Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.6. 2017
LESBÓK
TÓNLIST Eminem hefur upplýst hvaðan hann fékk hvað
mestan innblástur fyrir plötuna The Eminem Show, nefni-
lega frá Jim Carrey. „Hugmyndin að The Eminem Show
kom frá The Truman Show af því að líf mitt var eins og sirk-
us og á þessum tíma leið mér eins og það væri alltaf verið að
fylgjast með mér. Í raun samdi Jim Carrey plötuna,“ skrifaði
rapparinn á Instagram og vísar til kvikmyndar Carrey frá
1998.
The Eminem Show á fimmtán ára afmæli um þessar
mundir, en hún hefur selst í meira en tíu milljón eintökum í
Bandaríkjunum frá því að hún kom út árið 2002. Hún er líka
á topp 100 lista Rolling Stone yfir bestu plötur fyrsta áratug-
ar þessarar aldar. Hún fékk Grammy-verðlaun sem besta
rappplatan og var tilnefnd í flokknum plata ársins.
Innblástur frá Jim Carrey
Eminem
árið 2002.
AFP
KVIKMYNDIR Ron Howard hefur tekið að
sér að leikstýra heimildarmynd um óperu-
söngvarann Luciano Pavarotti. Howard ætl-
ar einnig að framleiða myndina ásamt fleir-
um, að því er Variety greinir frá.
Pavarotti fæddist árið 1935 á Ítalíu og lést
úr krabbameini árið 2007. Hann hóf feril sinn
sem óperusöngvari árið 1961 á Ítalíu og kom
síðast fram á Vetrarólympíuleikunum í Tór-
ínó árið 2006.
„Líf Pavarotti var dramatískt og uppfullt
af bæði hápunktum og lágpunktum og eins
og allir krefjandi persónuleikar var hann
maður mótsagna,“ sagði Howard.
Heimildarmynd um Pavarotti
Ron Howard
AFP
Elfar Aðalsteins leik-
stýrir rísandi stjörnum
End of Sentence, ný kvikmynd eftir íslenska leikstjórann Elfar Aðalsteins,
var kynnt í Cannes í síðasta mánuði en tökur á henni hófust á Írlandi fyrir
um tveimur vikum. Fjölmargir Íslendingar koma að gerð og framleiðslu
myndarinnar og mun eftirvinnsla að öllum líkindum fara fram á Íslandi.
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com
Hawkes, sem fór með hlutverk í Eve-
rest. Írska leikkonan Sarah Bolger
fer með hlutverk puttaferðalangsins
en hún hefur m.a. unnið til verðlauna
fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum
The Tudors. Líkt og Lerman hóf
Hinn bandaríski Logan Lerman
leikur soninn Sean en Lerman er rís-
andi stjarna í Hollywood. Hann hóf
leiklistarferilinn aðeins átta ára er
hann lék son Mel Gibson, bæði í kvik-
myndunum The Patriot og
What Women Want og hef-
ur mikla reynslu þrátt
fyrir ungan aldur en með-
al nýlegra mynda hans er
stríðsmyndin Fury þar
sem hann lék á móti Brad
Pitt. Lerman lék einn-
ig Ham, son
Nóa, í sam-
nefndri kvik-
mynd sem tek-
in var upp á
Íslandi og
hefur því
þegar teng-
ingu við ís-
lenska
kvik-
myndagerð
líkt og John
ure og verðlaunamyndinni Sailcloth,
þar sem John Hurt fór með aðal-
hlutverk. End of Sentence er hins
vegar íslensk/bandarísk mynd fram-
leidd af Elfari og Guðrúnu Eddu Þór-
hannesdóttur frá Berserk Films, Evu
Maríu Daníels, Samson Films á Ír-
landi og hinu bandaríska Palomar
Pictures, framleiðslufyrirtæki Sig-
urjóns Sighvatssonar, en hann er ný-
kominn frá Cannes þar sem hann
kynnti myndina ásamt fulltrúum
dreifingarfyrirtækisins Rocket
Science.
Ungar stjörnur í hópnum
Handrit End of Sentence er skrifað
af Michael Armbruster, sem m.a.
skrifaði Beautiful Boy, mynd sem
Eitt aðalhlutverkið í myndinni erí höndum bandaríska leikar-ans John Hawkes sem íslensk-
ir bíógestir ættu að kannast við úr
mörgum kvikmyndum síðustu ár en
með eftirminnilegri hlutverkum hans
er fatlaða ljóðskáldið í The Sessions,
sem Hawkes hlaut fjölda tilnefninga
og verðlaun fyrir ásamt móttleikkonu
sinni, Helen Hunt. Ólafur Darri
Ólafsson fer með lítið hlutverk í End
of Sentence og meðal annarra Íslend-
inga sem koma að myndinni eru Karl
Óskarsson sem sér um kvikmynda-
töku og Kristján Loðmfjörð sem sér
um klippingu.
Elfar Aðalsteins hefur unnið að
gerð fjölmargra mynda og skrifaði og
leikstýrði stuttmyndunum Subcult-
skartaði Maria Bello og Michael
Sheen í hlutverkum foreldra drengs
sem fremur fjöldamorð í skólanum
sínum. End of Sentence fjallar hins
vegar um feðga sem leggja í ferðalag
frá Bandaríkjunum til Írlands til að
dreifa ösku eiginkonunnar og móð-
urinnar í fæðingarlandi hennar.
Feðgarnir höfðu skorið á öll tengsl
sín á milli og sonurinn er nýkominn
úr fangelsi er hann samþykkir treg-
lega að fara í ferðalagið gegn loforði
um að þeir þurfi aldrei að eiga sam-
skipti eftir það. Ferðin verður hins
vegar óútreiknanlegri en þeir höfðu
búist við, siðir og móttökur heima-
manna koma þeim í opna skjöldu og
bakpokaferðalangur kemur inn í líf
þeirra á óvæntan hátt.
Logan LermanJohn Hawkes
Bókaðu
núna og
tryggðu þér
pláss
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð á mann frá . . . . . kr. 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð á mann frá . . . . kr. 74.500
1
Bókaðusnemma ogtryggðu þér pláss
Taktu bílinnmeð í ferðalagiðFæreyjar - Danmörk - Evrópa 2017
Færeyjar2 fullorðnir
með fólksbíl
Verð á mann frá34.500
Danmörk
2 fullorðnir
með fólksbíl
Verð á mann frá
74.500
570 8600 / 470 2808 · www.smyrilline.is
Mikið er bókað nú þegar með Norrænu á næsta ári. Því er mikilvægt fyrir þá sem ætla að ferðast
með Norrænu að bóka sig sem fyrst og tryggja sér pláss á meðan enn er laust pláss.
Aðeins25% núna,eftirstöðvarmánuði fyrirbrottför
Bæklingur 2017
Nýja bæklinginn okkar
er nú hægt að sækja á
heimasíðuna,
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Fjarðargötu 8 | 710 Seyðisfjörður | Sími: 4702808
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn
með í ferðalagið
til Færeyja og Danmerkur 2017
Frá tökustað myndarinnar í nágrenni Dublin á Írlandi.