Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Side 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Í nýfarinni helgarferð til höfuðstaðar Bretlands þurfti að koma við á hverjumeinasta bás á markaðnum í Camden. Hver einasta minjagripabúð á svæðinu íkring var heimsótt. Ástæðan: ferðafélaginn, átta ára að aldri, hafði horft á
ótal myndbönd á YouTube af fólki um heim allan að snúa þyrilsnældum, fingra-
snældum eða því sem við kölluðum reyndar bara fidget spinner upp á enskuna í
ferðinni til að gera okkur skiljanleg í búðunum.
Spinnerana eða snældurnar var nauðsynlegt að prófa ...í hverri einustu búð!
Sumir snúast nefnilega ekki nógu vel
og ekki vildi sá stutti henda peningum.
Þegar heim var komið var ekkert
sérlega leiðinlegt fyrir hinn unga
ferðafélaga að vera örlítið á undan æð-
inu með sínar snældur. Öllum finnst
gaman að vera á undan sinni samtíð, á
hvaða aldri sem er.
Snældurnar eru kærkomnar og
þessu æði sem nú gengur yfir ættu for-
eldrar að taka fagnandi, því það er
ekki oft sem krakkar sýna svona inni-
legan og einskæran áhuga á jafn ein-
földu fyrirbæri.
Snældurnar eru algjörlega frábær-
ar í einfaldleika sínum. Í þessum heimi
tækninýjunga og eilífrar kröfu um að
horfa á skjái er ánægjulegt að svona
einfalt fyrirbæri skuli slá í gegn hjá
krökkum. Þetta bara snýst ...og það er
nóg!
Börn velta fyrir sér virkni og snún-
ingi snældunnar og vilja taka hana í sundur, sem er tiltölulega lítið mál með flest-
ar snældurnar. Það er gaman að setja saman aftur og spá í af hverju einhverjar
snúast vel en aðrar illa. Eiginlega er þarna komið alveg tilvalið tækifæri fyrir for-
eldra að rifja upp eðlisfræðina frá því í grunnskóla.
Æðið kemur ekki alveg á besta tíma fyrir skólana, skellur á akkúrat þegar þeir
eru að klárast. En foreldrar og börn geta nýtt snældurnar saman og æft sig í
ýmsum þrautum í sumarfríinu eins og að halda henni á nefinu, skipta á milli
fingra og öðru skemmtilegu. Einfaldleikinn er oft bestur.
Sumarið verður
snælduvitlaust.
Thinkstock
Þetta bara snýst
...og það er nóg!
Pistill
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Snældurnar eru al-gjörlega frábærar íeinfaldleika sínum. Í þessum heimi tækninýj-
unga og eilífrar kröfu um
að horfa á skjái er
ánægjulegt að svona
einfalt fyrirbæri skuli slá
í gegn hjá krökkum.
Þetta bara snýst ...og það
er nóg!
Helga Bjarnadóttir
Já, í gær. Það kom mér skemmtilega
á óvart. Ég fór og fyllti bílinn og var
verulega sátt.
SPURNING
DAGSINS
Ertu
búin(n)
að fara í
Costco?
Jóhann Ingi Guðbergsson
Já, og það kom mér á óvart hvað
vörurnar voru flottar og fjöl-
breyttar.
Morgunblaðið/Ásdís
Guðný Erna Bjarnadóttir
Nei, ég á ekki kort og er ekki á
leiðinni þangað.
Styrkár Þóroddsson
Nei, ekki enn. Fer örugglega
einhvern tímann.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ÁSDÍS THORODDSEN
SITUR FYRIR SVÖRUM
Ættum að
nota þjóðbún-
ingana meira
Forsíðumynd
Thinkstock
Ásdís Thoroddsen, framleiðandi, leikstjóri og rithöfundur, á opnunarmynd
heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar, Skjól og skart. Myndin fjallar um
sögu og handverk íslensku þjóðbúninganna. Hátíðin fer fram á Patreksfirði um
helgina og var hún sett á föstudag í ellefta sinn.
Af hverju að gera heimildarmynd
um íslensku þjóðbúninga?
Mig langaði að gera eins konar svar við minni eigin mynd
sem var heimildarmynd um bátasmíði á Norðurlöndum;
Súðbyrðingur – saga báts. Nú langaði mig að skoða það
handverk sem konurnar sýsluðu helst við. Þótt ég saumi
sjálf gjarnan út af fingrum fram og hafi gaman að skoða
hannyrðir af ýmsu tagi hefur búningasaumur eða fata-
saumur yfirhöfuð aldrei togað í mig. Svo að þetta var alveg
nýtt fyrir mig að skoða og mjög fróðlegt.
Hvað er áhugaverðast við búningana?
Saga búninganna varð pólitísk í rómantík nítjándu aldar og
fram á tuttugustu öld og enn; við þekkjum vægi búninganna
þegar við lítum til þjóðhátíðarinnar og fjallkonunnar. Bún-
ingarnir tengjast pólitískri sögu þjóðarinnar. Svo er það
sjálft handverkið; eiginlega er þar svo margt fallegt að
finna að það vekur hjá manni kenndir, fegurðin hreyfir við
manni. Að því leyti varð þessi mynd allt önnur en sú fyrri
um bátanna, því sagan og handverkið er flóknari.
Eru þjóðbúningarnir á undanhaldi?
Eins furðulegt og það er þá er það alls ekki svo. Margt fólk
er að koma sér upp búningi, hefur gert það eða ætlar sér að
gera það. Og þá er ekki aðeins verið að hugsa um þá búninga
sem við þekkjum best, ofangreind peysufötin og upphlutinn,
heldur er seilst aftur fyrir hönnun Sigurðar Guðmundssonar
málara og nú eru fjölmargar sem koma sér upp nítjándu aldar
upphlut eða jafnvel faldbúningi. Þá þarf rétt föt á karlpening-
inn svo kynin eigi saman og þá sauma þeir sér líka nítjándu ald-
ar karlmannsflíkur. Eiginlega er undarlegra þó að fólk skuli
ekki oftar sjást í þessum flíkum.
Hvaða gildi hafa búningarnir fyrir
listamenn og hönnuði í landinu?
Við höfum þennan sameiginlega brunn, sem er handverkið, munstr-
in, sagan; skírskotunin við allt sem áður var og jafnvel pólitíkina líka.
Listamenn og hönnuðir gera sér grein fyrir því að hægt er að sækja í
hann og gera það vel.
Hvað er næst á dagskrá hjá þér?
Ég var að setja saman umsókn í Kvikmyndamiðstöð um styrk til þróunar
á mynd sem væri líka í þessum flokki „þjóðlegra“ mynda. Þá væri komin
þrenna.