Morgunblaðið - 20.07.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 20.07.2017, Síða 26
Keilugrandi Stærsta húsið verður nyrst, næst sjónum, og minni byggingar innar. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stórvirkar vinnuvélar vinna nú að því að rífa atvinnuhúsnæðið á Keilu- granda 1 í vesturbæ Reykjavíkur. Þarna mun húsnæðissamvinnu- félagið Búseti byggja 78 íbúðir á næstu misserum. Fram kemur í húsakönnun Borg- arsögusafns Reykjavíkur, sem unnin var af Drífu Kristínu Þrastardóttur sagnfræðingi, að húsið Keilugrandi 1 var reist á árunum 1966-1967 sem vörugeymsla, fiskverkunarhús og pökkunarstöð fyrir Sölusamband ís- lenskra fiskframleiðenda (SÍF). Á fyrri tíð var SÍF umfangsmesta sölu- samband saltfiskframleiðenda í land- inu með örflugt markaðsstarf í Suð- ur-Evrópu og víðar. SÍF er ekki starfandi lengur. Húsið var stækkað árið 1983 Upphaflega var húsið byggt í vink- il og voru elstu hlutar þess austur- álma og suðurhluti. Árið 1983 var húsið stækkað umtalsvert. Upphaf- legar teikningar að húsinu voru und- irritaðar af Gísla Halldórssyni arki- tekt, Teiknistofunni sf., Ármúla 6. Austurálman var einlyft með milli- lofti og lágu mænisþaki. Þar var fisk- vinnsla og pökkun ásamt starfs- mannaaðstöðu og geymslurými á millilofti. Suðurhlutanum var skipt í tvö rými fyrir kæligeymslu og mót- töku, með lágu mænisþaki á hvorum hluta, samsvarandi og á austurálm- unni. Húsið var byggt í módernískum stíl en var síðar breytt og aðlagað að húsagerð 9. áratugar 20. aldar, segir í húsakönnuninni. Húsið var byggt úr steyptum einingum. Við stækkunina árið 1983 var þessi hluti hússins framlengdur til norðurs svo það varð ferhyrnt að grunnfleti, með þrískiptu mænisþaki. Heildar- útliti hússins var þá einnig breytt, þ.e.a.s. útliti og þaki austurhlutans var breytt til samræmis við yngri byggingarhlutann, gluggaopum breytt og bætt við, inngangi komið fyrir á norðurgafli og þakkantar klæddir. Eftir stækkunina var húsið 4.500 fermetrar. Teikningar að þessum breytingum eru undirritaðar af Halldóri Guð- mundssyni arkitekt. Í húsinu var SÍF með starfsemi allt fram á miðjan 10. áratug 20. aldar en árið 1997 var húsið selt þvottahúsinu Grýtu sem starfaði þar í nokkur ár. Síðar var húsið nýtt sem vörugeymsla og aðsetur listamanna. Árið 2012 keypti Reykjavíkurborg húsið Keilugranda 1 af Landsbank- anum. Bankinn eignaðist hús og lóð þegar eigandinn, Rúmmeter, varð gjaldþrota. Kaupverðið var 240 millj- ónir. Borgin ákvað í framhaldinu að selja Búseta lóðina. Bygging- arframkvæmdir eiga að hefjast strax að loknu niðurrifi. Í vesturbæ Reykjavíkur var lengi athafnasvæði fiskvinnslufyrirtækja. Margir Reykvíkingar muna eflaust eftir hinni umfangsmiklu salfisks-, síldar- og skreiðarverkun sem Bæj- arútgerð Reykjavíkur (BÚR) rak vestan og sunnan Grandavegar frá 1950 fram á miðjan 9. áratug 20. ald- ar. Húsin voru síðan rifin og fjöl- býlishús reist á lóðinni. Á lóðinni næst austan við lóð SÍF, þar sem nú er Boðagrandi 2-2a, reisti verslun O. Ellingsen stálgrindar- skemmu á árunum 1966-1968. Þar hafði O. Ellingsen vörugeymslu fram til um 1990 en eftir það var um tíma rekið þar víraverkstæði. Einnig má nefna að Lýsi hf. reisti stórhýsi undir starfsemi sína við Grandaveg. Starfaði Lýsi hf. þar í áratugi. Lýsi reisti síðan nýja og full- komna lýsisverksmiðju við Fiskislóð úti á Granda. Gamla