Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Side 10
O
ffita er eitt stærsta heilsufars-
vandamál Vesturlanda og sí-
fellt versnar ástandið. Íslend-
ingar eru of þungir og
offitusjúklingum fer fjölg-
andi. Talað er um að vera í yfirþyngd þegar
BMI-stuðull er á milli 25 og 30 en allt yfir 30
telst offita, en fólk með 18,5 til 25 er sagt vera
í kjörþyngd.
Talið er að rúmlega helmingur Íslendinga
sé í yfirþyngd og samkvæmt alþjóðaheilbrigð-
isstofnuninni (WHO) eru 22% Íslendinga í of-
fituflokki samkvæmt tölum frá árinu 2014.
Líklega hafa þessar tölur hækkað enn frekar
á síðustu árum.
Heilbrigðiskerfið þarf að glíma við afleið-
ingar offitu, sem eru margar. En ekki síður
þurfa offitusjúklingarnir sjálfir að líða fyrir
það. Sjúkdómar og slæmir kvillar sem fylgja
offitu eru fjölmargir og má nefna að algeng-
ara er hjá offitusjúklingum að fá blóðtappa í
hjarta eða heila, gallsteina, þvagsýrugigt,
gigt í höndum, hnjám og mjöðmum, brjósta-
krabbamein, leghálskrabbamein, ristil-
krabbamein, krabbamein í nýrum, sykursýki
tvö, kæfisvefn, háþrýsting, stækkun á lifur
og jafnvel skorpulifur, bakverki, ófrjósemi
hjá konum, astma og þunglyndi. Ein-
staklingar í offituflokki þjást oft mikið lík-
amlega og andlega. Félagslega finna þeir
fyrir fordómum og eiga það til að einangra
sig eða lenda jafnvel í einelti.
Læknar eru almennt sammála að megrun
virki ekki. Ævilanga lífstílsbreytingu þurfi
til og þrír læknar sem hér er rætt við eru
sammála um að oft sé nauðsynlegt að fara í
aðgerð til að ná tökum á þyngdinni, og halda
henni af. Skiptar skoðanir eru á því hvaða
aðgerðir eru bestar en aðgerð er oft síðasta
úrræði þeirra sem prófað hafa allt annað.
Offita er sjúkdómur
Vandamálin sem tengjast offitu eru margþætt en offita skerðir lífs-
gæði verulega og styttir líf fólks. Rætt er við þrjá lækna um leiðir til
þess að ná tökum á offitusjúkdóminum og telja þeir að aðgerð henti
oft vel sem hjálpartæki til að ná af sér umframþyngd. En aðgerðir
eru ekki töfralausn og þarf fólk að breyta um lífsstíl vilji það ná sem
bestum árangri. Einnig er rætt við tvo einstaklinga sem glímt hafa
við offitu og farið í aðgerðir með góðum árangri.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Thinkstock
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017
HEILSA
Það er mjög mismunandi hvað hentar, engrunnurinn er að ég vinn alltaf meðlífsstílinn,“ segir Erla sem vinnur hjá
Heilsuborg. Kúr og lífsstílsbreyting er alveg
tvennt ólíkt. Kúrar virka ekki, það er alveg
ljóst. En það þarf alltaf að gera lífsstílsbreyt-
ingu, hvort sem þú ferð í aðgerð eða ekki. Það
þarf að vinna með mataræði, hreyfingu, svefn,
andlega líðan og aðstæður í daglegu lífi. Í
sumum tilvikum er æskilegt að nota aðgerð
sem hjálpartæki. En það er aldrei lausn eitt
og sér. En hún getur hjálpað,“ segir Erla sem
hjálpar bæði fólki sem er á leið í aðgerð og því
sem hefur þegar farið. Einnig vinnur hún mik-
ið með fólki sem kýs eingöngu að fá hjálp við
að breyta um lífsstíl.
Opin umræða en ekki fordómar
Erla segir að offita sé langvinnur sjúkdómur
sem verði að ræða.
„Mér er það mikið hjartans mál að fólk
skilji að offita er langvinnur sjúkdómur og það
þarf lífstíðarmeðferð. Í eðli sínu heldur hann
áfram og versnar ef við veitum ekki meðferð,
þannig að við þurfum að takast á við hann alla
ævi. En mikilvægt er líka að greina á milli of-
þyngdar og offitu og hvenær offita er sjúk-
dómur og hvenær ekki. Það er stundum talað
um að við sem erum að vinna með offitu séum
með fordóma, og fólk megi vera eins og það
vill. En það er bara önnur umræða. Við erum
ekki að gera þetta út frá útliti heldur heilsu.
