Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.06.2017, Blaðsíða 33
Þriðja bók rithöfundarins ogleikarans Ævars ÞórsBenediktssonar umbernskubrek Ævars vís- indamanns er nýkomin út. Nefnist hún Gestir utan úr geimnum og kemur á eftir Vélmennaárásinni og Risaeðlum í Reykjavík. Ævar litli, sem er alveg að verða 12 ára í þessari bók, lendir í enn einu ævintýrinu þegar geimverur koma til Reykjavíkur. Hasarinn byrjar þegar gæludýrin á höfuðborgar- svæðinu hverfa sporlaust, m.a. Ein- stein, kötturinn hans Ævars. Börnin í hverfinu safnast saman á göt- unum í leit að gæludýrunum og lendir Ævar í því að fara í skipu- lagða leit með nokkrum stelp- um. Þá hefst æv- intýrið fyrir al- vöru því þau hefja leitina í Öskjuhlíðinni þar sem þau verða vitni að geimskipi brot- lenda á Perlunni. Sushibitar, sem Ævar hafði neyðst til að taka með í nesti í gæludýraleitina, spila örlaga- ríka rullu í framhaldinu því veran sem brotlenti geimskipinu er svöng, eltir börnin heim og bankar upp á. Þau komast þá í kynni við geim- veruna Alexander Mána sem er ekki nærri því jafn hræðilegur og þau héldu að geimverur væru. Ævar einn á erfitt með að sættast við hann en á endanum yfirvinnur hann ótta sinn og bjargar málunum fyrir börn- in, gæludýrin og alheiminn. Eins og fyrri bækur í sama bóka- flokki um bernskubrek Ævars vís- indamann er um sprellfjöruga og æsispennandi sögu að ræða. Hún er stútfull af fróðleik um geiminn og tekur líka á vandamálum sem mörg börn glíma við eins og kvíða og mat- vendni. Ég naut þess virkilega að lesa fyrri bækurnar tvær, og gaf þeim fjórar stjörnur í umfjöllun hér í blaðinu, en það verður að segjast að mér finnst Gestir utan úr geimnum vera enn betri. Börn, gæludýr og geimverur eru verulega krúttleg blanda og þá er sagan mjög lipur og uppsetningin frábær. Höfundinum tekst að koma líðan Ævars litla vel til skila og líðan og samskiptum allra barnanna því að týna gæludýrinu sínu er ekkert grín, hvað þá að tak- ast á við geimverur og vonda karla. Ævar Þór Benediktsson hefur enn og aftur skrifað frábæra bók og hún er ekki bara fyrir börn því fullorðnir munu líka hafa gaman af lestrinum, sérstaklega ef hann fer fram með barninu. Morgunblaðið/Ásdís Sprellfjörug og æsispennandi BÆKUR INGVELDUR GEIRSDÓTTIR Eftir Ævar Þór Benediktsson. Teikningar: Rán Flygenring. 237 bls. Mál og menning 2017. Gestir utan úr geimnum bbbbm Skáldsaga Frábær „Ævar Þór Benediktsson hefur enn og aftur skrifað frá- bæra bók og hún er ekki bara fyr- ir börn því fullorðnir munu líka hafa gaman af lestrinum, sér- staklega ef hann fer fram með barninu,“ segir í rýni. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2017 Ísraelski rithöfundurinn David Grossman hlaut á dögunum alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsöguna A Horse Walks into a Bar í enskri þýðingu Jessicu Cohen, en verðlaunafénu, sem nem- ur 50 þúsund sterlingspundum (6,5 milljón ísl. kr.) er skipt milli höf- undar og þýðanda. Sagan gerist í litlum bæ í Ísrael og hverfist um uppistandarann Dovaleh Green- stein, sem glímir enn við eftirköst skelfilegrar ákvörðunar sem hann eitt sinn tók. Lesendur fylgjast með því hvernig Greenstein brotnar sam- an á sviðinu fyrir framan áhorf- endur sína. „A Horse Walks into a Bar beinir kastljósinu að áhrifum sorgar án þess að bókin verði nokk- urn tímann tilfinningasöm. Meg- inpersónan er ögrandi gallagripur, en fullkomlega hrífandi. Við heill- uðumst af því hversu viljugur Grossman er til að taka tilfinn- ingalega jafnt sem stíllega áhættu,“ segir Nick Barley, formaður dóm- nefndar, í samtali við The Guardi- an. Grossman er metsöluhöfundur sem skrifað hef- ur jafnt skáld- skap, fræðitexta og barnabækur. Hann þykir skrifa um sam- skipti og deilur Ísraela og Palest- ínumanna af miklu innsæi og skiln- ingi. Bækur hans hafa verið þýddar á 36 tungumál. Hann var gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík 2003 og sagði þá í viðtali við Morgunblaðið: „Pólitísku bækurnar mínar eru afar umdeildar í Ísrael, en skáldverk mín hafa fallið mun betur í kramið hjá fjöldanum.“ Í mars rataði skáldsagan Fisk- arnir hafa enga fætur eftir Jón Kal- man Stefánsson í þýðingu Philips Roughton inn á lengri lista verð- launanna ásamt tólf öðrum bókum. David Grossman hlýtur Man Booker David Grossman Teiknimyndin Cars 3 var sú mynd sem mestum miðasölutekjum skil- aði um nýliðna helgi. Alls hafa rúmlega 6.400 manns séð myndina frá því hún var frumsýnd í liðinni viku sem hefur skilað tæplega 7 milljónum íslenskra króna í kass- ann. Í öðru sæti listans er Undrakonan eða Wonder Woman, en þá kvik- mynd hafa rúmlega 17.600 bíógest- ir séð á síðustu þremur vikum sem skilað hefur tæplega 24 milljónum í kassann. Íslenska spennutryllinn Ég man þig hafa rúmlega 41 þús- und manns séð sem skilað hefur rúmlega 66,6 milljónum í kassann. Bíóaðsókn helgarinnar Bílar vinsælir á tjaldinu Cars 3 Ný Ný Wonder Woman 2 3 Baywatch 3 3 The Mummy 1 2 Ég man þig 5 7 Pirates of the Caribbean - Salazar’s Revenge 4 4 Rough Night Ný Ný Boss Baby 6 9 Heidi - Heiða 8 5 Smurfs 3 (2017) 11 12 Bíólistinn 16.–18. júní 2017 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Vandræði Leiftur McQueen kemst í hann krappan í myndinni Cars 3. LAUS VIÐ VERKI VEGNA SLITGIGTAR FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA „Ég hef verið að kljást við slitgigt í hnjám og mjóbaki í fjölmörg ár og prófað margt, bæði lyf og náttúrulyf . bæklunarlækni r benti mér á að huga betur að lífstílnum og taka innNUTRILENKGOLD Ég fór að hans ráðum og batinn er ótrúlegur. Ef ég sleppi því að taka inn NUTRILENKGOLDþá finn ég verkina koma aftur. Ég mæli heilshugar meðNUTRILENKGOLD.“ Hinrik Ólafsson leikari, kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður Nutrilenk fyrir liðina Náttúrul egt fyrir liðin a GOLD NNA Vertu laus við LIÐVERKINA Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi BÍÓ áþriðjudögum í Laugarásbíó 750 á allarmyndir nema íslenskar kr. FRÍ ÁFYLL ING Á GOS I Í HLÉI SÝND KL. 5.30 ÍSL. TAL ÍSL. TAL SÝND KL. 5.30SÝND KL. 8, 10.20SÝND KL. 5.30 SÝND KL. 8, 10.20 SÝND KL. 8, 10.10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.