Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.07.2017, Síða 37
Dear White People Þáttaröðin byggist á samnefndri kvikmynd leikstjórans Justins Simien frá árinu 2014 og er satíra sem tekur á kynþáttavanda. Þar segir frá nokkrum svörtum nemendum sem verða fyrir sífelldu óréttlæti í fínum háskóla með yfirgnæfandi fleiri hvítum nemendum. Netflix er byrjað að framleiða næstu þáttaröð. Glow Nýr þáttur sem gerist í Los Angeles árið 1986 í heimi kvenna sem hafa at- vinnu af því að sýna gerviglímu í glimmergöllum til að framfleyta sér í lífinu. Þættirnir þykja fyndnir, en um leið persónusköpunin raunsæ og þeir vel leiknir. En umfram allt; hér er eitthvað alveg nýtt á ferð. Elizabeth Moss úr Mad Men leikur aðalsöguhetjuna Offred í Handmaid’s Tale. 9.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 BÆKUR Nýlega voru 20 ár liðin frá því að fyrsta bókin um vinsælasta galdrastrák í heimi, Harry Potter, kom út. Höfundur bókanna, J.K. Rowling, hefur nú ljóstrað því upp að í fjölskyldu hans sé annar Harry Potter. Hún sagði á aðdáendasíðunni Pottermore að langafi Harrys hefði heitið Henry Potter, en verið kallaður Harry meðal vina. Hann vann við Wizengamot- dómstólana á árunum 1913 til 1921. „Harry langafi olli minniháttar uppþoti þegar hann fordæmdi opinberlega galdramálaráðherrann, Archer Evermonde, sem bannaði galdrasamfélaginu að aðstoða mugga í fyrri heimsstyrjöldinni.“ Það er því greinilegt hvaðan Harry okkar fær réttlætiskennd sína. Annar Harry Potter? Harry hinn yngri. KVIKMYNDIR Árið 2012 höfðaði dánarbú rithöfundarins J.R.R. Tolkiens mál gegn kvikmyndaframleiðandanum Warner Bros. vegna stafrænna vara tengdra kvikmynd- unum The Lord of the Rings og The Hobbit. Málshafar hafa nú sæst á 80 milljónir dollara í bætur og segjast hlakka til að vinna saman í framtíðinni. Málsóknin snérist um brot á höfundarrétti sem skaðaði arfleifð höfundarins, og var þá sérstaklega nefnt fjárhættuspil sem er á net- inu og nefnist Lord of the Rings: The Fellow- ship of the Ring: Online Slot Game. Dánarbú J.R.R. Tolkiens vann málið Rithöfundur- inn J.R.R. Tolkien. Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig. Ný kynslóð málningarefna ONE SUPER TECH u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi u Fyrir stein, bárujárn og innbrenndar klæðningar u Þekur ótrúlega vel u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.