Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.07.2017, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Steinullarverksmiðjan varð pólitískt bitbein þegar hún var reist með þátt- töku ríkisins fyrir rúmum þremur áratugum. Tekist var á um hvort verksmiðjan ætti að vera í Þorláks- höfn eða á Sauðárkróki og ekki var spáð vel fyrir henni þegar ákveðið var að reisa hana fyrir norðan. Margir voru ósáttir við niðurstöðuna og vakti það athygli þegar Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra not- aði tækifærið þegar hann flutti ræðu við opnun verksmiðjunnar til að bjóða öll hlutabréf ríkisins til sölu. Steinull hf. sem áður hét Steinull- arverksmiðjan hefur gengið í gegn- um súrt og sætt á þessum tíma. Rík- ið átti 40% í upphafi á móti heimamönnum og fleiri aðilum. Ein- ar segir að þegar framleiðsla hófst á árinu 1985 hafi fyrirtækið ekki verið fullfjármagnað. Finnska fyrirtækið Paroc sem alla tíð hefur verið í sam- starfi við verksmiðjuna um tækni- og sölumál kom inn með nýtt hlutafé og eignaðist 28% hlut. Byggingavörusalar komu inn Verksmiðjan stóð undir öllum fjár- magnskostnaði og í kjölfar þess að síðasta stofnlánið var greitt upp, rétt fyrir aldamót, var félagið einkavætt. Ríkið og Sauðárkróksbær seldu sína hluti og Paroc minnkaði við sig. Kaupfélag Skagfirðinga bætti við sig og Byko og Húsasmiðjan, aðaldreif- ingaraðilar afurða verksmiðjunnar, eignuðust tæplega fjórðungs hlut hvort fyrirtæki og starfsmenn eign- uðust 15%. Ríkið fékk stofnframlag sitt til baka með ávöxtun og enginn tapaði á því að leggja fé í fyrirtækið. Eignarhlutir Byko og Húsasmiðj- unnar varð tilefni til rannsóknar samkeppnisyfirvalda sem settu skil- yrði fyrir kaupunum, meðal annars um að allir ættu jafnan aðgang að sölu á afurðunum. „Það er ekki ákjósanlegasta staðan að aðal- viðskiptavinirnir skuli eiga fyr- irtækið en við verðum að vinna út frá henni og reynum að fylgja reglum samkeppnisyfirvalda til hins ýtr- asta,“ segir Einar. KS keypti hlut starfsmanna og Pa- roc í byrjun síðasta árs og á helming hlutafjár á móti fjórðungs hlut Byko og Húsasmiðjunnar. Reksturinn hefur gengið vel á undanförnum árum. Fyrirtækið var lengi með um 90% hlutdeild á ís- lenska markaðinum fyrir óbrenn- anlega einangrun. Einar bendir þó á að innflutningur hafi aukist á allra síðustu árum, einkum við stór- framkvæmdir. Erlend risafyrirtæki á þessu sviði geti undirboðið í slíkum verkum án þess að það hafi áhrif á þeirra eigin markaði. Steinull geti ekki svarað slíkum boðum vegna þess að fyrirtækið er bundið skil- yrðum sem fyrirtækið hefur und- irgengist sem markaðsráðandi fyr- irtæki. Um þriðjungur fluttur út Í þenslunni fyrir bankahrun jókst framleiðsla og sala á innanlands- markaði ævintýralega. Salan fór yfir 9 þúsund tonn á árinu 2007 en féll niður í rúmlega 2 þúsund tonn á árinu 2010. Síðan hefur verið jöfn og stöðug aukning. Á síðasta ári var sal- an innanlands um 5 þúsund tonn sem er svipað og á árunum 2001 og 2002. Salan það sem af er þessu ári bendir til verulegrar aukningar í ár. Ónýtt afkastageta er notuð til að framleiða vörur til útflutnings og þá leiðina hefur þriðjungur framleiðslunnar oftast farið. „Við vorum brenndir af um- ræðunni á upphafsárunum þar sem fyrirtækið var talið vonlaust og þess vegna lögðum við áherslu á að greiða niður lán og minnka skuldir. Þegar hrunið varð vorum við nánast skuld- laust fyrirtæki. Það sem skipti þó meira máli var að vegna lækkunar á gengi krónunnar tvöfaldaðist verð- mæti útflutningsins. Það borgaði sig því að halda dauðahaldi í útflutning- inn, þrátt fyrir að eftirspurn á innan- landsmarkaði hefði á árinu 2007 ver- ið orðin það mikil að við þurftum í raun ekki á útflutningi að halda það ár,“ segir Einar. Heildartekjur Steinullar hafa flest árin verið rúmar 700 milljónir. Tekj- urnar nærri tvöfölduðust árið 2007 og eru nú orðnar svipaðar að krónu- tölu. Einar tekur þó fram að þetta séu ekki jafn verðmætar krónur og voru fyrir tíu árum. Hagnaður hefur verið á fyrirtækinu öll árin, meira segja í hruninu, þótt hann hafi minnkað verulega á því ári. Mikilvægur vinnustaður Um 40 starfsmenn eru hjá Steinull hf. sem er mikilvægur vinnuveitandi í Skagafirði. Fyrirtækinu hefur hald- ist vel á starfsmönnum. Í þenslunni fyrir hrun var aukið við þegar fjölgað var vöktum og verksmiðjan snerist allan sólarhringinn. En eftir hrun, þegar viðskiptin drógust saman, þurfti að fækka vöktum og segja upp fólki. Á árinu 2015 var vöktum aftur fjölgað og er steinullarverksmiðjan nú rekin á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn frá sunnudegi til föstu- dags og laugardagarnir notaðir til viðhalds. Útflutningur kom verksmiðjunni í gegnum hrunið  Ekki var spáð vel fyrir steinullarverksmiðjunni þegar hún hóf starfsemi fyrir 32 árum  Allir fengu sitt til baka Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gæðaeftirlit Eiríkur Jónsson vigtar og skoðar einangrunarplötur til að tryggja að viðskiptavinurinn fái það sem hann greiðir fyrir. Skagafjörður Steinullarverksmiðjan stendur við sjóinn, nyrst á Sauðárkróki. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástSnickers vinnuföt í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.