Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Qupperneq 36
voru frumsýndir árið 2017 þykja þeir óhugnanlega trúanleg framtíðarsýn
þar sem nýr forseti Bandaríkjanna er þekktur fyrir kvenhatur sitt, vanvirð-
ingu á umhverfisvernd og fasíska stjórnarsýn.
Big Little Lies
Þessi míníþáttaröð sem
sýnd var á Stöð 2 í vor er
byggð á bók eftir ástralska
rithöfundinn Liane Mori-
arty, og fjallar um þrjár
húsmæður og fjölskyldur
þeirra í ríkum smábæ í
Kaliforníu. Lítur líf þeirra
út fyrir að vera fullkomið,
en um leið fjalla þættirnir á
mjög faglegan og raunsæj-
an hátt um ofbeldi gegn
konum. Fara Nicole Kid-
man, Reese Witherspoon,
Shailene Woodley og Alex
Skarsgård með aðal-
hlutverkin.
American Gods
Þessa þáttaröð skrifaði rithöfundurinn Neil Gaiman eftir eigin metsölubók.
Hún fjallar um samkeppni milli gömlu guðanna sem komu til Ameríku í upp-
hafi með öllum ólíku innflytjendunum, og nýju guðanna sem eru að reyna að
taka við af þeim, guða sem sprett hafa upp úr þráhyggju nútímamannsins af
tækni og frægð.
Handmaid’s Tale
Þessi sjónvarpsþáttaröð hóf göngu sína í vor hefur vakið hvað mesta athygli
víðast og er á öllum listum. Hún byggist á metsölubók eftir kanadíska rithöf-
undinn Margaret Atwood. Sagan gerist í framtíðinni í bænum Gilead sem til-
heyrði Bandaríkjunum áður. Þar ríkir stjórn sem lítur á konur sem eign rík-
isins, stríðir við umhverfishnignun og hríðlækkandi fæðingartíðni. Í örvænt-
ingafullri tilraun til að manna heim á barmi tortímingar, eru hinar fáu frjóu
konur sem eftir eru neyddar til að geta og ganga með börn heldra fólks.
Aðalpersónan Offred er ein þessara kvenna, og er hún er leikin af Eliza-
beth Moss úr Mad Men. Offred er ákveðin í að lifa þessa ógnvekjandi tilveru
af og finna aftur dóttur sína sem tekin var frá henni.
Bókin kom út árið 1985 og hlaut misjafnar viðtökur, en nú þegar þættirnir
Af guðum,
konum og
kynþáttum
Nú á gullöld sjónvarpsþáttaraða láta gagnrýn-
endur sér ekki nægja að gera samantekt í lok árs.
Nú hafa margir þeirra látið frá sér yfirlit þess
besta sem af er ári fyrir þá sem vilja ekki láta
neina gullmola imbans fram hjá sér fara.
Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is
HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum
auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu
fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu.
Við hjálpum þér
að bæta lífsgæðin
R
og
og
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.7. 2017
LESBÓK
KVIKMYNDIR Í ágúst verður frumsýnd kvikmyndin
England is Mine sem fjallar um líf tónlistamannsins
Steven Patrick Morrissey áður en hann varð þekktur sem
söngvari og lagasmiður hljómsveitarinnar The Smiths, en
það heyrist ekkert af tónlist hans í kvikmyndinni.
Myndin er á vissan hátt unglingamynd þar sem hún
segir frá árunum þegar hann var að alast upp í verka-
mannahverfi Manchester-borgar. Hann er að reyna að fá
útrás fyrir þá skapandi hæfileika sem hann veit að hann
býr yfir bæði raddlega og sem laga- og ekki síst textahöf-
undur, enda mikill áhugamaður um bókmenntir. Leik-
arinn Jack Lowden fer með hlutverk Morrisseys í mynd-
inni og þykir standa sig mjög vel.
Unglingurinn Morrissey Jack Lowden
sem Morrissey.
TÓNLIST Margur Íslendingurinn, ásamt öðrum aðdáendum
Adele, varð að snúa svekktur frá, þegar söngdívan breska neyddist
til að aflýsa seinustu tónleikum sínum á Wembley um seinustu
helgi. Í ofanálag lýsti hún því yfir að þetta yrði hennar seinasta
tónleikaferðlag á ferlinum. Hún sagði að það að túra væri
mjög sérstakt fyrirbæri sem hentaði sér sérlega illa, hún
væri einstaklega heimakær.
Blaðamenn The Guardian efast um að Adele eigi eftir að
standa við þessi orð sín, hún hafi bara einfaldlega verið orðin
of þreytt. Á 15 mánuðum hafi hún sungið á 123 tónleikum um
allan heim. Þeir spá því að hún verði mætt aftur til leiks um ár-
ið 2020 þegar nýr diskur kemur líklega út. Enda fékk hún ekki
nema litlar 100 milljónir fyrir hverja tónleika sem hún söng á.
Er Adele hætt að túra?
Söngstjarnan
fékk nóg.
Cersei svífst einskis.
Krúnuleikar
hefjast að nýju
SJÓNVARP Sunnudaginn 16. júlí
verður sjöunda þáttaröðin af
Krúnuleikunum, eða Game of
Thrones, frumsýnd í Bandaríkj-
unum, og að öllum líkindum daginn
eftir á Stöð 2.
Hinir ótalmörgu aðdáendur þátt-
anna um heim allan eru án efa farn-
ir að telja niður dagana, og jafnvel
horfa aftur á valda þætti.
Samkvæmt NME verða þættirnir
lengri en þeir hafa verið hingað til
og lokaþátturinn heilar 82 mínútur.
Hvert munu John Snow og
Daenerys ná með sína mannafla,
eða Cersei hin óða með ógnareldinn
að vopni? Gegn hverjum mun hún
beita honum í þetta skiptið? Kemur
í ljós!