Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Qupperneq 13
4.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Eftir að magabandið er komið á sinn
stað þarf að vinna með því. Þessum átta
reglum þurfa sjúklingar að fara eftir.
1. Borðaðu þrjár litlar máltíðir á dag.
Ef þú finnur ekki til svengdar – ekki
borða.
2. Ekki borða á milli mála.
3. Borðaðu hægt og tyggðu vel og
lengi. Hættu að borða þegar þú ert
saddur/södd.
4. Borðaðu næringarríkan mat og
taktu vítamín daglega.
5. Forðastu sykraða drykki.
6. Hreyfðu þig a.m.k. hálftíma á dag,
helst í klukkutíma.
7. Vertu aktív(ur) á hverjum degi.
Farðu út, notaðu stigann, leggðu bíln-
um langt frá búðinni o.sv.frv.
8. Vertu í sambandi við lækninn þinn!
MAGABANDIÐ
Reglurnar!
fyrstu 2-3 árunum var fólk búið að missa að
meðaltali 63% af yfirvigtinni. „Hliðarverkanir
eru mjög sjaldgæfar og árangurinn er mjög
góður. Það gengur vel hjá okkur á Íslandi og
við kunnum vel til verka. Það byggir á því að
ég er búinn að gera 6.000 magabandsaðgerðir
á fimmtán árum í Bretlandi áður en ég kom
hingað. Á þeirri reynslu byggir meðferðin
núna og hér koma sjúklingar líka í eftirmeð-
ferðina. Ef þú kemur ekki í hana þá er enginn
árangur,“ segir Auðun og útskýrir að þótt að
rannsóknir erlendis sýni misgóðan árangur sé
það ekki endilega raunin hér á landi. „Vandinn
er þríþættur. Í fyrsta lagi þarf að kunna að
gera aðgerðina. Í öðru lagi þarf fólk að gera
það sem þarf í eftirmeðferðinni. Og svo í þriðja
lagi, þá verða sjúklingar að koma í eftirmeð-
ferðina. Ef allir þessir þrír þættir eru ekki til
staðar er ekki góður árangur. Þess vegna hafa
vinsældir magabandsins í heiminum snar-
minnkað. Eftir standa góðar grúbbur; í Am-
eríku, Ástralíu og Evrópu, sem vinna virkilega
vel með sína sjúklinga og ná góðum árangri,“
segir Auðun sem hefur gert mest um 150
magabandsaðgerðir hér á ári, en stutt er síðan
hann flutti heim. „Okkar sjúklingar á Íslandi
eru að standa sig með því besta sem er að ger-
ast í heiminum í dag. Og magabandið er góður
kostur og miklu minni aðgerð en magaermi en
aðgerðin tekur tuttugu mínútur. Þú ert komin
til vinnu eftir 3-4 daga. Og ef þér líkar ekki við
það er hægt að taka bandið í burtu. En þú
verður að bjóða fólki upp á fleiri möguleika,“
segir hann og bætir við að um 60% af hans
sjúklingum kjósi bandið og hinir ermina.
„Prufa þú að hætta að anda“
Af hverju verða sumir offitusjúklingar og aðrir
ekki?
„Þá má skipta þessu í tvo hópa. Það eru til
börn sem eru strax í æsku í miklum vanda-
málum með offitu. Þá eru það greinilega gen
sem spila inn í. Svo eru það þeir sem bæta á sig
á fullorðinsárunum. Og það er tvennt sem hef-
ur komið til á síðustu fimmtíu árum. Það er
mikið úrval af góðum mat og sérstaklega kalo-
ríuríkum og sykruðum. Það er alls staðar syk-
ur í öllu. Og svo er fólk að hreyfa sig minna,“
segir hann og telur að þegar í óefni er komið er
fátt til ráða nema aðgerð.
„Það er þannig að þyngdarstöðin sem stýrir
þyngdinni í líkamanum, hún endurstillir sig ef
þú bætir á þig. Ef þú keyrir niður þyngdina
með viljastyrknum, þá rýkur hún upp aftur
síðar meir,“ segir hann og útskýrir að offita
hefur ekkert með skort á viljastyrk að gera.
„Það eru lífeðlisfræðilegar ástæður fyrir
öllu þessu, fólk skilur oft ekki af hverju of feitt
fólk borðar bara ekki minna og hreyfir sig
meira. Þetta er voðalega einfalt! Gerðu það
bara, og þetta er fólk að heyra alla sína ævi.
