Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 sp ör eh f.Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Suður-Frakkland&Spánn Haust 12 Dásamleg síðsumarsferð um Provence héraðið í Suður- Frakklandi og Katalóníu á Spáni. Rómverskar minjar, vínræktarhéruð og lavender akrar bera við augu milli borga eins og Arles og Avignon. Dvalið verður í Tossa de Mar við Costa Brava ströndina, heillandi staðir eins og Barcelona og Figueres skoðaðir og farið í siglingu til Lloret de Mar. 29. september - 10. október Fararstjóri: Regína Harðardóttir Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Yfir 800 breskar konur hafa kært heilbrigðisyfirvöld vegna aukaverk- ana eftir aðgerðir vegna þvagblöðru- og legsigs. Þetta kemur fram á vef- síðu breska dagblaðsins The Guardi- an. Örfáar slíkar aðgerðir hafa verið gerðar hér á landi. Málsmetandi læknar og prófessor- ar á Bretlandi kalla eftir opinberri rannsókn á aðgerðunum. Konurnar 800 eru hluti þeirra sem hafa undir- gengist aðgerð sem kallast „vaginal mesh implants“. Að sögn Gunnars Herbertssonar kvensjúkdómalæknis eru í slíkum aðgerðum notuð sér- hönnuð plastnet úr polypropilene. „Bretar og Skotar hafa notað þessa aðferð í of miklum mæli. Það heppn- ast betur að nota polypropilene í að- gerðum í dýpri vefjum og á milli þykkra vefja eins og gert er með góð- um árangri í kviðslitsaðgerðum,“ seg- ir Gunnar og bendir á að ekki sé gott að nota polypropilene ef það liggur nálægt húð. Þá sé hætta á að plastið fari í gegnum húðina og valdi skaða. „Það var farið of geyst af stað, sér- staklega í Skotlandi þar sem búið er að banna þessar aðgerðir. Bretland og Bandaríkin gera þessar aðgerðir enn í miklum mæli, segir Gunnar og bætir við að þrýstingurinn sé mikill þegar kemur að því að lagfæra þvag- blöðru og legsig. Lífsgæði kvenna sem kljást við þennan kvilla séu ekki nægilega mikil. Íslenskir læknar tóku þá ákvörðun að nota ekki polypropilene fyrr en rannsóknir væru lengra á veg komnar varðandi aukaverkanir í aðgerðunum. Þetta gerðu þeir í samstarfi við norræna lækna. Aukaverkanir legsigs- og þvagblöðruaðgerða  800 konur kæra á Bretlandi  Íslenskir læknar vildu bíða Morgunblaðið/Golli Læknir Gunnar segir Skota og Breta hafa farið of geyst af stað. Kristín Jónsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, seg- ir að tvær til þrjár Vaginal mesh implants aðgerðir séu gerðar á ári á Landspítalanum. Ekki hafi komið upp vandamál tengd þeim aðgerðum og árlegt eftirlit sé með konunum. „Þegar allt annað hefur verið reynt er þetta þrautalendingin. Við gerum konunum grein fyrir auka- verk- ununum og einhverjar kjósa að fara ekki í aðgerð vegna þeirra.“ Árlegt eftirlit AÐGERÐIR Kristín Jónsdóttir Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Tæplega milljón rúmmetrar af skólpi fóru í sjóinn á þeim átján dög- um sem neyðarloka dælustöðvarinn- ar við Faxaskjól var opin. Frá þessu greindi Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, á blaða- mannafundi í Félagsheimilinu í El- liðaárdal í gær, sem haldinn var vegna bilunarinnar. Viðgerð á neyðarlokunni er lokið en hún var sett niður síðdegis í fyrra- dag. Í kjölfarið var hún prófuð og stillt enn betur á flóði og fjöru og lauk prófunum á henni seint í fyrra- dag. Hefur því tekist að stöðva lek- ann meðfram neyðarlokunni sem glímt hefur verið við að undanförnu og er reksturinn á dælustöðinni kom-öinn í eðlilegt horf á ný. Hafa dregið lærdóm af Bilunina má rekja til afhendingar á röngu efni en ný lúga var sett í dælustöðina árið 2014. Lúgurnar eru smíðaðar úr ryðfríu stáli og virðist sem röng tegund af ryðfríu stáli hafi verið sett í opnunarbúnað lokunnar sem leiddi til eyðileggingar búnaðar- ins. Inga Dóra segir það ljóst að upp- lýsa hefði átt um bilunina fyrr í ferl- inu og fyrirséð hefði verið að hleypa þyrfti þessu magni af skólpi í sjóinn. „Við höfum dregið lærdóm af þessu og munum breyta verklagi okkar,“ segir hún. Milljón rúm- metrar af skólpi í sjóinn  Röng tegund af stáli orsakaði bilun Morgunblaðið/Árni Sæberg Veitur Inga Dóra á fundinum. