Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Side 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Side 14
Getty Images/iStockphoto Þú verður að prófa … Landsbyggðin á sín meira og svo minna þekktu leyndarmál. Staði sem er þarft að heimsækja, súpur sem er vert að smakka, lind sem þess virði er að líta. Sunnudagsblað Morgunblaðsins spurði nokkra mæta menn og konur hverju þeim þætti enginn mega missa af á ferð sinni um landið. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Ég mæli með að leggja í leið- angur á slóðir Egils Skalla- grímssonar við Mosfell og finna loks silfrið hans,“ segir Björg Magnúsdóttir útvarpskona. „Ein af fáum ferðum um Ís- land sem gæti endað á því að koma út í plús.“ Að elta uppi arfleifð víkinganna er ákveð- ið dægrasport. … að feta slóðir Egils „Ég vil benda fólki á að leyfa sælkeranum í sér að njóta sín á ferðalagi um landið,“ segir Albert Eiríksson, matgæðingur með meiru. „Víða eru svo frábærir hlutir að gerast, sælkerabúðir, fólk að framleiða ís, bjóða upp á eitthvað beint frá býli og þótt ég hafi ekkert á móti vegasjoppum þá eru víða kaffihús og lítil veitingahús sem sérhæfa sig á einhvern hátt, eru kannski með sína köku eða sína súpu og eru þekktir fyrir hana. Það er svo gaman að upplifa það og fólk sem leggur sál sína í þetta og er búið að vera að þróa sína rétti. Ég er nýbúinn að borða undurgóða fiskisúpu hjá Bigga bak- ara í Eyjakaffi í Hrísey. Fiskurinn sem var í súpunni var veiddur innan við klukkustund áður en hún var borin á borð fyrir okk- ur. Vel útilátin súpa, bragðmikil og litfögur. Eyjakaffi er svo að segja í fjöruborðinu og við sáum hvali og trillur rétt fyrir utan. Fiskisúpan hjá Bigga er gott dæmi um natni og vönduð vinnu- brögð sem svo víða má finna á hringleið um landið. Við þurf- um bara að hafa augun opin og spyrjast fyrir.“ Fiskisúpan í Eyjakaffi er leyndarmál Hríseyjar. … fiskisúpuna í Hrísey Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Ég mæli með að Íslendingar fari á tón- leika, uppistand og leiklistarviðburði á ferðalögum sínum um landið og upplifi list- viðburði heimamanna og líka þeirra lista- manna sem leggja land undir fót á hverju ári,“ segir Þorsteinn Guðmundsson grínisti með meiru. „Græni hatturinn á Akureyri býður oft upp á frábæra tónleika og Vagninn á Flateyri sömuleiðis svo einhverjir góðir staðir séu nefndir.“ … tónleika á Vagninum Sniglabandið og Bjartmar Guðlaugsson hafa troðið upp á Flateyri í sumar. LANDIÐ 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017 „Við fjölskyldan fórum á Skrímslasetrið á Bíldudal fyrir nokkrum árum og það var æðislega gaman og fróðlegt fyrir okkur öll,“ segir Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik- kona. „Ekki skemmdi heldur fyrir að safnið er virkilega hræðilegt á köflum og það þurfti að sannfæra yngstu fjölskyldumeðlimina um að gefa þessu nú séns. Sem þeir og gerðu og voru þvílíkt stoltir af sjálfum sér á eftir.“ … Skrímslasetrið Skrímslasetrið er æsandi lífsreynsla fyrir ferða- langa á Vestfjörðum. „Að fara á góðan hest í íslensku sumarveðri og ríða um fagra nátt- úru, yfir ár og sprænur, sanda og hæðir er einstök upplifun,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þing- maður. „Löngufjörur á hestbaki til dæmis, það er bara ekkert betra.“ Löngufjörur á sunnanverðu Snæ- fellsnesi eru fallegar skeljasands- fjörur sem margir nota til útreiða. Best er að fara með leiðsögn. … Löngufjörur á hestbaki Ljósmynd/Árni Þórður Jónsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.