Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017 Í slendingar hafa á síðari tímum verið sér- lega veikir fyrir keppni manna í að svara spurningum. Ólafur Hansson mennta- skólakennari var iðulega dómari þegar keppt var í fróðleik í þáttum Ríkisútvarps- ins forðum tíð. Enginn var betur fallinn til þess. Um hann gengu lengi sögur sem sýndu ótrú- legt minni á hvers kyns fróðleik. Sumar voru ekki endilega nákvæmar en drógu þó upp rétta mynd. Kattarprófið Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík gerðu stundum sprell í kennurum sínum, þótt virðing fyr- ir lærimeisturum og almennur agi hafi verið meiri og hollari þá en nú mun tíðkast. Kannski hafa sum- ar sögur af slíku orðið að sannindum síðar þótt í upphafi hafi þær fremur verið tilgáta um atburði. Rektorarnir Kristinn Ármannsson og Einar Magn- ússon voru ólíkir í framgöngu. Prýðilegir menn báðir tveir. Kristinn var mjög háttvís að sögn nem- enda á hans tíð. Það gustaði um Einar. Hann var framkvæmdamaður og snöggur í bragði. Sagan tekur til þessara þriggja, Kristins, Einars og Ólafs. Nemendur höfðu gripið kött með sér og komið hon- um fyrir á kennarapúltinu. Kristinn kom í tíma til að kenna og varð undrandi að sjá köttinn og gekk til hans eftir nokkurt hik. Talaði svo til kattarins, þéraði hann og bað hann vinsamlegast að yfirgefa kennslustofuna því nú skyldi hefja kennslu í latínu. Nemandi stóð upp og bar köttinn út. Utan dyra var nemandi sem „skrópaði“ í tíma og geymdi köttinn. Þegar næsti tími hófst kom Einar Magg inn með sveiflu og hóf að kenna og þá ekki endilega náms- efnið samkvæmt stundaskránni. Sá svo köttinn, greip hann og setti út án þess að missa þráð. Í seinasta tíma var komið að Ólafi Hanssyni. Hann horfði stundarkorn á köttinn og sagði svo með undrunartón: „Hvað er kötturinn af Njálsgötu 32 að gera hér?“ En Ólafur á að hafa iðulega tekið strætisvagn nr. 1, Njálsgötu-Gunnarsbraut, og lagt þá ketti sem hann sá á minnið eins og annað sem fyrir augu bar. Sagan segir að þegar nýlenduánauð létti af í Afr- íku og innlend fyrirmenni tóku við stjórnartaumum í hverju ríkinu af öðru og valdaskipti voru fyrst á eftir að auki stundum ör, hafi Ólafur Hansson rætt það mál á kennarastofnunni. Hann hafi þá sagt að þessar miklu breytingar hefðu leitt til þeirrar ákvörðunar sinnar að leggja hér eftir aðeins á minnið hverjir væru forsetar/forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar í hverju nýfrjálsu ríki fyrir sig „og svo bara búið“. Gáfnakomplexinn Í Bandaríkjunum ganga fréttamenn „the main- stream media“, vinstrisinnuðu sjónvarpsstöðvarnar og Washington Post og NYT jafnan út frá því að frambjóðendur demókrata séu, þegar af þeirri ástæðu að þeir séu demókratar, greindir og vel að sér, en frambjóðendur repúblikana heimóttarlegir kjánar og fast að því fífl. Fréttamenn léku gjarnan þann leik að spyrja frambjóðanda repúblikana óvænt hver væri for- sætisráðherra í þessu fjarlæga ríkinu eða hinu og þegar frambjóðandinn gataði var því slegið upp sem sönnun á grunsemdum um heimsku. Kjósendur í Bandaríkjunum gerðu svo sem ekki mikið með þetta því að fæstir þeirra höfðu heyrt umrædd lönd nefnd. Carter fróði Mikið var látið með að Jimmy Carter forseti hefði lesið hverja skýrsluna af annarri til enda og getað rekið villur á blaðsíðu 250 og aftar ofan í einstaka embættismenn. Ronald Reagan, sem „aldrei las bók“, hefði á hinn bóginn ekki viljað lengri minn- ispunkta en komust fyrir á einni blaðsíðu (A-4), sem hann stytti síðar á ferlinum niður í A-5. Reag- an sagði að lengri minnisblöð sýndu að sérfræðing- arnir þekktu ekki aðalatriðin og vildu grauta þeim og aukaatriðunum saman. Væru þeir neyddir í knappan texta minnkaði sú hætta verulega. Ekki þarf að fjölyrða um hvor var betri forseti, Carter eða Reagan. Frá tíð Reagans vilja frambjóðendur beggja flokka helst láta líkja sér við hann og telja það svívirðilegan róg sé þeim líkt við Carter. Söm var sagan um Bush yngri. Það voru engin mörk á því hvílíkur vitleysingur hann átti að vera. Það var nærri því pínlegt að gáfumenni eins og Al Gore þyrftu að eiga orðastað við slíkan mann. En hvað hefði verið sagt um frambjóðanda repúblik- ana sem hefði talið sjálfum sér trú um að hann hefði fundið upp internetið? Sama sagan fjórum árum síðar í kosningum þeg- ar John Kerry reyndi að ljúka því sem Gore lán- aðist ekki. Það var ekkert smávegis sem Kerry var gáfaður, menntaður og snjall. Þegar skoðaður var var námsferill hans og Bush reyndist hann áþekk- ur en árangur Bush þó heldur betri. Var þá um- ræðan snarlega færð yfir í annað. Bestan undirbúning allra Í síðustu kosningabaráttu sögðu Obama og eigin- maðurinn Bill ítrekað að aldrei í sögu bandarískra forsetakosninga hefði boðist frambjóðandi með betri reynslugrunn til að verða forseti en frú Clin- ton hafði. Var þá átt við að hún hefði verið öldunga- deildarþingmaður um skeið og utanríkisráðherra í fjögur ár. (Og auðvitað forsetafrú). Vissulega má bera það við feril Abrahams Lincolns sem var þing- maður í fulltrúadeildinni í 2 ár og bauð sig fram til öldungadeildar og náði ekki kjöri. Hann var sjálf- menntaður lögfræðingur og stjórnaði ágætri en fá- mennri lögfræðistofu í sínu heimaríki og er þá flest upptalið. Eða Ronald Reagan sem var með fremur fábrotna skólagöngu að baki og útskrifaðist úr Eu- reka College í hagfræði og félagsvísindum með ein- kunn sem ekki var hægt að hrópa húrra fyrir. Hann varð baðstrandalífvörður og er sagður hafa Hann talaði um Pútín í Póllandi, en talaði hann um Pólland við Pútín? ’ Í fyrradag hélt Trump ræðu í Póllandi, sem jafnt stuðningsmenn hans sem gagnrýnendur (nema þeir allra ofstækis- fyllstu) segja bestu ræðu sem hann hafi flutt um utanríkismál. Einhver kynni að benda á að sé ekki langt til jafnað. En því er einnig haldið fram að forseti Bandaríkjanna hafi ekki í tæp 9 ár flutt svo afgerandi ræðu um öryggismál, út frá sjónarmiðum Nató. Reykjavíkurbréf07.07.17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.