Það hefur engin áhrif. Að segja við offitu-
sjúkling að prufa að borða minna er eins og að
segja við einhvern: prufa þú að hætta að anda í
tíu mínútur. Hvað gerist? Eftir eina mínútu
springurðu og byrjar að anda. Það er nákvæm-
lega sama með offitusjúkdóminn. Það er svo
sterkt líkamlegt ferli sem fer í gang þegar þau
byrja að borða að þau geta ekki stoppað það.
Þau geta það ekki. Það er búið að mæla þetta
endalaust. Það eru alltaf sömu niðurstöðurnar,
það virkar ekkert nema að fara í aðgerð. Það
er eina leiðin fyrir sjúklega offitu fyrir lang-
tímaárangur. Því miður, það er enginn árang-
ur af hinu. Annars væri þetta ekkert vanda-
mál.“
Samstillt átak í forvörnum
Seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dott-
ið ofan í og segir Auðun að þjóðfélagið þurfi að
vinna að forvörnum. „Lausnin á offitufaraldr-
inum er auðvitað ekki að skera alla frá upphafi.
En hvað á að gera við það fólk sem þegar er
lent inni í þessum aðstæðum og það er engin
önnur leið út úr vandamálinu? Við þurfum að
hjálpa þeim. En til að fyrirbyggja offitu í þjóð-
félaginu þarf að taka á alls kyns hlutum og það
þarf að gera það með sama hætti og við gerð-
um með reykingarnar, og það tók okkur ára-
tugi að ná Íslendingum af sígarettunum. Það
þarf að vera samstillt átak alls staðar til að fyr-
irbyggja offituna. Það mætti t.d. hækka skatt-
inn af sykruðum drykkjum og lækka á ósykr-
uðum drykkjum,“ segir hann og bætir við að
þjóðin sé sífellt að þyngjast. Ástandið hér-
lendis líkist því sem er að gerast í Bandaríkj-
unum og Bretlandi, feitustu þjóðum heims.
Auðun segir stöðuna í Bretlandi, þar sem
hann þekkir vel til, afar slæma. „Þar eru 30-
40% af unglingum komin í mikla offitu og séns-
inn að þau nái sér út úr þessu er lítill. Um 20%
ná að grenna sig og halda því en hin 80% verða
áfram í offitu. Og á sama tíma eykst sykur-
sýkin,“ segir Auðun og nefnir að enn annar
fylgikvilli offitu sé stækkandi lifur. „Það er bú-
ið að spá því að á næstu árum verður aðal-
ástæða fyrir því að skipta um lifur í fólki offitu-
tengd lifrarbilun. Ekki ofdrykkja eða
lifrarbólga C, heldur offita.“
’Að segja við offitusjúklingað prufa að borða minna ereins og að segja við einhvern:prufa þú að hætta að anda í tíu
mínútur. Hvað gerist? Eftir eina
mínútu springurðu og byrjar að
anda. Það er nákvæmlega sama
með offitusjúkdóminn. Það er
svo sterkt líkamlegt ferli sem fer
í gang þegar þau byrja að borða
að þau geta ekki stoppað það.
Þau geta það ekki.
þeir innbyrða fleiri hitaeiningar en þeir
brenna. En þetta snýst mikið um að þú hefur
ekki stjórn á fyrrnefndum tilfinningum í lík-
amanum. Við vitum öll hvað það er erfitt að
hætta að borða ef maður er ekki orðinn saddur
og þá tilfinningu vantar marga í þessum hópi.“
Fólk á að fá bestu meðferð
Aðalsteinn segir fáar meðferðir gefa offitu-
sjúklingum jafn góðan langtímaárangur og að-
gerð. En aðgerð kostar sitt og íslenska heil-
brigðiskerfið tekur ekki þátt í þeim kostnaði
hjá flestum sjúklingum.