Hlutfallslega of mikill fituvefur í líkamanum
hefur slæm áhrif á líkamann. Fituvefurinn er
líka mjög efnaskiptalega virkur vefur og starf-
semi hans getur raskast eins og annarra líf-
færa og við þurfum að geta tekið fordóma-
lausa umræðu um það,“ segir Erla. Hún tekur
fram að hreysti og aukakíló geti farið saman.
„Það er alveg hægt að vera hraustur með heil-
mörg aukakíló. En það er samt áhættuþáttur.
Það er meiri hætta á ýmsum sjúkdómum.“
Vigtin er ekki óvinur
Oft hefur skapast umræða um að ekki eigi að
stíga á vigtir og láta töluna þar stjórna lífinu.
Erla segir sjálfsagt að nota vigt sem tæki til
hjálpar. „Við sem heilbrigðisstarfsfólk eigum
að ganga á undan með góðu fordæmi og út-
rýma þessum fordómum í garð vigtar. Það að
fylgjast með þyngdinni er jafn eðlilegt og að
fylgjast með blóðþrýstingi. Hættum að tengja
þetta svona mikið við útlit og persónugerð,
eins og umræða í fjölmiðlum snýst oft um,“
segir Erla og bætir við að offitumeðferð snúist
ekki um það að léttast, heldur skapa jafnvægi
í líkamanum. „Að léttast getur verið hluti af
því en þú getur lést mikið og verið miklu
óheilbrigðari. Ef þú velur hina klassíku leið,
megrun, ertu að „borða“ vöðvana þína og þótt
þú sért með færri kíló er meira ójafnvægi á
öllu. Og það sem gerist er að viðkomandi fitn-
ar mjög hratt á eftir. Við erum hér að reyna
að skapa jafnvægi og þá fara kílóin í rólegheit-
um og koma síður aftur tilbaka.“
„Ég vel aldrei magaband“
Erla segir að aðgerð, ásamt lífsstílsbreytingu,
hjálpi mörgum en hún hefur ákveðnar skoð-
anir á hvaða aðgerðir hún mæli með. „Maga-
hjáveitan er gullstandardinn. Hún er besta
aðgerðin hvað varðar langtímaárangur. Hún
er hins vegar mesta inngripið. Í sumum til-
vikum er betra að fara í ermina frekar. Það
fer eftir líkamsástandi og heilsufari sjúklings-
ins. En ég vel aldrei magaband. Það er barn
síns tíma og ef við veljum aðgerð á annað
borð, þá veljum við annaðhvort hjáveitu eða
ermina,“ segir Erla og bætir við að hún hafi
ekki trú á magaslöngunni, eða svokölluðum
krana. „Alls ekki, hann hvorki hjálpar þér
með lífsstílinn né efnaskiptin. Þetta er til að
tappa af hitaeiningum og er því í andstöðu við
það sem við erum að reyna að gera. Maga-
bandið er í raun meira í ætt við fegrunar-
aðgerð og fólk ræður auðvitað hvað það gerir
við líkama sinn. En sú aðgerð breytir ekki
efnaskiptum heldur minnkar bara magamálið
og það þarf að hafa áhrif á efnaskipti lík-
amans. Ég get ekki mælt með þessari leið,“
segir hún. „Ég fæ mikið til mín sjúklinga þar
sem magabandið hefur ekki virkað sem skyldi.
Ég sé auðvitað ekki þá sem gengur vel hjá,
sem eru alltaf einhverjir.“
Lífsstílsbreyting
alltaf nauðsyn
Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsufræðingur, sér-
hæfir sig í meðferð fólks í yfirþyngd og með offitu. Hún segir
lífsstílsbreytingu alltaf verða að fylgja með, hvort sem ein-
staklingur velur aðgerð eða ekki. Erla er hlynnt magahjáveitu
og magaermi en mælir ekki með magabandi.
Erla Gerður segir aðgerð geta verið gott hjálpartæki en alltaf þurfi að huga að lífsstílnum.
Hún mælir hvorki með magabandi né magaslöngu en er hlynnt hjáveitu og magaermisaðgerð.
Morgunblaðið/Ernir
’Kúrar virka ekki, það er alvegljóst. En það þarf alltaf aðgera lífsstílsbreytingu, hvort semþú ferð í aðgerð eða ekki. Það
þarf að vinna með mataræði,
hreyfingu, svefn, andlega líðan
og aðstæður í daglegu lífi.