Morgunblaðið - 20.07.2017, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Fréttaljósmyndun sem starfs-
grein þróaðist með tilkomu dag-
blaða, prenttækni og myndavéla.
Fréttaljósmyndun á Íslandi á sér
rúmlega 100 ára sögu. Myndir í
dagblöðum fyrstu hálfa tuttugustu
öldina voru teknar af ljósmynda-
áhugamönnum og svo síðar af
blaðamönnum. Ljósmyndanotkun
jókst með ári hverju eftir því sem
tæknin varð betri og samgöngur
urðu greiðari. Starf frétta-
ljósmyndarans varð til í lok árs
1940 og þróaðist svo fram til árs-
ins 1965 þegar ljósmyndarar urðu
fullgildir meðlimir Blaðamanna-
félags Íslands. Réttindi frétta-
ljósmyndara urðu þá jöfn við
blaðamenn og 1978 voru Samtök
fréttaljósmyndara stofnuð en það
er uppistaða þeirra samtaka sem
eru starfrækt í dag.“
Fyrsta blaðaljósmyndin 1890
Þetta má lesa í nýrri háskóla-
ritgerð Þorvaldar Arnar Krist-
mundssonar um sögu og stöðu
blaðaljósmyndara á Íslandi. Fram
kemur að ljósmynd birtist í fyrsta
sinn í dagblaði í hollenska blaðinu
Amsterdamsche Courant, Nieuws-
en Adverentieblad 24. febrúar árið
1890. Hér á landi var prenttæknin
lengi vel langt á eftir öðrum þjóð-
um. Það var ekki fyrr en árið 1855
að fyrsta myndin var prentuð í ís-
lensku blaði. Var það teikning af
fiski sem þótti vera einkennilegur
í lögun og útliti og birtist hún í
Norðra 16. apríl 1855.
Enn var þá töluvert í land á Ís-
landi að ljósmynd birtist á síðum
fréttablaðs, en fyrsta andlitsmynd
af manni birtist í blaðinu Skuld 19.
ágúst árið 1880. Var myndin af
Jóni Sigurðssyni forseta. Ritstjóri
blaðsins var Jón Ólafsson og birti
hann fjölda andlits- og frétta-
mynda í blaðinu þar til það lagði
upp laupana 1883.
Myndir í íslenskum dagblöðum
héldu áfram að birtast með prent-
tækni þar sem útbúnar voru sér-
stakar tré- eða dúkristur og var
töluvert í að myndir eftir íslenska
fréttaljósmyndara sæjust á prenti.
Flest dagblöð hér á landi eftir
1885 höfðu tileinkað sér mynd-
skreytingar og sum blöð fóru að
gefa sig út fyrir að vera sérstök
myndablöð. Fyrsta frétta-
ljósmyndin sem sýnir raunveruleg-
an fréttaatburð birtist í Ísafold 17.
febrúar 1906. Um var að ræða
dúkristu eftir ljósmynd frá ávarpi
Friðriks VIII Danakonungs í
Amalíuborg.
Það var svo árið 1910, segir í
ritgerð Þorvaldar, að íslensk ljós-
mynd birtist í fyrsta skipti í dag-
blaði, en það var mynd af Ástu
Árnadóttur málara sem nýverið
hafði lokið meistaraprófi í mál-
araiðn. Þess er ekki getið hver tók
ljósmyndina. Þegar Íslendingar
fengu loks tækni til prent-
myndagerðar á árunum 1919 til
1920 varð íslensk dagblaðaútgáfa
jöfn þeirri tækni sem notuð var í
erlendum prentsmiðjum. Hinn eig-
inlegi íslenski fréttaljósmyndari
var ekki til á þessum tíma og
þurftu blöðin oftast að kaupa þjón-
ustu atvinnuljósmyndara sem sér-
hæfðu sig í mannamyndum, lands-
lagi og póstkortum.
Þó fór að bera á því að nöfn ís-
lenskra ljósmyndara birtust við
myndir í blöðum og tímaritum.
