Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 SVIÐSLJÓS Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er eins og að vera kominn í sveit að heimsækja gistiheimilið Hlið á Álftanesi. Það er fjörulykt og hænur vappa um á hlaðinu. Á bak við bursta- bæinn er gamall bátur. Jóhannes Viðar Bjarnason veit- ingamaður ræður hér ríkjum. Hann er stofnandi Fjörukrárinnar og hefur rekið Hótel Víking þar við hlið í Vík- ingastræti í Hafnarfirði. Á Álftanesi er komið annað hótel með sterkum einkennum. Þar má upplifa gamla tímann á Íslandi með sjóinn á aðra hönd og Bessastaðanes á hina. Jóhannes Viðar keypti húsnæðið fyrir nokkrum árum. Fyrrverandi eigandi hafði byggt þar burstabæ og vestan við hann var veitingaskáli. „Hér var ágætismaður sem hét Bogi Jónsson. Hann var á sínum tíma með rekstur. Burstabærinn hafði staðið auður í þrjú ár og var í niður- níðslu. Ég fékk vilyrði fyrir því hjá bæjaryfirvöldum að hér mætti kannski bæta við nokkrum húsum,“ segir Jóhannes Viðar, sem hóf end- urbyggingu fyrir tveimur árum. Býr í burstabænum Bogi var með heimaveitingar á staðnum. Jóhannes Viðar mælti með þjónustunni og vísaði gestum Hótels Víkings reglulega á Hlið. Nú býr Jó- hannes Viðar í nýja burstabænum og með honum heldur gistirekstur áfram á þessum sérstaka stað. „Það hefur gengið illa fyrir útlend- inga að bera fram orðið Hlið svo ég hef kallað þetta Fishermen village and resort fyrir útlendinga til að gera þetta auðveldara fyrir þá,“ segir Jó- hannes Viðar til skýringar. „Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af þessum stað,“ segir Jóhannes Viðar sem tek- ur reglulega á móti 30 til 80 manna hópum í veislur og mannfagnaði. Það er eins og hann sé að bjóða fólki heim. „Við erum með morgunmat fyrir gesti okkar en tökum eingöngu á móti hópum á kvöldin í mat eins og staðan er í dag en skoðum að hafa meira opið þegar staðurinn verður fullbúinn,“ segir hann. Áform um 70-80 rúm Staðurinn hefur breyst mikið síðan endurbyggingin hófst. Veitingaskáli vestur af burstabænum hefur verið endurbyggður og eru þar tvö ný her- bergi fyrir hótelið. Hlaðið og bíla- stæðin hafa verið endurgerð og er nú betri aðstaða til að taka á móti stærri hópum. „Það er verið að bæta alla aðkomu að Hliði og með haustinu stendur til að hér verði allt malbikað og hellulagt og bílastæði fyrir stóra sem smáa bíla,“ segir Jóhannes Viðar. Við hlið veitingaskálans er svo risin ný hótelálma með 11 herbergjum. Samtals eru því 13 herbergi á hót- elinu. Ný álma með sex herbergjum til viðbótar er í smíðum við innkeyrsl- una. Þegar hún verður tekin í gagnið í ágúst verða 19 herbergi á hótelinu. Á næsta ári hyggst Jóhannes Viðar bæta við þremur burstum á bónda- bæinn og bæta þar við sex her- bergjum. Fullbúið verður hótelið með 25 herbergjum og veitingaaðstöðu fyrir 70 til 80 manns. Jóhannes Viðar segir að fullbúið verði hótelið ágætis rekstrareining. Samtals verði 25 herbergi sem taki frá þremur til fimm gesti og rúmin því samtals 70-80. Þetta kemur til við- bótar 60 herbergjum á Hótel Víking. Herbergjum hefur fjölgað smám saman og umfangið vaxið ár frá ári. Þúsund ára nafn Jóhannes Viðar segir örnefnið Hlið hafa verið til nánast frá landnámi. „Hér er ein af fáum vörum sem eft- ir eru á Íslandi. Hlið dregur nafn sitt af lóni sem myndaðist þegar sjómenn notuðu hana sem bryggju. Hér er rennan sem þeir notuðu,“ segir Jó- hannes Viðar og bendir út í víkina. „Þá var ekki hlaðinn garður eins og núna. Hér er skeljasandur og gott undirlag fyrir báta. Árið 1860 bjó hér maður, Kristján Mathiesen, sem var með níu langæringa og 100 manns í búðum. Hlið var þá ein stærsta fisk- verkun Suðurlands. Þetta er því merkur staður. Hlið dregur nafn sitt af innsiglingu í þessa vör. Hér þótti gott hlið í vörina, enda gott sjólag,“ segir Jóhannes Viðar. „Svo vill líka til að annar Mathiesen var ábúandi í því húsi sem Fjörukráin byrjaði í en það var kallað Fjaran og byggt 1841 af Matthíasi Mathiesen sem rak þar verslun með mynd- arbrag.“ Ný álma að verða til Sem fyrr segir er ný álma í smíð- um. Byrjað var að gera sökkulinn í vor. Svo kom álman í fjórum gámum frá Eistlandi. Nú eru iðnaðaðarmenn langt komnir með fráganginn. Kostn- aður við hvert herbergi verður 8-10 milljónir. Frá herbergjunum er hægt að ganga út á verönd og fylgjast með hestum á beit. Á herbergjunum verða að sjálfsögðu luktir í sjómannastíl. Við annan enda álmunnar er árabátur merktur Titanic. Jóhannes Viðar segir þetta björg- unarbát smíðaðan í sömu skosku verksmiðjunni og bátarnir í skipið fræga. Hér hafa allir hlutir sögu. Hluti innréttinga, þar með talið kojur, er sérsmíðaður. Í veitinga- salnum er búið að safna saman mörg- um gömlum munum héðan og þaðan. Úr loftinu hangir grænlenskur kajak, sem var í eigu Árna Johnsen, og við enda salarins gnæfir uppstoppaður ísbjörn yfir borðum. Jóhannes Viðar segist aðspurður ekki þurfa að auglýsa mikið gist- inguna í Hliði. „Ég hef ágætis teng- ingu út af Fjörukránni. Markaðs- setningin fer í gegnum þann grunn sem fyrir er og bókunarsíðurnar. Þetta gerist mikið til af sjálfu sér.“ Spurður um verðlagninguna segir Jóhannes Viðar að hún sé hófleg. Hann býður svo blaðamanni og Raxa ljósmyndara að skoða hótelher- bergi sem er með útsýni út í víkina. „Þetta voru töffarar, maður. Það hefði verið flott fyrir Raxa að taka mynd af þessum körlum þegar þeir voru í skinnklæðum að draga upp bátana og fara rennvotir út á sjó,“ segir Jóhannes Viðar, sposkur á svip. Byggir sveitahótel í borginni  Jóhannes í Fjörukránni stendur fyrir mikilli uppbyggingu á Álftanesi  Stækkar gistirýmið og bætir við nýrri álmu  Veitingaskálinn endurbyggður  Stefnir á 25 herbergi með 70-80 rúm Morgunblaðið/RAX Veitingamaður Jóhannes Viðar Bjarnason, kenndur við Fjörukrána, býr nú á Hliði á Álftanesi. Veitingar Jóhannes hefur látið stækka skálann. Sjómennska Útisvæðið við veitingaskálann er með sjómannaívafi. Nýbygging Jóhannes Viðar við nýju hótelálmuna sem hann réðst í að byggja. Fullbúið verður hótelið með 25 herbergjum. Ferðaþjónusta Hlið er úti við sjóinn á Álftanesi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.