Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Page 15
9.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
„Ég mæli með
kajaksiglingum
við Stokkseyri.
Það er mjög
gaman að fara
stóra siglinga-
hringinn sem
boðið er upp á í
stilltu veðri,“ segir María
Sigrún Hilmarsdóttir frétta-
kona.
„Þá er fyrst róið eftir Löngu-
dæl inn þröngar rásir fenja-
svæðisins og svo með Hraunsá
til sjávar. Þá er siglt með
strandlengjunni til baka milli
skerjagarðanna. Stundum
svamla forvitnir selir meðal kaj-
akræðara og það er nokkuð
sem toppar upplifunina. Svo er
gott að fá sér kvöldmat í Rauða
húsinu á Eyrarbakka á eftir.“
Það þykir víst engu líkt að
upplifa strendur landsins í
gegnum kajaksiglingar.
Ljósmynd/Björg Vigfúsdóttir
… kajaksiglingar
„Þú verður að prófa
að sigla út í Drangey
og smakka skarfa-
kálið þar og fara síð-
an á slóðir Sturlung-
anna,“ segir Líf
Magneudóttir borgar-
fulltrúi.
„Það býr einhver kynngimagnaður
kraftur í Drangey og skarfakálið og
Íslendingasöguslóðir eru alltaf mann-
bætandi.“
Sigling út í Drangey er engu lík en siglt er dag-
lega frá Reykjum á Reykjaströnd á sumrin.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
… að heim-
sækja
Drangey
„Þegar ég kom fyrst sem
leiðsögumaður í Sænautasel
á Jökuldal, með hóp af Ítöl-
um fyrir mörgum árum, þá
langaði mig hreinlega að
verða eftir og biðja um
vinnu. Það fyndna var að
einn Ítalinn spurði mig að
því sama: „Vilborg, má ég verða eftir?“ Það
segir mikið um töfra staðarins,“ segir Vilborg
Halldórsdóttir, leikkona og leiðsögumaður.
„Lilja (Óladóttir) rekur þetta af þvílíkum
myndarskap að allir sem koma þangað og fá
hjá henni heitar lummur og kaffi verða bara
betri manneskjur á eftir.
Það má bæta því við til fróðleiks að þegar
Halldór Kiljan Laxness var að undirbúa sig
fyrir að skrifa Sjálfstætt fólk gekk hann
þarna í heiðinni 1926 og fyrirmyndin að
Sumarhúsum er næsti bær við Sænautasel,
Veturhús, en hann breytti því bara í Sumar-
hús.“
Í Sænautaseli á Jökuldalsheiði er rekin ferðaþjón-
usta á sumrin en bærinn lagðist í eyði árið 1943.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
… að koma við í Sænautaseli
„Mér finnst að allir Ís-
lendingar ættu að kíkja í
Óbyggðasetrið í Fljóts-
dal. Þar er sýning um
manninn og óbyggð-
irnar í gegnum tíðina
og ógleymanlegt að
fara um þessa lif-
andi sýningu og fá söguna beint í
æð,“ segir Einar Skúlason, göngu-
garpur og leiðsögumaður með
meiru.
„Reyndar finnst mér að allir ættu
að lesa Aðventuna eftir Gunnar Gunn-
arsson fyrir ferðina. Eftir Óbyggðasýn-
inguna er ekkert betra en að gista á bað-
stofuloftinu í Óbyggðasetrinu og upplifa
á eigin skinni stemninguna á alvöru bað-
stofulofti.“
… gistingu á
baðstofulofti
Gestir fá söguna
beint í æð á bað-
stofuloftinu.
„Minn
uppá-
halds-
staður
á land-
inu er
við
lindina
innst í Ásbyrgi,“ segir
Ólafur Gunnarsson
rithöfundur.
„Að setjast þar og
horfa á tært vatnið og
hlusta á fuglinn kvaka
í bjarginu er að fá for-
skot á himnaríki áður
en maður fer þang-
að.“
Hið stórkostlega Ásbyrgi myndaðist við tvö hamfarahlaup úr
Vatnajökli, fyrir 8-10 og þrjú þúsund árum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
… að fara að lindinni
innst í Ásbyrgi
„Prófið að koma við
í Friðheimum á
ferðum ykkar
í upp-
sveitum Ár-
nessýslu og
kaupa kon-
fekttómata
beint af
hjónunum þar eða í
Bjarnabúð þar rétt fyrir
neðan,“ segir athafnamaðurinn
Einar Bárðarson.
„Eða bara yfirhöfuð að kaupa
ferska íslenska tómata beint frá
bónda eða úti í búð ef þið komist
ekki upp í Tungur.“
Tómatar beint
frá bónda
bragðast vel.
Getty Images/iStockphoto
… tómata beint
frá bónda
„Mér finnst að fólk verði að
prófa að taka svokallað „stay-
cation“,“ segir Jóhannes Haukur
Jóhannesson leikari.
„Þá ferðu í raun ekkert út fyrir
borgarmörkin. Ferð í göngutúr í
101 Reykjavík þar sem er alltaf
eitthvað nýtt og spennandi. Próf-
ar einn af þessum hágæðaveitingastöðum sem
eru úti um allt og jafnvel gengur svo langt að gista
á hóteli í miðbænum sem er sérlega gott ef mað-
ur býr í úthverfunum. Þetta er ekkert öðruvísi en
að fara til London eða Kaupmannahafnar nema
þú sparar flugfarið. Ég get mælt með mexíkóska
veitingastaðnum El Santo á Hverfisgötu.“ Í Reykjavík eru mörg glæsileg hótel sem væri hægt að prófa.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
… miðbæjarævintýri
Ljósmynd/wilderness.is