Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Qupperneq 26
Vörumerkið iglo+indi kynnir Empwr-peysuna, sem framleidd er í samstarfi við
UN Women á Íslandi. Empwr-peysan er bæði ætluð á börn og fullorðna og
er þetta í fyrsta sinn sem iglo+indi framleiðir flík á fullorðna. Allur ágóði
af sölu á peysunum rennur til reksturs griðastaða UN Women fyrir
konur á flótta. Peysurnar verða seldar í verslunum iglo+indi.
Samstarf iglo+indi og UN Women
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fata-
kaupum? Til að forðast skyndiákvarðanir er snjallt að sofa á hlutum.
Sé maður enn með flíkina á heilanum morguninn eftir er líklegt að
hún eigi að verða þín. Í seinni tíð hef ég líka valið gæði fram yfir
magn. Það hefur reynst vel.
Hvar kaupir þú helst föt? Zara inniheldur yfirleitt allt sem mér
þykir fallegt. Þegar ég ferðast erlendis finn ég alltaf eitthvað fal-
legt í Cos og fer aldrei tómhent út úr Monki enda nóg af fjörlegum
fötum sem poppa upp látlausa klæðnaðinn sem ég á það til að velja.
Einfalt er samt oftast best.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Ég komst nýverið upp á
lagið með að nota augnskuggablýant, sem hefur reynst frábær
lausn í tímaþröng. Baugafelari er svo auðvitað algjör nauðsyn fyrir
þreyttar mömmur. Fallegur gloss gerir alla daga betri, sem og ilm-
vatnslykt í stíl við skapið. Ég fer heldur ekki fet nema augnblýant-
urinn Teddy frá Mac sé með í för, sem og maskari, en ég er mikill
maskaraperri þó að ég hafi ekki enn fundið minn eina rétta.
Hver hafa verið bestu kaupin þín? Alls konar treflar í yfirstærð sem
halda á mér hita yfir mesta kuldatímabilið og lífga upp á hversdags-
legar kápur, jú og þægilegir sportskór. Lífið er of stutt fyrir hælsæri.
Hvaða tískutímaritum/bloggum fylgistu með? Ég er ekki ein af
þeim sem skoða bara myndir í tímaritum, ég vil lesa greinarnar, Marie
Claire, Porter og Harper’s Bazaar eru meðal þeirra fjölmörgu tíma-
rita sem fjalla um spennandi hluti.
Íris Hauksdóttir velur
gæði fram yfir magn þegar
kemur að fatakaupum.
Fölbleikur kjóll
úr einni eftir-
lætisverslun
Írisar, Cos.
Íris Hauksdóttir, blaðakona hjá Vikunni, er jakkasjúk og fær ekki nóg af
kimono sem hægt er að klæða upp og niður. Hún er einnig með mikið
maskarablæti og ilmvötn á heilanum. Íris segir mikilvægt að taka sjálfa sig
ekki of alvarlega þegar kemur að tísku og mestu máli skipti að fylgja hjartanu.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég fell oftast fyrirþægilegum fötum, síðum peysum, rifnum gallabuxum og svoauðvitað öllu með blúndum. Ætli ég sé ekki með hæfilega
fíngerðan stíl með nettu dassi af pönki, en ég er samt frekar afslöppuð
og læt sjaldnast tískustrauma stjórna mér.
Hvað heillar þig við tísku? Líklega frelsið, rétt eins og þegar
kemur að förðun, það má allt. Að mínu mati er mikilvægt að taka
sig ekki of alvarlega og vera ekki upptekin af því hvað sé töff og í
tísku, heldur fylgja frekar hjartanu, enda skín það alltaf í gegn
þegar maður fílar sig í fötunum sínum.
Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Ég er jakkasjúk og fæ
ekki nóg af kimono sem hægt er að klæða upp og niður. Annars
fell ég alltaf fyrir fölbleikum flíkum og á nokkrar slíkar í miklu
uppáhaldi. Það er gott að vera ekki of svört.
Á að fá sér eitthvað fallegt fyrir sumarið? Ég er nýbúin að
kaupa mér draumaskóna sem passa við allt og eru æðislegir
með skrautlegum sokkum. Ég mun svo án nokkurs vafa bæta
fleiru við sumarsafnið, til að mynda dreymir mig um sæta skyrtu og
skvísuleg sólgleraugu.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ætli ég hafi ekki
elskað Victoriu Beckham lengst. Annars finnst mér Mila Kunis ofsa-
lega flott og skemmtilegt að fylgjast með henni, Emma Watson tekur
líka áhugaverðar ákvarðanir varðandi tísku. Svo er alltaf gaman að
fylgjast með Lady Gaga fara sínar leiðir, góður innblástur þar.
Íris fer ekki
fet án
augnblýants-
ins Teddy frá
Mac.
Í tímaritinu Marie
Claire má finna
áhugaverðar greinar.
Þessi skvísulegu sólgleraugu frá
Marc Jacobs eru meðal annars á
óskalista Írisar fyrir sumarið.
Victoria
Beckham er
alltaf flott.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fíngerður stíll
með dassi af pönki
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017