Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áfangar nást þessa dagana hjá aust- firsku laxeldisfyrirtækjunum. Nýjar og öflugar sjókvíar hafa verið settar upp í Berufirði og Reyðarfirði og norskt leiguskip, svokallaður brunn- bátur, er að flytja laxaseiði frá seiða- stöðvum fyrirtækjanna í Þorlákshöfn. Á bilinu 1800 til 1900 þúsund seiði eru sett út þessa dagana og mun það skila um 10 þúsund tonnum af laxi í fyllingu tímans. Fiskeldi Austfjarða er að færa sig úr eldi regnbogasilungs yfir í laxeldi. Lokið verður við að slátra regnbog- anum upp úr kvíunum á þessu ári. Fé- lagið setti út fyrstu laxaseiðin á síð- asta ári og hafa þau vaxið vel. Hefst slátrun fyrir áramót. Þessa dagana er fyrirtækið að ljúka flutningum á seiðum frá seiða- stöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og setja í nýjar kvíar á nýjum stað í Berufirði. Eru það um 850 þúsund seiði, nokkuð stór eða um 300 grömm á þyngd, og hefst slátrun á þeim í lok næsta árs. Fyrstu seiðin í sjó Laxar fiskeldi er að setja út sjókví- ar í Reyðarfirði og í lok vikunnar hefj- ast flutningar á nærri milljón seiðum frá stöð fyrirtækisins í Þorlákshöfn. Eru það fyrstu seiði fyrirtækisins sem fara í sjó. Seiðin eru á bilinu 100 til 300 grömm að þyngd og verða stærstu laxarnir fullvaxnir og tilbúnir til slátrunar undir lok næsta árs. Bæði fyrirtækin hafa verið að byggja sig upp tæknilega. Hafa keypt stóra fóðurpramma og þjónustubáta. Fiskeldi Austfjarða er með aðstöðu á Djúpavogi og slátrar þar sínum laxi. Laxar hafa komið sér upp starfsstöð á Eskifirði. Ekki hefur verið ákveðið hvar fiskinum verður slátrað. Laxar hafa leyfi til framleiðslu á 6 þúsund tonnum í Reyðarfirði og fullnýta það leyfi í ár. Einar Örn Gunnarsson, stjórnarmaður og einn stofnenda, segir að sótt hafi verið um leyfi til stækkunar og vonast hann til þess að það fáist þannig að hægt verði að halda áfram uppbyggingunni á næsta ári. Fullvaxnir eftir 1,5 til 2 ár Þau 1.800 til 1.900 þúsund seiði sem fara í sjó í ár eiga að skila tæplega 10 þúsund tonnum af afurðum í lok næsta árs og fyrrihluta árs 2019, ef allt gengur að óskum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Berufjörður Norski brunnbáturinn Øylaks setur út 140 þúsund stór laxaseiði í nýja stöð Fiskeldis Austfjarða. 10 þúsund tonna laxaframleiðsla hafin  Austfirsku fyrirtækin setja 1.850 þúsund seiði í sjókvíar Tildrög banaslyss sem varð í Ólafs- víkurhöfn í febrúar á síðasta ári, þegar bíll fór út í höfnina og öku- maðurinn drukknaði, er sennilega sú að maðurinn, sem var 88 ára, hafi óvart stigið á inngjöf í stað bremsu eða stigið fastar á inngjöf en hann ætlaði. Þá reyndist hafnarkantur gagnslaus, enda lá yfir honum snjór svo fyrirstaðan var engin. Þetta seg- ir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um þennan atburð, sem varð í febrúar á síðasta ári. Í rannsóknarskýslu er því beint til stjórnenda Ólafsvíkurhafnar að varna því að snjór safnist við hafn- arkantinn svo slys líkt og varð á síð- asta ári endurtaki sig ekki. Beinir nefndin því einnig til Vegagerðar- innar að senda tillögu á þessum nót- um til hafna á landinu, enda sé varn- argildi hafnarkanta ótvírætt. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ólafsvíkurhöfn Slysið varð í febrúar á síðasta ári og þykir kalla á ýmsar úrbætur. Steig á bensíngjöf en ekki bremsu majubud.is Fosshálsi 5-9, 110 Reykjavík. Opið mán.-mið. 10-16, fim.-fös. 10-18. SMÁRALIND www.skornirthinir.is Tilboðsverð 9.597 verð áður 15.995 stærðir 36-46 LeFlorians 3D Innsóli: Comfort Sóli: PU Bidensity Þyngd: 422gr (í stærð 42) Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Stutterma bolir Kr. 5.900.- Str. M-XXXL EFTA-löndin Sviss, Ísland og Nor- egur voru með hæst verðlag vöru og þjónustu ef miðað er við neyslu heimilanna. Hvert land um sig var með 61,47 og 40 prósent yfir með- altali í Evrópu (EU28). Þetta og fleira kemur fram í tölum sem Hag- stofa Evrópu, Eurostat, birti nýlega og Hagstofur Íslands og Noregs hafa birt fréttir um á vefsíðum sín- um. Tölurnar voru afrakstur umfangs- mikillar verðlagskönnunar sem var framkvæmd í öllum Evrópulöndun- um. Notast var við jafnvirðisgildi (PPP). Þau eru notuð til að umreikna hagrænar stærðir til sambærilegs verðlags svo unnt sé að bera saman rauntölur á milli landa. Balkanlöndin voru með lægsta verðlagið í könn- uninni. Verðlagið í Makedóníu, Búlg- aríu, Albaníu og Serbíu er aðeins um 50 prósent af meðaltali í EU28. „Verðlag getur verið nokkurn veg- inn mælikvarði á velmegun, en Ís- land er búið að vera að færast upp listann undanfarin ár,“ segir Heið- rún Erika Guðmundsdóttir, deildar- stjóri vísitöludeildar Hagstofunnar, en hún bætir við að fylgni virðist vera á milli hárrar landsframleiðslu og hás verðlags. „Þetta þekkjum við sem höfum brugðið okkur af bæ,“ segir Ólafur Arnarson, hagfræðingur og formað- ur Neytendasamtakanna. Hann bætir við að sterkt gengi, húsnæð- isbóla og há laun ýti verðinu upp. Segir Ólafur að „verndarkerfi um ís- lenska matvælaframleiðslu“ sé neyt- endum mjög dýrt. Matur, drykkur og tóbak er dýr- ast í Norður-Evrópu en ódýrast í Póllandi, Makedóníu og Rúmeníu. Verð fyrir þjónustu er hæst í EFTA- löndunum en lægst á Balkanskagan- um. Föt og skór eru ódýrust í Tyrk- landi. ernayr@mbl.is EFTA-lönd dýr og velmegandi  Ísland í hópi dýrustu landa Evrópu Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.