Morgunblaðið - 20.07.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 20.07.2017, Síða 1
Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Á annað hundrað björgunarsveitarmenn og tvær þyrlur Landhelgisgæslu Íslands leituðu í gær að manni sem féll í Gullfoss síðdegis. Leitin hafði ekki borið árangur þegar Morgunblaðið fór í prentun á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þá var ekki heldur vitað hver maðurinn er, né hvort hann er búsettur hér á landi eða hingað kominn að utan. Athygli lögreglu og björgunar- manna beindist meðal annars að bifreið sem virtist yfirgefin á bílastæðinu við Gullfoss. Þegar líða tók á kvöldið sneru þyrlur Gæsl- unnar aftur til Reykjavíkur og hélt önnur þeirra til leitar á ný eftir að hafa tekið eldsneyti. „Við erum ekki komin með það staðfest hver þetta er. Við erum heldur ekki með það staðfest að þetta hafi verið erlendur ferðamaður,“ sagði Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eggert Lífleit Tvær þyrlur Landhelgisgæslu Íslands sáust sveima yfir Gullfossi í gærdag þar sem þær tóku þátt í umfangsmikilli leit að manni sem féll í fossinn. Leita átti fram á nótt. Umfangsmikil leit gerð við Gullfoss  Á annað hundrað björgunarsveitarmenn og þyrlur Landhelgisgæslunnar leituðu að manni MLeitað með ráðum og dáð »2 F I M M T U D A G U R 2 0. J Ú L Í 2 0 1 7 Stofnað 1913  173. tölublað  105. árgangur  BARÁTTA FYRIR AUKNUM RÉTTINDUM ÚTFLUTNINGUR Á ÍSLENSKU SALATI MARÍA ÞÓRISDÓTTIR LEIKUR MEÐ NORSKA LIÐINU VIÐSKIPTAMOGGINN EM KVENNA Í FÓTBOLTA 22FRAMÚRSKARANDI DÆTUR 80 Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson, stað- festir að lögreglunni hafi borist allmargar kvartanir varðandi hæl- isleitendur á Ásbrú. Að sögn Frið- jóns Einarssonar, formanns bæj- arráðs Reykjanesbæjar, hefur verið mikil umræða á Facebook- síðu sem nefnist „Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri“ en þar hafa íbúar verið að tjá sig um þjófnað og hegðan sem ekki sam- rýmist því sem Íslendingar eru vanir. „Þessi umræða hefur ekki farið framhjá bænum. Við erum hins vegar ekki að fá mikið af beinum kvörtunum til okkar held- ur finnum við fyrir þessari ólgu sem magnast upp á samfélagsmiðl- um,“ segir Friðjón. Hafa engin afskipti „Þessi ákvörðun Útlendinga- stofnunar að fara upp á Ásbrú er gegn okkar óskum. Við höfum eng- in afskipti af þessum hópi, annað en það að við erum í stöðugu sam- bandi við Útlendingastofnun vegna þess að við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Friðjón og bætir við að auðvitað sé þetta vandamál fyr- ir stofnunina hvar hælisleitendur eigi að dvelja. „Það mætti því vera meiri fræðsla og gæsla. Mér finnst að við þurfum að gera þetta betur, vanda okkur við þetta og finna sátt við umhverfið.“ Kvarta undan þjófnaði  Lögreglunni hafa borist allmargar kvartanir frá fólki vegna hælisleitenda sem hýstir eru á Ásbrú á Reykjanesi MLögreglu berast kvartanir »4  Sú mikla umræða um brunavarn- ir sem orðið hefur í kjölfar stór- brunans í Lundúnum á dögunum og ennþá frekar um myglufaraldurinn sem gosið hefur upp hér á landi getur gefið markaðsstarfi Stein- ullar hf. á Sauðárkróki byr undir báða vængi. En þar er framleidd óbrennanleg einangrun í hús. Magnús Sigfússon, sölustjóri Steinullar, segir að alltaf þegar stórbrunar verði gjósi upp umræða um brunavarnir. Þá segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, þá merkja mikla aukn- ingu í sölu á veggplötum, en hún hefur tvöfaldast á skömmum tíma. Er meðal annars hægt að rekja þá miklu sölu til þeirrar umræðu sem verið hefur um myglu í húsum hér á landi að undanförnu. »32-34 Lundúnabruni og mygla eykur sölu  Umsvif Hamborgarabúllu Tóm- asar á Íslandi og erlendis hafa auk- ist ár frá ári og selur keðjan nú yfir milljón hamborgara á ári. Keðjan notar skoskt kjöt í borg- arana, þ.m.t. á Íslandi, nema hvað norskt kjöt er notað í Ósló. Mikið af brauðinu er bakað í London. Tómas Tómasson veitingamaður segir í undirbúningi að opna nýjan stað í Oxford í Bretlandi, sem verð- ur sá 21. í röðinni. Þá sé leitað að hentugu húsnæði í Madrid. Miðað við verð á dæmigerðri hamborgaramáltíð hjá keðjunni má ætla að milljón seldir borgarar skili 1-2 milljörðum króna í veltu á ári. Tómas segir það aukast ár frá ári að fólk kaupi tilbúinn mat í stað þess að elda. »ViðskiptaMogginn Milljón Tomma- borgarar á ári
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.