinnar. Árásin var fljótlega fordæmd, meðal annars af stjórnvöldum í Frakklandi og Þýskalandi. Þá kall- aði Al-Azhar-stofnunin í Egypta- landi eftir því að stjórnvöld á Vest- urlöndum gerðu meira til þess að draga úr hatri gagnvart íslam. Þá fordæmdu forráðamenn moskunnar við Finsbury Park árásina og sögðu hana vera „heigulsverk“. AFP Hryðjuverk í Bretlandi Hópur breskra múslima biðst fyrir í nágrenni Finsbury Park eftir hryðjuverkið í fyrrinótt. Ók inn í hóp múslima  Fjórða hryðjuverkið á jafnmörgum mánuðum í Bretlandi  Theresa May heitir því að berjast gegn öllum öfgum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Lögreglan í París lokaði breiðgöt- unni Champs-Élysées og nærliggj- andi götum eftir að hvítum bíl var ekið inn í hlið lögreglubifreiðar á breiðgötunni. Við áreksturinn heyrðist mikil sprenging, en bíllinn reyndist vera hlaðinn gaskútum og öðru sprengiefni. Þá fann lögreglan riffil af Kalashnikov-gerð og skammbyssur í bílnum. Ökumaður bifreiðarinnar lést samstundis en engan annan sakaði. Litið er á mál- ið sem tilraun til hryðjuverks. Árásarmaðurinn var 31 árs gamall, og mun hafa verið á sér- stökum lista innanríkisráðuneytis- ins yfir menn sem talið er að hætta stafi af. Lögreglan vildi hins vegar ekki gefa upp nafn hans í gær. Gerard Collomb, innanríkis- ráðherra Frakklands, sagði að at- vikið væri enn ein árásin á lögreglu- og öryggissveitir landsins, en um tveir mánuðir eru liðnir frá því að lögreglumaður var skotinn til bana við sömu götu. Sprengjusveit á vettvangi Vitni lýstu því hvernig appels- ínugulur reykur hefði streymt frá bifreiðinni, hvítum Renault Meg- ane, eftir að áreksturinn varð. Girti lögreglan svæðið af og kallaði til sprengjusveit, sem vann við að tryggja það að gaskútar og önnur sprengiefni sem enn voru til staðar í bílnum myndu ekki springa og valda enn frekara tjóni. Lögreglan lokaði enn fremur tveimur neðan- jarðarlestarstöðvum við breiðgöt- una. Collomb sagði að atvikið í gær réttlætti það að framlengja neyðar- ástand það sem ríkt hefur í Frakk- landi frá því að vígamenn á vegum Ríkis íslams myrtu 130 manns í nóvember 2015 í París. Í heildina hafa rúmlega 230 manns fallið fyrir hendi hryðjuverkamanna í Frakk- landi á síðustu tveimur árum. Árás á lögreglu  Hvítum bíl ekið inn í hliðina á lögreglubifreið á Champs-Élysées AFP Árás Lögreglan girti svæðið af og rannsakaði bílinn vandlega. Tala látinna í skógareldunum miklu í Portúgal fór upp í 62 í gær. Meira en þúsund slökkviliðsmenn voru að störfum í gær að reyna að slökkva eldana, en þeir blossuðu upp á laug- ardaginn var á svæðinu Predrogão Grande. Hitabylgja er nú í Portúgal, sem hefur hamlað öllu slökkvistarfi. Þó að ögn væri svalara í gær en um helgina náði eldurinn samt að dreifa sér til nærliggjandi héraðanna Castelo Branco og Coimbra. Antonio Costa, forsætisráðherra, sagði á sunnudaginn að eldurinn væri harmleikur sem Portúgal hefði aldrei séð, áður en hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sem er frá Portúgal, lýsti því yfir í gær að al- þjóðasamfélagið væri reiðubúið til þess að veita Portúgölum hverja þá aðstoð sem þyrfti til þess að ráða nið- urlögum eldsins. Áður höfðu Spánn, Frakkland og Ítalía sent flugvél- ar útbúnar vatns- tönkum til lands- ins, auk þess sem Evrópusambandið lofaði aðstoð sinni. Marcelo Rebelo de Sousa, forseti Portúgals, sagði að sorg þjóðarinnar væri mikil, sér í lagi þar sem eldurinn hefði einkum haft áhrif á fátækari svæði landsins. Aðstæðum íbúa og slökkviliðsmanna hefur verið lýst sem hrikalegum. „Þetta var helvíti. Ég hélt að heims- endir væri kominn“, sagði María de Fatime Nunes, íbúi í Predrogão Grande, við AFP-fréttastofuna. Vegir á svæðinu þar sem eldurinn er mestur eru sagðir vera stráðir útbrunnum bíl- flökum. Þá eru margir íbúar á svæðinu sagðir á vergangi, og bíða þess að geta snúið aftur til heimkynna sinna. Enn barist við skógarelda  Rúmlega þúsund manns að störfum Antonio Costa Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga Með einföldum aðgerðum er hægt að breyta stærð og lögun sköfunnar • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • Vinnuvistvænt Skínandi hreinir gluggar Komið í verslun okkar eða fáið upplýsingar í síma 555 1515. Einnig mögulegt að fá ráðgjafa heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.