Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 40

Morgunblaðið - 20.07.2017, Side 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 2017 FRÉTTASKÝRING Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Óumdeild er sú breyting er orðið hef- ur með tilkomu netsins og annarra tækninýjunga á 21. öld. Netið hefur breytt landslagi fjölmiðla, viðskipta, daglegs lífs fólks og þannig mætti áfram telja. Árum saman hafa menn haft áhuga á vélmennum, gervigreind og sjálfvirkni, jafnvel óttablandinn áhuga. Þannig hræðast sumir það að vélmenni geti orðið svo greind að þau muni geta tekið öll völd úr höndum mannskepnunnar. Ekkert skal full- yrt um slíkar hugmyndir hér, en ljóst þykir að vélmenni og tölvur munu í náinni framtíð sinna miklum fjölda þeirra starfa sem manneskjur sinna nú, með hjálp gervigreindar. Sér- fræðingar keppast nú við að spá fyrir um hvaða störf það verði sem muni þurrkast út. Ólík iðnbyltingunni Ein af niðurstöðum nýlegrar rann- sóknar ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company, var að 30% einstakra verkefna í 60% starfs- greina yrðu framkvæmd af tölvum, fyrr eða síðar. Andy Haldane, yf- irhagfræðingur breska seðlabankans hefur sagt að 80 milljónir starfa í Bandaríkjunum og 15 milljónir starfa í Bretlandi verði unnin af vélmenn- um. Einna áhugaverðast við vélmenna- væðinguna er að hún er talin óskyld iðnbyltingu 18. og 19. aldar að því leyti að sú fyrrnefnda geri ekki nokk- urn greinarmun á störfum líkt og hin síðarnefnda, en þá voru störf verka- fólks „í meiri hættu“ en störf ann- arra. Þannig munu vélmenni t.d. geta sinnt ýmsum störfum og verkefnum sem unnin eru á skrifstofum, en ekki aðeins „á gólfinu“. Endurteknar athafnir og fyrirsjáanleg verkefni Í rannsókn sem unnin var við Ox- ford-háskóla í Bretlandi árið 2013, voru 702 störf athuguð með tilliti til möguleika á sjálfvirkni og þróunar gervigreindar og vélmenna. Margoft hefur verið vitnað til þessarar rann- sóknar síðan. Í niðurstöðum fræðimannanna kom fram að sum störf eru mun lík- legri en önnur til að verða unnin af vélmennum innan tíðar. Nánar til- tekið eru það einna helst störf sem fela í sér endurteknar athafnir og viðfangsefnin eru fyrirsjáanleg. Efst á blaði er starf símasölu- manna, en 99% líkur eru á að tölvur muni sinna slíkri sölumennsku í framtíðinni. Næst í röðinni eru starfsmenn banka sem sinna lána- viðskiptum með 98% líkur og gjald- kerar með 97% líkur. 94% líkur eru á því að störf fulltrúa á lögmannsstofum og aðstoðarmanna lögmanna verði sjálfvirknivædd og 89% líkur á að starf leigubílstjórans verði þannig leyst af hendi. 81% líkur eru svo á því að starf skyndibita- kokka verði sjálfvirknivætt. Hvaða störf eru í minnstri hættu? Samkvæmt rannsókn Oxford- háskóla eru þau störf minnst við- kvæm fyrir tækniframförunum sem fela í sér umönnun og mannleg sam- skipti. Einnig eru „örugg“ störf sem fela í sér sköpun, þ.e. störf lista- manna, vísindamanna og frumkvöðla. Starfsmenn trúfélaga, prestar t.a.m., eru neðstir á blaði, en 0,81% líkur eru á því að störfum þeirra verði sinnt með sjálfvirkum hætti. Næst koma læknar og skurðlæknar með 0,42% líkur og þar á eftir nær- ingarfræðingar með 0,42% líkur. 