Morgunblaðið - 20.06.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.06.2017, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það hefur verið staðfest að þetta var berghlaup sem féll niður í Kar- rat-fjörð,“ segir Jón Viðar Sigurðs- son jarðfræðingur um flóðbylgjuna sem reið yfir þorpið Nuugaatsiaq á Grænlandi á laugardagskvöld. Samkvæmt upplýsingum á vef grænlenska ríkisútvarpsins er ástæða berghlaupsins ekki orðin ljós en mögulegt er talið, að jarð- skjálfti á vesturströnd landsins hafi valdið því að skriðan féll. Níu slösuðust, þar af tveir alvar- lega eftir að flóðbylgjan gekk á land í þorpinu. Fjögurra einstak- linga er enn saknað eftir hamfar- irnar en þeir eru sagðir hafa verið staddir í húsi sem skolaðist á haf út. Mestum hluta íbúanna hefur verið komið í öruggt skjól en um ellefu hús eyðilögðust, þar á meðal skóli og matvörubúð. Flytja þurfti íbúa þorpsins á brott með þyrlu en enginn flugvöllur er í nágrenni við þorpið sem er í Ummanaq-firði um 800 kílómetra norðan við Nuuk. Hætta á fleiri skriðuföllum Jón Viðar hefur ferðast mikið um Grænland og dvaldi meðal annars í þorpinu í viku, hann segir að um af- skekkt veiðiþorp sé að ræða. „Þetta eru rétt rúmlega hundrað inúítar í afskekktu þorpi við sjóinn sem hafa lifibrauð af því að sigla á haf út og veiða og selja fisk. Jón Viðar segir hættu á öðru stóru berghlaupi í nágrenni við Nuugaatsiaq en fyrra hlaupið varð um 30 kílómetra norðan við þorpið. „Það hefur komið í ljós að rétt til hliðar við fyrra berghlaupið hefur önnur skriða farið af stað. „Það er hætta á að hún muni einnig falla niður og valda annarri flóðbylgju.“ Af þessum sökum er enn ekki talið óhætt að leita þeirra sem saknað er og hefur grænlenska lög- reglan gefið út flóðbylgjuviðvörun til íbúa nálægra byggða. Þorpin Illoursuit og Niagornat hafa verið rýmd og eru íbúar í þremur öðrum þorpum beðnir um að fylgjast vel með yfirborði sjávar og forða sér til fjalla ef skyndileg hækkun á sér stað. Rauði krossinn viðbúinn „Við erum í viðbragðsstöðu og tilbúin að veita aðstoð á næstu dög- um og vikum. Rauði kross Íslands hefur boðið fram bæði fjármagn og sérfræðiþekkingu sína á viðbrögð- um við neyðarástandi en Rauði krossinn á Grænlandi er enn að meta þörfina á utanaðkomandi hjálp,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða kross Ís- lands. Hún gerir ekki ráð fyrir því að íslenski Rauði krossinn muni koma að fyrstu viðbragðsaðstoð í þorpinu. „Ég á frekar von á því að við mun- um aðstoða þá síðar t.d. við að setja upp viðbragðsáætlun og annað slíkt ef eitthvað svona kemur fyrir aft- ur.“ „Vinátta í verki“ Þá hefur Hjálparstarf kirkjunn- ar, í samvinnu við KALAK, Hrók- inn og fleiri Grænlandsvini hrundið af stað landssöfnuninni ,,Vinátta í verki“ vegna náttúruhamfaranna. Í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkj- unnar kemur fram að milli Græn- lendinga og Íslendinga ríki sterk og traust vinabönd og vísað til þess, að þegar snjóflóð féll á Flateyri 1995 hafi verið efnt til landssöfnunar á Grænlandi og hárri upphæð safnað. Söfnunarfé rennur óskert til neyð- arhjálpar og uppbyggingar í sam- vinnu við sveitarfélagið og hjálp- arsamtök á svæðinu. Söfnunarreikningur: 0334-26- 056200 Kennitala: 4506700499 Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson Nuugaatsiaq Í flóðbylgjunni eyðilögðust ellefu hús, þar á meðal voru matvörubúð og skóli þorpsins. Safnað fyrir fórnar- lömb flóðbylgjunnar  Ekki hægt að leita að fólki vegna hættu á skriðuföllum Vesturströnd Grænlands Nuugaatsiaq Nuuk Kulusuk Davis- sund Baffinsflói GRÆNLAND Uummannaq- fjörður Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir rangt að ráðið hafi aldrei gefið Stórólfshvolssókn í Rang- árvallasýslu upplýsingar um hvaða gögn vanti vegna fyrirhugaðrar byggingar nýrrar kirkju á Hvolsvelli. Fjallað var um málið í Morg- unblaðinu í gær. Oddur segir við blaðið að gögn um fjármögnunar- og rekstraráætlun sóknarnefndarinnar hafi verið óraunhæf. „Þær áætlanir, sem skilað var inn, sýndu ekki fram á það að söfnuðurinn gæti staðið undir rekstrinum,“ segir Oddur, spurður um þau gögn sem skilað var til kirkjuráðs frá sókn- arnefnd. Oddur segir þó að það hafi verið mistök af hálfu kirkjunnar að senda verktakamiða til sóknarinnar, miðinn hafi „aldrei átt að fara úr húsi“. Deila kirkjuráðs og Stórólfshvols- sóknar snýst um hvort