Morgunblaðið - 20.07.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
sp
ör
eh
f.Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Suður-Frakkland&Spánn
Haust 12
Dásamleg síðsumarsferð um Provence héraðið í Suður-
Frakklandi og Katalóníu á Spáni. Rómverskar minjar,
vínræktarhéruð og lavender akrar bera við augu milli borga
eins og Arles og Avignon. Dvalið verður í Tossa de Mar við
Costa Brava ströndina, heillandi staðir eins og Barcelona og
Figueres skoðaðir og farið í siglingu til Lloret de Mar.
29. september - 10. október
Fararstjóri: Regína Harðardóttir
Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Yfir 800 breskar konur hafa kært
heilbrigðisyfirvöld vegna aukaverk-
ana eftir aðgerðir vegna þvagblöðru-
og legsigs. Þetta kemur fram á vef-
síðu breska dagblaðsins The Guardi-
an. Örfáar slíkar aðgerðir hafa verið
gerðar hér á landi.
Málsmetandi læknar og prófessor-
ar á Bretlandi kalla eftir opinberri
rannsókn á aðgerðunum. Konurnar
800 eru hluti þeirra sem hafa undir-
gengist aðgerð sem kallast „vaginal
mesh implants“. Að sögn Gunnars
Herbertssonar kvensjúkdómalæknis
eru í slíkum aðgerðum notuð sér-
hönnuð plastnet úr polypropilene.
„Bretar og Skotar hafa notað þessa
aðferð í of miklum mæli. Það heppn-
ast betur að nota polypropilene í að-
gerðum í dýpri vefjum og á milli
þykkra vefja eins og gert er með góð-
um árangri í kviðslitsaðgerðum,“ seg-
ir Gunnar og bendir á að ekki sé gott
að nota polypropilene ef það liggur
nálægt húð. Þá sé hætta á að plastið
fari í gegnum húðina og valdi skaða.
„Það var farið of geyst af stað, sér-
staklega í Skotlandi þar sem búið er
að banna þessar aðgerðir. Bretland
og Bandaríkin gera þessar aðgerðir
enn í miklum mæli, segir Gunnar og
bætir við að þrýstingurinn sé mikill
þegar kemur að því að lagfæra þvag-
blöðru og legsig. Lífsgæði kvenna
sem kljást við þennan kvilla séu ekki
nægilega mikil.
Íslenskir læknar tóku þá ákvörðun
að nota ekki polypropilene fyrr en
rannsóknir væru lengra á veg
komnar varðandi aukaverkanir
í aðgerðunum. Þetta gerðu þeir
í samstarfi við norræna lækna.
Aukaverkanir legsigs-
og þvagblöðruaðgerða
800 konur kæra á Bretlandi Íslenskir læknar vildu bíða
Morgunblaðið/Golli
Læknir Gunnar segir Skota og
Breta hafa farið of geyst af stað.
Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á
kvennadeild Landspítalans, seg-
ir að tvær til þrjár Vaginal mesh
implants aðgerðir séu gerðar á
ári á Landspítalanum. Ekki hafi
komið upp vandamál tengd
þeim aðgerðum og árlegt eftirlit
sé með konunum. „Þegar allt
annað hefur verið reynt er þetta
þrautalendingin. Við gerum
konunum grein
fyrir auka-
verk-
ununum og
einhverjar
kjósa að
fara ekki í
aðgerð vegna
þeirra.“
Árlegt eftirlit
AÐGERÐIR
Kristín
Jónsdóttir
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Tæplega milljón rúmmetrar af
skólpi fóru í sjóinn á þeim átján dög-
um sem neyðarloka dælustöðvarinn-
ar við Faxaskjól var opin. Frá þessu
greindi Inga Dóra Hrólfsdóttir,
framkvæmdastjóri Veitna, á blaða-
mannafundi í Félagsheimilinu í El-
liðaárdal í gær, sem haldinn var
vegna bilunarinnar.
Viðgerð á neyðarlokunni er lokið
en hún var sett niður síðdegis í fyrra-
dag. Í kjölfarið var hún prófuð og
stillt enn betur á flóði og fjöru og
lauk prófunum á henni seint í fyrra-
dag. Hefur því tekist að stöðva lek-
ann meðfram neyðarlokunni sem
glímt hefur verið við að undanförnu
og er reksturinn á dælustöðinni
kom-öinn í eðlilegt horf á ný.
Hafa dregið lærdóm af
Bilunina má rekja til afhendingar
á röngu efni en ný lúga var sett í
dælustöðina árið 2014. Lúgurnar eru
smíðaðar úr ryðfríu stáli og virðist
sem röng tegund af ryðfríu stáli hafi
verið sett í opnunarbúnað lokunnar
sem leiddi til eyðileggingar búnaðar-
ins. Inga Dóra segir það ljóst að upp-
lýsa hefði átt um bilunina fyrr í ferl-
inu og fyrirséð hefði verið að hleypa
þyrfti þessu magni af skólpi í sjóinn.
