Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Page 24
Spýtuhestareið (hobbyhorsing) er
nýjasta æðið hjá finnskum ung-
mennum, en athöfnin felur í sér
að ríða spýtuhesti í gegnum
þrautabraut og stökkva yfir hindr-
anir.
Spýtuhestareið fangaði fyrst
áhuga almennings í heimildar-
myndinni Hobbyhorse Revolution
eftir finnsku kvikmyndagerð-
arkonuna Selmu Vilhunen í mars
2017, en íþróttin hefur vaxið hratt
í vinsældum og í maí síðastliðnum
komu hátt í 5.000 manns saman í
Kaivopuisto-garðinum í Helsinki
og fylgdust með spýtuhesta-
reiðmönnum leika listir sínar.
Íslenska sumarið er tilvalið fyrir
íþróttina og hentar hún við fjölda
tilefna, hvort sem það er í útileg-
una, afmælið eða saumaklúbbinn,
enda er spýtuhestareið skemmti-
leg og ódýr heilsurækt fyrir unga
sem aldna.
SPÝTUHESTAREIÐ
Hestamennska án hests
Spýtuhestareiðkona á stökki.
HEILSA Samkvæmt rannsókn á vegum Nasa jafngildir 10 mínútna hopp á trampólíniþví að hlaupa í 30 mínútur. Auk þess sem eftirgefanlegt trampólínið kemur í
veg fyrir slítandi álag á ökkla, hné, mjaðmir og hrygg. Allir út í garð!
Trampólínið leynir á sér
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017
Á Íslandi fáum við ekki marga mán-
uði á ári sem henta vel til útihlaups,
þess vegna er um að gera að nýta
sumarmánuðina til að dusta rykið af
hlaupaskónum og skella sér út í
skokk.
Nú fer til að mynda hver að verða
síðastur til að skrá sig í Reykjavík-
urmaraþonið sem fer fram 19. ágúst,
en hvort sem hlaupið er 10 kílómetra
eða heilt maraþon er mikilvægt að
undirbúa sig vel.
Sérfræðingarnir hjá Runner’s
World eru duglegir að gefa góð ráð
til að undirbúa sig fyrir hlaupin en
hér fyrir neðan má finna nokkur
slík.
Byrjaðu rólega
Ekki demba þér út í djúpu laugina.
Ef þú hefur aldrei hlaupið meira en
5 km, ekki byrja á 10 km. Það er
skynsamlegra að byrja á styttri
hlaupum og vinna sig rólega upp í
lengri hlaup.
Leyfðu líkamanum
að jafna sig
Það getur verið freistandi að
stökkva upp úr sófanum og hefja
stífar æfingar sjö sinnum í viku, en
það er ávísun á álagsmeiðsli og ves-
en. Ekki sprengja þig, leyfðu þér að
taka hvíldardag að minnsta kosti
tvisvar í viku.
Hlauptu langt
Ef þú ætlar 10 km, prófaðu að
hlaupa 15 km. Ef þú ætlar hálf-
maraþon, reyndu við 30 km. Það er
engin töfralengd, þú þarft bara að
venjast því að hlaupa í langan tíma.
Borðaðu rétt
Til að halda sér heilum og hraustum
er mikilvægt að borða nóg af kol-
vetnum eftir hlaup. Það veitir orku
og hjálpar vöðvum að jafna sig. Pró-
tein og járnrík fæða er líka mik-
ilvæg.
Forðastu meiðsli
Til að halda skrokknum heilum er
gott að leggja stund á krossþjálfun,
til dæmis jóga, sund eða göngutúra.
Krossþjálfun getur hjálpað vöðvum
að jafna sig, ásamt því að bæta þol
og liðleika.
Notaðu réttan búnað
Góðir hlaupaskór eru mikilvægir
hlaupurum. Sérfræðingar mæla með
að skipta um skó á rúmlega 800 km
fresti.
Reykjavíkurmara-
þonið fer fram laug-
ardaginn 19. ágúst
Morgunblaðið/Ófeigur
Ekki sprengja þig
REYKJANESBÆ
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104
Full búð af
NÝJUMVÖRUM
Siemens - Adidas - Under Armour - Cintamani
Það er auðveldara en margur heldur að útbúa sinn
eigin íþróttadrykk, sem er auk þess miklu hollara en
að drekka þessa margunnu og alltof söltu og sykruðu
gervidrykki. Þessi er tilvalinn áður en æft er.
Appelsínur eru stútfullar steinefnunum pótassíum
og magnesíum, vítamínunum B1, B2, B3, B6 og fólín-
sýru. Hörolía (eða hampolía) mun hægja á upptöku
ávaxtasykursins í blóðinu, sem gefur þér jafnt orku-
flæði í nokkrar klukkustundir.
Hráefni: Fimm sætar appelsínur og þrjár mat-
skeiðar af hörolíu eða hampolíu.
Aðferð: Kreistið appelsínurnar, bætið út í desilítra
af köldu vatni ásamt olíunni og blandið. Drekkið
hægt. Morgunblaðið/Golli
HEIMAGERÐIR ÍÞRÓTTADRYKKIR
Appelsínu- og
hörolíuþeytingur