húsið var rifið og á svæðinu byggt stórt fjölbýlis- hús. Nú rísa þarna þrír sjö hæða íbú- ðaturnar. Með brotthvarfi Keilugranda 1 lýkur merkri athafnasögu í Vest- urbænum. Fiskvinnsla hefur vikið fyrir íbúðarbyggð. Íbúðir koma í stað fiskvinnslu  Verið er að rífa 4.500 fermetra atvinnuhúsnæði við Keilugranda  Var reist á sínum tíma til að verka saltfisk  Um langa hríð var öflug fiskvinnsla í Vesturbænum sem nú heyrir sögunni til Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Keilugrandi 1 Atvinnuhúsnæði sem setti sinn svip á vesturbæ Reykjavíkur í áratugi. Íbúðarbyggð er allt í kring og því kemur ekki á óvart að húsið víki. Morgunblaðið/RAX Niðurrif Stórvirkar vinnuvélar hafa unnið að því undanfarna daga að brjóta niður Keilugranda 1. Þetta er mikið verk því húsið er 4.500 fermetrar. Morgunblaðið/Arnaldur Lýsi hf. Húsið við Grandaveg var rif- ið og þar hafa risið háar byggingar. Búseta var í mars s.l. úthlutað lóðinni við Keilugranda 1 en þar munu á næstu misserum rísa 78 búseturéttaríbúðir í fjölbreyttum stærðum. Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn var endanlega samþykkt í janúar síðastliðnum. Fram kemur í frétt á heimasíðu Búseta að á Keilugrandanum verði lögð áhersla á fjölbreytni og græn útisvæði. Byggingarnar á reitnum verða 2ja, 3ja og fimm hæða og á miðju svæðisins verður svokallaður lýð- heilsureitur sem opinn verður öllum og mun nýtast til æfinga, leikja og upphitunar. Reiturinn verður útfærður í samvinnu við KR. Stefnt er að af- hendingu fyrstu íbúða 2019. Lóðin er beint norður af íþróttasvæði KR-inga í Frostaskjóli. Höfðu KR- ingar hug á því að reisa knatthús á lóðinni. Í kynningu á nýsamþykktri deiluskipulagstillögu kemur fram að viðræður fóru fram um tíma á milli borgarinnar og KR. „Vegna grunnvatnsstöðu svæðisins var fallið frá áformum um aðkomu KR þar sem óhagkvæmt reyndist að byggja á lóð- inni stórt niðurgrafið mannvirki,“ segir í kynningunni. Árið 2007 var auglýst deiliskipulagsbreyting fyrir lóðina sem ekki náði fram að ganga. Í tillögunni var gert ráð fyrir 130 íbúða fjölbýli á 4-9 hæð- um. Margar athugasemdir bárust, meðal annara frá nágrönnum, og var tillögunni hafnað í skipulagsráði borgarinnar. Á KEILUGRANDANUM VERÐA BYGGÐAR 78 ÍBÚÐIR Teikning/Kanon arkitektar Búseti stefnir að afhendingu fyrstu íbúðanna árið 2019 Malbikunar- framkvæmdir í Reykjavík eru nokkurn veginn á áætlun, en gætu tafist frek- ar vegna veðurs. Reykjavíkurborg hefur lokið um 50% af því sem er á áætlun og Vegagerðin um 70%. Bæði þessi vika og síðasta hafa verið erfiðar vegna veðurs. Hjá Reykjavíkurborg stendur til að malbika um 32 kílómetra sam- tals og um miðjan júlí var búið að klára 15 til 16 kílómetra, að sögn Ámunda Brynjólfssonar, skrifstofu- stjóra framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg. „Planið er að reyna að klára þetta í byrjun sept- ember, með fyrirvara þó um að veðráttan tefji okkur ekki um of.“ Veðrið hefur tafið malbikun í borginni Viðhald Víða er unnið að malbikun. Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga Með einföldum aðgerðum er hægt að breyta stærð og lögun sköfunnar • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • Vinnuvistvænt Skínandi hreinir gluggar Komið í verslun okkar eða fáið upplýsingar í síma 555 1515. Einnig mögulegt að fá ráðgjafa heim.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.