„Við höfum dregið lærdóm af
þessu og munum breyta verklagi
okkar,“ segir hún.
Milljón rúm-
metrar af
skólpi í sjóinn
Röng tegund af stáli orsakaði bilun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veitur Inga Dóra á fundinum.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
„Nú stefnir í marga hlýja daga norð-
austanlands – og hugsanlega víðar –
hitinn gæti hugsanlega náð 25 stig-
um í fyrsta sinn á árinu,“ segir
Trausti Jónsson veðurfræðingur.
Hiti hefur náð 20 stigum sex daga
það sem af er júlímánaðar að sögn
Trausta. Ágætis hiti var í fyrradag
og enn hlýrra var í gær. Mestur hiti
mældist á Húsavík, 23,8 stig. Á Ak-
ureyri mældist hitinn 23,5 stig í
gær, á Seyðisfirði 23,2 stig og 22,1
stig í Bakkagerði í Borgarfirði
eystri. Víða á Norður- og Austur-
landi fór hitinn yfir 20 stigin.
Júlíhitinn er mikil framför frá
júní sem rétt marði 20 stiga múrinn.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 20,1
stig í Bakkagerði síðasta dag mán-
aðarins, þann 30. júní. Var það í eina
skiptið sem hitinn náði 20 stigum á
landinu í júní. Hæsti hiti á mannaðri
stöð mældist 18,5 stig á Hjarð-
arlandi þann 14.
Júní var víða kaldari en maí
Langflestar stöðvar voru með nei-
kvætt hitavik miðað við síðustu tíu
ár. Á nokkrum stöðvum á hálendinu
og jaðri þess var júní kaldari en maí-
mánuður. Að sögn Trausta er
óvenjulegt að hitinn nái ekki 20 stig-
um á landinu í júnímánuði – gerðist
þó síðast árið 1987. Aðrir tutt-
ugustigalausir júnímánuðir síðustu
hundrað ára eru: 1979 (ekki tuttugu
í maí heldur), 1968 (tuttugu höfðu
mælst í maí), 1961 (ekki í maí held-
ur), 1952 (ekki í maí heldur), 1946
(meir en tuttugu í maí) og 1928 (meir
en tuttugu í maí).
Aftur á móti var óvenju hlýtt á
landinu öllu í nýliðnum maí og fór
hiti víða yfir 20 stig. Hæsti hiti mán-
aðarins var 23,7 stig í Bakkagerði
þann 4. maí. Í Ásbyrgi og í Bjarnar-
ey mældist hitinn 22,8 stig þann 3.
og þann 21. í Húsafelli í 22,4 stig.
Það var sól og blíða í Aðaldal í gær
og Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri
var á fullu að snúa heyi þegar blaða-
maður náði af honum tali. Þurrk-
urinn var kærkominn því rignt hefur
í margar vikur í Þingeyjarsýslum.
Það skyggði þó á gleðina að þar var
afar hvasst en Atli vonaðist til að það
færi að lægja þegar á daginn liði.
Hiti gæti farið yfir 25 stig
Loksins eru alvöru hlýindi á landinu Hitinn hefur farið
yfir 20 stig sex daga í júlímánuði Júní var fádæma dapur
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Heyskapur Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógahlíð í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjasýslu, var við heyskap í gær. Þar
var bæði hitabylgja og þurrkur. Vonast er eftir áframhaldandi þurrki, þannig að bændur geti klárað fyrri slátt.
Héraðssaksóknari hefur tekið við
rannsókn á starfsmanni Icelandair
sem grunaður er um brot á lögum
um verðbréfaviðskipti. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er
starfsmaðurinn grunaður um inn-
herjasvik. Fjármálaeftirlitð hóf
rannsókn á málinu í maí en hefur nú
skilað því til embættis héraðs-
saksóknara. Embætti héraðs-
saksóknara vildi ekki tjá sig um mál-
ið þegar Morgunblaðið hafði
samband að öðru leyti en að málið
væri til rannsóknar. Þá er óvíst hve-
nær slíkri rannsókn lýkur. Um leið
og rannsókn málsins hófst var
starfsmaðurinn sendur í leyfi frá
störfum og verður í leyfi þar til
rannsókn lýkur samkvæmt upplýs-
ingum frá Icelandair. Icelandair
segist ekki hafa fengið neinar upp-
lýsingar um að hverju rannsókn
málsins beinist.
Fréttablaðið greindi frá því í gær
að rannsókn málsins beindist að við-
skiptum með bréf félagsins í aðdrag-
anda þess að Icelandair Group sendi
frá sér afkomuspá í febrúar 2017 en
í kjölfarið lækkuðu bréf félagsins
um 24% á einum viðskiptadegi.
Saksóknari rannsakar meint innherjasvik