styrkur að fjárhæð tíu milljónir króna hafi verið bundinn skilyrðum, segir í úrskurði áfrýjunarnefndar kirkjunnar. Þá var deilt um orðalag bókunar kirkjuráðs um styrkveitingu ársins 2010. Skil- yrði voru um fjármagns- og kostn- aðaráætlun, auk þarfagreiningar sem þarfnaðist samþykkis kirkjuráðs. Kirkjuráð segir sóknarnefndina ekki hafa uppfyllt skilyrðin. Þar af leiðandi var styrkur að upphæð tíu milljónir króna ekki greiddur út. Í bókun kirkjuráðs frá 2010 segir að styrkur að upphæð tíu milljónir króna hafi verið veittur á „yfirstand- andi ári“. Áfrýjunarnefnd mat það svo að ritvilla hefði orðið í bókun kirkjuráðs. Árið 2010 var í gildi styrk- ur að fjárhæð 4,5 milljónir króna. Segir í úrskurði að sóknarnefndin hefði mátt átta sig á að um villu væri að ræða sem gæti ekki „með réttu skapað væntingar um úthlutun án þeirra skilyrða sem getið var um“ hjá kirkjuráði. Kirkjuráð segir í svari til Stórólfs- hvolssóknar árið 2015 að sóknin geti sótt um styrk úr jöfnunarsjóði sókna en þá „verða að liggja fyrir þarfa- greining og raunhæfar áætlanir um verkið“. axel@mbl.is Áætlanir sagðar vera óraunhæfar  Hörð deila kirkjunnar og sóknar- nefndar  Verktakamiðinn mistök Síðasti dagur strandveiða í júní er í dag, þriðjudag 20. júní, á svæði A frá Arnarstapa að Súðavík, sam- kvæmt auglýsingu Fiskistofu. Við- miðun mánaðarins er að nást og verða veiðidagar á A-svæði því alls tíu í júní, sem er þremur dögum fleira en í júní í fyrra. Alls hafa 214 bátar verið á veiðum á svæðinu, sem er 14 færra en í fyrra. Talsvert er eftir að veiða af júní- skammtinum á hinum svæðunum og ljóst að þar færast fyrningar yfir á júlí. Alls hafa 526 bátar róið á strandveiðum ársins. Meðalafli í róðri til þessa er 607 kíló og er hann mestur á A-svæði eða 677 kíló. Eingöngu er heimilt að draga 650 kíló, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð. Strandveiðar eftir 8 veiðidaga í júní 2017 Heimild: LS 75,8% 24,2% 26,4% 73,6% 18,7% 81,3% 35,4% 64,6% 0 76% 24% Svæði A - 234 tonn óveidd 26% 74% Svæði B - 543 tonn óveidd 19% 81% Svæði C - 691 tonn óveidd 35% 65% Svæði D - 457 tonn óveiddtt Mánaðamót á A-svæði Vinningar Bi rt án áb yr g› arSuzuki S-Cross GLX 4WD að verðmæti 5.160.000 kr. 38988 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 59427 98905 127248 Sumarhappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur17. júní 2017 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 100.000 kr. 181 1034 2531 4017 4483 6196 6947 7147 7181 7376 7451 9655 10126 11019 11232 11872 13388 15127 16868 17140 18358 19236 22013 22128 23982 24536 25891 26443 27079 27987 29307 29921 30904 32605 35580 37002 37252 37431 38295 38373 38423 42243 43005 43680 44081 44230 44291 45379 46291 47463 47714 48278 48939 52654 53008 53184 56541 57242 57421 57683 58700 61285 62261 63560 64641 66528 66979 70242 70837 71284 72713 73071 73756 74192 74833 75224 76571 76600 77332 77710 78911 80292 81087 81596 83185 84667 85876 86499 86807 87809 90001 90923 93326 94773 96664 96811 97389 97674 98558 99883 100654 102308 103010 105107 105827 108076 108464 110245 112168 113141 113562 113733 114794 114989 115278 115368 116985 117822 119236 119239 119344 121227 122696 122895 124478 127042 127599 131181 132047 132577 132875 133424 136654 136804 138943 139145 139835 140381 141709 141753 142050 143806 144463 144477 144625 145001 145428 146705 147573 147582 148727 149370 152156 153769 154087 154311 154432 155507 157326 158279 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun að verðmæti 200.000 kr. 1397 6066 6292 6337 6588 9872 11897 11950 12778 18020 18029 18297 22852 24373 25527 26464 26672 27529 28246 29209 30000 34648 34667 35824 36702 36846 38210 39330 43235 43701 43749 44556 45049 46210 46456 46459 46597 46629 47227 48435 48689 51309 51522 52554 53328 54179 55310 57364 58295 58314 59109 60481 60501 62880 67204 68089 69913 70517 70855 71377 71836 73259 73520 74739 76035 76588 79064 81867 82551 82645 82675 85413 87011 90768 91032 91538 93184 93469 94001 98510 100583 100821 102456 103477 105089 105399 105745 108940 114373 114391 116633 118521 121899 121968 122870 123301 127892 131719 134406 135843 138001 138256 138951 141744 142794 143100 147770 148391 150380 155606 155943 157060 Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 5. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.