0,39% líkur eru á því að starf iðju- þjálfa verði leyst af hendi af vél- mennum og 0,3% líkur á að störf starfsmanna í félagsþjónustu sem vinna með sálræna kvilla og fíkni- sjúkdóma. Er kannski ekkert að óttast? Að margra mati eru kenningar og fregnir af útrýmingarhættu tiltek- inna starfsgreina stórlega ofmetnar og halda hinir sömu því margir fram að tæknin hafi búið til fleiri störf en hún hafi útrýmt. Að því er fram kemur í nýlegri grein Quartz er aðeins eitt starf í Bandaríkjunum sem hefur fallið í hendur vélmenna frá árinu 1950, en það er starf lyftuvarðarins. Nú má komast milli hæða í húsum með því einu að velja hæð á takkaborði, líkt og kunnugt er. Af 250 starfsgreinum sem skráðar voru í Bandaríkjunum árið 1950 eru 232 enn til. 32 þeirra hurfu vegna þess að ekki var eftirspurn eftir þeim lengur og fimm starfsgreinar dóu út af öðrum ástæðum. Enginn veit fyrir víst hver þróun starfsgreina verður með tilliti til vél- mennavæðingar og gervigreindar, en það er þó víst að þróunin er gífurlega hröð og breytingar handan við hornið. Hvaða verkum sinna vélmennin?  Fræðimenn meta líkur á að störf verði vélvædd  Ólíklegt að umönnunarstörf verði sjálfvirk  Störf sem fela í sér endurtekningu í hættu  Vélmenni hafa tekið yfir eina starfsgrein í Bandaríkjunum Ljósmynd/AFP Vélþjónn Á veitingastað í borginni Multan í Pakistan þjóna nú til borðs vélmenni með hjálp gervigreindar og tölva. Pierre de Villiers, yfirmaður franska hersins, sagði af sér í gær vegna sparnaðaráforma Emmanuels Mac- ron Frakklandsforseta. Stutt er síð- an de Villiers deildi opinberlega á forsetann vegna áforma hans um að minnka útgjöld ríksins til varnar- mála. Í yfirlýsingu frá de Villiers segir að hann hafi átt einskis annars úr- kosti en að segja af sér. Hann hafi reynt að gera franska hernum kleift að tryggja varnir landsins, þrátt fyr- ir að það verði stöðugt erfiðara vegna þeirra sparnaðarkrafna sem gerðar séu. „Við núverandi aðstæður tel ég mig ekki geta tryggt þann öfl- uga herafla sem ég tel nauðsynlegan til að halda uppi vörnum fyrir Frakk- land og Frakka núna og í framtíðinni og viðhalda um leið varnarstefnu landsins,“ sagði de Villiers. Hann kvaðst því hafa afhent Macron af- sagnarbréf og forsetinn hefði sam- þykkt að leysa hann frá störfum. De Villiers hafði verið yfirmaður hersins í þrjú ár og notið mikilla vin- sælda meðal franskra hermanna, að sögn fréttaveitunnar AFP. Macron hafði sagt að ef ágreining- ur kæmi upp milli forsetans og yfir- manns hersins væri það sá síðar- nefndi sem þyrfti að breyta afstöðu sinni. Stjórnarandstæðingar sökuðu Macron um að hafa auðmýkt de Vill- iers en forsetinn sagði í ræðu á þinginu að sem hershöfðingi gæti hann ekki lagst gegn stefnu forset- ans. Macron hyggst minnka útgjöld ríkisins, meðal annars til varnar- mála, um 4,5 milljarða evra til að minnka fjárlagahalla. Sagði af sér vegna deilu við Macron  Yfirmaður franska hersins fór frá vegna deilu um sparnaðaráform AFP Fer frá De Villiers kveðst ekki hafa átt annars úrkosti en að segja af sér. Bandaríski bifreiðaframleiðandinn Tesla er leiðandi í raf- bílaframleiðslu í heiminum. Árið 2014 kynnti fyrirtækið fyrst sjálfstýringu í bifreiðum sínum og uppfærða útgáfu árið 2016. Enn hefur Tesla aðeins náð stigi tvö af fimm skilgreindum stigum sjálfstýringar, en í því felst m.a. að enn er þörf á því að manneskja geti gripið í taumana ef eitthvað kemur upp á. Nokkrir framleiðendur hyggjast kynna bifreiðar sem standast stig þrjú innan fimm ára, en bifreiðar á stigi þrjú munu í auknum mæli geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Ásamt öðrum fyrirtækjum er Tesla ekki aðeins á góðri leið með að „út- rýma“ störfum atvinnubílstjóra, heldur má einnig nefna að fyrirtækið hefur vakið athygli fyrir að í verksmiðju þess eru 200 vélmenni, þ. á m. tíu stærstu vélmenni í heimi. Þar starfa aðeins um sex þúsund starfsmenn. Aðeins 6.000 starfsmenn TESLA ER HÁTÆKNIFYRIRTÆKI, LEIÐANDI Á HEIMSVÍSU Tesla er leiðandi. Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk | Sími 551 5979 | lebistro.is Gypsy Jazz Með Gunnari H ilmarsyni og ge stum Alla föstudaga og laugardaga kl: 22:00 HAPPY HOUR eftir kl . 22:00 Django Nights

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.