Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 22

Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég er hérna í Hollandi til þess að reyna að brjóta upp hversdagsleik- ann fyrir stelpurnar,“ segir Hinrik Ingi Guðbjargarson, kokkur ís- lenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu, sem kom til móts við liðið eftir Frakkaleikinn í fyrradag og mun dvelja með liðinu fram að leiknum gegn Sviss. Hann segir sitt hlutverk fyrst og fremst vera það að fylgjast með því að maturinn sem stelpunum er boð- ið upp á sé í lagi. „Ég er búinn að lesa yfir mat- seðlana sem eru auðvitað í góðu lagi enda opinberir matseðlar frá Evrópska knattspyrnusambandinu. Ég mun reyna að setja íslenskt „twist“ á matinn en ég er aðallega þarna til þess að passa að maturinn sé bragðgóður.“ Lambakjöt og fiskur Hann segir að boðið verði upp á íslenskan mat meðan á dvöl hans stendur. „Ég tók með mér nóg af íslenskum mat til þess að bjóða stelpunum upp á. Þetta er aðallega gert til þess að koma með eitthvað annað en er á boðstólnum á hót- elinu. Þegar ég fer í svona ferðir tek ég alltaf með mér íslenskt lambakjöt og íslenskan fisk enda er það eitthvað sem slær alltaf í gegn.“ Spurður yfir hverju landsliðs- menn Íslands kvarti helst segir Hinrik að almennt finnist Íslend- ingum erlendur fiskur ekki góður. „Maturinn á hótelunum er yfirleitt mjög fínn en helsti munurinn er á fiski. Við erum vön atlantshafsfisk- inum sem er talsvert öðruvísi en heitsjávar-miðjarðarhafsfiskurinn. Okkur finnst hann alls ekki eins góður og þess vegna tek ég yfirleitt með mér nóg af íslenskum fiski í landsliðsferðir.“ Rökræður við tyrkneska kokka Hinrik segir að atvik sem karla- landslið Íslands lenti í, í ferð liðsins til Tyrklands, sé til marks um það hversu mikilvægt það getur verið að skoða matinn vel sem landsliðinu er boðið upp á. „Þegar landsliðið var í Tyrklandi í síðustu undankeppni þurfti Einar Björn, þáverandi kokkur landsliðs- ins, að rökræða við tyrknesku kokkana um að það væri ekki í lagi að skera hráan kjúkling á sama bretti og grænmeti. Ástæðan var sú að þeir vildu meina að það væri ekki salmonella í kjúklingnum í Tyrklandi. Það er því mikilvægt að passa svona hluti enda væri ekki gott ef landsliðsmenn væru að fá í magann fyrir leiki,“ segir Hinrik og bætir við að eflaust hefði hann dvalið lengur með landsliðinu ef keppnin hefði verið haldin ann- arsstaðar en í Hollandi. „Ef Evrópumótið hjá stelpnum hefði verið haldið í Tyrklandi eða landi í Austur-Evrópu þar sem matarmenningin er talsvert ólík því sem við eigum að venjast hefði ég örugglega verið lengur. Fyrst mót- ið er haldið í Hollandi þá er ekki ástæða til þess að hafa mig lengur með liðinu enda maturinn á hót- elinu eflaust mjög góður.“ Eldar íslenskan mat fyrir landsliðið  Hinrik brýtur upp hversdagsleika stelpnanna okkar á EM  Tók með sér nægan íslenskan mat til Hollands Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson Kokkur Hinrik segir mikilvægt að fylgjast með því að maturinn sem lands- liðinu er boðið upp á sé bragðgóður. Hann fór utan með íslenskan mat. „Áhorfið á leikinn gegn Frökkum var frábært og það mesta sem mælst hefur á fótboltaleik kvenna,“ segir Valgeir Vil- hjálmsson, mark- aðsrannsókn- arstjóri RÚV. Hann segir að áhorfið á leikinn í fyrradag hafi verið talsvert meira en þegar mest lét fyrir fjórum árum á Evrópumóti kvenna í Svíþjóð. „Samkvæmt tölum frá Gallup mældist 40% meðaláhorf á hverja mínútu leiksins og uppsafnað áhorf var 54% (þeir sem horfðu í amk 5 mín samfleytt). Auk þess sýna tölurnar að 93% þeirra sem horfðu á sjónvarp í fyrradag fylgd- ust með leiknum.Til samanburðar fékk leikur Íslands og Þýskalands mesta áhorfið á EM kvenna fyrir fjórum árum. Þá mældist með- aláhorfið 25% og uppsafnað áhorf 47%.