Morgunblaðið - 20.07.2017, Page 20
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Setji maður fána út í strekkingsvind
í lengri tíma, þá trosnar hann og
slitnar með tímanum. Það sama ger-
ist ef maður þenur röddina í langan
tíma, þá slitna raddböndin. Skilyrð-
islaust ættu þær stéttir sem nota
röddina sem atvinnutæki að læra
raddbeitingu í náminu; kennarar,
leiðsögumenn, prestar, alþing-
ismenn, sölumenn og fjölmiðlafólk.
Þessa fræðslu er hvergi að fá, nema
e.t.v. í söng- eða leikaranámi,“ segir
dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, sér-
fræðingur í tal- og raddmeinum.
Fagleg ráðgjöf og prófanir
Valdís veitti faglega ráðgjöf og
framkvæmdi prófanir í tilrauna-
verkefni um hljóðvist í skólarými
sem Morgunblaðið fjallaði um fyrr í
sumar. Akureyrarkaupstaður, Heil-
brigðiseftirlit Norðurlands eystra,
Kennarasamband Íslands, Samband
íslenskra sveitarfélaga, Umhverf-
isstofnun og Vinnueftirlitið fóru af
stað með verkefnið haustið 2015. Það
var framkvæmt á Akureyri; á Króga-
bóli, Lundarseli og Naustatjörn, til
að kortleggja hvað í starfsumhverfi
leikskóla ylli mestum hávaða og hvað
væri best að gera til að draga úr hon-
um.
„Fáfræði um rödd og raddnotkun
er alþjóðlegt vandamál. Fólk virðist
ekki vita að raddbönd eru líffæri
sem, eins og önnur líffæri, geta gefið
eftir undir miklu álagi. Ég hef reynt
að vekja athygli á að raddir kennara
geti verið í hættu vegna þeirra að-
stæðna sem þeim er beitt í, en tals-
verður hávaði getur verið í skóla-
umhverfinu. Við spáum of lítið í það
hvernig viðmælendur heyra í okkur
af því að við heyrum svo vel í okkur
sjálf. En það er vegna þess að við
yrðum líka að fara út úr okkur sjálf-
um til að gera okkur grein fyrir því
hvernig og hvort aðrir heyra í okkur.
Vandamálið er því andvara- og þekk-
ingarleysi,“ segir Valdís.
Börn heyri ekki til gagns
Ef hægt er að minnka hávaða
gagnast það bæði heyrn og rödd,
heldur Valdís áfram.
„Ég var með ráðstefnu árið 2006
um skaðsemi hávaða í umhverfi
barna. Doktorsritgerðin mín er um
magnarakerfi í venjulegri kennslu-
stofu. Ég er kennari þannig að mér
er málið skylt. Í framhaldinu er farið
að spá í það, m.a. hjá Kenn-
arasambandi Íslands, að það þurfi að
athuga hávaða í skólaumhverfi. Ég er
sannfærð um að hluti ástæðunnar
fyrir slæmum niðurstöðum í PISA-
könnunum er að börnin heyra ein-
faldlega ekki sér til gagns fyrir há-
vaða í kennsluumhverfinu.
90% kennara kvarta
Rannsókninni ber saman við aðrar
rannsóknir sem ég hef gert um það
að langmesti hávaðinn er frá börn-
unum sjálfum vegna þess að radd-
notkunin er ekki eðlileg,“ segir Val-
dís. „Ég er ekki hrifin af því þegar
talað er um „að nota inniröddina“ við
börnin, því þá er eins og það gefi leyfi
til að öskra úr sér röddina þegar
maður kemur út,“ bætir hún við.
Rannsóknin sýndi að mesti hávað-
inn kom frá lifandi verum, ekki um-
hverfi eða húsgögnum. Um 90%
kennaranna kvörtuðu yfir of miklum
hávaða í börnunum sjálfum í spurn-
ingakönnun rannsóknarinnar og það
er í samræmi við niðurstöður ann-
arra rannsókna sem Valdís hefur
gert að hennar sögn.
„Börn þurfa að læra að þau megi
ekki nota röddina eins og þeim sýnist
og að það sé ósiður að öskra. Rödd er
afrakstur líkamsstarfsemi og radd-
böndin eru í hættu ef þeim er mis-
beitt.“
Valdís segir eðli mannsradd-
arinnar að hækka sig yfir hávaða,
þess vegna magnist hávaðinn alltaf
þegar hann er byrjaður í umhverfi
þar sem fólk þarf að eiga samskipti.
Niðurstaða rannsóknarinnar sýni
augljóst þekkingarleysi á radd-
notkun og það skorti fræðslu til
þeirra stétta sem þurfa að nota rödd-
ina sem atvinnutæki.
Óhentugur mælikvarði
Valdís er gagnrýnin á mæling-
arnar sem Vinnueftirlitið notast við,
en það eru meðaltalsmælingar. Svo-
kallaður erilshávaði sé þess eðlis að
meðaltalsmælingar séu gagnslausar,
t.d. eins og að vera með þögn í tvær
mínútur og skerandi hávaða í tvær
mínútur, þá er ekki hægt að taka
meðaltal af því og segja að mælingin
sé um eða undir meðaltali. Viðmiðið
hjá Vinnueftirlitinu miðist líka við há-
vaða sem skemmir heyrn, en í vinnu-
umhverfi eins og skólum þurfi að
miða við hávaða sem sé ekki meiri en
að „það heyrist ekki mannsins mál“
segir hún. Ekki sé hægt að breyta
þessum stöðlum nema fá lagabreyt-
ingu, heldur hún áfram og vill að
skólarnir fái sérlagaákvæði. Jafn-
aðarhávaði um 80 db yfir átta tíma
vinnudag miði við verksmiðjuum-
hverfi, en það sé ekki jafnaðarhávaði
á leikskólum, heldur erilshávaði, t.d.
