Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017 VETTVANGUR Ekki man ég hverjir eru nú-verandi eigendur að fyrir-huguðu hóteli sem á að rísa upp úr holunni við hliðina á Hörpu. En ég man hrifningu borg- aryfirvalda þegar útlendur millj- arðamæringur fékk byggingar- leyfið á sína hendi, við værum að fá erlenda fjárfestingu, frábært, tímamót! Já, það var orðið sem var notað, „tímamót“, þetta væri til marks um að farið væri að rofa til á Íslandi, húrra. Og nú hefur auðmaður fest kaup á íslenskri hótelkeðju. Ætli að aftur sé ekki húrrað? Þetta er náttúrlega erlend fjárfesting! Og millinn verður „Íslandsvinur“. Og kannski verða hótelin hans ennþá stærri og ferðamennirnir margfalt á við það sem nú er. En er það endilega gott? Það finnst þeim hjá WOW air og Ice- landair. Þeir vilja gera Ísland að Dubai norðursins. Hér verði tengi- flugvöllur norðurhvelsins. Þeir vita að um þetta geta þeir fengið miklu ráðið enda skipulagsvaldið nánast komið til þeirra. Isavia sit- ur í áhorfendastúkunni í besta falli og bregst við vinkinu frá þeim sem hafa auðinn og þar með vald- ið á hendi. Fréttir berast af því að tugþús- undir aðkomu- manna streymi til landsins í atvinnu- skyni og þar með til að fullnægja draumum allra fjárfestanna, er- lendra og inn- lendra, um upp- byggingu og aftur uppbyggingu. Bara einhvers konar uppbygg- ingu. Hafa menn hug- leitt að af þessum þúsundum að- komumanna þarf hver og einn íbúð? Og það þýðir húsnæðisvandi, og meira að segja stórfelldur hús- næðisvandi, sem leysa þarf strax! Farið er að tala um gámaíbúðir og gámahverfi og fannst mörgum þó nóg um „einföldun á regluverki“ í tíð síðustu ríkisstjórnar til að full- nægja verktökum og frelsa þá undan kvöðum sem gjarna fylgja fötluðu fólki og öðrum með „sér- þarfir“. Þá fengum við líka að vita að efnalítið fólk þarf ekki geymslur. Enda eigi það ekkert til að geyma! Eftirfarandi finnst mér að gjarnan megi eiga heima í þessari umræðu um stærst og best: Í fyrsta lagi er ástæða til að fagna aukinni ferðamennsku. At- vinnugreinar sem tengjast henni eru um margt eftirsóknarverðar eins og dæmin sanna og nefni ég þar sérstaklega safnamenninguna sem blómstrar með tilheyrandi ræktarsemi við það besta sem við höfum upp á að bjóða. Í öðru lagi er fráleitt að alhæfa um erlenda fjárfestingu á þann hátt sem gert er. Á sama tíma og fjárfesting og þekking erlendis frá inn í tiltekna starfsemi getur verið eftirsóknarverð, vakir oftar en ekki það eitt fyrir fjárfestunum að soga fjármagn út úr landinu og of- an í eigin vasa. Þetta færir okkur nær því að vera það sem einhvern tímann var kallað hráefna-nýlenda. Í þriðja lagi þarf að fara fram lýð- ræðisleg umræða um þá farvegi sem við viljum beina atvinnuuppbygg- ingu í. Viljum við gera Ísland að risavaxinni milli- lendingarstöð fyrir flugið á norður- hveli jarðar með tilheyrandi meng- un – og vel að merkja tilheyrandi ofsa-uppbyggingu? Að mínu mati er hæg þróun betri en hröð. Það á því ekki að raska jafnvægi í atvinnuuppbygg- ingu með hraðupphlaupum. Verði hraðinn, magnið og fjöldinn of mikill, lendum við undir farginu. Þaðan getur verið erfitt að kom- ast. Það er þess virði að hugleiða inntakið í hugtakinu auðvald. Fá- menn þjóð verður að þora að standa vörð um hagsmuni sína gagnvart ágengu auðvaldi. Stærst og mest í heimi er vara- söm hugsun fámennri þjóð. Reyndar er hún varasöm öllum þjóðum! Er stærst og mest líka best? ’Hafa menn hug-leitt að af þessumþúsundum aðkomu-manna þarf hver og einn íbúð? Og það þýðir húsnæðisvandi, og meira að segja stórfelldur húsnæðis- vandi, sem leysa þarf strax! Farið er að tala um gámaíbúðir og gámahverfi. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Morgunblaðið/Ómar Gísli Marteinn Baldursson sjón- varpsmaður tísti: „Fólkið sem vill mislæg gatnamót fyrir mannkeyrða bíla telur að framtíðin sé mjög óljós þegar fjárfesta á í almenningssamgöng- um.#borgarlína“ Bergur Ebbi rithöfundur tísti: „við þurfum N- Kóreu, til að halda uppi lágmarks kaldastríðsstemningu og comic relief á sama tíma – án slíkra ventla erum við prinsiplaust rusl.“ Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir listamaður tísti: Fór í Costco, leið fyrst eins og ég væri að sleppa úr verðlags- Truman Show. Svo eins og ég væri í forsögunni að Wall-E. Grínistinn Þor- steinn Guð- mundsson tísti: Plís, ekki nefna hamborgara eftir Vigdísi Finnbogadóttur. Ekki missa ykkur í plebbaskap. AF NETINU ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Fæst í apótekum Nánar á icecare.is 2 töflur fyrir skemmtun 2 töflur fyrir svefn „Náttúruleg efni sem gera daginn eftir drykkju bærilegri“ Slepptu þynnkunni Það tekur enga stund að rétta nágrönnum okkar og vinum á Grænlandi hjálparhönd. Hringdu í 907 2003 og leggðu til 2.500 krónur í hjálparstarfið. Söfnunarreikningur Hjálparstarfs kirkjunnar: 0334-26-056200, kennitala 450670-0499.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.