Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.06.2017, Page 40
SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2017
Gunnlaugur Jónsson er maðurinn á bak við
nýtt app sem heitir Skroll, en hugmyndina
fékk hann ásamt bræðrum sínum Ívari Páli
og Konráði árið 2013. „Þetta gengur út á að
búa til myndbandaþræði með öðrum. Það er
auðvelt að stofna fyrsta myndbandið og allir
sem þú býður inn mega bæta inn mynd-
klippum. Þetta hentar vel fyrir margt en
þetta er upprunalega hugsað út frá gríni.
Þetta er líkt því sköpunarferli sem er þar í
gangi, fólk hendir boltanum á milli sín.
Miðillinn hentar líka fyrir spunaleiki og áskoranir. Þetta er fyrir
opnum tjöldum en það er líka hægt að gera þetta í leyni með vin-
um ef þú stillir það þannig. Þetta gengur miklu meira út á sam-
vinnu en að vera bara sóló í sjálfhverfunni. Sá sem stofnar eitt
svona hefur stjórn á því og býður öðrum upp í dans,“ segir hann,
en heildin spilast svo sem eitt myndband og sá sem byrjaði get-
ur endurraðað myndbrotum eða eytt út.
Ólíkt Snapchat er útkoman eitthvað sem lifir og er einnig
hægt að deila á Skrolli og öðrum miðlum. „Þetta er líkara You-
Tube hvað það varðar. Fólk setur efni inn og það er áfram til eft-
ir nokkur ár og gaman að eiga það,“ segir Gunnlaugur.
Skroll er til fyrir iPhone og kemur síðar fyrir Android en
Android-notendur og aðrir geta fylgst með efni, þumlað og
skrifað komment á skroll.is.
Nú þegar er komið ýmislegt efni inn á miðilinn og er til dæmis
hægt að fylgjast með félögunum úr Mið-Íslandi þarna. „Maður
fylgir vinum og kunningjum en líka til dæmis frægum grínistum
eða fólki sem skapar sér nafn inni á miðlinum,“ segir hann, en
búast má við því að nýjar stjörnur spretti upp með nýjum miðli.
Appið kemur á markað í Bandaríkjunum í haust. „Við erum
byrjaðir að undirbúa það og erum í ágætis samtali við þekkt
grínfyrirtæki og aðila sem eru á þessum smáforritamarkaði.“
Boðið upp í gríndans
Gunnlaugur
Jónsson
Skroll, nýtt íslenskt app, gengur út á að búa myndbandaþræði með öðrum
þar sem útkoman lifir. Hægt er að fylgja vinum eða frægum grínistum.
Ýmislegt efni er komið inn á miðilinn og er t.d.
hægt að fylgjast með félögunum úr Mið-Íslandi.
Fyrir rétt rúmum 50 árum, þann
3.júní 1966, var sagt frá því á for-
síðu Morgunblaðsins að tungl-
farið Surveyor hefði lent á tungl-
inu og sent þaðan 144 myndir og
búist var við fleiri hundruð
myndum næstu daga. Myndirnar
sem höfðu borist frá tunglfarinu
voru svo skýrar að það uppfyllti
allt það sem vísindamenn von-
uðust til. Lendingin tókst vel, en
Surveyor lenti í Flamsteed-gíg í
Stormahafinu og náði að lenda
innan 16 km frá ráðgerðum
lendingarstað. Einungis hálftíma
eftir lendingu byrjaði tunglfarið
að senda myndir til jarðar. Sur-
veyor ferðaðist á 4.800 km
hraða á klukkustund en þegar
tunglfarið nálgaðist lendingu
jókst hraðinn í 9.450 km á
klukkustund vegna aðdráttarafls
tunglsins. Surveyor ferðaðist alls
385.000 km leið. Myndirnar sem
farið sendi töldust athyglisverð-
ar og um var að ræða stórkost-
legt afrek. Þetta var fyrsta til-
raun Bandaríkjamanna til að
lenda geimfari mjúklega á tungl-
inu. Mikil bjartsýni var að hægt
yrði að senda mannað tunglfar
til tunglsins fyrir 1970.
GAMLA FRÉTTIN
Surveyor á
tunglinu
Fyrsta tungllending
Bandaríkjamanna
heppnaðist fullkomlega.
AFP
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Logi Bergmann Eiðsson
sjónvarpsmaður
Jon Hamm
leikari
Ty Burrell
leikariSkeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Natuzzi Ítalía Golf Model 2945
Lengd 216 cm. Leður ct.10. Verð 299.000,-
s
s Natuzzi Italia Philo Model 2957
Lengd 214 cm. Leður Ct.15 Verð 740.000,-
s Natuzzi Italia Avana Model 2570
Lengd 224 cm. Leður Ct.15. Verð 479.000,-
s Natuzzi Italia Dado Model 2822
Lengd 214 cm. Leður ct.10. Verð 299.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Italia
Skoðið nýju vefverslun okkar
casa.is