Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Page 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017 FRÆGÐIN Efron var eittsinn spurður að því hvern- ig hann sjái framtíðina fyrir sér. „Innst inni veit ég að þetta gæti allt horfið á morgun, líkurnar á að ná árangri í þessum bransa eru litlar eða engar og í augnablikinu held ég að líkurnar séu á móti mér. Það eru ekki margir sem eiga langan leikaraferil og þess vegna verður þú virkilega að leggja í vinnuna, þú getur aldrei verið sáttur, aldrei taka því sem sjálfgefnu.“ Þegar hann er spurður út í hvernig það er að vera frægur þá segir hann „Það er skrítið, en mér finnst ég ekki eiga alla þessa athygli skilið. Það er ekki nema ein leikaraprufa fyrir Disney Channel sem aðskilur mig frá 2.000 öðrum dökkhærðum, bláeygðum strákum í Los Angeles.“ Vegna frægðar sinnar í High School Musical árið 2006, þurfti hann að skipta um símanúmer eftir að gríðarlega margir aðdáendur víðsvegar að höfðu hringt til hans. Efron var nefndur fimmti kynþokkafyllsti maðurinn í blaðinu Glamour á lista yfir 50 kynþokkafyllstu menn árið 2011. Zac Efron þegar hann var að stíga sín fyrstu skref sem leikari. Þurfti að skipta um símanúmer ÁSTIN Árið 2005 kynntist hann Vanessu Hudgens en þau léku saman í myndinni High School Musical. Þau byrjuðu saman tveimur árum seinna eða árið 2007 og voru saman til ársins 2010. Síðan þá hef- ur hann verið í sambandi með mörgum þekktum konum, þar á meðal söngkon- unni Taylor Swift, módelinu Sami Miró og leikkonunum Michelle Rodriguez og Lily Collins. Nú í ár er orðrómur að hann sé í sambandi með Alexöndru Daddario sem lék með honum í myndinni Bay- watch. Hann segir að hún sé mögnuð leikkona og virkilega klár. Einnig finnst honum hún vera þroskaðri en aðrar kon- ur, en eftir nokkur misheppnuð sambönd segist hann ekki vera að drífa sig í neinu. Kærustupar eða vinir? KVIKMYND Efron hefur verið mikið í sviðsljósinu upp á síðkastið og hafa verið tekin mörg viðtöl við hann núna nýlega vegna nýjustu myndarinnar Baywatch. Þá einna helst vegna þess hversu góðu líkamlegu formi hann er í. Margir hafa áhuga á að vita hvernig kappinn komst í svona gott form, þó að hann hafi alltaf litið vel út þá lagði hann sig enn þá meira fram í líkamsræktinni fyrir þessa kvikmynd. Hann æfði hjá einkaþjálfara og fór eftir ströngu mataræði. Hann sagði sjálfur í einu viðtali þegar hann var spurður hvernig hann hefði komist í svo gott form: „Ég borðaði ekki kolvetni í tvo mánuði, það var ekki gaman, ég setti líkamann í gegnum margt.“ Því má segja að það er ekkert sjálfgefið í þessu starfi og það er mikil vinna á bak við það að vera leikari. Í sínu besta formi. Borðaði ekki kol- vetni í tvo mánuði Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni@hitataekni.is hitataekni.is ótorlokar ir allar stærðir kerfa. tum einnig boðið mótorloka llar algengustu gerðir loka frá öðrum framleiðendum. Gæðamótorlokar frá Sviss M fyr Ge á a ZACHARY DAVID ALEXANDER EFRON er betur þekktur undir nafn- inu Zac Efron. Hann er bandarískur leikari og söngvari fæddur árið 1987 í San Luis Obispo í Kaliforníu. Leikaraferill hans byrjaði af alvöru þegar hann var ellefu ára, eftir að foreldrar hans uppgötvuðu sönghæfileika hans. Hann hafði þó áður leikið í þáttunum ER en þá var hann sjö ára gamall. Söng- og leiklistarhæfileikar hans leiddu síðan til þess að hann fékk hlut- verk í þáttunum Gypsy og var þá ekki aftur snúið. Efron varð fyrst frægur fyrir leik sinn í myndinni High School Musical árið 2006, þá 19 ára gamall, fyrir það vann hann verðlaunin nýliði ársins á Teen Choice Award. Ári seinna lék hann síðan í High School Musical 2 sem setti met í áhorfstölum með 17,5 milljónir áhorfenda. Lengi vel lék hann í kvikmyndum þar sem hann fór með hlutverk skólastráks þrátt fyrir að vera mikið eldri en per- sónan sem hann lék og þróaði þar með sér barnastjörnuímynd. Hann hefur notið mikilla vinsælda og þá helst meðal yngri kynslóðar- innar. Eftir því sem hann lék í fleiri myndum hefur hann hægt og rólega verið að færa sig úr barnastjörnuímyndinni. Í myndinni Neighbors fer hann með hlutverk ungs manns sem er í bræðralagi og mikið samkvæmisljón, þar fær hann þessa vandræðagemsaímynd á sig og nær að stimpla sig al- gjörlega út sem barnastjarna. Hann hefur einnig leikið í mörgum öðrum myndum og má þar nefna Hairspray, 17 Again, New Year’s Eve, The Lucky One og fleiri. Nýjasta myndin sem hann lék í er Baywatch en það er nokkurskonar endugerð af þáttunum Baywatch sem voru gríðarlega vinsæl- ir á tíunda áratuginum, þar fer hann með eitt af aðalhlutverk- unum í myndinni. Í frítíma sínum hefur hann síðan gert upp tvo bíla en einnig spilar hann á píanó þegar hann er heima við. Hann hefur líka gaman af íþróttum og hreyfingu en uppá- haldsíþróttagreinarnar hans eru meðal annars golf, skíði, fjallaklifur og snjóbretti. Allir leikarar hafa sína leiklistar- fyrirmynd og hjá Efron er það Johnny Depp en einnig heldur hann upp á leikarana Brad Pitt, Christian Bale, Leonardo Di- Caprio og Jack Black. Frægðin á það til að vefjast fyrir fólki og á það stundum til að leita í vímugjafa, Efron fór út af leið en snemma árs 2013 fór hann í meðferð vegna drykkjuvanda- mála og misnotkunar vímuefna. Hann náði sér þó á strik og hefur verið edrú síðan í júní 2013. nina@mbl.is Ekki lengur barnastjarna AFP ’ Efron fór út af leið ensnemma árs 2013 fórhann í meðferð vegnadrykkjuvandamála og misnotkunar vímuefna. Leikararnir í myndinni Baywatch. Efron hefur gaman af íþróttum og hreyfingu. Það gengur sá orðrómur að Efron og Daddario séu saman.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.