Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Síða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Síða 20
Arkitektafélagið í London hefur sent frá sér ókeyp- is smáforrit sem sýnir frægustu og merkilegustu byggingar í borginni. Smáforritið sýnir staðsetningar yfir 1.100 sögu- frægustu bygginga í borginni á landakorti. Í forritinu er einnig GPS þannig að forritið leiðir viðkomandi áfram að byggingunum en þar má einnig lesa texta um sögu þeirra. Forritið er því upplagt fyrir áhugafólk um hönn- un, sögu og arkitektúr. Smáforritið ber heitið Guide to the Architect- ure of London og er unnið upp úr bók arkitektanna Edwards Jones og Christophers Woodwards frá 1983. Arkitektafélagið mun halda áfram að bæta bygg- ingum inn í forritið og uppfæra eftir þörfum. Smáforritið sýnir staðsetningu frægustu bygginga Lundúna. Öðruvísi leiðarvísir um London 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017 HÖNNUN Í dag laugardag 8. júlí verður opn- uð í Aðalstræti 2 verslunin Akk- úrat, í húsnæði Hönnunarmið- stöðvar Íslands. Akkúrat selur vandaða íslenska og norræna hönnun auk vel valinnar alþjóð- legrar hönnunar. Sigrún Guðný Markúsdóttir og Döðlur ehf. standa á bak við versl- unina. Sigrún Guðný hefur víðtæka reynslu bæði úr verslunar- og hönnunarbransanum þar sem hún hefur starfað í fjöldamörg ár. „Í Akkúrat leggjum við upp úr því að vera með alhliða hönnun. Í versluninni er allt frá húsgögnum niður í bréfaklemmur. Konseptið byggist á 70% íslenskri hönnun auk norrænnar hönnunar en einnig munum við selja alþjóðlega hönn- un og myndlist. Ætlunin í framtíð- inni er síðan að vinna náið með hönnuðum úr sem flestum hönn- unargeirum en Akkúrat á að vera vettvangur fyrir íslenska hönnun og list.“ Aðspurð hvernig hugmyndin að búðinni kviknaði svarar Sigrún: „Ég hef áður verið sjálfstætt starf- andi í gegnum árin, bæði hér heima og erlendis. Ég bjó í Dan- mörku í níu ár þar sem ég var í námi og rak þar mitt eigið fyrir- tæki í sjö ár. Ég flutti síðan heim fyrir sex árum og starfaði þá sem vörumerkjastjóri og framkvæmda- stjóri meðal annars hjá íslenskum hönnunarfyrirtækjum,“ svarar hún. „Ég fann það síðan mitt á síð- asta ári að mig langaði aftur að fara að gera eitthvað sjálf.“ Sigrún segist lengi hafa gengið með hugmynd að konseptinu í maganum og fékk Daníel og Hörð í Döðlum með sér í lið. „Þegar ég heyrði af plássinu í Aðalstræti ákvað ég að slá til og sækja um það. Ég, í samstarfi við Döðlur, komst í gegn með hugmyndina og mikill heiður að Hönnunarmiðstöð skuli hafa valið og treyst okkur fyrir þessu stóra verkefni.“ Sigrún segir húsið vera eins konar hönnunarhús og megi búast við fjölbreyttu starfi þar í framtíðinni. Opnunarteiti Akkúrat er haldið í dag, laugardaginn 8. júlí, á milli kl. 15 og 18. Ljósmynd/Kjartan Hreinsson Ný hönnunarverslun í miðborg Reykjavíkur Akkúrat selur vandaða íslenska og norræna hönnun auk vel valinnar alþjóðlegrar hönnunar. Nýverið kynnti japanski arkitektinn Sou Fujimoto bókahillur með meðfylgjandi sæti. Þessi samsetning er einstaklega svöl í í útliti þar sem stóllinn, sem einnig inniheldur hillur, er dreginn út úr eining- unni að vild en hillusamsetningin var hönnuð fyrir ítalska merkið Alias. Stóllinn, og hillusamsetningin, eru ein- föld í útliti en hönnunin einstaklega töff, hvort sem stóllinn er hafður inni í inn- réttingunni eða dreginn út. Svöl samsetn- ing sætis og bókahillu Hér má sjá stólinn inni í innréttingunni. Sérlega smart hönnun japanska arkitektsins Sou Fujimoto. Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 ÚTSALAN Sumar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.