Magnúsi Gíslasyni ljósmyndara er
t.d. eignuð mynd af íbúðarhúsi
sóknarprestsins í Grímsey og birt-
ist hún í Óðni 1. ágúst 1911. Þann
3. maí, árið 1924, er mynd í Morg-
unblaðinu eignuð Magnúsi Ólafs-
syni úr kröfugöngu verkalýðs-
félaganna 1. maí það ár. Á þessum
árum voru myndavélar að verða
smærri og hentugri í meðförum en
áður, og voru að verða vinsæll
gripur á meðal blaðamanna og al-
mennings. Blaðamenn fóru að taka
myndir í ríkara mæli í sínu starfi
og ljósmyndin varð æ vinsælli.
Frægasta fréttamyndin
Ein frægasta fréttamynd 20.
aldar á Íslandi, segir Þorvaldur,
var tekin af Finnboga Rúti Valdi-
marssyni, ritstjóra Alþýðublaðs-
ins, og sýnir hún sjórekin lík skip-
verja franska rannsóknarskipsins
Pourquoi Pas, sem fórst út af
Mýrum 16. september 1936. Þessi
mynd er að mati Þorvaldar upp-
hafið að hinni eiginlegu frétta-
ljósmyndaöld sem hófst skömmu
síðar, þegar blöðin hófu að ráða til
sín ljósmyndara í fullt starf.
Ólafur K. Magnússon var fyrsti
fastráðni fréttaljósmyndarinn.
Hann hóf störf á Morgunblaðinu
árið 1947 og vann á blaðinu í nær
hálfa öld. Á þessum tíma var ekki
litið á ljósmyndara sem jafningja
blaðamanna og var því aðild Ólafs
að Blaðamannafélaginu hafnað.
Þegar Blaðamannafélagið end-
urskoðaði afstöðu sína síðar og
bauð Ólafi þátttöku, hafnaði hann
því þar sem honum var misboðið
þegar honum var upphaflega synj-
að um inntöku. Ólafur K. gekk því
aldrei í Blaðamannafélagið í þau
tæplega 50 ár sem hann starfaði
við blaðaljósmyndun.
Árið 1957, eða tíu árum eftir
ráðningu Ólafs, hófu önnur blöð að
fastráða ljósmyndara og á skömm-
um tíma voru stærstu dagblöðin
og tímaritin komin með sína eigin
fréttaljósmyndara, enda blaða-
myndir orðnar ómissandi hluti
frétta og frásagna.
Ljósmyndarar í stóru hlutverki
Ljósmyndarar áttu í byrjun erfitt uppdráttar innan Blaðamannafélagsins Eru nú viðurkenndir
sem blaðamenn Skrásetja fréttaviðburði á sinn hátt Íslensk fréttaljósmynd birtist fyrst 1910
Morgunblaðið/Ásdís
Að störfum Fréttaljósmyndararnir Kristinn Ingvarsson og Þorvaldur Örn Kristmundsson munda vélar sínar við mótmæli á Austurvelli fyrir nokkrum ár-
um. Þeir hafa báðir starfað á Morgunblaðinu. Fréttamyndir eru mikilvægur þáttur í skráningu sögulegra viðburða.
Morgunblaðið/RAX
Björgunarmenn Ein af þekktari fréttaljósmyndum seinni ára er sú sem
Ragnar Axelsson tók fyrir Morgunblaðið eftir snjóflóðið á Flateyri 1995.
Þorvaldur Örn
Kristmunds-
son þekkir vel
til frétta-
ljósmyndunar,
enda vann
hann við hana
í rúma tvo
áratugi, frá
1991 til 2012,
aðallega hjá
Morgunblaðinu og DV. Hann sat
lengi í stjórn og samninganefnd
Blaðamannafélags Íslands og
var formaður Blaðaljósmynd-
arafélags Íslands í 12 ár. Í dag er
hann forstöðumaður við-
skiptavers hjá Inkasso og
stundar nám í fjölmiðlafræði við
Háskólann á Akureyri. Þorvald-
ur hefur ekki lagt vélina á hill-
una og er enn virkur ljósmynd-
ari þótt afraksturinn sé nú
frekar á sýningum en í blöðum,
bæði hér heima og utanlands.
LANGUR FERILL
Þorvaldur Örn
Kristmundsson
Þekkir vel
til í greininni
Guðrún Antonsdóttir
lögg. fasteignasali
Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á sölu.
Mjög mikil eftirspurn og lítið framboð.
Núna er tækifærið ef þú vilt selja.
Hringdu núna í 697 3629
og fáðu aðstoð við að selja
þína eign, hratt og vel.
Ertu í söluhugleiðingum?
Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is