“ Vaxandi áhugi á kvennabolta Valgeir segir aukninguna ekki einungis eiga sér stað í leikjum Ís- lands heldur virðist áhugi á öðrum leikjum keppninnar líka fara vax- andi. „Upphafsleikurinn fyrir fjór- um árum, leikur Ítalíu og Finn- lands, fékk um 2% meðaláhorf og 6% uppsafnað áhorf,“ segir Val- geir og bætir við að annað hafi verið upp á teningnum í ár. „Áhorf á opnunarleik Hollands og Noregs mældist 9% og uppsafnað áhorf var í kringum 19% sem verður að teljast gott,“ aronthordur@mbl.is Áhorfið það mesta sem mælst hefur  93% sjónvarpsáhorfenda fylgdust með Valgeir Vilhjálmsson EM KVENNA Í FÓTBOLTA 2017 Í HOLLANDI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is María Þórisdóttir gengur til mín lauflétt í bragði, brosandi og heilsar á íslensku áður en ég ræði við hana eftir æfingu með norska landsliðinu í knattspyrnu á EM í Hollandi. Norskir íþróttafréttamenn sögðu mér að þetta fas hennar, og það hve stutt sé í brand- arana, sé alfarið úr móðurættinni. Þeir þekkja pabbann líka, handboltaþjálfarann sigursæla Þóri Hergeirsson, sem þeir segja jafnan alvarlegri í bragði. María vakti athygli með frábærri frammi- stöðu sinni gegn Hollandi í fyrsta leik Noregs á EM, þrátt fyrir 1:0-tap. Þessi 24 ára gamli leikmaður, sem landsliðsþjálfari Íslands reyndi á sínum tíma að fá til að spila fyrir Ís- land, var með tárin í augunum fyrir leikinn því um tíma var ekkert útlit fyrir að hún yrði með á EM, og hún var ekki viss um að geta spilað fótbolta aftur: „Ég spilaði á HM í Kanada árið 2015, mætti svo heim til Noregs og meiddist strax í fyrsta leik með félagsliði mínu. Ég var frá keppni í næstum tvö ár og byrjaði ekki að spila fót- bolta aftur fyrr en í janúar síðastliðnum. Það er svolítið langur tími,“ segir María. „Það var læknir sem sagði mér að það gæti verið að ég myndi ekki spila fótbolta aftur. Ég hitti þann lækni hins vegar á besta tíma. Hefði ég beðið í einn mánuð í viðbót þá hefði ferill- inn kannski bara verið búinn,“ segir María. Fáum ekki svona í Noregi María þekkir vel til íslenska landsliðsins og var um tíma samherji Katrínar Ásbjörns- dóttur hjá Klepp í Noregi, sem og Guðmundu Brynju Óladóttur sem þó er ekki í landsliðs- hópnum að þessu sinni. „Ég fylgist vel með íslenska liðinu og þekki nokkra leikmenn þar. Mér finnst mjög skemmtilegt að Ísland sé að spila hérna núna og það er frábært að sjá hvernig kvennafót- boltinn á Íslandi er á leiðinni upp. Það var Ragnar Eyjólfsson var landsliðsþjálfari reyndi hann að fá Maríu til að spila fyrir Ís- land og það kom vel til greina. María komst hins vegar á endanum í norska liðið og lék fyrsta landsleikinn einmitt gegn Íslandi, í Alg- arve-bikarnum árið 2015. „Það hafði komið fyrirspurn um hvort ég vildi spila fyrir Ísland og ég get alveg sagt það að það hefði verið mjög gaman að spila fyrir Ísland. En ég er norsk. Svo kom þetta tæki- færi í Algarve-bikarnum og þar með var það ákveðið,“ segir María, og hún fann ekki neinn þrýsting frá pabba sínum um að horfa frekar til Íslands, eða til þess að velja handbolta fram yfir fótbolta en María þótti afar efnileg hand- boltakona: „Hann er bara mjög ánægður með að ég sé í landsliði. Hann veit líka að ég er alltaf ánægð á Íslandi en hann gleðst bara fyrir mína hönd. Hann hefur bara gaman af öllu með bolta og ég gat alveg tekið þessa ákvörðun sjálf,“ segir María hlæjandi. Saknar bragðarefsins Föðurfjölskylda hennar býr á Selfossi og hún reynir að fara til Íslands að minnsta kosti einu sinni á ári þar sem hún kann vel við sig: „Ég sakna alltaf íssins frá Íslandi. Mér finnst bragðarefur svo góður og pylsa með öllu. Svo er það heiti potturinn og sundlaug- arnar, og auðvitað fjölskyldan mín þar,“ segir María létt og hún finnur góða strauma til sín frá Íslandi: „Ég finn að það er aðeins fylgst með mér og fjölskyldan fylgist alltaf vel með mér, sem er mjög gaman.“ rosalegt að sjá þessa kveðjustund sem liðið fékk á flugvellinum fyrir mótið,“ segir María og augun ljóma. „Það var mjög kúl, og ekki eitthvað sem við fáum í Noregi. Ég vona að Ísland komist langt á þessu móti og vonandi mætumst við á seinni stigum þess,“ bætir hún við. Hefði verið mjög gaman að spila fyrir Ísland María er fædd og uppalin í Noregi, dóttir Þóris og Kirsten Gaard. Þegar Sigurður Frábært að sjá uppganginn á Íslandi  María Þórisdóttir leikur með norska landsliðinu á EM  Finnur góða strauma berast til sín frá Ís- landi  Vakti athygli með frábærri frammistöðu gegn Hollandi  Vonar að Íslandi komist langt Morgunblaðið/Sindri Íslendingur í norska liðinu María Þórisdóttir leikur fyrir Noreg á EM í knattspyrnu kvenna í Hollandi. Um tíma var óvíst hvort María myndi geta leikið fótbolta aftur vegna meiðsla VEISLUÞJÓNUSTA MARENTZU www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is Allar gerðir af veislum sérsniðnar að þínum þörfum • Fermingarveislur • Brúðkaup • Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi • Móttökur • Útskriftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.