Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Page 34
Organistinn Arn Hartmann frá Bochum í Þýskalandi heldur tvenna
tónleika um helgina, í tónleikaröðinni Alþjóðlegt orgelsumar í Hall-
grímskirkju 2017; á laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17.
Hartmann í HallgrímskirkjuLESBÓK
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017
Maður þróar hjá sér ein-hverja aðferða- og hug-myndafræði, um það
hvernig maður nálgast myndirnar,“
segir Davíð Örn Halldórsson mynd-
listamaður sem opnaði 24. júní sl.
sýninguna River únd Bátur í Hverf-
isgalleríi neðst við Hverfisgötu.
Myndir Davíðs eru litrík abstrakt-
málverk, flest unnin með vinnuvéla-
lakki og spreyi og byggjast mörg á
atburðum úr hversdagslífinu. „Ég
vinn myndirnar svolítið lagskipt
þannig að ég byrja oft með miklum
látum og róa mig svo niður og vinn
þar lag eftir lag þar sem ég elti lín-
urnar og það sem fyrir er komið.
Einhvern veginn kviknar hug-
myndin, það kemur í ljós hvert elt-
ingaleikurinn stefnir og þá sést hvað
myndin er í raun og veru.“
Flissað að eigin fyndni
Í verkum Davíðs má koma auga á
táknmyndir og kennileiti innan um
abstraktmunstrið. „Þetta eru nefni-
lega ekki alveg fullkomlega abstrakt
verk. Það eru alltaf einhvers konar
kennileiti, einhverjar táknmyndir
sem gefa tengingu við raunheiminn.
En það eru engar persónur. Ég
reyni alveg að sleppa þeim. Án
þeirra myndast eins konar svið í
verkunum þar sem maður fær á til-
finninguna að eitthvað hafi verið að
gerast eða sé í þann mund að gerast.
Þá tengir maður við verkið í gegn-
um titlana og í gegnum þessar tákn-
myndir sem geta t.d. verið blóm eða
vatn. Þegar fólk skoðar abstrakt-
verk fer það ósjálfrátt að leita að
einhverju kunnuglegu, hvort sem
maður finnur það í formunum eða
ekki. Af hverju ekki að gefa þeim
eitthvað kunnuglegt? Þannig geta
þau byrjað að horfa á myndirnar
óháð því að tengja þær við einhvern
raunveruleika.“
Einnig nefnir Davíð í þessu sam-
hengi stórar myndir af svörtum
steinvörðum sem málaðar hafa verið
á milli málverka hans í Hverfisgall-
eríinu. „Mig langaði til að koma með
eitthvert mótvægi við litríku mynd-
irnar. Þá langaði mig að hafa þessa
bautasteina. Ég fékk hugmyndina
að mildu eða meinlausu myrkri sem
kæmi til móts við verkin í salnum.
Ég hef svolítið verið upptekinn af
þessum grunnformum og þessum
táknmyndum. Mér fannst bauta-
steinninn mjög sterkt form, af því
hann stendur, heldur jafnvægi og er
niðurnegldur og þungur. Þetta er þó
málað þarna til bráðabirgða og að-
eins í samhengi við þessa einu sýn-
ingu.“
Verk Davíðs bera mörg hver
skrýtna en eftirminnilega titla eins
og „Spegill(dig if you will the pict-
ure),“ „Skrifborð(natúrtisch)“ og
„Brúðarbíllinn/brúðubíllinn“. Davíð
segir titlana koma til á tilviljana-
kenndan máta en telur þá þó segja
sína sögu. „Þetta er saga sem mér
finnst sýna fram á kæruleysið varð-
andi titla og þema verkanna,“ segir
hann og tekur titil sýningarinnar til
dæmis. „Ég var í leikhúsi að horfa á
leikverk á ensku en framburður
einnar leikkonunnar var svolítið
skrýtinn. Þegar hún sagði nafnið á
titilpersónunni fannst mér hún vera
að segja „River únd Bátur“ og ég
leyfði mér að halda það áfram þann-
ig að ég var svolítið að flissa með
sjálfum mér út sýninguna.“ Davíð
var ófáanlegur til að greina frá því
hvert leikritið var. „Fólk verður
bara að giska. Mér fannst þetta alla
vega lýsandi fyrir það hvernig ég er
einn uppi á vinnustofu að flissa að
eigin fyndni.“
Strakt og Súrd
Davíð útskrifaðist úr Listaháskóla
Íslands árið 2002 og hlaut árið 2014
verðlaun Carnegie Art Award í
flokki ungra listamanna. „Þetta er
náttúrlega montprik sem maður
getur flaggað á ferilskránni og
þetta ber á góma þegar maður er
að tala við hina ýmsu aðila og hjálp-
að við að draga til mín athygli,“
segir hann um það hvernig þau
hafa nýst honum í starfinu.
Davíð vinnur mikið með sprey og
lakk á verkum sínum og notar oft
hversdagshluti eins og borðplötur
eða hurðir sem striga. „Í raun og
veru er þetta svolítið hættulegt en
ég reyni að vera með grímu þegar ég
er að spreyja. Ég er með máln-
inguna í litlum dósum og nota litla
pensla þannig að það er bara einn
skammtur í einu. Það eru ekki svo
miklar eiturgufur í gangi. Þegar ég
spreyja reyni ég að passa mig, en
gleymi því stundum og verð þá svo-
lítið fúll út í sjálfan mig. “
Samhliða sýningunni er gefinn út
lítill bæklingur eftir Pétur Má Gunn-
arsson þar sem tvær persónur, gam-
almennin Strakt og Súrd spjalla og
rífast um verkin á sýningunni.
„Hann Pétur er æskuvinur minn og
myndlistamaður sem hefur verið
samferða mér. Við ákváðum að
spjalla aðeins um verkin og leyfa
honum að skrifa frjálst. Ég fæ alltaf
einhverja til að skrifa fyrir mig og
gef þeim yfirleitt frjálsar hendur.
Hann rataði út í þetta absúrdleikhús
og skrifaði þennan litla leikþátt og
kom svona inn á verkin. Þá komu
þessir tveir karakterar að tala um
sýnininguna. Þeir tala um tvö verk
og eru svo bara að rífast sín á milli.“
Sýningin River únd Bátur er í
Hverfisgalleríi til 12. september.
Davíð Örn Hall-
dórsson á sýningu
sinni í Hverfisgalleríi.
Morgunblaðið/Ófeigur
Táknmyndir og kennileiti
„Þegar fólk skoðar abstraktverk fer það ósjálfrátt að leita að einhverju kunnuglegu, hvort sem maður finnur það í formun-
um eða ekki. Af hverju ekki að gefa þeim eitthvað kunnuglegt?“ segir Davíð Örn Halldórsson um verk sín í Hverfisgalleríi.
Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is
Eitt hinna litríku verka Davíðs Arnar á sýningunni River únd Bátur.