Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Qupperneq 29
Hiroshima er áhugaverður áfangastaður. Þar má skoða rústir eftir kjarnorku- sprengjuna, lesa sér til um þann skelfilega atburð og skoða áhugavert safn. Við ákváðum að gista ekki í Hiroshima heldur við fal- legu eyjuna Miyama. Miyama er lítil eyja þar sem dádýr eru í miklum meiri- hluta. Þau ganga frjáls um göturnar. Dádýrin eru afar gæf og ekki annað hægt en að knúsast aðeins í þeim. Á Miyama er Itsukushima Shinto, sem er helgidómur í hafinu á heimsminjaskrá UNESCO. Við eyjuna er mikil ostru- ræktun og því ómissandi að gæða sér á ferskum ostrum og góðu sake, japönsku víni. HIROSHIMA OG MIYAMA Dádýrin eru mjög gæf og ómótstæðilegt er að knúsa þau. Náttúruperla Itsukushima Shinto í hafinu. Minami er stuðhverfið í Osaka. Þar er gríðarlegur fjöldi verslana og veitingastaða með fjöl- breyttum mat. Ljósin eru nánast blindandi á endalausum ljósaskilt- um hverfisins. Þá er einnig ómissandi að kíkja í Dotonbori að kvöldi til og upplifa ýkt og ekta japanskt næturlíf með öllu sem því fylgir. Í Osaka er jafnframt hæsta bygging í Japan, Abeno Harukas, þar er útsýnispallur á efstu hæð ásamt kaffihúsi og veitingastað. Það er örlítið dýrt að komast upp en ef röðin er ekki löng er það ágætis skemmtun. Í Osaka má jafnframt finna fal- legar og töff verslanir með kera- miki líkt og verslunina Wad Cafe. OSAKA Hverfið Dotonbori er engu líkt. Ýkt stemning og næturlíf 9.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 www.solning.is Í Kyoto eru fjöldamörg hof sem vert er að skoða. Má þar til að mynda nefna gullna hofið og Fus- himi Inari-hofið en við það er gönguleið yfir fjall- ið undir súlum sem taldar eru veita gæfu. Gang- an tekur um einn og hálfan tíma og er gönguleiðin virkilega skemmtileg. Í Kyoto er einnig skemmtilegur matarmarkaður, Nishiki, þar er hægt að kaupa ýmislegt spennandi fersk- meti, kjöt og sjávarfang. Þá er jafnframt ómissandi að heimsækja hverf- ið Gion, geisju-hverfið í Kyoto. Hverfið er mikið túristahverfi og mjög algengt að fólk leigi sér Ki- mono til þess að líkja eftir geisjum. Upplagt er að fara í dagsferð til Iwatayama. Apagarðurinn Arashiyama er staðsettur í fjall- inu. Gangan tekur um 40 mínútur og þegar upp er komið taka á móti manni frjálsir apar. Þar má einnig gefa öpunum að borða en til þess þarf maður að fara inn „búr“ og aparnir geta þá kom- ið og fengið sér snarl. Eftir gönguna niður er dásamlegt að fara í siglingu á ánni og fá sér jap- anskar udon-núðlur á veitingahúsi í aðalgötunni. Í Arashiyama gefst fólki kostur á að fara inn í „búr“ og gefa öp- unum að borða. Kári Kamban sést hér gefa litlum apa epli. KYOTO Falleg og fjölbreytt borg Gion, geisju-hverfið í Kyoto, er vinsæll ferðamannastaður. Ljósmynd/Guðbjörg Káradóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.