Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. ALICANTE Fljúgðu 25. júlí í sólina á Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Aðra leið m/sköttum Taska og handfarangur innifalið Frá 14.950 kr. á mann Veitingastaðir urðu fyrir tölvuárás  Lausnargjalds krafist fyrir aðgang að tölvukerfum Skólabrúar og Gandhi  Aukning í viðlíka árásum Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Sölukerfinu var bara stolið frá okk- ur,“ segir Þórir Björn Ríkharðsson, eigandi veitingastaðanna Gandhi og Skólabrúar í miðborg Reykjavíkur, en tölvukerfi staðanna varð fyrir árás í fyrradag. Árásin lýsti sér þannig að gögnunum í tölvukerfinu var rænt og lausnargjalds krafist fyrir aðgang að þeim. „Það var þannig að þegar við ætl- uðum að fara að nota sölukerfið þá hafði einhver, líklegast erlendir að- ilar, tekið og lokað fyrir allt,“ segir Þórir í samtali við Morgunblaðið í gær. Tölvuárásin hefur verið kærð til lögreglu. „Það var í raun enginn skaði nema við gátum ekki notað sölukerfið í einn dag. Við erum búin að vera síð- an hálfátta í morgun að koma kerf- inu upp aftur á öðrum tölvum. Það verður ófullkomið í kvöld en 100% á morgun,“ sagði Þórir. Kerfið ætti því að vera komið í gott lag í dag. Þórir hugðist í fyrstu stökkva til og greiða tölvuþrjótunum lausnar- gjaldið. „Mér var ráðlagt að gera það ekki þar sem þeir skila jafnvel engu þó þeir fái borgað.“ Hann segir að árásin hafi komið honum virkilega á óvart. „Við vorum með allar vírusvarnir í gangi og ég taldi mig alveg 100% öruggan. Það er orðið fullflókið að reka veitinga- hús, þegar maður þarf að vera að vara sig á erlendum tölvuþrjótum.“ Mikilvægt að vera meðvitaður Hlynur Óskar Guðmundsson, sér- fræðingur í tölvuöryggi hjá íslenska tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að upp á síðkastið hafi svokall- aðir „ransomware“-vírusar, sem ræna tölvukerfum og krefja notend- ur um lausnargjald, orðið vinsælli hjá tölvuþrjótum. „Nýlega hafa sprottið upp nokkur svona tilvik innan íslenskra fyrir- tækja og fyrir nokkrum mánuðum var töluvert um að fyrirtæki væru að lenda í þessu um allan heim,“ seg- ir Hlynur Óskar, en stórfyrirtæki eru oftast skotmörk árása sem þess- ara. Hann segir fólk þurfa að hafa var- ann á þegar það opnar viðhengi eða tengla sem berast í tölvupósti. „Vanalega kemst þetta inn í fyrir- tæki ef starfsmaður opnar viðhengi í tölvupósti eða ýtir á einhverja smit- aða slóð. Svo þarf auðvitað alltaf að passa að tölvukerfin séu með allar þær nýjustu öryggisuppfærslur sem eru í boði,“ segir Hlynur Óskar. Ljósmynd/AFP Árás Gögnin voru tekin í gíslingu. Grynnsla er byrjað að gæta við aust- urgarð Landeyjahafnar, en Eyja- fréttir greindu frá málinu í gær. El- liði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fengið afrit af tölvupósti til farþega Herj- ólfs um að það gætti grynnsla við höfnina, auk þess sem öldu- hæð væri mikil. Setti Elliði sig í sam- band við Vegagerðina, sem staðfesti að grynningar væru að myndast við austurgarð hafnarinnar. Sagði Vegagerðin við Elliða að allt yrði gert til þess að fjarlægja grynning- arnar við höfnina. Skilaboð til samgönguyfirvalda Þangað til garðurinn við Land- eyjahöfn verður dýpkaður er það mat skipstjóra Herjólfs hverju sinni hvort siglt verður til hafnarinnar. „Það eru skipstjórar Herjólfs, sem taka ákvarðanir um siglingar og við treystum ávallt þeirra mati,“ segir Elliði. Telur hann að náttúran sé þarna að senda samgöngu- yfirvöldum skýr skilaboð. Það er, að ekki sé nóg að smíða nýtt skip held- ur þurfi dýpt hafnarinnar að vera í lagi þegar skipið kemur þangað, seg- ir Elliði að lokum. axel@mbl.is Grynnsli við Landeyjahöfn Elliði Vignisson  Allt verður gert til þess að fjarlægja grynningarnar við höfnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Landeyjahöfn Vegagerðin staðfestir að grynningar séu teknar að myndast. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Maður féll í Gullfoss rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Á annað hundrað björgunar- sveitarmenn og tvær þyrlur Landhelgisgæslu Íslands tóku þátt í leitinni auk þess sem kaf- arar, leitarmenn þjálfaðir í straumvatnsbjörg- un, drónahópar og göngufólk frá Landsbjörg tóku einnig þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, fór í loftið klukkan 17.13 og var komin á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Önnur þyrla Land- helgisgæslunnar fór af stað með sérhæfða björgunarsveitarmenn frá Reykjavíkurflug- velli klukkan 17.37 og var komin á vettvang um klukkan 18. Báðar þyrlurnar þurftu síðar að snúa aftur til Reykjavíkur til að sækja elds- neyti, en önnur þeirra sneri aftur á vettvang laust fyrir klukkan 21 í gærkvöldi, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi og víð- ar tóku þátt í leitinni, sem fyrst fór fram á svæðinu neðan við fossinn og niður að Brúar- hlöðum, efst í Hvítárgljúfrum. Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, stýrði í gær aðgerðum á vettvangi. Sagðist hann reikna með því að leitarsvæðið yrði stækkað eftir því sem á liði. Óvíst hver maðurinn er Er Morgunblaðið fór í prentun á ellefta tím- anum í gærkvöldi var maðurinn enn ófundinn og ekki er vitað hver hann er. Þá þótti ólíklegt að hann hefði verið þátttakandi í skipulagðri ferð á svæðið. „Við erum ekki komin með það staðfest hver þetta er. Við erum heldur ekki með það stað- fest að þetta hafi verið erlendur ferðamaður. Hans er allavega ekki saknað úr neinni ferð, þannig að það er ekkert skothelt með það,“ sagði Sveinn Rúnar. Í gærkvöldi beindist athygli lögreglu og leit- armanna að bíl sem virtist hafa verið yfirgefinn á bílastæðinu við Gullfoss. Leitað með ráðum og dáð  Ekki vitað hver maðurinn sem féll í Gullfoss er  Tvær þyrlur sendar á vettvang  Á annað hundrað björgunarsveitarmenn leituðu fram í myrkur  Athygli beindist að yfirgefnum bíl á bílastæði við fossinn Morgunblaðið/Eggert Leitarsvæði Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks, lögreglu og slökkviliðs tók þátt í leitinni við Gullfoss. Maðurinn var ófundinn í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.