Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Síða 37
Leikstjórinn Elfar Að-
alsteins ásamt Karli Ósk-
arssyni kvikmyndatöku-
manni við tökur á End of
Sentence á Írlandi í vikunni.
Úr einkasafni
hún ferilinn snemma og lék, ásamt
yngri systur sinni, í kvikmyndinni In
America þegar hún var níu ára göm-
ul. Sú mynd fékk tilnefningar til bæði
Óskars- og Golden Globe-verðlauna
og allt leikara-
liðið var til-
nefnt til
Screen
Actors Gu-
ild Awards.
Ljúfsár saga
Vanity Fair sagði frá því nýlega að
End of Sentence hefði verið kynnt sem
kvikmynd í framleiðslu í Cannes en
Rocket Science sem hefur tryggt sér
alþjóðlegan sölurétt á myndinni. „End
of Sentence er hlý, fyndin og hjart-
næm saga af ósamlyndum feðgum sem
finna tengingu á ný; vegreisumynd
sem gerð er af næmi og húmor. Þar á
ég við bæði leikarana hæfileikaríku og
hið frábæra teymi sem stendur að
myndinni. Hún mun áreiðanlega
hreyfa við áhorfendum víða um heim,“
er haft eftir Thorsten Schumacher,
forstjóra Rocket Science.
End of Sentence er fyrsta kvikmynd
Elfars í fullri lengd en hann stefnir á að
frumsýna hana í janúar á næsta ári.
„Við erum komin með meiriháttar leik-
arahóp og tökulið og ég hlakka mikið
til að vinna með þeim að því að gæða
þessa ljúfsáru sögu Michaels lífi,“ sagði
Elfar í fréttatilkynningu stuttu áður en
tökur hófust, en þær standa yfir fram
til mánaðamóta.
Ólafur Darri Ólafsson fer með hlutverk í myndinni End of Sentence.
Sarah Bolger
AFP
4.6. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
SJÓNVARP Netflix hefur ákveðið að
hætta með Sense8 eftir tvær þáttaraðir.
Streymisveitan staðfesti þetta fyrir
helgi. Þessir vísindaskáldsöguþættir
eru úr smiðju Lönu og Lilly Wachowski
og J. Michael Straczynski. Lilly og Lana
eru þekktar sem höfundar Matrix-
þríleiksins. „Sense8-sögunni lýkur eftir
23 þætti, 16 borgir og 13 lönd,“ sagði
Cindy Holland hjá Netflix og þakkaði
um leið höfundum þáttanna. Viku áður
tilkynnti Netflix að það yrði ekki fram-
leidd önnur þáttaröð af The Get Down,
tónlistardrama Baz Luhrmann.
Sense8 hættir Leikaraliðið
úr Sense8.
TÓNLIST Fyrrverandi Oasis-stjarnan Liam
Gallagher spilaði í fyrsta sinn á tónleikum
sem sólólistamaður í London þegar hann
hélt tónleika í Brixton Electric á fimmtu-
dagskvöld. Hann tók meðal annars lög af
væntanlegri plötu sinni As You Were ásamt
því að hann spilaði þekkta Oasis-slagara á
borð við „Rock N’ Roll Star“ og „Morning
Glory“.
Með honum í sveitinni eru Drew McCon-
nel úr Babyshambles á bassa, Jay Mahler
bassaleikari Kasabian á tónleikaferðalög-
um, Mike Moore á gítar, Dan McDougall á
trommur og Chris Madden á hljómborð.
Liam spilar sóló
Liam Gallagher.
AFP
Hertoginn af Cambridge og Harry prins segjast
vera að gera skyldu sína sem synir með því að
taka þátt í heimildarmynd BBC um móður
þeirra, Díönu prinsessu. Þeir vilja heiðra nafn
hennar og finnst þeir hafa valdið henni von-
brigðum í fortíðinni með því að vernda hana
ekki. Í myndinni munu Vil-
hjálmur og Harry ræða um
vikuna eftir dauða hennar, allt
frá því þegar þeim var til-
kynnt um sviplegt andlát
móður sinnar og þangað til
útförin fór fram. Myndin, sem
verður 90 mínútur að lengd,
er gerð í tilefni þess að 20 ár
verða liðin frá andláti Díönu
þann 31. ágúst. Vinnuheitið er
einfaldlega Díana.
„Við brugðumst henni þeg-
ar við vorum yngri,“ mun Vil-
hjálmur segja í myndinni að
sögn BBC. Hann segir að þeir
vilji minna alla á hvaða per-
sónu hún bjó yfir.
Harry segir að hann hafi
orðið fyrir miklum áhrifum af
þeirri ást og öllum þeim til-
finningum sem hann fann hjá al-
menningi eftir lát móður sinnar.
„Það var ótrúlega fallegt og
magnað, þegar ég horfi til baka,
það var magnað hve mikil áhrif
móðir okkar hafði á svo margt
fólk,“ segir Harry í myndinni.
Í myndinni verða viðtöl við
nána vini Díönu, stjórnmálafólk
og blaðamenn, sem sumir hverj-
ir eru að ræða í fyrsta sinn op-
inberlega um lát Díönu og það
sem fylgdi í kjölfarið.
BBC hefur ennfremur tilkynnt
að sjónvarpsstöðin ætli að fram-
leiða leikna mynd sem mun
bera nafnið Díana og ég sem
fjallar um hvaða áhrif andlát
Díönu hafði á fjórar ólíkar
manneskjur.
HEIMILDARMYND UM DÍÖNU
Vilja heiðra
móður sína
Bræðurnir á góðum degi með Díönu móður sinni.
Harry og Vilhjálmur á leið í brúðkaup
Pippu Middleton.
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögumSvansvottuðbetra fyrir umhverfið, betra fyrir þig.
Almött veggmálning
Dýpri litir – dásamleg áferð
u Frábær þekja
u Mikil þvottheldni
u Hæsti styrkleikaflokkur