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Nú stefnir í marga hlýja daga norð- austanlands – og hugsanlega víðar – hitinn gæti hugsanlega náð 25 stig- um í fyrsta sinn á árinu,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur. Hiti hefur náð 20 stigum sex daga það sem af er júlímánaðar að sögn Trausta. Ágætis hiti var í fyrradag og enn hlýrra var í gær. Mestur hiti mældist á Húsavík, 23,8 stig. Á Ak- ureyri mældist hitinn 23,5 stig í gær, á Seyðisfirði 23,2 stig og 22,1 stig í Bakkagerði í Borgarfirði eystri. Víða á Norður- og Austur- landi fór hitinn yfir 20 stigin. Júlíhitinn er mikil framför frá júní sem rétt marði 20 stiga múrinn. Hæsti hiti mánaðarins mældist 20,1 stig í Bakkagerði síðasta dag mán- aðarins, þann 30. júní. Var það í eina skiptið sem hitinn náði 20 stigum á landinu í júní. Hæsti hiti á mannaðri stöð mældist 18,5 stig á Hjarð- arlandi þann 14. Júní var víða kaldari en maí Langflestar stöðvar voru með nei- kvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár. Á nokkrum stöðvum á hálendinu og jaðri þess var júní kaldari en maí- mánuður. Að sögn Trausta er óvenjulegt að hitinn nái ekki 20 stig- um á landinu í júnímánuði – gerðist þó síðast árið 1987. Aðrir tutt- ugustigalausir júnímánuðir síðustu hundrað ára eru: 1979 (ekki tuttugu í maí heldur), 1968 (tuttugu höfðu mælst í maí), 1961 (ekki í maí held- ur), 1952 (ekki í maí heldur), 1946 (meir en tuttugu í maí) og 1928 (meir en tuttugu í maí). Aftur á móti var óvenju hlýtt á landinu öllu í nýliðnum maí og fór hiti víða yfir 20 stig. Hæsti hiti mán- aðarins var 23,7 stig í Bakkagerði þann 4. maí. Í Ásbyrgi og í Bjarnar- ey mældist hitinn 22,8 stig þann 3. og þann 21. í Húsafelli í 22,4 stig. Það var sól og blíða í Aðaldal í gær og Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri var á fullu að snúa heyi þegar blaða- maður náði af honum tali. Þurrk- urinn var kærkominn því rignt hefur í margar vikur í Þingeyjarsýslum. Það skyggði þó á gleðina að þar var afar hvasst en Atli vonaðist til að það færi að lægja þegar á daginn liði. Hiti gæti farið yfir 25 stig  Loksins eru alvöru hlýindi á landinu  Hitinn hefur farið yfir 20 stig sex daga í júlímánuði  Júní var fádæma dapur Morgunblaðið/Atli Vigfússon Heyskapur Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógahlíð í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjasýslu, var við heyskap í gær. Þar var bæði hitabylgja og þurrkur. Vonast er eftir áframhaldandi þurrki, þannig að bændur geti klárað fyrri slátt. Héraðssaksóknari hefur tekið við rannsókn á starfsmanni Icelandair sem grunaður er um brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er starfsmaðurinn grunaður um inn- herjasvik. Fjármálaeftirlitð hóf rannsókn á málinu í maí en hefur nú skilað því til embættis héraðs- saksóknara. Embætti héraðs- saksóknara vildi ekki tjá sig um mál- ið þegar Morgunblaðið hafði samband að öðru leyti en að málið væri til rannsóknar. Þá er óvíst hve- nær slíkri rannsókn lýkur. Um leið og rannsókn málsins hófst var starfsmaðurinn sendur í leyfi frá störfum og verður í leyfi þar til rannsókn lýkur samkvæmt upplýs- ingum frá Icelandair. Icelandair segist ekki hafa fengið neinar upp- lýsingar um að hverju rannsókn málsins beinist. Fréttablaðið greindi frá því í gær að rannsókn málsins beindist að við- skiptum með bréf félagsins í aðdrag- anda þess að Icelandair Group sendi frá sér afkomuspá í febrúar 2017 en í kjölfarið lækkuðu bréf félagsins um 24% á einum viðskiptadegi. Saksóknari rannsakar meint innherjasvik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.