Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Qupperneq 22
280 g eggjahvítur 500 g sykur 1½ tsk edik ½ tsk sítrónusafi ½ tsk salt Eggjahvíturnar þeyttar og sykrinum bætt út í í nokkrum skömmtum. Þeytt þar til hvít- urnar hafa myndað mjúka áferð og leka ekki af þeytaranum. Ediki, sítrónusafa og salti blandað varlega í með sleikju. Sett í sprautupoka og spraut- að í þá stærð sem hver og einn vill. Bakað við 100°C í 45 mín. eða þar til pavlovan er stökk að utan en mjúk að innan (fer eftir ofnum). Skreytt með þeyttum rjóma, berjum og súkkulaði. Pavlova MATUR Í staðinn fyrir að plokka eggjaskurnina af harðsoðnum eggjumgetur þú skorið eggið í tvennt og skóflað því út með skeið.Besta leiðin til að ná af skurn 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017 Davíð Magnússon bakari og Oddur Smári Rafns-son matreiðslumaður eru kunningjar til margraára og jafnframt eigendur staðarins Brikk ásamt honum Einari Benediktssyni en hann er búsettur í London. Hugmyndin að staðnum kviknaði fyrir mörgum árum en undirbúningur hófst af alvöru fyrir ári. Heiðdís Helgadóttir sá um hönnunina á staðnum og opnaði staðurinn um miðjan júní. Davíð og Oddur sjá um dag- legan rekstur, en allur matur er framleiddur jafnóðum og er bakað margsinnis á dag. Þá langaði að gera eitt- hvað nýtt og er matseðillinn því hugsaður á þann veg að kraftar bakara og matreiðslumanns séu sameinaðir, en staðurinn gefur sig út fyrir að vera brauð- og eldhús. Þeir koma reglulega með nýjungar og breyta og bæta á hverjum degi og því er úrvalið ekki alltaf eins. Allt hrá- efni sem þeir vinna með er hreint hráefni og unnið frá grunni. Þeir selja ekki einungis á staðnum heldur selja líka til fyrirtækja. Boðið er upp á brauð, súpur, bakkelsi, salöt og ýmislegt annað sem hugurinn girnist. Girnilegt brauð og bakkelsi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sameina krafta bakara og matreiðslumanns Oddur Smári Rafnsson og Davíð Magnússon tveir af eigendum staðarins Brikk. Brikk er nýr staður sem var opnaður um miðjan júní. Hann er stað- settur á Norðurbakka í Hafnarfirði og hefur hann notið mikilla vinsælda. Staðurinn býður upp á brauðmeti og bakkelsi. Nína Ingólfsdóttir nina@mbl.is 2 bökunarkartöflur ½ krukka ólífur (grænar) 1 msk kapers 1 stk avókadó (vel þroskað) ½ bolli majónes ½ bolli sýrður rjómi 18% 2 stönglar ferskt tarragon ½ tsk salt smá pipar Sjóðið kartöflurnar og kælið, skerið kartöflurnar í kubba með hýðinu á, saxið létt yfir ólífur, tarragon og kapers og blandið út í. Takið avókadóið úr hýðinu og fjar- lægið steininn, skerið í litla kubba og blandið út í, bætið majónesi og sýrðum rjóma síðan við. Kryddið með salti og pipar og blandið vel, avókadóið gefur fallegan grænan lit og blandast út í majónesið. Þetta salat hentar vel með fiski og kjöti og svo má smyrja því á úr- valsbrauð og nota sem forrétt. Sumarkartöflusalat með ólífum, kapers og avókadó 560 g dökkt súkkulaði 500 g rjómi 100 g mjúkt smjör 90 g hunang Rjómi og hunang hitað að suðu, hellt yfir súkkulaðið og blandað saman. Smjörinu bætt við í nokkrum skömmtum. Kælt yfir nótt og sprautað dag- inn eftir í litlar kúlur og kælt. Hjúpað með dökku súkkulaði og sett í kakóduft áður en súkku- laðið storknar. Geymist í kæli. Súkkulaðitrufflur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.