Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Qupperneq 21
9.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Áhugaverðar
nýjungar í tækni
og hönnun
Margar spennandi nýjungar í heimi hönnunar
hafa verið kynntar í sumar. Hér getur að líta einungis
brot af flóru nýrrar og áhugaverðrar hönnunar.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Hönnuðurinn Ryan Mario Yasin
sýndi áhugaverða barnafatalínu á
útskriftarsýningu úr Royal College
of Art sem ber heitið Petit Pli. Yas-
in, sem er með grunnmenntun í
verkfræði, hannaði barnafatalínu
úr efni sem stækkar og teygist með
barninu.
Línan samanstendur af vatns- og
vindheldum útifatnaði sem hentar
börnum frá sex til 36 mánaða.
Með línunni vonaðist hönnuður-
inn til þess að minnka fatasóun þar
sem börn á þessum aldri fara gjarn-
an í gegnum sex stærðir og því
gríðarlegt magn af fatnaði sem
börnin þurfa á stuttum tíma.
Línan er einstaklega létt og fyrir-
ferðalítil þar sem auðvelt er að
pakka henni saman í lítinn með-
fylgjandi vasa.
Um þessar mundir er Yasin að
leita að fjárfestum til þess að geta
framleitt línuna.
Þá leggur hann jafnframt áherslu
Fötin eru bæði vind- og vatnsheld og henta börnum frá sex til 36 mánaða.
Fatnaður sem stækkar
með barninu
Fatalínan Petit Pli er fyrirferðarlítil og
létt og auðvelt er að pakka flíkunum í
lítinn vasa sem fylgir fötunum.
að línan verði framleidd hjá aðilum
sem leggja áherslu á umhverfis-
væna starfsemi.
Franska hönnunarhúsið Ill-Studio í samstarfi við tískuhúsið Pigalle tóku
nýverið körfuboltavöllinn Duperré í París í gegn og umbyltu honum
með áhugaverðri litasamsetningu í samstarfi við Nike.
Völlurinn, sem er staðsettur milli tveggja bygginga við Rue Dupérre í
París, varð heimsþekktur þegar hann hlaut fyrstu yfirhalninguna árið
2009 þegar hann var málaður á frumlegan hátt í frumlitunum gulum,
rauðum, bláum og hvítum.
Nýju litirnir voru síðan frumsýndir í lok júní en þeir eru í skemmti-
legum litblæ af bleikum, dökkbláum, kanarígulum og brenndum appels-
ínugulum litum.
Ill-Studio og Pigalle tóku nýverið körfuboltavöll-
inn Duperré í París í gegn í samstarfi við Nike.
Völlurinn er staðsettur milli tveggja
bygginga við Rue Dupérre í París.
Litríkasti körfu-
boltavöllur í París
Ljósmynd/Sebastien Michelini
Reykjavík, Akureyri og Ísafirði www.husgagnahollin.is
ÚTSALAN
Sumar
afsláttur60%Allt að
RIA
Nettir og einstaklega þægilegir
tveggja og þriggja sæta sófar.
Grænblátt, ljósgrátt eða dökk-
grátt slitsterkt áklæði.
2ja sæta: 152 × 83 × 79 cm
48.993 kr. 69.990 kr.
3ja sæta: 192 × 83 × 79 cm
55.993 kr. 79.990 kr.
Þú finnur nýja bæklinginn
okkar á www.husgagnahollin.is
CLEVELAND
Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Dökk-
eða ljósgrátt áklæði. Stærð: 308 x 140/203 × 81 cm
142.493 kr.
189.990 kr.
AFSLÁTTUR
25%