þegar kubbum er sturtað á gólfið,
borðbúnaði skellt á borðin o.s.frv.
Raddböndin gefa eftir
Flestir raddgallar verða vegna
misnotkunar á röddinni og öskur eru
verst af öllu, að sögn Valdísar. Marg-
ir noti röddina til að tala hátt og kalla
að óþörfu.
„Þeir sem skaða eða missa röddina
eru oft í miklum vandræðum, en í
flestum tilfellum er hægt að ná henni
til baka með þjálfun,“ segir hún.
Fólk komi oft þegar það finnur að
það er orðið hást eða búið að missa
getuna til að geta sungið. Radd-
böndin séu tilfinningalaus, því finni
maður ekki þegar maður meiðir þau.
Einkenni þreytu í raddböndum séu
t.d. ræskingarþörf, kökkur, hæsi og
brestur í röddinni. Mikilvægt sé að
kenna börnum en líka fullorðnum
hvers vegna það sé slæmt að öskra
og garga og hvaða afleiðingar það
geti haft.
„Ég kalla því eftir vitundarvakn-
ingu og fræðslu um bætta raddmenn-
ingu, fyrir bætta heilsu og bætt
vinnuumhverfi barna og fullorðinna,“
segir Valdís að lokum.
Raddmenningu
Íslendinga er áfátt
Sérfræðingur vill vitundarvakningu um raddheilsu
Nauðsynlegt að mennta starfsstéttir í raddbeitingu
Doktor Valdís Ingibjörg Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Eggert
Útiröddin Hljóðstyrkur getur verið mikill í starfi leik- og grunnskóla. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir telur ekki æski-
legt að tala um „inniröddina“ við börn því það gefi til kynna að hróp og köll séu eðlileg samskipti utandyra.
Í þessari ferð könnum við spennandi slóðir undir einstakri
fararstjórn Ólafs Gíslasonar listfræðings, sem þekkir
menningu og listir lands og þjóðar flestum Íslendingum
betur. Leiðin liggur um Puglia héraði á “hælnum”
á Ítalíuskaganum. Við skoðum áhugaverðar borgir,
bæi, þorp kastala og komumst að syðsta hluta skagans.
Einstaklega fjölbreytt og áhugaverð ferð þar sem við
sjáum enn nýja hlið á Ítalíu.
Við fljúgum til Trieste á Ítalíu og áfram til borgarinnar Bari
sem er höfuðstaður Puliga-héraðsins en við dveljum þar í
5 nætur. Í Bari er miðstöð viðskipta, m.a. við lönd við
austanvert Miðjarðarhaf. Upphaflega var Bari grísk nýlenda
og síðar rómverskur verslunarstaður. Frá Bari er farið í
spennandi kynnisferðir um borgina og nágrenni. Þá er
einnig farið í dagsferð til hinnar sögufrægu borgar Matera
sem er í raun neðanjarðarborg, mynduð af hellum sem
hafa verið mannabústaðir allt fram á 7. og 8. áratug síðustu
aldar, en það er einstaklega áhugavert að skoða sig þar um.
Síðari hluta ferðarinnar dveljum við í borginni Lecce en
á leiðinni þangað er stoppað í Itra dalnum sem er í hjarta
Puglia héraðsins. Þar skoðum við hin sérstæðu „trulli“
steinhús sem eru einkennandi fyrir þetta hérað. Borgin
Lecce er gjarnan nefnd Flórens hin syðri en hún er
menningarmiðstöð héraðsins og státar af yfir 2000 ára
sögu og er víðfræg fyrir byggirgarlist sína og heilsteypta
borgarmynd frá barokk-tímanum.
Frá kr. 239.995 m/morgunverði o.fl. skv. ferðalýsingu
Netverð á mann frá kr. 239.995 m.v. 2 í herbergi.
Innifalið: Flug, skattar, 1 20 kg taska. Gisting á 4* hótelum í Bari og
Lecce m/morgunverði, 1 hádegisverður og 4 kvöldverðir. Kynnisferðir
og akstur samkvæmt dagskrá. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarks-
þátttöku 15 manns.
– fáðumeira út úr fríinu
Fararstjóri: Ólafur Gíslason
Í talía á sér margar hliðar sem skemmtilegt er aðkynnast. Sumar eru betur þekktar en aðrar en allar
eiga þær sér það sameiginlegt að vera afar áhugaverðar
hver á sinn hátt.
Bi
rt
m
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th
.a
ðv
er
ðg
etu
rb
re
ys
tá
nf
yri
rva
ra
.
EN
N
EM
M
/
SI
A
•
N
M
83
04
8
PUGLIA Á ÍTALÍU
UPPLIFÐU
19. sept. í 9 nætur
Hádegisverður,
4 kvöldverðir og
kynnisferðir
skv. ferðalýsingu
Frá kr.
239.995
m/morgunmat