„Mín skoðun er sú að sjá megi þetta sem tvo
hópa; þann sem í eru einstaklingar í ofþyngd,
með BMI yfir 40, þar sem við vitum að aðgerð
gefur bestan árangur, og hinn hópinn sem eru
börn þar sem safna á saman fagaðilum til að
fyrirbyggja ofþyngd til framtíðar. Einstak-
lingar í fyrrnefnda hópnum ættu að fá mögu-
leika á aðgerð á kostnað heilbrigðiskerfisins. Ef
fylgisjúkdómar offitu eins og kæfisvefn eða
sykursýki eru auk þess til staðar á að veita
þessu fólki bestu fáanlegu meðferð. Þú segir
ekki sykursýkisjúklingi, eða sjúklingi með aðra
illviðráðanlega fylgisjúkdóma offitu, bara að
grenna sig. Það er gríðarleg krafa gerð á þenn-
an sjúklingahóp sem ekki er gerð á marga aðra
hópa sjúklinga. Þessi hópur er oft skilinn eftir
og ekki boðin besta meðferð. Fyrir hönd þess-
ara einstaklinga finnst mér það gríðarlega
ósanngjarnt,“ segir Aðalsteinn, en aðgerðirnar
kosta á bilinu eina til eina og hálfa milljón. Aðal-
steinn segir suma fara til útlanda, þar sem að-
gerðirnar fáist ódýrari. Á móti fái fólk enga
eftirfylgni, sem sé mjög mikilvæg, sérstaklega
ef upp koma vandamál.
Hver á að fá ókeypis aðgerð?
Nágrannalönd okkar standa sig mun betur á
þessu sviði, að sögn Aðalsteins. „Nýlega var
haldin samnorræn ráðstefna hér á landi þar
sem farið var yfir stöðu þessara mála á
Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Ísland
kemur áberandi verst út í fjölda aðgerða sem
framkvæmdar eru á vegum opinbera kerfisins.
Ef við berum okkur saman við Svíþjóð og Nor-
eg ættum við að gera tífalt meira. Það ættu að
vera gerðar 250-300 aðgerðir á ári, og þá er
ekki verið að tala um uppsafnaðan fjölda.
Síðastliðin fimm ár hafa að meðaltali verið
gerðar um 25 aðgerðir á Landspítalanum.“
Og hver kemst þar að?
„Einmitt, hver kemst þar að? Það er spurn-
ingin. Til þess að eiga möguleika þarf fólk að
komast inn á Reykjalund og ég hef heyrt að
þar sé margra mánaða bið. Svo tekur við
margra mánaða prógramm áður en með-
ferðarhópurinn tekur afstöðu til þess hvort þú
sért hæfur í aðgerð. Og hvernig ætlarðu að
meta það?“ spyr hann. „Myndir þú senda aðra
hópa sjúklinga, t.d. sykursýkisjúklinga, í sams
konar mat – hvort þeir séu hæfir í þá meðferð
sem í boði er? Offita er stærsta heilsufars-
vandamál Vesturlanda í dag. Rannsóknir sýna
að þessar aðgerðir eru öruggar og þjóðhags-
lega mjög hagkvæmar og aðgerðin sem slík
greiðir sig upp á tveimur árum vegna lægri
kostnaðar vegna fylgisjúkdóma offitunnar,
fjarveru frá vinnu og svo framvegis. Af hverju
er sjúklingum ekki boðið upp á þetta í meiri
mæli?“
Aðalsteinn telur ákaflega mikilvægt að
meira sé gert í forvarnarstarfi og nauðsynlegt
að byrja strax, áður en börn verði of feit. „Þeg-
ar þú ert orðinn feitur er svo erfitt að ná við-
varandi árangri, það þarf að efla forvarnir með
öllum ráðum. Þá ertu að gera gagn til fram-
tíðar.“
Kraninn losar 30% hitaeininga
Fleiri valkostir eru í boði sem krefjast ekki
skurðaðgerðar. Einn slíkur er hinn svokallaði
krani eða magaslanga. „Á því sjúkrahúsi sem
ég starfaði við í Svíþjóð er nú búið að með-
höndla yfir 200 sjúklinga með magaslöngu. Þá
er slöngu komið fyrir í maga og á kviðnum er
hnappur. Hugmyndin er sú að þú getir borðað
þar til þú ert saddur. Þá tappar þú hluta mál-
tíðarinnar af til að fækka hitaeiningunum sem
líkaminn tekur upp. Þetta gerir þú þrisvar á
dag og tekur hver tæming um fimm mínútur.
Sýnt hefur verið að 30% færri hitaeiningar eru
teknar upp með þessari aðferð. Það getur hins
vegar dugað að tæma einu sinni á dag þegar
þú ert kominn í kjörþyngd,“ segir Aðalsteinn
og bætir við að með þessari aðgerð missir fólk
yfirleitt um eitt kíló á viku. „Það þarf að tyggja
matinn mjög vel og borða hægar en fólk er
vant og það eitt og sér kennir fólki að umgang-
ast mat á annan hátt. Kosturinn við þessa með-
ferð er að slöngunni er komið fyrir í maga-
speglun og ef fólk vill láta fjarlægja hana er
það gert á fimm mínútum.“ Aðalsteinn segir að
allar líkur séu á að fólk þyngist aftur ef slang-
an sé fjarlægð og því verði að horfa á þessa
meðferð sem langtímameðferð eins og alla
aðra meðferð við offitu.
Vinsældir magabandsins dvína
Magabandið er kostur sem Aðalsteinn kýs að
nota ekki og hefur hann ákveðnar skoðanir á
því.
„Bandið var mikið sett í fólk á áttunda og ní-
unda áratugnum og í Svíþjóð er enginn sem
framkvæmir þessa aðgerð lengur, hún er al-
gjörlega dottin út. Ástæðan er sú að maga-
bandið skilar ekki nógu góðum árangri til
lengri tíma. Árangurinn getur verið ágætur
fyrstu 3-5 árin en svo er því miður allt of hátt
hlutfall sjúklinga sem fær annaðhvort óþæg-
indi eða nær ekki nógu góðum árangri. Rann-
sóknir hafa sýnt að stórt hlutfall af þessum
sjúklingum lætur fjarlægja bandið aftur eða
lætur tæma bandið og hefur því ekkert gagn af
því. Sem dæmi er ég að vinna á Landspítal-
anum og þar erum við að fá töluvert af beiðn-
um um að láta fjarlægja bönd,“ segir Aðal-
steinn. „Þetta er sú hlið sem ég sé. Það getur
vel verið að hægt sé að ná góðum árangri með
þéttara eftirliti og ég er ekkert að draga það í
efa. En það er mikilvægt að vita að í saman-
burðarlöndum eins og í Bandaríkjunum og í
Evrópu, eru vinsældir magabandsins að
minnka hratt. Mín skoðun er sú að það er
ábyrgðarhluti að tala allt of fallega um bandið,
maður þarf að upplýsa um ókosti þess líka.“
’ Rannsóknir hafa sýnt aðstórt hlutfall af þessum sjúk-lingum lætur fjarlægja bandiðaftur eða lætur tæma bandið og
hefur því ekkert gagn af því.
Sem dæmi er ég að vinna á
Landspítalanum og þar erum
við að fá töluvert af beiðnum
um að láta fjarlægja bönd.
Magabandið er sett á efsta hluta
magans og með því getur það fjar-
lægt matarlyst þína og kemur í veg
fyrir að þú finnir fyrir hungri. Að-
gerðin er gerð með kviðsjá. Það þarf
að stilla bandið eftir þörfum. Það
dugar út ævina en hægt er að fjar-
lægja það. Ráðlagt fyrir fólk með BMI
yfir 30.
Magaermi er aðgerð sem gerð er
með kviðsjá. Þá eru 85% af maganum
fjarlægð. Það er ekki hægt að snúa
því við. Fólk finnur fyrir seddu af
mjög litlum skömmtum. Ráðlagt fyrir
fólk sem þjáist af mikilli offitu.
MAGAAÐGERÐIR
Líkamsmassastuðull (BMI) er einn af
þremur leiðbeinandi þáttum til að meta
hvort einstaklingur er of þungur. Hinir
þættirnir eru mittismál og áhættuþættir
sjúkdóma og kvilla sem tengjast offitu.
Líkamsmassastuðull er mælikvarði á
þyngd eða massa miðað við hæð. Til að
reikna hann: Þyngd(kg)/ hæð(m)2.
(Dæmi: Siggi er 90 kg og 1,84 m á hæð
BMI = 90/(1,84 x 1,84) = 26,6)
Helstu viðmið BMI eru eftirfarandi:
BMI < 18,5 einstaklingur of léttur
BMI = 18,5-24,9 einstaklingur eðlilegur
BMI = 25,0-29,9 einstaklingur of þungur
BMI = 30,0 einstaklingur þjáist af offitu
BMI STUÐULL